Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 5
nnifri'T Þ- Tíminn 5 Labgárbágur 1Ó. desember Atvinnutryggingarsjóður á fundum með hraðfrystihúsunum á Stöðvar- firði og í Breiðdalsvík þar sem hugsanleg sameining var á dagskrá: Sjóðurinn í milligöngu um hagkvæmniathugun Gunnar Hilmarsson, formaður Atvinnutryggingarsjóðs, hefur haft frumkvæði að sameiningu hraðfrystihúsanna á Stöðvarfirði og í Breiðdalsvík. Markmið þeirra viðræðna sem nú eru hafnar, er að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri beggja fyrirtækjanna. Gunnar Hilmarsson var fyrir austan í gær og átti fundi með stjórnum beggja fyrirtækjanna og féllust stjórnirnar á að Atvinnutryggingarsjóður hefði milli- göngu um hugsanlega sameiningu. Umsóknir beggja fyrir- tækjanna hafa verið settar í biðstöðu hjá sjóðnum og er þeim skipað í flokk með umsóknum sem þurfa sérstakrar athugunar við. Það sem þegar hefur verið orðað í viðræðum þessum er að til að ná megi út nauðsynlegri hagkvæmni verði að leitast við að koma upp ákveðinni sérhæfingu milli staðanna. Þá hefur það verið rætt, samkvæmt heimildum Tímans, að jafnvel komi til greina að ákveðnum rekstrarþátt- um verði skipt algerlega milli stað- anna. Þannig hefur t.d. komið til greina að sölustarfsemi og markaðs- setning fari einvörðungu fram á öðrum staðnum, frysting fari aðeins fram á einum stað þegar minnst er að gera. Formlegar viðræður eru þó komnar mun skemur á veg, en fyrir liggur að ef sameining á að skila meiri hagkvæmni í rekstri, verður eitthvað þessu líkt að gerast. Yrði 85. stærsta fyrirtæki landsins Ef af sameiningu frystihúsanna verður getur nýja fyrirtækið orðið með stærri fyrirtækjum í landinu, svo hér er ekki um nein bílskúrsfyr- irtæki að ræða. Ef velta fyrirtækj- anna árið 1987 er lögð saman kemur í ljós að aðeins 84 fyrirtæki í öllu landinu hefðu talist stærri að veltu það árið og aðeins fjögur á öllu Austurlandi. Miðað við starfs- mannafjölda í fyrra (samanlögð árs- verk voru 241) teldist þetta nýja fyrirtæki stærra en sjálfur Einar Guðfinnsson hf. í Bolungavík. Þannig hefði það talist vera sjöunda stærsta fyrirtæki í fiskvinnslu og útgerð á Islandi. Þessar tölur byggja á nýjum tölum í tímaritinu Frjálsri verslun. Hófleg bjartsýni Guðjón Smári Agnarsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stöðv- arfjarðar hf., sagði að viðræður þessar væru á algjöru frumstigi. Hann er hóflega bjartsýnn á að af sameiningu geti orðið. Hins vegar hafi stjórnir beggja fyrirtækjanna samþykkt að Atvinnutryggingar- sjóður hafi milligöngu um að fram fari hagkvæmnisathugun á samein- ingu fyrirtækjanna. Sagði Guðjón Smári að niðurstöður hagkvæmnis- athuganna gætu trúlega ekki legið fyrir fyrr en eftir áramót. Svavar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Breið- dalsvíkur hf., sagði að aðstoð At- vinnutryggingarsjóðs væri ekki skilyrt og þeim hafi alls ekki verið stillt upp við vegg til að knýja fram sameiningu. „Menn eru núna að skoða alla möguleika og reyna að sjá hvað hægt er að gera til bjargar fyrirtækjunum. Þetta er ein leiðin," sagði Svavar eftir fund sinn með Gunnari Hilmarssyni á Stöðvarfirði í gær. „Þetta er t.d. ekki komið svo langt að við sjáum borðliggjandi að báðir hafi hag af sameiningunni. Atvinnutryggingarsjóður er einungis hérna til að skoða hug heimamanna til sameiningar. Þeir eru hér til að skoða og athuga þá aðstöðu sem hér er fyrir hendi." Sameining víðar Þess má einnig geta að þegar hefur verið rætt um nauðsyn þess að sameina frystihús annars staðar á landinu. í Þorlákshöfn hefur verið rætt um sameiningu Meitilsins og Glettings, að frumkvæði Björgvins Jónssonar í Glettingi. Á Ólafsfirði hefur verið rætt um sameiningu Hraðfrystihúss Magnúsar Gamal- íelssonar hf. og Hraðfrystihúss ÓI- afsfjarðar hf., þó án þess að útgerð fyrirtækjanna yrði sameinuð. Þá hafa þreifingar átt sér stað í Vest- mannaeyjum samkvæmt fréttum Fiskifrétta og einnig á Sauðárkróki og á Hofsósi. KB Leiðrétting Upphaf forystugreinar í gær misfórst nokkuð í prentun. Rétt er málsgreinin þannig: „Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur átt mikii- vægar viðræður við Margréti Thatcher forsætisráðherra Breta, kynnt henni viðhorf íslendinga til Evrópubandalagsins og kannað viðhorf Breta gagnvart endurnýj- un samnings fslands og banda- lagsins um viðskiptamál. Einnig urðu umræður milli forsætisráð- herranna um svonefnt Rockall- mál, sem ágreiningur er um milli Breta og íslendinga og fleiri þjóða.“ Ath.: Það voru feitletr- uðu setningarnar sem færa þurfti til rétts horfs. Þrautgóðir á raunastund Steinar J. Lúðviksson Björgunar- og sjóslysasaga íslands, 19. bindi Bókin fjallar um árin 1972—1974. Þá gerðust margir stórviðburðir. Togarinn Hamranes sökk út af Jökli 1972. Hörmuleg sjóslys urðu í skaðaveðrum 1973 þogar vélbátarnir María og Sjöstjarnan fórust. Einn- ig segir frá strandi Port Vale við ósa Lagarfljóts. GULLVÆGAR BÆKUR í SAFNIÐ Minningar Huldu Á Stefánsdóttur Skólastarf og effri ár Hulda segir fró Kvennaskólanum á Blönduósi þar sem hún var skólastjóri og Húsmæðraskóla Reykjavíkur sem hún veitti forstöðu. „Mér finnsl békin með hinum beztu, sem ég hef íesið þessarar tegundar" Þór Magnússon, þjóðminja- vörður um fyrstu minningobók Huldu í brófi til honnar 10. jon. 1986. Þjóðhættir og þjóðtrú Skráð af Þórði saffnstjóra i Skógum Þessi bók er árangur af samstarfi Þórðar Tómassonar safn- stjóra í Skógum og Sigurðar Þórðarsonar hins fróða af Mýrum í Hornafirði. Hér greinir frá lífi og starfi, þjóð- siðum og þjóðtrú. ÖRN OG ORLYGUR SIÐUMÚLA 11, SÍMI 8 48 6ó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.