Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 18

Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 10. desember 1988 Jólabækur litlu barnanna Láki og Stúfur komnir á kreik Skemmtilegu smábarnabækurnar eru vinsælustu bækurnar fyrir lítil börn, sem fyrirfinnast á bókamarkaðinum og hinar vönd- uðustu að allri gerð. Þær eru valdar og ís- lenskaðar af hinum færustu skólamönnum og prentaðar í mörgum litum. Nokkrar bækur í bókaflokki þessum hafa komið út í áratugi en eru þó alltaf sem nýjar. í haust komu út í nýrri útgáfu Láki og Stúfur, sem voru uppseldar fyrir nokkrum árum. Alls hafa 19 bækur komið út í bókaflokki þessum sem heita: 1. BIáa kannan 2. Græni hatturinn 3. Benni og Bára 4. Stubbur 5. Tralli 6. Stúfur 7. Láki 8. Bangsi litli 9. Svarta kisa 10. Katax x Ekki til hjá útgáfunni sem stendur. Aðrar bækur fyrir börn: 1. Húsið mitt, eftir Richard Scarry 2. Palli var einn í heiminum, eftir Jens Sigsgaard 3. Tóta tætubuska, eftir Kamma Laurents. Teikningar: R. Storm Petersen. Vandaðar og fallegar jólabækur Bókaútgáfan Björk f; Rekstrarvörur verðkönnun Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboðum í rekstrarvörur fyrir eftirtaldar stofnanir: Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Dagvist barna og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur. Vöruflokkar: Plastpokar, w.c. rúllur, handþurrkur, eldhúsrúllur, sápuefni, klór og ungbarnableiur. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboð berist oss sem fyrst, þó eigi síðar en 6. janúar 1989. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 PAGVIST BARMA Forstöðumaður Staða forstöðumanns á skóladagheimilinu Völvu- koti er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Dagvistar barna í síma 27277. Hænsnabúr Til sölu búr fyrir c.a. 900 varphænur. Upplýsingar í síma 98-75072. 11.Skoppa 12. Leikföngin hans bangsa 13. Dísalitla 14. Dýrin og maturinn þeirra 15. Kallisegirfrá 16. Geiturnar þrjár 17. Gettu hver ég er 18. Dýrinábænum 19. Tommi, er stór strákur lllllllllilllllllllllllllll TÓNLIST llllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Gunnar Bjömsson spilar Bach Um þessar mundir er að koma út hljómplata, þar sem Gunnar Bjöms- son flytur fyrstu tvær samstæður Jóhanns Sebastíans Bach fyrir einsamla knéfiðlu, í G-dúr og d- moll. Gunnar hefur lengi þennan steininn klappað, eins og allir sannir sellistar, og flutt þessi verk mörgum sinnum, bæði opinberlega og fyrir vini sína. Og það hefur lengi verið trúa mín, að fáir flytji þessar sam- stæður betur en Gunnar, og kannski hefur hann aldrei gert það betur en á þessari plötu, sem ætti svosem ekki að koma á óvart. Stíll Gunnars er líklega undir áhrifum frá Casals, með djúpri virðingu fyrir tónlistinni og án eldglæringa, ofurlítið rómant- ískur en þó ekki til lýta, tónninn digur og fallegur. Margir menn, lærðir og leikir, hafa skrifað um þá dæmalausu tón- list sem einleikssvítumar eru: af leikum hefur Halldór Laxness risið hæst, er hann flutti erindi í útvarpinu í tilefni af því að Erling Blöndal Bengtson, sem af mörgum er talinn heimsmeistari í flutningi svítanna, ætlaði að flytja þær hér einhverju sinni. En af lærða endanum er lítil ritgerð eftir dr. Hallgrím Helgason aftan á plötuumslaginu - og læt ég vera að endurtaka neitt af þessu hér. Útgefandi plötunnar er Fermata, og er hún op. 3 hjá því fyrirtæki; upptöku með stafrænni tækni annað- ist Halldór Víkingsson en skurður, pressun og prentun voru gerð hjá Teldec í V-Þýskalandi. Ég leyfi mér að fullyrða, að sá væri ekki illa svikinn sem veldi þessa plötu um- fram einhverjar aðrar af heims- frægðarlistanum til að hluta á ein- leikssvítur Bachs í G-dúr og d-moll. Sig.St. Haydn og Mozart Það er ekki oft sem píanóleikarar hafa dirfsku til að spila bara Mozart og Haydn á tónleikum, en það gerði Örn Magnússon píanóleikari á háskólatónleikum