Tíminn - 09.12.1988, Qupperneq 15

Tíminn - 09.12.1988, Qupperneq 15
Föstudagur 9. desember 1988 Tíminn 15 lllllllllllllll! MINNING Guðmundur Kristinn Guðnason Þegar gamall leikfélagi kveður þetta jarðlíf, náinn vinur og bróðir, er mér skylt og ljúft að minnast hans með nokkrum orðum. Ég áttaði mig ekki almennilega á því, að Guð- mundur eða Mundi, eins og hann var jafnan nefndur af kunnugum, hefði sofnað þeim svefni, sem draumlaus er og varir til eilífðar. Guðmundur Kristinn var hann skírður skömmu eftir að hann fæddist, en það var á litlu koti í afskekktum fjalladal, Laxárdal, í Austur-Húnavatnssýslu. Ber það heitið Kárahlíð, liggur við eystra mynni Strjúgsskarðs. Hefur verið í eyði meira en hálfa öld. Foreldrar Munda bjuggu um ára- tug í Kárahlíð, þau Guðni Sveins- son, ættaður úr Fljótum norður, og Klemensína Karítas Klemensdóttir, kona hans, frá Ljótshólum í Svína- dal. Þarna ólust upp hinir synir þeirra hjóna: Ingvi Sveinn, Pálmi og Rósberg Snædal (f. 1919, d. 1983). Fátæk voru hjón þessi af veraldar- auði, en auðug af bjartsýni, lífsgleði og trú á framtíðina. Virkir félagar póstur og organisti voru þau í ungmennafélaginu í Dalnum, Morgunroðanum. Guðni var hagmæltur, Klemensína fróð- leiksleitandi og íhugul og fylgdist vel með mönnum og málefnum. Að vonum leituðu þau eftir betra og rýmra jarðnæði, en tímar liðu fram. Fluttust þau þá með syni sína nokkru utar í Dalinn - að bænum Vesturá. Bjuggu þau þar um áratug. Vorið 1939 brugðu þau á það ráð að flytjast að Hvammi, góðri jörð fram- ar í Dalnum, ekki langt frá bæjunum Gautsdal og Mjóadal. En byggðin grisjaðist nú óðum á Laxárdalnum, og gerðist því óhægt um búskapinn, og félagslíf þvarr. Fluttust þá Guðni og Klemensína út í Skagastrandarkauptún, sem var þá í miklum vexti og miklar vonir við bundnar. Þar ól síðan fjölskyldan aldur sinn. Gömlu hjónin dóu þar bæði í hárri elli, og nú er Mundi genginn þar til feðra sinna og mæðra, ljúfur drengur, sem svik voru ekki fundin í. í upphafi þessara minningarorða gat ég þess, að við Mundi hefðum verið leikfélagar. Jú, við vorum það svo sannarlega. Ólumst upp á ná- grannabæjum á Dalnum. Hann á Vesturá, ég á Sneis. Stutt er á milli þessara bæja. Oft mun ég hafa farið í leyfisleysi fram að Vesturá, til að leika mér með Munda. Rétt fyrir sunnan bæinn þar rann (og rennur) Vesturáin. Á eyrum þessarar ár, sem er býsna straumþung þó að hún sé ekki ýkja vatnsmikil, lögðum við vegi, létum steina tákna bíla, en þeir voru þá teknir að sjást á þjóðvegin- um er liggur eftir Langadal. Allt þetta geymist í huga manns, eftir öll árin, sem horfin eru í tímans haf. Mundi var góður félagi, honum var hægt að treysta. En hvernig var æviskeið þessa framliðna vinar míns? Það var að mörgu leyti hversdagslegt, líkt og flestra. Guðmundur var 65 ára rúm- lega. Fæddur 11. mars 1923, en lést 20. nóvember síðastliðinn. Mundi naut ekki framhaldsskólamenntunar í æsku. En einhverja tilsögn hlaut hann í orgelleik. Hann eignaðist ungur harmoniku og lærði að leika á hana tilsagnarlaust eða -lítið. Hann var óvenju lagvís. Spilaði hann þá mikið á dansskemmtunum um skeið. Um það var ort, fyrri hluti vísu: Fyrírspilar fimmtán kall Fróns uw byggdir vída. Ekki var nú kaupið beint hátt. En Guðmundur lagði þetta á sig þá, fór gangandi með harmonikuna á bak- inu, oft langar leiðir. En ég