Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 10. desembeM988 Sambandshúsið við Sölvhólsgötu Stærstu islensku fyrirtækin: Sambandið stærst Samband ísl. samvinnufélaga var stærsta fyrirtæki lands- ins samkvæmt árlegum lista Frjálsrar verslunar. Stærð fyrirtækjanna er metin út frá veltu þeirra og var velta Sambandsins 17 milljarðar 514 milljónir og 200 þúsund. í krónutölu hafði veltan aukist um 13% en rýrnað að raungildi um 8% frá árinu 1986. Sambandið tapaði 26,8 milljónum króna á árinu samkvæmt listanum og eigin- fjárstaða þess rýrnaði um 4,9%. Árið 1987 var mikið þensluár. Verð var hátt á útflutningsvörum og vel aflaðist. Miklar launahækk- anir urðu og fram kemur í listanum að laun starfsmanna kaupfélag- anna hækkuðu umtalsvert. Þenslan var mikil á árinu 1987 en hún varð einkanlega í verslun, þjónustu og bankastarfsemi þótt ekki sé það einhlítt. Samdráttar varð hins vegar vart í sjávarútvegi og í fiskiðnaði og veltuaukning fyrirtækjanna í mörgum tilfellum minni en nam verðbólgu. Tíu stærstu fyrirtæki á íslandi eru, þegar miðað er við veltu, Samband íslenskra samvinnufé- laga eins og áður segir, Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, Lands- banki íslands, Flugleiðir, Sölusam- band íslenskra fiskframleiðenda, ÁTVR, KEA, ÍSAL, Póstur og sími og Eimskipafélagið. Útgerðarfyrirtækin greiða sam- kvæmt listanum hæstu meðallaun og þau fimm fyrirtæki sem hæst árslaun greiddu á íslandi árið 1987 eru Hrönn h.f. á ísafirði sem greiddi 3.821.000 þúsund kr., Sam- herji h.f. á Akureyri með3.535.000 kr., Skagstrendingur h.f Skaga- strönd 3.342.000 kr., Oddeyri h.f Akureyri 3.105.000 kr. ogSigurður h.f. Stykkishólmi 2.976.000 kr. Mestur hagnaður varð af rekstri ÁTVR rúmir 3,3 milljarðar króna og stærsti vinnuveitandinn var Reykjavíkurborg en hjá borginni unnu 5172. Ríkisspítalar voru með 3101 starfsmann, Póstur og sími með 2409, Sambandið með 1475 og Flugleiðir með 1422. Hlutfallsleg veltuaukning varð mest hjá Lýsi h.f. 315% Þá kom Einar J. Skúlason með 164%, Hraðfrystihús Grundarfjarðarmeð 129%, íslenska útvarpsfélagið með 123% og Alþýðubankinn með 121%. -sá Jón Baldvin og Schultz ræðaumhval Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra átti í gær viðræður við George Schultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Brussel um hvala- málið. Ræddu ráðherrarnir hvernig best yrði staðið að samvinnu þjóð- anna í þessu máli og lagði Jón Baldvin það meðal annars til að Bandríkjamenn tækju þátt í sameig- inlegum vistfræðilegum rannsóknum á Norður Atlantshafi. Rætt um íþróttir Dagana 21.-25. nóvember s.l. fór fram í Moskvu ráðherrafundur á vegum UNESCO um íþróttamál. Á fundinn mættu sendinefndir 113 þjóða og 12 alþjóðlegra sam- banda. Af Islands hálfu sótti fundinn Svavar Gestsson menntamálaráð- herra og Reynir G. Karlsson, íþróttafulltrúi ríkisins. Helstu málefni fundarins voru ýmis alþjóðleg samskiptamál á íþróttasviðinu, efling skólaíþrótta og almenningsíþrótta, barátta gegn lyfjamisnotkun og kynþáttamisréttis í íþróttum, stuðningur við íþróttir í þróunarríkjunum og efling íþrótta sem veigamikils þáttar í varðveislu friðar í heiminum. Samþykktar voru fjölmargar ályktanir varðandi alþjóðleg íþrótta- málefni, og verða þær sendar bæði stjórnvöldum og íþróttasamböndum aðildarríkja UNESCO. Menntamálaráðherra gafst í þess- ari ferð tækifæri til að eiga sérstakar viðræður við marga aðila og má m.a. nefna menntamálaráðherra og að- stoðarsjávarútvegsráðherra Sovét- ríkjanna og mennta- og menning- armálaráðherra Noregs, Finnlands og Danmerkur. Einnig átti menntamálaráðherra gagnlegar viðræður við fulltrúa lþróttanefndar Sovétríkjanna og Áustur-þýska fþrótta- og fimleika- sambandsins um gagnkvæm íþrótta- leg