Tíminn - 09.12.1988, Qupperneq 5
Föstudagur 9. desember 1988
O
Tíminn 5
Lögreglufélag Reykjavíkur sendir frá sér skýrslu um ástandið innan lögreglunnar:
EINN LOGREGLUBILLI
UTKOLLUMIREYKJAVIK
Lögreglufélag Reykjavíkur sendi í gær frá sér „all-
svæsna“ skýrslu um ástandiö innan lögreglunnar. Skýrslan
ber nafnið „Löggæsla í Reykjavík 1988 - Mannafli,
Yinnuaðstaða, Vandamál.
í framhaldi af skýrslunni var boðað til blaðamannafundar
þar sem saman var komin stjórn félagsins auk nokkurra
lögreglumanna og fjölda frétta- og blaðamanna. Hér á eftir
verður tæpt lítillega á því helsta sem fram kom í skýrslunni
og á fundinum.
Einn bíll frá Gróttu
að Hvalfjarðarbotni!
„Ástandið er orðið það slæmt að
dæmi eru til um að aðeins hafi einn
lögreglubíll sinnt útköllum á öllu
Stór-Reykjavíkursvæðinu í allt að
því þrjá og hálfan tíma.
Petta hefur ekki gerst einu sinni
og ekki tvisvar. Þegar ástandið er
orðið slíkt sjáum við lögreglumenn
okkur neydda til að kynna almenn-
ingi ástandið. Finnst fólki það
eðlilegt? Finnst fólki rúðubrotin í
miðbænum í lagi? Við .fullyrðum
að við það er hægt að ráða, sé vilji
fyrir hendi. “ Það var varaformaður
Lögreglufélagsins, Benedikt Lund,
sem þannig lýsti ástandinu.
„Segja má að eftirlitsþáttur lög-
reglustarfsins hafi verið lagður
niður. Ástæðan er einföld, það er
ekki tími til neins annars en að
sinna útköllum. Þegar svo naumt
er skorið að starfsmenn fíkniefna-
deildar verða að velja á milli þess
að sleppa því að upplýsa ákveðin
mál, eða vinna áfram í sjálfboða-
vinnu, þá er ástandið orðið heldur
dapurt“, sagði Jóhannes Jónasson,
en hann vann að miklu leyti skýrsl-
una í samvinnu við einstaka lög-
reglumenn.
Ónafngreindur starfsmaður
fíkniefnadeildar vildi reyndar taka
það fram að þeir hefðu aldrei verið
beðnir að vinna kauplaust, slíkt
hefði verið ákvörðun hvers og eins.
í máli Jóns Péturssonar, for-
manns félagsins, kom m.a. fram að
um helgar færist löggæslan algjör-
lega úr úthverfunum og niður í
miðbæ. Útstöðvarnar verða óvirk-
ar og því fer mestur tíminn í það á
kvöldin og um helgar að aka á milli
staða. Eftir hádegi, á laugardögum
á meðan á vaktaskiptum stendur,
sem er tíminn frá hálfeitt til fjögur,
er allt niður í einn lögreglubíll við
störf á svæðinu frá Gróttu upp í
Hvalfj arðarbotn.
Einnig eru dæmi þess að aðeins
einn varðstjóri hafi verið á lög-
reglustöðinni við Hverfisgötu og
enginn maður annar, á sama tíma.
Vaktaskiptunum er þannig hátt-
að að þau fara öll fram í aðalstöð-
inni sem leiðir til þess að þrisvar á
sólarhring, klukkutíma í senn, má
segja að borgin sé meira og minna
löggæslulaus. í slíkum tilfellum,
við bestu aðstæður, tekur það t.d.
íbúa í Breiðholti a.m.k. 15 mínútur
að fá aðstoð lögreglu. Hvað þá ef
kallið berst úr Mosfellsbæ og líf
liggur við!
Áf þessu sést meðal annars að
það eru vissir tímar sem bjóða
hreinlega upp á lögbrot af ýmsu
tagi.
Ekki hugsuð sem ádeila á
einstaka menn - og þó
Forsvarsmenn Lögreglufélagsins
voru að því spurðir hvort ekki væri
hér um að ræða beina ádeilu á
Böðvar Bragason.
Formaður félagsins sagði skýrsl-
una ekki hugsaða sem ádeilu á
einstaka menn, hcldur væri hún
hugsuð sem upplýsingarit og til
þess ætluð að vekja umræður og
umhugsun um ástand löggæslunn-
ar. Sem dæmi um aðbúnað lögregl-
unnar sagði Jón: „Hjálmarnir sem
okkur er ætlað að nota þegar það
á við eru síðan um 1914. Eg held
að það sé nú enginn búnaður síðan
á tímum Napóleons, en það liggur
nærri“.
Benedikt Lund tók nokkuð í
annan streng og sagði m.a. „Það
kemur alveg fram í skýrslunni að
við erum ekki á allan hátt ánægðir
með störf Böðvars Bragasonar, og
höfum ekkert farið leynt með það.
