Tíminn - 30.12.1988, Side 5

Tíminn - 30.12.1988, Side 5
Föstudagur 30. desember 1988 Tíminn 5 Samningaviðræður ríkisins við sérfræðinga í læknastétt komnar á lokastig: Magnafsláttur veittur á sérfræðingaþjónustu? Samningaviðræður heilbrigðisráðuneytis og fulltrúa sérf- ræðinga um greiðslur ríkisins eru nú á lokastigi. Nú þegar hefur verið gengið frá öllum helstu atriðum samningsins, en í dag verður gengið endanlega frá orðalagi og nokkrum minni háttar atriðum. Málið er enn á mjög viðkvæmu stigi því eftir er að leggja samningsdrögin fyrir Tryggingaráð og Læknafélag Reykja víkur. Ef samningurinn fæst ekki samþykktur verða greiðslur áfram samkvæmt eldri samningnum sem runnu út í apríl sl., en að sögn talsmanna ríkisins í samninganefnd- inni, þá mun aftur verða tekið upp s.k. tilvísanakerfi þar til samningar nást. Eins og kom fram í viðtali við Guðmund Bjarnason heilbrigðis- ráðherra í Tímanum í gær, þá hefur sérfræðikostnaður hækkað mjög mikið á undanförnum árum og fulltrúar ríkisins gengu til samn- inga með það augljósa markmið að ná fram lækkun á greiðslum fyrir sérfræðiþjónustu. í viðtalinu sagði Guðmundur einnig að sérfræðing- arnir væru til viðræðna á þeim nótum að ná þessum kostnaði niður. 1 skýrslu sem Ríkisendurskoðun vann fyrir Heilbrigðisráðuneytið í tengslum við samningaviðræðurn- ar kom fram að heildargreiðslur ríkisins vegna sérfræðiþjónustunn- ar voru um 670 milljónir króna á árinu 1987. Þar af fengu yt'ir 50 sérfræðingar yfir 5 milljónir í greiðslur á því ári. Samkvæmt áreiðanlegum heint- ildum Tírnans er í samnings- drögunum m.a. kveðið á um að sérfræðingar veiti hlutfallslegan afslátt af þjónustu sinni. þ.e. að afslátturinn verði meiri eftir því sem meiri þjónusta er innt af hendi. En fram hefur komið að mestur kostnaður ríkisins er til rannsóknarsérfræðinga, sem starfa sjálfstætt. Sem fyrr segir er mál þetta á mjög viðkvæmu stigi og þeir nefnd- armenn sem Tíminn hafði sant- band við voru ófáanlegir til aö láta í té nokkrar upplýsingar um inni- hald samningsins. En sögðust þó vera tiltölulega bjartsýnir á að samningarnir verði undirritaðir. SSH Mætti spara 2-3 miHjarða á lyfjum og sérfræðingum? „Bolvíkingaheilsa“ gæti sparað stórfé Bolvíkingar virðast áfram bera af öðrum íslendingum um heilsuhreysti. Ef öðrum landsmönnum hefðu nægt álíka skammtar af lyfjum og svipuð læknisþjónusta sér fræðinga utan sjúkrahúsa hefði það lækkað kostnað sjúkrasamlaganna vegna þessara tveggja útgjaldaliða úr um 1.760 milljónum niður í um 780 milljónir - eða hátt í einn milljarð - árið 1987. Ef allir landsmenn hefðu á hinn bóginn þurft á eins mikilli sérfræðiþjónustu og lyfjum að halda og höfuðborgarbúar hefðu þessi útgjöld hækkað um 500 milljónir í viðbót Munurinn er um hálfur annar milljarður á verðlagi 1987 - eða 185%. Það gæti svarað til 3ja milljarða á því ári sem nú fer í hönd, þ.e. ef svipuð þróun heldur áfram. Verður ekki skýrt með... Þessar tölur er að finna í tímariti Tryggingastofnunar, þar sem segir m.a.: „Þegar farið er yfir tölurnar kemur í ljós að kostnaður á íbúa er mjög misjafn í hinum einstöku sjúkrasamlögum og verður það ekki skýrt með ólíkri aldursskipt- ingu og tilviljanakenndum sveifl- um nema að litlu leyti. Fyrirkomu- lag og vinnutilhögun hljóta að skipta miklu máli og væri ástæða til að gefa því gaum. Lækniskostnað- ur er t.d. mjög hár á höfuðborgar- svæðinu, en aldursskipting er þar mjög misjöfn eftir bæjarfélögum." Fimmfaldur munur á sérfræðingakostnaði Bolungavík sker sig sérstaklega úr en víðar má sjá geysilegan mismun. T.d. sýnist athyglisvert að hjá öllum sjúkrasamlögum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi-vesta er sérfræð- ingakostnaður um eða undir 1.000 á hvern íbúa (lægst 608 kr.) á sama tíma og Sjúkrasamlag Reykjavíkur þarf að borga 3.100 kr. á hvern íbúa. Alls greiddu sjúkrasamlögin um 526 milljónir vegna læknisþjónustu sérfræðinga utan sjúkrahúsa árið 1987. Sú upphæð hefði aðeins orð- ið um 227 millj. ef engir hefðu þurft meira til jseirra að leita en Vestfirðingar, en hins vegar meira en þrefalt hærri ef allir hefðu þurft eins mikið á þjónustu þeirra að halda og Reykvíkingar. Skýringin á þessum gífurlcga mun felst þó ekki í meiri greiðslum til almennra lækna. í Reykjavík var