Tíminn - 09.12.1988, Page 8

Tíminn - 09.12.1988, Page 8
8 Tíminn Föstudagur 9. desember 1988 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur G islason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. ' Póstfax: 68-76-91 Steingrímur og Thatcher Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur átt mikilvægar viðræður við Margréti Thatcher forsætisráð- herra Breta, kynnt henni viðhorf íslendinga til Evrópu- bandalagsins og kannað viðhorf Breta gagnvart endur- nýjun samnings íslands og bandalagsins um viðskipta- mál, sem ágreiningur er um milli Breta og íslendinga og fleiri þjóða. Steingrímur Hermannsson mun kynna sér viðhorf fleiri forystumanna ríkja innan Evrópubandalagsins að því er varðar samskiptamál íslands og bandalagsins. Það var fullkomlega tímabært að efna til slíkra viðræðna æðstu manna og augljóst að frumkvæði í því efni hlaut að koma frá forsætisráðherra íslands. Ferð forsætisráð- herra og fundir hans nú með æðstu valdamönnum á borð við Margréti Thatcher er áhersla á þá stefnu ríkisstjórnarinnar að fylgjast náið með framvindu mála hjá Evrópubandalaginu og kynna forystumönnum bandalagsríkja viðhorf íslendinga til þeirrar þróunar sem þar á sér stað. Verslunarviðskipti íslendinga við Evrópubandalags- löndin eru afar mikilvæg og hafa farið vaxandi eftir því sem tímar hafa liðið og fleiri viðskiptalönd íslendinga hafa gengið í bandalagið. íslendingum tókst á sinni tíð að ná hagstæðum samningum við Efnahagsbandalagið, m.a. vegna aðildar sinnar að EFTA. Peir samningar hafa fullnægt hagsmun- um þjóðarinnar meira en hálfan annan áratug. Það hlýtur að vera meginstefna íslendinga að geta endurnýj- að svipaða viðskiptaaðstöðu gagnvart Evrópubandalag- inu eins og þeir hafa notið til þessa. Um það þarf að semja áður en bandalagið tekur upp nýja viðskipta- og tollastefnu árið 1992. Ekki er á dagskrá nú fremur en áður að ísland gangi í Evrópubandalagið. Sérstaða íslands er slík og hags- munir þjóðarinnar með þeim hætti, að aðild að Evrópubandalaginu kemur ekki til greina. Fótt viðskipti við bandalagið séu mikil, þá yrði aðild að því eins og hver önnur fórnfæring landsréttinda. Slíkt myndi hafa í för með sér hvort tveggja í senn fullveldisafsal og auðlindaafsal. Með inngöngu í Evrópubandalagið væru íslendingar því að opna landið upp á gátt fyrir útlendu fjármagni og atvinnurekstri, ekki síst í sjávarútvegi. Eftir það ættu íslendingar engan sérrétt til náttúruauðlindanna, heldur yrðu að deila þeim með útlendum auðhringum. Allt þetta var kunnugt fyrir áratugum þegar Efna- hagsbandalag Evrópu var í mótun og íslenskir ráða- menn ræddu afstöðu þjóðarinnar til bandalagsins. Síst hafa ástæður breyst með árunum því meir sem Evrópu- bandalagið hefur þróast og stefnt að meiri innbyrðisein- ingu og samstöðu út á við. Jafnvel hugmyndin um að Evrópubandalagið eigi að stefna að því að verða bandaríki í eiginlegri merkingu lifir góðu lífi, þótt forsætisráðherra Breta getist ekki að hugmyndinni. Forystumenn íslensku þjóðarinnar verða að halda vel á samskiptamálum íslands og Evrópubandalagsins, gefa sér góðan tíma til undirbúnings samningum, sem eru óhjákvæmilegir. Mikilvægt er að kynna málstað íslands í beinum viðræðum við æðstu stjórnmálaforingja banda- lagsríkjanna og leggja áherslu á, að hér er um pólitískt mál að ræða, sem stjórnmálamenn eiga að fjalla um. Þetta er ekki verkefni fyrir fésýslumenn, embættismenn og sérfræðinga nema að sára litlu leyti. Það eyneð þetta í huga að Steingrímur Hermannsson ræðir við Margréti Thatcher oggpiri pólitíska foringja Evrópubandalagsins þessa daga. 1 GARRI III IIIIl llllllillllll HVILIFRIDI fiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliillillliilllll Aldrei hefur það talist til kurteisi að troðast mikið um kirkjugarða, ganga um leiði og benda og pata, jafnvel þótt í fróðleiksskyni sé gert. Þá er heldur ekki til mikils að vinna að ræða mikið á prenti um óstaðfestar niðursetningar í görðum, eins og þær að einn maður liggi ekki þar sem honum er merkt- ur staður, heldur einhver annar maður. Það hefur hins vegar áður verið stórt sport vinstri gáfumanna, sem beita „aiþekktri stílfími og andriki", eins og stendur stundum í auglýsingum, að telja kistur geyma einhvern