vissi, að hann hafði gaman af þessu. Honum var það yndi að skemmta öðrum með tónum hljóðfæris síns. í Hofskirkju á Skaga var Mundi lengi organisti, sömuleiðis á Hösk- uldsstöðum á Skagaströnd. Þetta veitti honum lífsfyllingu, því að honum var annt um að kirkja og kristni efldust sem mest, svo að áhrifin á mannlífið ykjust, öllum til heilla. Myndi hlýddi á messur útvarpsins frá æskudögum. Eitlhvað sérstakt varð til að koma, svo að hann sæti ekki þétt við útvarpstækið og hlýddi á orgeltóna og tal kennimannsins. En Mundi lét ekki þar við sitja að hlýða á. Hann skrifaði, allt frá 1940, niður það sem máli skipti úr hverri útvarpsmessu: nafn prests, organ- ista, nteðhjálpara, væri hans getið, guðspjall dagsins sem presturinn lagði út af, pistil og fleira. Allt færði Guðmundur þetta inn í bækur af hrukkulausri nákvæmni. IJm þetta merka tómstundastarf Guðmundar ritaði sr. Jón Kr. ísfeld, þá prestur á Bóistað, grein í Kirkju- ritið fyrir allmörgum árum. Mér er til efs að nokkur annar en Mundi hafi sinnt slíku verkefni, er ég var að lýsa með fáum orðum. Ég er ekki í vafa um það, að messu- skýrslur þessar muni þykja merkilegt framlag til menningar er tímar líða fram. Guðmundur stundaði öll algeng störf, eftir að til Skagastrandar kom. En frá árinu 1953 eða svo, var hann staðarpóstur þarna. Mátti segja, að ekki gæti valist samviskusamari maður en hann til þessa starfs. Kaupið var ekki hátt, en Mundi gerði heldur ekki miklar kröfur til lífsins. Hann bjó einn eftir að for- eldrar hans létust. Enga afkomendur á hann. Minning látins vinar geymist í þakklátum huga. Auðunn Biagi Sveinsson llllllllllllll BÓKMENNTIR Sættir sósíalisma og kristinnar trúar? Það hefur lengi verið vitneskja mín að sr. Rögnvaldur hafi kennt sig við sósíalisma við hin og þessi tæki- færi og því kemur það ekki alveg á óvart að hann þarf að helga talsverðu af frásagnarefni bókar sinnar, „Trúin, ástin og efinn“, til að freista þess að skýra samhengið og sættan- leg viðhorf sósíalisma og guðfræði. Þetta viðfangsefni kemur æ ofan í æ fyrir í bókinni og lýsir því kannski best að sr. Rögnvaldur hefur þurft að glíma oft á æviferli sínum við það heilaga viðfangsefni sitt að sætta hugmyndafræði sósíalisma við trú sína, kristni. Eru það einkum tveir menn sem hann tekur nokkuð mið af í þessu verkefni sínu en það er í fyrsta lagi guðfræðingurinn og stjórnmálamaðurinn Sigfús Sigur- hjartarson og presturinn sr. Gunnar Benediktsson. Ber þeim fyrir oftar en ekki þegar sr. Rögnvaldur talar um áðurnefnt efni. Það sem vantar á í sögunni sjálfri er að mínu mati einhver Iógt'a um niðurstöðu þessara vangaveltna. Líklegt er að slík lógía sjái dagsins Ijós í síðasta bindi ævi- sögubrotanna en samkvæmt því að rómverska talan I er skráð á bókar- kjöl, má búast við framhaldi. í þessu fyrsta bindi nær sagan enda ekki nema að starfsdögum sr. Rögnvaldar að Bjarnanesi. Guðbergur gæðastimpill Málfar þessarar bókar er afar gott og er ekki annað að sjá en Guðberg- ur Bergsson, sagnaritari sr. Rögn- valdar, sé öruggur gæðastimpill á hverri bók. Málfarið er ekki háfleygt eða uppskrúfað og oft á köflum er nánast eins og klerkurinn komi sjálf- ur fram í orðum sínum á spjöldun- um. Slíkt er auðvitað nauðsynlegt til að lesandinn fái sjálfur að lesa lifandi frásögn þess sem ævisagan fjallar um. Það sem undirstrikar þetta er