Okkur fínnst embættið hafa dalað
allverulega.
Hvað varðar aukið álag á starfs-
menn lögreglunnar má t.d. benda
á að við höfum nú tekið við
löggæslu á Seltjamarnesi, Mos-
fellsbæ og Kjalarnesi. Með tilliti til
þess var sagt upp sex mönnum í
Hafnarfirði. Ekki einn einasti mað-
ur hefur verið ráðinn til Reykjavík-
urlögreglunnar í staðinn.
Það má kannski segja að Böðvar
hefði ekki átt að taka við auknum
verkefnum án þess að fá til þess
aukinn mannafla, en þó held ég að
vandamálið megi fyrst og fremst
rekja til ráðuneytisins. Þú getur
ekki sagt manni að skerá niður og
láta hann alfarið um að finna til
þess leiðir sem jafnvel eru ekki til.
Maður segir ekki við konu sína
einn daginn að nú verði að spara.
Matarreikningurinn megi ekki fara
yfir tíuþúsund krónur. Hún veit
sem er að til þess er eina leiðin að
svelta góðan part mánaðarins."
Ölvaðir ökumenn látnir
afskiptalausir
„Tölur sýna að færri eru teknir
ölvaðir við akstur nú enn í fyrra. Á
sama tíma fjölgar þeim tilfellum
þar sem ölvaðir valda slysum. Ölv-
uðum ökumönnum hefur síst
fækkað, það er hreinlega ekki
mannskapur til að fylgjast með
slíku.“
Til staðfestingar á því hversu
margir ölvaðir ökumenn sleppa við
afskipti lögreglu sökum mannfæð-
ar má nefna að fyrir nokkrum
árum fékk þáverandi lögreglustjóri
liðsauka úr lögregluskólanum.
„Nánast hver einasti bíll sem
sást til var stöðvaður, og sumir allt
upp í þrisvar. Þessa umræddu helgi
voru teknir á fimmta tug ökum-
anna fyrir ætlaða ölvun.
Þetta var áður en bílafjöldi
landsmanna tók þann kipp sem
hann seinna gerði, svo auðvelt er
að gera sér í hugarlund hverjar
niðurstöðurnar yrðu ef slíkt væri
gert í dag!“
„Ölvunartékk eru liðin tíð.
Mannskapurinn er ekki til staðar.
Jafnvel þó við fengjum 30 stöðu-
gildi í dag til viðbótar við það sem
fyrir er, myndi það ekki duga til.“
Benedikt Lund nefndi sem dæmi
að fyrir um hálfum mánuði hafi
hann verið á helgarvakt í Mosfells-
bæ. Þá hafi borist böð til hans um
aðstoð í Reykjavík. Hann átti
einungis að sinna eftirliti með ölv-
unarakstri.
Klukkan 02:00 var hann kominn
í austurhluta borgarinnar þar sem
Frá blaðamannafundinum í gær, (f.v.) Jóhannes Jónusson, Jón Pétursson,
Lund.
honum var gert að halda sig. Það
var svo ekki fyrr en klukkan að
ganga sex um morguninn sem hann
gat farið að sinna upphaflegu verk-
efni. Ástæðan var sú að hann lenti
strax í útköllum.
Fyrstu afskipti hans af ölvunar-
akstri komu til af því að hann var
á leið í enn eitt útkallið „en mætti
þá svo áberandi dauðadrukknum
ökumanni að ekki var annað verj-
andi en hafa af honum afskipti."
Hraðaóðir einnig látnir
afskiptalausir
Radarsveitir lögreglunnar eru að
mestu horfnar af götunum. Ekki er
lengur um að ræða radarmælingar
við fjölfarnar leiðir eins og áður
var. Ástæðan er sú sama og áður,
mannaflinn hefur ekki undan við
útköll.
Eftirliti á ómerktum bílum var
hrundið af stað á síðasta ári. Því
var fljótlega hætt, jafnvel þó að
áhrif þess væru augljós. Ökuhrað-
inn minnkaði, mun færri voru tekn-
ir á svokölluðum sviptingarhraða.
Það sama er uppi á teningnum
hvað varðar eftirlit með ölvuðum
ökumönnum, það hefur að mestu
verið aflagt.
Sem dæmi má nefna síðustu
helgi.
„í Breiðholti hefur myndast ann-
að Hallærisplan. Þar voru rúðu-
brjótar og brennuvargar um síð-
ustu helgi, þar af leiðandi var
umferðardeildin öll í Breiðholtinu
að sinna þessum málum, í stað þess
að sinna umferðarmálum.
Þetta var á föstudagskvöldi og
það kvöld var enginn ökumaður
sviptur ökuleyfi en kvöldið eftir
þegar minna var að gera við útköll
voru fjórir sviptir ökuleyfi fyrir of
hraðan akstur og talsverður fjöldi
tekinn vegna gruns um ölvunar-
akstur."