annan en þar var settur. Frægast dæmi um þetta er sá aðhlátur, sem reynt var að vekja upp við flutning líkamsleifa Jónas- ar Hallgrímssonar til iandsins, eins og kemur m.a. fram í Atómstöð Halldórs Laxness og vakti furðu útlendinga í kvikmynd af sama verki. Þeir sáu ekki fyndnina í beinamálum Atómstöðvarinnar, enda vanastir því að grafír og kistur og jarðarfarir séu ekki að- hlátursefni. Nú er komin upp spurning hvort Sigurður Breiðfjörð liggi undir legsteini sínum í sam- ræmi við bók Björns Th. Björns- sonar, Minningarmörk í Hólavalla- garði. Beinamál róttæklinga tslenskur fróðleikur er mikil list- grein og margt skrifað í andrúmi hans. En líklega hefur aldrei fyrr verið farið í sjálfa kirkjugarðana eftir efnisföngum. Kannski er það vegna þess að menn hafi veigrað sér við að leggjast á leiðin og látið duga að styðjast við munnmæli og kirkjubækur. Að vísu er töluvert um frásagnir úr kirkjugörðum í þjóðsögum, en allt er það með heldur óhugnanlcgum blæ, svo sem eins og þegar sagt er frá því að kirkjugarðar rísi, eða að við blasi opnar grafír á tunglskinsnóttum af því grafarbúi er að vitja veraldar- mála. Þessar sögur eru líka sagðar af „alkunnri stilfimi og andríki,“ iika þær sem segja frá uppvakning- um. Eins og dæmin sanna eru beina- mál ofarlega i hugum andríkra vinstri manna, svo það var vonum seinna að heill kirkjugarður yrði í vegi eins þeirra. Heimflutningur á jarðneskum leifum Jónasar Hall- grímssonar fór ekki athyglilaust fram, og var helsta kcnningin að þar færi danskur bakari. Eins og sést á Atómstöðinni þótti þessi kenning rosalega fyndin á meðal róttæklinga þeirrar tíðar. Þá varð- aði ekki mikið um minningu Jónas- ar Hallgrímssonar á þeirri stundu, og raunar ekki heldur á popptím- anum. Eitt „ástsælasta“ popp- skáldið kenndi Jónas við kynsjúk- dóm og söng kvæði um það í tíma og ótíma. Það hlýtur því að vekja efascmdir, þegar enn einn „andrík- ur“ leggst á kirkjugarð m.a. til að koma á framfæri að Sigurður Breiðijörð sé ekki undir sínum steini. Friðhelgir reitir Grafarró manna er viðkvæmt mál og skyldi enginn ætla sér að raska henni. Enda má vera mikið æði á mönnum ætli þeir sér slíkt. Samt hafa tvö mál komið upp á þessari öld, þar sem ættingjar hafa taiið að þeim væri stórlega misboð- ið. Við byggingu Miklabæjarkirkju í Blönduhlíð var hróflað við leiðum i kirkjugarði og spunnust af mikil sárindi. Þá er vert að geta Viðeyj- argarðs, en þar var m.a. hróflað við leiði Gunnars Gunnarssonar, rithöfundar, og spunnust af blaðas- krif þegar garðurinn var sléttaður. Bæði þessi dæmi sýna að um kirkjugarða ganga menn ekki alveg frjálsir að athöfnum sínum. Hitt er svo annað mál, að krefjist stílfímin og andríkið þess virðist fátt eitt vera undanþegið, einkum séu nú kirkjubækur uppurnar, manntöl og sögusagnir. Þá fer að sneiðast um fróðleikinn og ekkert nema beinin eftir. Sagt hefur verið að menn ráði ekki alltaf sínum næturstað og má það til sanns vegar færa. Þeir munu færri sem ráða ekki legstað sínum. Þó munu flestir vænta þess að fá að hvfla í friði þar sem þeir eru komnir að lokum. Á þessu hefur orðið misbrestur, og kunnur er margvíslegur uppgröftur á nafn- leysingjum undir yfirskyni þjóð- minjastarfs. í slíkum tilfellum má tala um réttlætanlegar aðfarir. Hitt er öllu verra ef nafngreindir aðilar í nýrri kirkjugörðum fá ekki grafarfrið fyrir „stflfími og and- ríki,“ einhverra sem eru að gera bækur tii ágætis sér og detta niður á hugmynd sem augsýnilega er hugsuð sem söluvara. I slíku tilfefli er ástæða til að efast um kristilcgt hugarfar, einkum þegar reynsla er fengin fyrir því, að hinir stflfimu og andríku mega vart koma svo ná- lægt beinum að þeim sé ekki hlátur í hug. Nýjasta sönnun þessa, en hún á eflaust að vera „vísindalegs“ eðlis, er að nú er vafa undirorpið að Sigurður Breiðfjörð hvfli á sínum stað. Nógar búsifjar mátti Sigurður bera af samtíð sinni, þótt seinni tíma stflfími og andríki séu ekki komin með bein hans á flæking. Garri 111111111111 VÍTTOG BREITT lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Þjóðfélagsmein að hverfa Fæstir vita hvaðan á sig stendur veðrið á trylltri fjölmiðlaöld þar sem ægir saman frásögnum af gjaldþrotum minni og stærri