lækniskostnaður utan sjúkra- húsa (almennir læknar og sér- fræðingar) um 4.200 kr. á hvern íbúa, í kringum 3.000 kr. í ná- grannabæjum borgarinnar, en aðe- ins um 1.500 - 1.700 kr. hjá ýmsum sjúkrasamlögum á Vestfjörðum og víðar á landinu. Tekið skal fram að læknis- og lyfjakostnaður cr innhcimtur hjá sjúkrasamlagi hvers sjúklings livar á landinu scm hann leitar sér læknishjálpar. Hvergi er sérstaða Bolvíkinga þó meiri heldur cn þegar kcmur að lyfjakostnaðinum. Lyfjakostnaður var þar aðcins 2.250 krónur á hvern íbúa árið 1987, scm var m.a.s. heldur lægri upphæð cn áriö áður. í öðrum kaupstöðum lands- ins var lyfjakostnaðurinn hvcrgi undir 3.500 kr. á hvcrn íbúa og í Rcykjavík tæplega 6.000 krónur - þ.e. 165% hærri en í Bolungavík. Enn athyglisverðara kann að vera að gera samanburö við annaö álíka mannmargt sjávarpláss. Þannig var t.d. lyfjakostnaður um 5.600 krónur á hvern íbúa Ólafs- fjarðar, þ.e. 150% hærri cn í Bolungarvík. Lækniskostnaður var þar hins vegar frcmur í lægri kant- inum, þannig að ckki verður beint samhengi séð þar á milli. Örugglega hægt að spara „Þessi lági lyfja- og lækniskostn- aður í Bolungarvík er mjög eftir- tektarverður - og örugglega því að þakka hvernig haldið hcfur verið á heilbrigðismálum á staðnum á undanförnum árum,“ sagði Guð- jón Magnússon, aðstoðarland- læknir í samtali við Tímann. „Þarna - í lyfjum og scrfræöikostn- aöi - eru örugglega peningar sem hægt væri aö spara," sagöi Guöjón ennfrcmur. Hcildarútgjöld sjúkrasamlag- anna vcgna lyfja (utan sjúkrahúsa) voru um 1.230 milljónir króna árið 1987 -eöa tæplcga 5.000 krónur á hvcrn landsmann að meðaltali. Hækkun frá árinu áður var 15,5%. Greiðslur til almennra lækna og sérfræðinga voru rúmlcga 750 milljónir, hvar af 70% fóru til sérfræðinga - og hafði sá kostnaður hækkað um 50% frá árinu áður. Þá greiddu sjúkrasamlögin um 317 milljónir króna vegna tann- lækninga barna og aldraðra, scm cinnig var um 50% hækkun milli ára. Samtals námu greiðslur vcgna þessara þriggja þátta hcilbrigðis- þjónustunnar því 2,3 milljörðum króna. Sú upphæð svarar t.d. nær helmingi allra tekjuskatta lands- manna það sama ár. - HEI Breytingar á reglugerð varðandi búmark og fullvirðisrétt: ÓHEIMILT AD RÁDSTAFA RÉTTINUM TIL ANNARRA Nýlega tóku gildi reglugerðar- breytingar varðandi búmark og full- virðisrétt, annarsvegar varðandi mjólkurframleiðslu yfirstandandi verðlagsárs og hinsvegar fyrir sauð- fjárafurðir næsta verðlagsárs. Breytingarnar eru þær að frá og með 21. desember s.l. er framleið- anda óheimilt að ráðstafa fullvirðis- réttinum til annars framleiðanda eða lögbýlis eða leggja afurðir inn í afurðastöð í annars nafni. Þó eru sem fyrr heimil skipti framleiðenda á fullvirðisrétti í sauðfé og mjólk með samþykki viðkomandi búnaðar- sambands. Þrátt fyrir þessar breyt- ingar er tekið fram í nýju reglugerð- inni að þeir samningar um ráðstöfun fullvirðisréttar milli framleiðenda sem samþykktir hafa verið af við- komandi búnaðarsambandi fyrir gildistöku reglugerðarinnar skuli halda gildi sínu. í eldri reglugerðinni var heimilt að ráðstafa fullvirðisréttinum með samþykki viðkomandi búnaðar- sambands, með breytingunni er því um sinn alfarið tekið fyrir viðskipti bænda með fullvirðisréttinn. Hjá Jóni Höskuldssyni, lögfræð- ingi í landbúnaðarráðuneytinu feng- ust þær upplýsingar að ástæður þess- ara breytinga væru fyrst og fremst þær að verið væri að skapa visst svigrúm til að skoða ákvæði um framleiðslustjórnunina í víðtækara samhengi. „Það er ekkert sérstakt tilefni sem hvetur okkur til að stöðva þetta núna með þessum hætti." Aðspurður sagði Jón að engar tölur lægju fyrir um það í hve miklum mæli bændur hafa skipst á fullvirðisrétti eða jafnvel stundað sölu á honum. „Það hefur alltaf verið eitthvað um ráðstafanir af þessu tagi en þaö hefur ekki verið í miklum mæli,“ sagði Jón að lokum. SSH Áramóta- mynda- gáta Áramótamyndagáta Tímans mun birtast í blaðinu á morgun, gamlársdag. Verðlaun eru vegleg, tíu þúsund krónur. Að vanda er efni gátunnar um ýmsa atburði sem hæst hefur borið að undanförnu. Þótt við vonum að hún reyni á hugmyndaflug manna á köflum, ætti hún ekki að verða mörgum ofviða með dálítilli þol- inmæði og yfirlegu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.