Tíminn - 09.12.1988, Qupperneq 7
Föstudagur 9. desember 1988
Tíminn 7
Jólaþrenna Happdrættis Háskólans komin á sölustaði:
Happaþrennan
tveggja ára
Happdrætti Háskólans er nú að
ljúka við að dreifa Jólaþrennu sinni
á sölustaði um land allt.
Með Jólaþrennunni lýkur öðru ári
happaþrennu Happdrættis Háskól-
ans en alls hefur happdrættið greitt
út 650 milljónir króna í vinninga í
happaþrennunni og 180 manns hafa
unnið 500 þúsund krónur hver.
Ágóði af sölu happaþrennumið-
anna rennur til byggingafram-
kvæmda og tækjakaupa fyrir Há-
skólann. -sá
Það myndi eitt sér valda miklum
breytingum á íslenskum fjármagns-
markaði. Ekki er vitað hvaða áhrif
það hefði á vexti. Þeir gætu rokið
upp úr öllu valdi þannig að um
talsverða hættu gæti verið að ræða
fyrir lántakendur auk annarra hrær-
inga sem ekki verður séð fyrir end-
ann á,“ sagði Guðmundur.
Guðmundur sagðist að lokum alls
ekki vera alfarið á móti hugmyndum
um húsbréfakerfið. Hann teldi þvert
á móti sjálfsagt að prófa kerfið í
litlum mæli samhliða núverandi kerfi
en fara yrði varlega í þessum sökum
og varast kollsteypur.
Þannig ætti að vera hægt að sjá
bæði kosti og galla þess án þess að
bylta núverandi kerfi sem hann sagð-
ist álíta að leggja bæri áherslu á, efla
og bæta. —sá
ATBURÐIRNIR
ÚNN'URnCiAA
%
I *' ? r %
Atburðirnir á Stapa
eftir Jón Dan
2. útgáfa er komin í bókabúðir
Hvað var það sem átti sér stað á
Stapa sumarið góða?
Lesið um einn mesta grallara í
íslenskum bókmenntum.
Saga full af kynlegum atburðum,
kímni og lúmsku háði.
og spennu.
Bókaútgáfan Keilir.
Samtök launafólks halda baráttufund í Háskólabíói:
Afnámi samnings-
réttar mótmælt
„VERJUM HEIMILIN - MEÐ
SAMNINGSRÉTTI - GEGN AT-
VINNULEYSI" er yfirskrift bar-
áttufundar sem heildarsamtök
launafólks efna til í Háskólabíói
n.k. laugardag kl. 15:00. Á fundin-
um verður mótmælt því mannrétt-
indabroti, sem samtökin telja að
felist í afnámi samningsréttar.
Þau samtök, sem að fundinum
standa eru Alþýðusamband
íslands, Bandalag háskólamennt-
aðra ríkisstarfsmanna, Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja, Félag
bókagerðarmanna, Kennarasam-
band íslands, og Samband ís-
lenskra bankamanna.
Ávörp fundarins flytja Ögmund-
ur Jónasson, formaður BSRB og
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ. Á dagskrá verður ennfremur
kórsöngur, upplestur o.fl. Fundar-
stjóri verður Svanhildur Kaaber,
formaður K.í.
Lúðrasveit verkalýðsins mun
leika í anddyri Háskólabíós frá kl.
14:30. Barnagæsla verður á
staðnum.
í fréttatilkynningu frá sam-
tökunum er lögð áhersla á að með
fjöldaþátttöku sýni fólk í verki
þann hug sem býr að baki kröfunni
um endurheimt samningsréttarins.
SSH
Guðmundur Gylfi Guðmundsson: Húsabréfahugmyndimar settar fram eins
og að nóg sé af lánsfé. Áherslan verði á núverandi kerfi:
Biðtíminn að
skreppa saman
Hugmyndir um nýtt húsnæðiskerfi sem byggjast á svoköll-
uðum húsbréfum hafa verið nokkuð til umræðu undanfarið.
Nefnd á vegum félagsmálaráðherra hefur samið drög að
frumvarpi sem ekki hafa enn verið birt opinberlega en voru
þó til umræðu á þingi ASÍ.
Tíminn ræddi við einn þeirra sem
sátu í nefnd félagsmálaráðherra og
telur húsbréfafyrirkomulagið vera
framför, Ingva Örn Kristinsson hag-
fræðing hjá Seðlabankanum. Viðtal
við Ingva birtist þann 30. nóvember.