Umferðardeildin meira
og minna I lamasessi
Benedikt Lund benti sérstaklega
á þann gríðarlega niðurskurð sem
hefði átt sér stað í umferðardeild
lögreglunnar, þrátt fyrir spreng-
ingu í bílaflota landsmanna að
undanförnu. Árið 1984 voru u.þ.b.
eitt þúsund bílar á hvern lögreglu-
mann, en í dag er ástandið þannig
að nú eru u.þ.b. 2040 bílar á hvern
lögreglumann. Álagið á hvern lög-
reglumann í umferðardeildinni
hefur því rúmlega tvöfaldast á
tæpum fimm árum.
Á sama tíma hafði deildin yfir að
ráða fimm bílum og fjórtán bifhjól-
um. í dag eru bílarnir fjórir og
bifhjólin níu, þar af eru tvö mjög
léleg og varla er hægt að segja að
nema sex þeirra geti talist duga til
daglegra nota.
Niðurskurðurinn í tækjakostin-
um er reyndar víðar. Vegfarendur
verða varir við þetta á þann hátt að
nærri liggur að lögreglubíll sé orð-
inn harla sjaldgæf sjón í Reykja-
vík!
Það kom fram í umræðum um
bílakost lögreglunnar að fyrir
nokkru þegar Volvoumboðið hafi
flutt inn Volvo með máttlausri vél
og ætlunin hafi verið að sýna fólki
fram á að Volvo þyrfti ekki að vera
dýr hafi sá bíll ekki selst. Þegar
liðið var á annað ár og bíllinn var
enn óseldur var lögreglunni afhent-
ur hann.
Fjarskiptabúnaðurinn
hlægilegur
{ fyrrnefndri skýrslu kemur með-
al annars fram að fjarskiptabúnað-
ur lögreglunnar sé gamall og úr sér
genginn, meira eða minna bilaður
og þörf sé endurnýjunar.
Einnig er bent á að þrátt fyrir
athugasemdir lögreglunnar hafi
verið ákveðið að kaupa fjarskipta-
kerfi frá LM Ericson, sem ku ekki
vera gallalaust.
Yfirmenn lögreglunnar báru fyr-
ir sig ástæður svo sem þær að leitáð
hefði verið eftir tilboðum hér á
landi og þetta kerfi komið best út.
Það var fljótlega hrakið.
Þá var gripið til þess ráðs að
formaður lögreglufélagsins, Benedikt
Tfmamynd: Gunnar
segja að tilboða hafi verið leitað
erlendis. Það var einnig hrakið.
Það virðist því vera sem um
geðþóttaákvörðun einstakra
manna hafi verið að ræða, ekki síst
með tilliti til þess að leitað hefur
verið álits sænsku lögreglunnar á
þessum tækjum, en þeir nota þau
einmitt. Svörin voru þau að þeir
væru á höttunum eftir nýjum
tækjum. Þau væru alls ekki hentug
við þær aðstæður sem lögreglan
vinnur við.
Þetta kerfi mun í heild sinni
kosta á bilinu 10-12 milljónir. Sú
tala inniheldur reyndar ekki kostn-
að við uppsetningu, smíði utan um
tækin og söluskatt, enda er nú svo
komið að ekki er til fé til að greiða
af þeim söluskattihn.
Hver lítil hand-talstöð í þessu
kerfi kostar um 190.000 krónur. Á
sama tíma treystirt.d. umboðsaðili
Motorola sér til þess að útvega
mun hentugri og ekki óvandaðri
tæki fyrir um 50.000 krónur.
Fjöldi lögreglumanna
álíkaog 1944
- Árásir á lögreglumenn hafa
aukist mjög að undanförnu. Hver
eru ykkar viðbrögð?
„Nýjasta dæmi um viðbrögð lög-
reglumanna við þessum árásum er
frá því um síðustu helgi.
Þá kom stúlka að fjórum lög-
reglumönnum niðri í miðbæ. Hún
hafði verið slegin í andlitið og
óskaði eftir því að lögreglan hefði
afskipti af þeim sem það gerði. Það
gerðu þeir ekki heldur kölluðu þeir
á liðsauka. Þeir þorðu ekki á
staðinn til að handtaka þennan
ákveðna aðila af hræðslu við lík-
amsmeiðingar.
Ég hef margoft, sem formaður
félagsins, farið fram á að lögreglu-
mennirnir séu ekki látnir vera tveir
og tveir saman niðri í miðbæ en
það er samt gert.“
Sem dæmi um það hversu
mannfá lögreglan er orðin nefndi
Benedikt Lund að áður en Mos-
fellsbær og Seltjarnarnes bættust
við þeirra umdæmi hafi fyrrum
lögreglustjóri farið fram á sextíu
stöðugildi til viðbótar við þau sem
þá voru. Sú fjölgun hafi verið mjög
rökrétt miðað við stækkun borgar-
innar.
Nú hefði umdæmið enn stækkað
en þrátt fyrir það hefði mönnum
ekki verið fjölgað. Fjöldi lögreglu-
mannanna er reyndar sagður vera
í líkingu við það sem hann var árið
1944! - áma