Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 11
I f"\ W . nnjn' r n *• Tíminn 11 Laugardagur 10. desember 1988 BÆKUR Sigurbjörn Einarsson. Klukkubókin Bókaútgáfan Setberg hefur sent frá sér Klukkubókina. Þessi vinsæla bók er nú endurútgefin. Þetta er harðspjaldabók með klukku og visarnir hreyfanlegir. Klukkan átta fer ég á fætur og klukkan níu borðum við morgunverðinn. Klukkan þrjú leikum við okkur í sandkassanum og byggjum kastala og mjög falleg hús. Snati horfir á. Klukkan sjö fér ég í bað og borða kvöldmatinn. Klukkan átta fer ég að hátta og sofa. Þannig má stilla vísa klukkunnar allan sólarhringinn. Það er alveg víst að bókin auðveldar börnum að læra á klukku. Vilbergur Júlíusson f.v. skólastjóri endursagði. Ný spennusaga eftir Duncan Kyle: Árás að næturþeli Hörpuútgáfan hefur sent frá sér nýjanjósna- og spennubók, „Árás að næturþeli" eftir Duncan Kyle, sem skrifaði bókina „í gildru á Grænlandsjökli" og fleiri spennubækur sem nú eru ófáanlegar. SS-foringi flýr á síðustu mánuðum stríðsins frá Þýskalandi til Svíþjóðar. Hann hefur undir höndum lista með nöfnum vestrænna Hitlerssinna og hyggst nota hann sér til framdráttar. Hann tekur að sér að stjórna víkingasveit sem á að ráðast á kastala Himmlers í apríl 1945. Litrík lífssaga Bókaútgáfan Setberg hefur sent frá sér bókina Sigurbjörn biskup — ævi og starf eftir Sigurð A. Magnússon rithöfund. Trúarkraftur og orðsnilld séra Sigurbjörns Einarssonar biskups hefur látið fáa Islendinga ósnortna. Að baki þessa meistara orðsins liggur sviptivindasamur og fjölþættur æviferiU sem er vel lagaður fyrir fróðlega og tilþrifamiída ævilýsingu. Þessi bók bregður upp fjölda eftirminnilegra mynda úr langri og litríkri lífssögu, allt frá kröppum kjörum bemskuáranna í Meðallandi til erfiðra námsára í Reykjavík og Uppsölum, prestsskaparára á Skógarströnd og í Reykjavík, kennsluára við Háskóla Islands og langs embættisferils á biskupsstóli. Inn í þá fjölskrúðugu sögu fléttast þættir úr þjóðvamarbaráttunni og baráttunni fyrir endurreisn Skálholts á sjötta áratugnum. Eins og gefur að skilja er einnig komið inn á guðfræðileg viðhorf Sigurbjöms og kynni hans við ýmsa helstu guðfræðinga aldarinnar. Sigurður A. Magnússon rithöfundur hefur haft náin kynni af Sigurbimi frá unglingsámm og fylgst með honum gegnum tíðina. Hefur hann samið þessa bók eftir samtölum við Sigurbjöm og jafnframt eftir prentuðum heimildum. Dregur hann upp ákaflega ljósa og blæbrigðaríka mynd af Sigurbimi í þeim margvíslegu hlutverkum sem hann hefur gegnt og bregður um leið birtu yfir marga málsmetandi samferðamenn hans. Bókin er 380 blaðsíður og auk þess prýða hana yfir 100 ljósmyndir. Sungið og leikið Bókaútgáfan Setberg hefur sent frá sér Söng- og píanóbók barnanna. Ámi Elfar útsetti og valdi lögin. í þessari sérstæðu bók em tólf þekkt íslensk lög, sem allir geta spilað og sungið. Bókiirer með hljómborði, sem hægt er að leika á. Lögin em: Máninn hátt áhimni skín, Nú er sumar, Litlu andamngamir, Fyrr var oft í koti kátt, Heims um ból, Göngum, göngum, Kibba, kibba, komið þið greyin, Állir krakkar, Nú er frost á Fróni, Meistari Jakob, Frjálst er í fjallasal, Hann Tumi fer á fætur. Sem sagt lög, sem allir þekkja. Sérstæð og skemmtileg bók. Óvenjuleg lífsreynsla í fjarlægum heimshornum speglast á hverri blaðsíðu þessarar skemmtilegu bókar Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanns og rithöfundar. Fíladans og framandi fólk byggist að miklu leyti á dagbókum sem Jóhanna hefur haldið í ótal ferðum sínum til ianda sem fáir íslend- ingar hafa heimsótt, s.s. Óman, Djibuti, Burma, Sri Lanka, Norður-Jemen og Bangladesh. Hún lendir þar í ótal ævintýrum, fílar dansa, sandbyljir geysa í kringum hana og óvænt lendir hún mitt í kúlnahríð. Sérkenni ólfkra þjóða og landa koma skýrt fram í þessari skemmtilega skifuðu bók. Jóhanna leiðir lesandann um baksvið þeirra frétta og frásagna sem birst hafa eftir hana í Morgunblaðinu á undanförnum árum og bætir við fjölmörgum nýjum stöðum og atburðum. Hér eru á ferðinni einkar fróðlegar, lifandi og skemmtilegar frásagnir af ferðum höfundarins um FÁFARNAR ÆVINTÝRASLÓÐIR.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.