Guðmundur Gylfi Guðmundsson
hagfræðingur hjá Fasteignamati
ríkisins var einnig í nefnd félags-
málaráðherra. Hann hefur sumpart
aðrar skoðanir á húsbréfakerfinu.
Hann segir:
„Lánsfjárskortur er það sem helst
er til vandræða í húskaupamálum
hér. Lánsfjárskorturinn stafar eink-
um af tvennu, hárri eiginfjárstöðu í
íbúðarhúsnæði og litlum áhvílandi
lánum og almennu ástandi lána-
markaðarins.
Skorturinn veldur því að þeir sem
byggja eða kaupa í fyrsta sinn þurfa
mjög mikið af nýjum lánum. Mark-
aðurinn með eldra húsnæði er enn
mjög fjárþurfi en eftir því sem
núverandi húsnæðislánakerfi starfar
lengur þá fjölgar eldri eignum með
áhvílandi lánum.
í Reykjavík hvíla nú lán stofnun-
arinnar á um einum tíunda íbúðar-
húsnæðis og biðtími eftir láni frá því
að úrskurður liggur fyrir um láns-
hæfi, er nú tvö ár en fer minnkandi.
Húsnæðislánakerfið þarf að
standa undir lánum á ekki bara nýju
húsnæði, heldur eldra einnig. Að
vísu kemur það fé að einhverju leyti
inn í kerfið aftur sem sparnaður
þeirra sem eru að selja þannig að
nettó tölur um þessa hluti eru ýktar".
Guðmundur sagði að lánsfjár-
skortur hefði lengi verið verulegur
og rifist um hverja lánskrónu þannig
að skammta hefur þurft fé í húsnæð-
islánakerfið. Þess vegna væru allar
þessar reglur um lánsrétt og slíkt.
Vegna þessa væri ekki rétt að bera
saman húsnæðislánamál í Dan-
mörku og hér eins og gert hefði verið
í umræðunni um nýtt fyrirkomulag
húsnæðislána; húsbréfin.
„Ég tel,“ sagði Guðmundur, „að
danska kerfið sé að sumu leyti líkara
okkar núverandi kerfi heldur en
húsbréfakerfinu sem verið er að
ræða um. Ég vildi helst kalla hús-
bréfakerfið skuldabréfaskiptakerfi.
Þegar íbúð er seld er þar gert ráð
fyrir að útbúið verði sérstakt
skuldabréf sem selt er í skiptum fyrir
annað svipað í Húsnæðisstofnun
nema að á því síðarnefnda tekur
Húsnæðisstofnun ábyrgð.
Þetta bréf á að vera hægt að selja
á opnum markaði eða fólk getur átt
það. Þessi bréf eiga að vera betur
gjaldgeng en bréf fólks með veð í
eigin húsi - afföll af þeim mun minni
og mun auðveldara að selja þau og
öll áhætta á að vera óveruleg.
í Danmörku hins vegar fær fólk
peningana greidda en skrifar upp á
skuldabréf en húsnæðisstofnunin
selur sjálf bréfin.
Ef Húsnæðisstofnun fengi heimild
til að selja sjálf skuldabréf þá væri
hér komið nánast sama kerfið og er
í Danmörku.
Yrði húsbréfakerfinu komið hér
á, þyrfti jafnframt að sjá til þess að
innlánsvextir eða vextir af keyptum
skuldabréfum og útlánsvextir kæmu
saman. Það sem hefur einkum háð
húsnæðiskerfinu upp á síðkastið er
mikill vaxtamunur milli þess og al-
menns peningamarkaðar.
Vaxtamunurinn hefur haft mikinn
kostnað í för með sér fyrir Húsnæðis-
stofnun og ríkið.
Hugmyndirnar um húsabréfin
finnst mér hafa verið settar fram eins
og að ekki sé um lánsfjárskort að
ræða og nóg sé til af peningum. Svo
er því miður ekki og þess vegna álít
ég að einhvers konar skömmtun sé
nauðsynleg enn um sinn.
Þó svo að lánsfé ykist er ég ekki
viss um að húsbréfakerfið væri neitt
betra en núverandi kerfi. Samkvæmt
því yrðu öll ákvæði gagnvart lífeyris-
sjóðunum felld niður og samið yrði
við þá og aðra sjóði á opnum
markaði og reynt að ná þannig öllu
tiltæku fé.
PÓSTFÁX TÍMANS