Tíminn - 28.12.1988, Síða 14

Tíminn - 28.12.1988, Síða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 28. desember 1988 Kúbanir nafa engin vettlingatök í baráttu sinni gegn eyðni Kúbanskir hermenn í Angóla eru í sérstakri eyðnihættu og settir í 45 daga sóttkví þegar þeir koma heim. Meðhöndlist eins og aðrar plágur í augum José Fernández Yero, forstjóra ónæmisrannsóknastofn- unarinnar í Havana, er eyðni bara ein plágan enn. „Fyrst lifrarbólgu- sjúklingar verða að vera í sóttkví, hví þá ekki eyðnismitaðir?" spyr hann. Hann undrast að baráttuaðferðir Kúbumanna gegn eyðni skuli ein- mitt fá góðar undirtektir hjá „aftur- haldssömum hópum í Evrópu". Ástæðan er sú að í hópi andstæð- inga Kúbumanna eru fremstir í flokki afturhaldssamir hópar í Bandaríkjunum, einkum þeir sem reka áróðursútvarpsstöðina „Ra- dio Marti“ á Miami og eru óþreyt- andi að senda út skelfingarfrásagn- ir í Orwellskum stíl um eyðnibar- áttuna á sykureynni. í útvarpssendingunum er sagt frá því að sérstakar lögreglusveitir séu á höttunum eftir eyðnisjúkum og þegar þeir eru snuðraðir uppi sé plastpokum, með loftgötum, steypt yfir höfuð þeirra og þeir síðan dregnir á braut, til einangr- unarbúða og sjáist atdrei framar. Fernández Yero fullyrðir þvert á móti að embættismenn Castros hafi enn aldrei sent lögregluna á eyðni- sjúklinga. Það kann að vera rétt. En þó að lögreglunni sé ekki beitt í málinu er framganga Kúbumanna gegn eyðniplágunni afar hörð og óvægin. Ætia strax að ná tökum á plágunni Með fjöldarannsóknum og strangri beitingu laga um farsóttir gerir ríkisstjórn Fidels Castro til- raun til að ná strax tökum á því sem opinberlega var í upphafi kallað „afleiðing vestrænnar úr- kynjunar". Síðan sú yfirlýsing var látin út ganga hefur komið fram í tímarit- inu „Prisma“, sem gefið er út í Havana, að „eins og eyja er um- kringd vatni er Kúba umkringd hafi af eyðni“. Þar er átt við nágrennið við Bandaríkin, Haiti, ferðamannaeyjarnar í Karabíska hafinu, Mexíkó og Brasilíu, svo að dæmi séu nefnd. Samt sem áður hefur eyðniplág- an áreiðanlega þegar borist til eyjarinnar, og þar hafa ekki bara ferðamenn átt hlut að máli. Kommúnistastjórnin á Kúbu hefur á undanförnum 15 árum sent 300.000 hermenn og 400.000 menn í þróunaraðstoð til Angólu og annarra afrískra bræðralanda þar sem eyðnivírusinn er mjög út- breiddur. Afríkufararnir í sérstakri hættu Óttinn um heilsufar þessara Afr- íkufara varð til þess að þegar á árinu 1983 gripu kúbönsk yfirvöld til aðgerða. Sérhver sá sem hélt heim frá Afríku var settur í 45 daga sóttkví. Séð var til þess að hermenn sem særðust í Afríku fengju hreint blóð heiman að svo að þeir yrðu ekki að eiga á hættu að fá smitað blóð úr heimamönnum við blóð- gjafir. — En Kúbumenn létu ekki lengi þar við sitja. Víðtæk upplýsinga- og fræðsluherferð var sett í gang, ogsamhliða henni rannsóknaráætl- un sem þegar til langs tíma er litið gæti náð til alls þess hluta þjóðar- innar stundar kynlíf, sex milljóna manna. Vísindamenn við ónæmisrann- sóknastofnunina fundu upp hrað- virka og ódýra eyðniprófunarað- ferð. Til þessa hafa, auk þeirra sem komið