Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 19
Laugardagur 10. desember 1988 Tíminn 19 BÆKUR Heiðubækur Bókaútgáfan Setberg hefur gefiðúttværHeiðu-bækur: Heiða fer að heiman og Heiða heimsækir afa. Bækurnar um Heiðu og Pétur eftir Jóhönnu Spyri eru meðal þekktustu barnabóka, sem nokkru sinni hafa verið ritaðar. Hér eru tvær sögur endursagðar á góðu máli og með skýru letri. í fyrri bókinni má lesa um það þegar Heiða fer til borgarinnar og verður leiksystir Klöru, fatlaðrar stúlku. En í hinni síðari segir frá heimsókn og dvöl hjá afa uppi í fjöllunum og kynnum Heiðu af Geita-Pétri. Fallegar, litprentaðar bækur í þýðingu Óskars Ingimarssonar. Fjölbreyttir möguleikar Bókaútgáfan Setberg hefur gefið út bókina Úrvalsréttir í örbylgjuofni, sem er ný og spennandi matreiðslubók fyrir þá sem vilja kynnast þeim fjölbreyttu möguleikum sem matreiðsla í örbylgjuofni býður upp á. Bókin hefur að geyma gimilegar uppskriftir að forréttum, aðahéttum og ábætisréttum með litmynd af hverjum rétti fyrir sig. Uppskriftirnar hafa allar verið prófaðar. Uppsetning bókarinnar er þannig að hægt er að raða réttunum saman eftir myndunum og sjá þannig allan matseðilinn fyrir. Samsetningarmöguleikarnir eru hreint ótrúlegir, yfir 1000 talsins. Ýmsar gagnlegar leiðbeiningar er einnig að finna í bókinni, sem bæði stuðla að betri nýtingu örbylgjuofnsins og einnig betri matseld. 1 henni er útskýrt hvernig örbylgjuofninn vinnur, leiðbeint um val á tímastilhngu og bent á ýmis önnur lykilatriði, sem stuðla að betri nýtingu hans. Þá er fjahað sérstaklega um ofna með innbyggðum örbylgjuofni og hvernig nýta má möguleika þeirra sem best. Dröfn H. Farestveit hússtjómarkennari þýddi og staðfærði. ÖRIAGA ÞRÆÐIR ástarinmr ; N Örlagaþræðir ástarinnar eftir Danielle Steel Bókaútgáfan Setberg hefur sent frá sér nýja ástarsögu eftir Daniehe Steel - Örlagaþræðir ástarinnar. Bemie Fine skýst leifturhratt upp á hátindinn í heimi viðskiptanna og þarf sem aðstoðarforstjóri að vera á stöðugum þeytingi milh stórborga heimsins. Við opnun á nýrri verslun í San Francisco hittir hann Jane, htla 5 ára hnátu og kynnist móður hennar, Liz, ungri og líflegri kennslukonu. Það em þessi kynni sem valda straumhvörfum í hfi Bernie. Honum verður aUt í einu Ijóst að í hringiðu viðskiptalifsins hefur hann misst sjónar á því sem mestu skiptir í lífinu. Depill fer í útilegu og Depill fer í sjúkravitjun eftir Eric Hill Tvær nýjar bamabækur eftir Eric HiU munu vekja ánægju yngstu lesendanna, þvi undanfarin ár hefur DepiU, þessi vinsæli hundur glatt fjölda barna. Bækurnar em með litskrúðugum myndum og skýmm texta og því auðveldar fyrir börn sem byrjuð eru að lesa og þá ekki síður fyrir foreldra th að lesa fyrir börnin á góðum samvemstundum. í hvorri bók segir frá ævintýmm DepUs og vinanna Tomma, Helgu og Stebba. Bækurnar em í sterku bandi og með hörðum spjöldum. VESTUR ÞÝSK RAFTÆKI VÖNDUÐ 0G VARANLEG rmr. i faj EKKERT ELDHUS ÁN EMIDE /FDniX HATUNI6A SÍMI (91)24420

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.