Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 27

Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 27
ininiiY i-v.'r ■'.anrr-M&c. .■>' iuueLvi*>uuie.' Laugardagur 10. desember 1988 irvnuo Tfminn 27 Rita Hayworth hafði eitthvað sérstaklega el- skulegt við sig sem viðbót við allan sjarmann Blackwell enn í dómarasæti - Nú er hann ekki að dæma „10 best og verst klæddu konur“ heldur „10 mestu kynbombur kvikmyndanna" -Marilyn Monroe er án alls efa kynþokkafyllsta kvik- myndastjarna allra tíma, seg- ir hinn frægi Blackwell, þegar hann birti í blaði í Bandaríkj- unum lista sinn yfir mestu „sexbomburnar“ á hvíta tjaldinu. Blackwell hefur nokkur undanfarin ár gefið út árlega lista yfir 10 best klæddu og 10 verst klæddu konur. Það þyk- ir mikill heiður að komast á lista hjá honum, - jafnvel listann yfir verst klæddu kon- umar. Hann hefur mjög ák- veðnar skoðanir á klæðaburði kvenna, en ekki er víst að allir séu sammála honum. Það kom a.m.k. á óvart í ár, að Díana prinsessa var á „verst klæddu“ listanum! Hann heldur því fram í þessum dómum sínum, að það sé ekki nóg að leikkon- urnar séu fallegar og sexí, svo sem eins og Loni Anderson, Kathleen Turner og Jamie Lee Curtis. Hann segist velja á þennan lista einungis þær konur, sem hafi sígildan klassískan kynþokka og telur upp þessar kvikmyndastjörn- ur sem dæmi: Mae West, var ekki neitt hikandi við að sýna dásemdir kroppsins, sagði Blackwell, en á þeim tíma vakti slíkt oft hneyksli. Greta Garbo hafði sérstak- an sjarma, sem hafði ekki sést áður á hvíta tjaldinu, - og hefur reyndar ekki sést síðan. Hún var dularfull og heillandi. Jean Harlow hafði æsandi áhrif á karlmenn. Hún lýsti á sér hárið og klæddist „djörfum“ kjólum, og virtist skemmta sér við að töfra karlana. Rita Hayworth var alveg sérstök. Hún var kynþokka- full, og vinsamleg og bar með sér .hlýju. Hún var ástargyðja fimmta áratugarins. Lana Tumer, hún var svo falleg og kvenleg, að það var eins og ósk hvers karlmanns væri hér komin lifandi, holdi klædd. Ava Gardner var kölluð „fegursta kona heirns" og hún var vissulega falleg og vel vaxin eftir því. Marlene Dietrich var kannski svolítið öðruvísi en hinar þokkadísirnar, en karl- menn dáðu hana - í fjarska - sem ástríðufulla leikkonu og djarfa söngkonu, en síður sem raunverulega og kyn- þokkafulla konu. Marilyn Monroe er óum- deilanlega mesta ástagyðja allra tíma f kvikmyndum. Það var engin Iík henni og ég býst ekki við að sjá aðra eins og Marilyn. Madonna hefur tek- ið hana til fyrirmyndar, - en kemst ekki í hálfkvisti við þokkadísina sjálfa, segir Blackwell. Ann Margaret er ein af þeim núlifandi leikkonum ' sem getur verið í hópi hinna sígildu. Hún er æsilega vel vaxin og þokkafull með sitt rauða, síða hár. Joan Collins „súperstjarna sápuóperanna" er vissulega full kynþokka og æsandi..æs- andi..æsandi fögur. Joan Collins hefur „talandi .M augu“, sem lofa öUu fögru, ■ segir Blackwell Marilyn Monroe slær allar aðrar kynbombur út, segir meistari BlackweU í!> ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið: Þjóðleikhúsið og íslenska óperan sýna JPjSmnfýrt ihoffmanrt£ I kvöld kl. 20 Uppselt Föstudag 6. jan. Sunnudag 8. jan. Ósóttar pantanir seldar eftir kl. 14 daginn fyrir sýnlngardag Takmarkaður sýnlngafjöldi Stór og smár eftir Botho Strauss. Sunnudag kl. 20 9. sýning. Síöasta sýnlng Ath. Seldir aðgöngumióar í 7. sýningu, sem felld var niður vegna veikinda, fást endurgreiddir i siðasta lagi fyrir kl. 171 Fjalla-Eyvindur og kona hans eftir Jóhann Sigurjónsson Leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Tónlist: Leifur Þórarinsson Lýsing: Páll Ragnarsson Sýningarstjóm: Jóhanna Norðfjórð Leikarar: Baldvin Halldórsson, Bryndís Pétursdóttir, Erlingur Gíslason, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Guðný Ragnarsdóttlr, Hákon Waage, Jón Símon Gunnarsson, Jón Júlíusson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Rúrik Haraldsson, Þóra Friðrlksdóttir, Þórarinn Eyfjörð, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Ævar R. Kvaran, Aðalsteinn Jón Bergdal, Þorleifur Arnarsson, Manuela Ósk Harðardóttir o.fl. Annan dag jóla kl. 20 Frumsýning Miðvikudag 28.12.2. sýning Fimmtudag 29.12.3. sýning Föstudag 30.12.4. sýning Þriðjudag 3.1.5. sýning Laugardag 7.1.6. sýning Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga kl. 13-20 fram til 11. des., en eftir það er miðasölunni lokað kl. 18. Símapantanir einnig virka dagakl. 10-12. Sími í miðasölu: 11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frá kl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltfð og miði á gjafverði. I.LIKl'TlAC 2(2 22 RhrYKjAVlKUK Sunnudag 11.12. kl. 20 Ath. Allra síðasta sýning SVEITASINFÓNÍA eftir Ragnar Amalds Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson I kvöld kl. 20.30. Uppselt Þriðjudag 27.12. kl. 20.30 Miðvikudag 28.12 kl. 20.30 Fimmtudag 29.12. kl. 20.30 Föstudag 30.12. kl. 20.30 Miðasalan í Iðnó er opin daglega kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Forsala aðgöngumiða: Nú er verið að taka við pöntunum til 9. jan. 1989. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Einnig simsala með VISA og EURO á sama tíma. ÍSLENSKA ÓPERAN ___iilll Málverkasýning fslenska óperan sýnir málverk eftir Tolla í óperunni Oplð alla daga kl. 15.00-19.00 til 18. desember. - Þegar þú talaðir um gæludýr þá hélt ég að þú ættir við hund eða kött ... . 1 tl //, / — Nú já, þú hefur þá ekki haldið megrunarkúrinn sem ég ákvað fyrir þig, Amalía. <

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.