hafa tilbaka frá Angóla, 2,5 milljónir manns gengist undir slíka prófun nauðugir viljugir. í þeim hópi eru blóðgjafar, þungaðar konur, vændiskonur, hommar, Kúbumenn sem hafa haft tengsl við útlendinga og útlendingar, sem dveljast í landinu lengur en þrjá mánuði. Auk þess verður hver sá sem leitar til læknis eða sjúkrahúss, prófaður án frekari vafninga. Eit- urlyfjasjúklingar, sem eru í sér- stakri hættu, eru ekki til á Kúbu samkvæmt opinberri skilgreiningu. „Aðferð Kúbumanna tii fyrirmyndar“ segja sumir Niðurstaðan úr fjöldarannsókn- unum er sú að fundist hafa 250 smitaðir af HlV-vírusnum og 39 sem orðnir eru veikir. Nú hafa þegar dáið 6 manns á Kúbu úr eyðni. Ronald St. John, yfirmanni Al- amerísku heilbrigðisstofnunarinn- ar í Washington, líst mjög vel á aðferð Kúbumanna og segir að hún ætti að verða tekin til fyrir- myndar alls staðar. Sjúklingunum á Kúbu, svo og þeim sem mælast með smit, er komið fyrir á gömlu sveitasetri sem breytt hefur verið í nýtískulegt heilsuhæli í um 30 km fjarlægð frá Havana. Þar eyða fárveikir eyðni- sjúklingar síðustu dögunum á herragarðinum gamla, sem um- kringdur er grónum görðum. Þeir smituðu hafast við í þrem einnar hæðar hvítmáluðum nýbyggingum. Þeir sem vilja koma í heimsókn verða að fá til þess sérstakt leyfi og framvísa því til dyravarðarins, sem er eini varðmaðurinn á svæðinu. „Þetta er alls ekkert fangelsi,“ segir kúbanskur læknir. Sjúkling- arnir geta tekið sér gönguferð að sjónum og heimsótt fjölskyldur sínar sem ríkið sér um að styðja fjárhagslega. Margir þeirra smit- uðu hafa sótt vinnu í nágrannabæ. Dveljast á hælinu af fúsum og frjálsum vilja Þeim sem þegar eru veikir hafa opinberir aðilar komið þar fyrir, en þeir smituðu eru þar af fúsum og frjálsum vilja segir embættis- maður heilbrigðisráðuneytisins í Havana. Heimilislæknarnir þeirra hafa sannfært þá um að þeim líði betur þannig. Reyndar viðurkennir annar sér- fræðingur ráðuneytisins, að sá sem smit hefur fundist hjá sé oft undir slíkum þrýstingi frá læknum, vinum, nágrönnum og vinnufélög- um, að hann eigi ekki annarra kosta völ en að fá vist á heilsuhæl- inu. Og það er til þessa sem útvarpsstöðin í Miami vísar, þegar hún talar um „eftirlit nágrannans". „Hættuleg og ábyrgðarlaus stefna í Evrópu og Banda- ríkjunum“ Fernández Yero forstjóri ónæmisstofnunarinnar ber litla virðingu fyrir málflutningi þeirra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu sem gagnrýna stefnu Kúbumanna mest. Hann segir hina frjálslyndu stefnu þeirra í baráttunni við eyðni hættulega og ábyrgðarlausa. Hins vegar beri sú kúbanska einfaldlega árangur. Þegar allt komi til alls sé eyja Castros eina landið í veröld- inni þar sem dregið hafi úr út- breiðslu plágunnar. Kúbumenn hafa brugðist hart við í tilraun við að firra land sitt plágunni eyðni sem nú er orðin alþjóðleg. Þar fara nú fram almennar rannsóknir á fullorðnum, og eyðnisjúkir og eyðnismitaðir eru settir í sóttkví. Ekkert annað land berst eins hatrammri baráttu gegn plágunni og frá þeirri baráttu segir nýlega í þýska blaðinu Der Spiegel.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.