samskipti og þjálfunarmál. Þess- ar viðræður fóru fram að beiðni íslenskrasérsambanda í íþróttum. SSH Tillaga framsóknarmanna um nýja flugmiðstöð fyrir bæði farþega og flutning til umfjöllunar í borgarráði: Flugmiðstöð í Suður-Mjódd? Alfreð Þorsteinsson flutti tillögu í skipulagsnefnd Reykja- víkur um að ráð yrði gert fyrir flugmiðstöð í Suður-Mjódd og er tillagan nú til umfjöllunar hjá borgarskipulagi og borgar- ráði. í tillögunni er gert ráð fyrir að flugmiðstöð verði byggð fyrir far- könnuð verði hagkvæmni þess að þegaflug og flugfrakt og jafnframt athugað hvort hópflutningar um landið ættu að tengjast slíkri flug- miðstöð sem yrði þannig almenn umferðarmiðstöð. Alfreð Þorsteinsson sagði að aug- ljóst væri að núverandi staðsetning flugmiðstöðvar á Reykjavíkurflug- velli væri óhentug lang stærstum hluta íbúa höfuðborgarsvæðisins. Því væri eðlilegra að slík miðstöð væri í grennd við Reykjanesbrautina og svæðið í Suður-Mjódd er nú mjög miðlægt með tilliti til búsetu og atvinnustarfsemi á öllu höfuðborgar- svæðinu, í Reykjavík og næstu grannbæjum. Björn Theódórsson hjá Flugleið- um sagði að innan félagsins hefði ekkert verið ræddar breytingar á núverandi skipulagi við flutning farþega og farangurs og gæti hann að ' svo stöddu ekki tjáð sig um afstöðu Flugleiða til þessa máls. -sá Verður flugmiðstöð í Suður-Mjódd í framtíðinni? ALAFOSS MEÐ NÝTT ANDLIT Um þessar mundir er ný vara að koma á markaðinn frá Álafossi hf. og er hún alfarið hönnuð og þróuð eftir að nýja fyrirtækið tók til starfa. Fatadeild kynnir nýja Iínu, banddeildin í Mosfellsbæ og vefdeildin eru einnig með nýjungar. Icewool merkið hefur fengið nýj- an búning og búið er að frumkynna nýju Iínuna á helstu mörkuðum Álafoss við mjög góðar undirtekt- ir. Icewool er hefðbundinn íslensk- ur ullarfatnaður, einkum fram- leiddur fyrir rótgróna markaði í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. íslensku sauðalitirnir eru ráðandi ásamt pastellitum, en nýja litalínan fellur nær núverandi tískustraum- um. Hönnuðir eru þær Hulda Kristín Magnúsdóttir og Gunnhildur Ás- geirsdóttir, sem nutu aðstoðarráð- gjafa í Bandaríkjunum og Evrópu. Fáanleg verður varan hér snemma á næsta ári. Frá banddeildinni eru þegar komnir á markað nýir litir í lopa og flosi, ásamt vönduðum uppskrift- um. Breski hönnuðurinn Christian de Falbe hafði veg og vanda af hönnun og uppskriftagerð, ásamt tveimur íslenskum hönnuðum. Uppskriftirnar eru 55 talsins, og eru þegar komnar í dreifingu í Bretlandi og Kanada. Fyrirhugað er að dreifa þeim einnig á Norður- Iöndunum og í Þýskalandi; á við- komandi tungumálum og hérlendis birtist hluti þeirra bráðlega. Vefdeildin framleiðir værðar- voðir og áklæði. Guðrún Gunnars- dóttir, textilhönnuður hefur hann- að værðarvoðir fyrir Álafoss og má þar nefna lundalínuna, sem eru einlit teppi í mörgum litum. í byrjun næsta árs er væntanleg ný fatalína frá fyrirtækinu og verð- ur hún nefnd því einfalda nafni Álafoss. Sú lína verður nær fram- leiðslu hefðbundins tískufatnaðar en verið hefur áður. Þessi íslenski glæsileiki verður framleiddur hér á landi, í Bandaríkjunum og víðar og er árangur af samstarfi íslenskra og erlendra hönnuða. Með markvissri endurskipulagn- ingu hefur tekist að ná fram mikilli hagræðingu hjá fyrirtækinu. Ála- foss er nú að ljúka sínu fyrsta starfsári og hefur það ár einkennst af bæði jákvæðum og neikvæðum þáttum. Fyrirtækið leitaði ráðgjaf- ar erlendra sérfræðinga í markaðs- málum og skipulagningu og segir í frétt frá Álafossi, að árangurinn hafi þegar sýnt sig og telja ráðgjaf- arnir að fyrirtækið hafi sannað tilverurétt sinn og eigi alla mögu- leika á áframhaldandi starfsemi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.