sú staðreynd að klerkurinn flakkar svolítið um í tíma og rúmi og er strax á yngri árum að koma að ýmsum vangaveltum sem auðvitað hafa ekki átt sér stað fyrr en á efri unglingsárum. Oftast greinir hann frá þessari staðreynd að hann var ekkert það undrabarn sem hugsaði upphátt og í hljóði hvernig hann gæti síðar á ævinni glímt við Guð og glímt við hugsjónir hugmyndafræði sem hann hefur ekki getað kunnað nein viðhlítandi skil á. Hann gerir sig því að vissu marki sekan um að lesa óafvitandi meiri þroska inn í sálarlíf barnsins en efni standa til. Þetta er ekki einsdæmi óg er alls ekki sagt til að varpa rýrð á söguna. Miklu fremur ber að geta þess að slíkur er vandi hvers manns sem sest niður um miðbik ævi sinnar, eða síðar, til að rita greinagerð um nokkuð af því sem hann vill muna af æsku sinni. Sr. Rögnvaldur Finnbogason og sagnaritarinn Guðbergur Bergsson. Til er nákvæm skrá Um þetta hef ég aðeins eitt að segja og þar vísa ég í athugasemdum framan við skáldsagnakennda ævi- sögu „jiddíska" gyðingsins Isaac Bashevis Singer, „Ást og útlegð“. Þar segir að í raun réttri verði aldrei rituð sönn ævisaga nokkurs manns, því það sé ekki á valdi bókmennt- anna. „Af því að ég trúi á Guð og forsjón hans, er ég þess fullviss að til er nákvæm skrá yfir ævi hvers manns, verk hans góð og ill, mistök hans og kjánaskap." Þessi orð Sing- ers ættu að vera veganesti hvers manns er sest niður til ritunar bóka í ætt við ævisögur' og alveg sérstak- lega ættu þessi orð að vera ofarlega í hugum manna úr þessum hópi sem teljast til boðenda trúar á Guð. Víða komið við f bók þeirra Rögnvaldar og Guð- bergs er víða farið um heima og geima og er bókin því nokkuð skemmtileg aflestrar og alls ekki sú þurra upptalning sem ævisögur vilja oft verða. Margra er minnst í sögu þessari og er það vel. Er ég reyndar þeirrar skoðunar að ævisaga hvers manns eigi að vera minning um þá menn sem komu við eigin sögu og birta þá sagnavídd sem hver og einn hefur vaxið að þroska til. f sögu sr. Rögnvaldar cr víða komið við og er eins víst að hver sá sem kynnst hefur klerkinum ágæta, sem nú býr undir Jökli, eigi á hættu að rekast á nafn sitt og meira til í bókinni. Fyrsti hluti ævisögunnar er fróðleg lesning sem hefst í Hafnarfirði og lýkur að veru- legu leyti í Bjarnanesi, því ágæta brauði, og hvct ég alla sem halda að þeir hafi áhuga á lifandi frásögn í þessum dúr, til að komast yfir lesn- inguna. Bókin er vel þess virði að hún sé lesin. Kristján Björnsson JÓLABÆKUR BARNANNA Nýju fötin keisarans og aðrar gamansögur eftir H.C. Andersen o.fl. með glæsilegum myndum eftir Karen Milone. Bók þessi kom fyrst út í Bandaríkjunum 1986 og síðan farið sigurför um mörg lönd. Stefán Júlíusson rithöfundur íslenskaði bókina. Skemmtilegar og fallegar barnabækur með fjölda litmynda. Glæsilegar jólagjaf- ir fyrir börn á öllum aldrí. Bókaútgáfan Björk. Mídas konungur er með asnaeyru eftir Jens Sigsgaard, höfund hinnar víð- frægu barnabókar: Palli var einn í heimin- um, sem fyrst kom úr á íslensku 1948 og síðan er ekkert lát á vinsældum hennar. Palli hefur komið út á 37 tungumálum. Mídas konungur kom fyrst út í Kaup- mannahöfn 1985 og hefur þegar verið þýdd á nokkurtungumál og hlotiðfrábærarviðtök- ur. Vilbergur Julíusson skólastjóri þýddi bókina á íslensku.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.