heilda, einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Ríkisstofnanir skulda heilu og hálfu milljarðana ekki síður en braskarafyrirtæki margs konar. Þeir sem tekið er mark á í þjóðfélaginu boða stóraukna skatt- heimtu og lækkun launa og þenslu- ástandið snarast á augabragði yfir í andhverfu sína. Stærri og glæsilegri verslanir en áður eru dæmi um hér á landi komast í gagnið, nokkrar í viku hverri. Háembættismenn eru tekn- ir fyrir af hverjum alþýðudóms- tólnum af öðrum og eru brenni- vínsmál þeirra yndi og eftirlæti allra þeirra sem bera svo einstak- lega gott skynbragð á áfengisprísa, en kannski minna á embættis- færslu. Einn embættismaður hefur þó verið verðlaunaður sérstaklega fyrir að sólunda ríkisfé upp á eigin spýtur og honum gefnar upp allar sakir á sama tíma og allir eru þess umkomnir að dæma dómara. Frystihús sigla með fisk I kjölfar gjaldþrota frystihús- anna eru rándýru frystitogararnir farnir að kaupa ís í höfnum, til að ísa afla sinn í kassa og sigla sv§ heilu frystihúsin með ísfisk til Bret- lands og Þýskalandis. Er það eitt- hvert hið merkasta ráðslag sem undirstöðuatvinnuvegurinn hefur gert sig beran að til þessa og er nú lausnarorðið „sjófrysting" sem kostað hefur milljarða úr sögunni, í bili að minnsta kosti. Ef eitthvað er að marka framtíð- arspár mun vinnuþrælkun brátt taka enda á íslandi þar sem yfir- vinna verður takmörkuð fyrr en síðar, en flestum hefur þótt vinnu- tíminn lengri en við er hægt að una. Fyrir utan allar daglegu gjald- þrotafréttimar, viðskiptaójöfnuð- inn, launalækkun og nýja skatta er nú tíundað að dregið verði úr öllum atvinnurekstri eftir jóladell- una, verslunum lokað og lífinu tekið með ró í mörgum fyrirtækj- um. Það er líka allt í lagi því verið er að innrétta bjórkrár í öðru hverju húsi í miðbæ Reykjavíkur og sjálf- sagt út um allt land. En bjórinn mun eftir rúma tvo mánuði hleypa fjöri í athafnalífið og viðskipti blómgast á ný. Eða svo halda sumir að minnsta kosti. Um allt þetta eru miklar fréttir upp á hvern dag og í gær sló Tíminn því upp að öll stóru og glæsilegu hótelin, sem eru farin eða að fara á hausinn ætla að bjarga sér með því að ráða ind- verska kokka og þar með álíta hótelhaldararnir, sem ekki kunna að byggja eða reka slík fyrirtæki, að gestafjöldinn muni aukast svo að veitingasalirnir fari að bera sig. En það er raunar ekkert verra viðskiptavit en annað af því sem bissnismenn halda að þeir komist upp með. Batnandi mannlíf En þótt allt virðist vera að fara á annan endann í íslenska lýðveld- inu, er ekki víst nema að ástand og horfur séu að batna en ekki versna, eins og öll fjölmiðlunin ernotuð til að koma á framfæri ar^slíkum djöfulmóði að það er eins og að ekki muni rísa steinn yfir steini upp úr áramótum. í Tímanum í gær var að minnsta kosti ein gleðifrétt. Leiguokrið hverfur á íbúðamarkaðinum, stóð þar. Þar var rætt við fólk sem fylgist með þessum málum og í ljós kemur að húsaleiga er að lækka og von- andi er það rétt að sá smánarblettur sem leiguokrið hefur verið á ís- lensku samfélagi hverfi og nái sér aldrei á strik meir. Margar ástæður geta verið fyrir meira framboði á leiguhúsnæði og lækkndi verði. Offramboðið á at- vinnuhúsnæði er augljós ástæða til að það lækkar í verði. En aðalatrið- ið er að jafnvægi er að komast á á leigumarkaði. Sé betur að gáð eru allar þær hrakspár um framtíðina sem tröll- ríða okkur dag eftir dag, kannski ekkert annað en að á íslandi sé að skapast eðlilegt ástand og að lokið sé tímabili offjárfestinga, offram- boði og offramleiðslu á flestum sviðum. Ofsaleg samkeppni, inn- flutningur úr hófi, útþensla ríkis- bákns, stofnana þess og sveitarfé- laga, svo ekki sé talað um einkafyr- irtækin. Græðgi neysluþjóðfélags- ins hefur gagntekið okkur svo, að það er látið eins og það sé verið að taka lífshamingjuna frá fólki ef einhvers staðar á að slaka á klónni í ofþenslu og áframhaldandi kaup- æði á öllum sviðum. Ef okri og takmarkalítilli sóun linnir getur framtíðin verið björt, þótt allir keppist við að mála hana svarta upp um alla veggi,(S»ir sem eiga allt sitt undir áframhaldandi ofþenslu og þeir sem þurfa að koma saman brúklegum fjárlögum sem hæfa hóflegri lifnaðarháttum en nú er búið við. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.