Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 12
12 Tímion Laugardagur 10. desember 1988 5AMVINNU TRYGGINGAR AHMÚIA 3 108 REYKJAVlK SlMÍ (91)681411 Útboð \ Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. MMC Lancer 1500 GLX Skoda 130 Rapid Suzuki Swift Lada Samara 1300 Suzuki Alto ss 80 MMC Tredia 1400 GLX BMW 320 Datsun Sunny GL Daihatsu Charmant BMW318Í Toyota Tercel 1300 DL MMC Lancer 1600 GL Toyota Cressida GL Volvo 244 árgerð 1989 árgerð 1988 árgerð 1988 árgerð 1986 árgerð 1983 árgerð 1983 árgerð 1982 árgerð 1982 árgerð 1982 árgerð 1982 árgerð 1982 árgerð 1981 árgerð 1980 árgerð 1979 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 12. desember 1988, kl. 12-16. Athugasemd vegna skrifa Tímans um skattaáþján blaðburðarbarna: Skattasiðf erði barna eða sjálfþensla ríkisútgjalda? Dagblaðið Tíminn og Ingvar Gíslason ritstjóri hafa að undan- förnu gert úr því mikið mál í skrifum sínum, að börnum undir 16 ára aldri sé gert að greiða í opinber gjöld 6 prósent launa sinna, og hafi að auki engan persónuafslátt, svo sem full- orðnir. Þar sem telja má víst að skrif Tímans séu ekki ónotakast út í ríkissjóð sem verkfæris velferðar- samfélagsins heldur umfram allt til komin af umhyggju og samúð með blessuðum börnunum, og ekki síst þeim sem þurfa að vera komin af stað fyrir allar aldir, svo lesendur Tímans og annarra morgunblaða fá lesningu sína með morgunverðinum, þá er rétt að senda lesendum blaðs- ins með mikilli vinsemd og virðingu örlitla skýringu á því sem ritstjórinn kallar „tittlingaskít". Bætt skattasiðferði Þegar staðgreiðsla skatta var tek- in upp fyrir ári gerðust böm sjálf- stæðir skattgreiðendur. Þetta var ekki gert vegna þess að skattar af tekjum blaðburðarbarna væru svo mikilvæg tekjulind fyrir ríkissjóð, heldur hinu að það taldist vera mikilvægt uppeldisatriði og stuðla að bættu skattasiðferði og ábyrgð hinnar ungu kynslóðar, að hún fyndi það að einnig hinir ungu launþegar Ieggi sitt af mörkum til samneyslu velferðarþjóðfélagsins. Með því að greiða skatt, svo lágan sem sex af hundraði tekna, veit þó hvert blaðburðarbarn, hver ungling- ur í sumarvinnu eða skólabarn sem grípur í starf í jólafríinu, að þau leggja líka sitt af mörkum, og ekki sfst, að öll eigum við að leggja okkar skerf til framtíðarinnar. Almannaþarfir og áskríftargjöld Það er mikilvægt, eigi að vera hægt að halda uppi menningarlegu velferðarþjóðfélagi hér næstu öld, að skattasiðferði fslensku þjóðarinn- ar verði betra en það nú er.Áætlun nefndar, sem giskaði á umfang skatt- svika fyrir þremur árum bendir til þess að enn sé mikið ógert. Og hlutur fjölmiðla í þjóðaruppeldinu er mikill og ábyrgð þeirra stór. Þess vegna ætti það að vera stolt hvers blaðburðarbams að vita það, þegar það fær sínar fimm þúsund krónur greiddar um mánaðamót, að það hefur lagt fram sínar 300 krónur til að halda hér uppi heilbrigðisþjón- ustu, menntakerfí og öryggisþjón- ustu, að ekki sé minnst á þann hluta sem fer til að aðstoða frystihús í eigu alls kyns samtaka, að greiða niður offramleiðslu í landbúnaði og til að auðvelda ríkinu að kaupa hundmð eintaka af Tímanum í áskrift á hverjum degi. Ekki spurð leyfis í fljótu bragði virðist það ekki vera vandamál að útskýra þetta gmndvallaratriði fyrir hinum ungu skattgreiðendum. Og ekki virðast þau bera skaða af því að kynnast því strax í bamæsku að velferð heildar- innar sé árangur af mætti samtak- anna. Erfiðara kann að reynast í þjóðaruppeldinu að reyna að út- skýra og réttlæta alla þá útgjaldaliði, sem börnum jafnt sem fullorðnum er ætlað að standa undir án þess að vera nokkm sinni spurð leyfis. Bjami Sigtryggsson, upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins. Á sama tíma: í Borgarnesi: Isuzu Trooper árgerð 1983 Á Húsavík: Nissan Sunny LX árgerð 1987 Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t. Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 12, þriðjudaginn 13. desember 1988. Samvinnutryggingar g.t. - Bifreiðadeild - Holtaskóli Keflavík Kennara vantar í fulla stöðu frá áramótum. Um er að ræða 37 tíma í viku, það er 29 tíma á ensku og 8 tíma í sérkennslu. Upplýsingar gefur skólastjóri í vinnutíma 92-11135 og heimasími 92-15597, yfirkennari í vinnusíma 92-11045 og heimasími 92-11602. Skólastjóri. DAGVI8T BARIVA Forstöðumaður Staða forstöðumanns á dagvistarheimilinu Foldar- borg, Frostafold 33 er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Dagvistar barna í síma 27277. ^J| Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í níu 11 kV dreifispenna fyrir Nesjavallavirkjun af stærðinni 25-1600 kVA. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 1. febrúar 1989, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Séra Sigurður Haukur hefur löngum veríð umdeildur, enda þekktur fyrir að segja skoðun sína afdráttarlaust. I þessari hispurslausu bók fjallar hann m.a. um: • skemmtilega atburði frá æskuárunum í Olfusi • fjölda samferðamanna • læknamiðla • hinar „alræmdu “ pöppmessur • hestamennsku • sálarrannsóknir • • brottrekstur frá útvarpi og sjónvarpi Sími 91-681268 Nýja Bókaútgáfan 4 í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.