fyrir skemmstu, nánar tiltekið miðvikudaginn 30. nóvember í Norræna húsinu. Og skemmti sér dæmalaust vel sjálfur, ef ég las hann rétt, og það gerðu áheyrendur líka. Það er margendur- tekið, að engir geti spilað Mozart fullkomlega nema börn og snillingar, og Örn flokkast tæplega undir annan hvom þeirra hópa. Hins vegar spil- aði hann Mozart-tilbrigðin níu við menúet Duponts (K.V.573) af mikl- um þokka, svo verulega ánægjulegt var á að hlýða. Það getur vel verið að hann hafi fipast á einum stað eða tveimur, og einu sinni tel ég að hann hafi notað pedal ógætilega, en þetta voru hreinir smámunir sem aðeins hið allranæmasta eyra tekur eftir, og hárfínasti smekkur gerir með. Tilbrigði Mozarts vora frá 1789, en sónata í h-moli eftir Haydn, sem var síðara verk Arnar Magnússonar var gefin út 1778 - hún telst vera hin 6. í röð 62ja píanósónata þessa tónskálds. Sagt er að hinn hvatvísi Mozart hafi látið ýmis ógætileg orð falla um kollegana í Vínarborg þann stutta tíma sem hann átti vist í þessu jarðlífi - en aldrei um Haydn, sem hann mat afar mikils. Þó átti Haydn eftir að blómstra verulega eftir dauða Mozarts 1791 þótt hann væri 24 áram eldri, og lifa hann í 18 ár. Þessi h-moll sónata er dálftið sér- kennileg og skemmtileg tónsmíð, ekki síst hinn hraði lokaþáttur, og prýðilega fluttur hjá Erni. Mérþóttu þetta sérlega ánægjulegir litlir tón- leikar - háskólatónleikar era oftast rúmur hálftími, rétt eins og stund milli stríða í dagsins önn - því enda þótt píanistar geri yfírleitt meira með píanó-tónskald eins og Chopin og Liszt (hvers vegna heyrist enginn spila Schumann núorðið?), þá finnst mér sem áheyranda vel spilaður Mozart eða Beethoven öllu skemmtilegri (sjá mynd). Sig.St. FRIMERKI Sænska smáörkin. Facit ortstámpel- katalog, 1989 Facit í Svíþjóð hefir sent frá sér skrána yfir póststimpla í Svíþjóð fyrir árið 1989, en það er fjórða útgáfa listans. Bókin er 352 blaðsíð- ur í svart hvítri prentun og kostar SEK 175,00. Hún inniheldur skrán- ingu allra pósthússtimpla í Svíþjóð, einnig stimpla sem notaðir eru af landpóstum og póstumboðum sem og þeirra sem notaðir hafa verið af skráningarstöðvum léna og lands- hluta. Auk þess að allt hefir þetta verið endurskoðað fyrir nýju útgáfuna, hefir nú verið bætt við skráningu stimpla sem notaðir hafa verið af járnbrautunum. Þá hafa um fimm þúsund verðbreýtingar orðið í listan- um að þessu sinni. Slíkur listi sem þessi er fyrst og fremst póstsögulegur og auðveldar þeim söfnurum, sem safna póstsögu, til dæmis • á ýmsum tilteknum svæðum, lénum, sýslum o.s.frv., söfnun sína. Væri okkur mikill feng- ur að slíkum lista hér á landi. Var slík vinna hafin fyrir löngu, með greinaflokkum í tímaritinu Frímerki og nokkrum greinum í „íslensk frí- merki“, en í dag eigum við hliðstæðu í skrá Þórs Þorsteins um pósthús og bréfhirðingar á fslandi, nema hvað stimplarnir eru ekki verðlagðir í þeirri bók. Þarna er um vandaða og að því er virðist mjög vel unna skrá að ræða. Dagur frímerkisins Noregur hefir sama hátt og hafður er hér á landi, að gefa út smáörk með frímerkjum á degi frímerkisins, sami háttur er og á í Svíþjóð. Að þessu sinni gáfu Norðmenn út örk með fjórum merkjum er bera myndir af íþróttafólki í boltaleikj- um. Handbolta, fótbolta, körfubolta og blaki. Svíar aftur á móti eru með þrjú merki í smáörk sinni, með mynd úr fótbolta. Eru merkin gerð eftir ljósmyndum Karl Melander, Kenneth Johannsson og Bernt Claesson og grafin af Martin Mörck. Norsku merkin eru aftur á móti gerð af Knut Lökke-Sörensen. Verð norsku merkjanna er 2,90 Nkr hvert og kostar örkin 15.00 Nkr. Verð sænsku merkjanna er aftur á móti 2,20 hvert og eru 6 í hefti sem kostar 8.50 Skr. Af norsku heftunum ganga 3,40 af hverri örk til stuðnings frímerkja- mála, en af þeirri sænsku 3,80 Skr. Sigurður H. Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.