Tíminn - 30.12.1988, Page 7
Föstudagur 30. desember 1988
Tíminn 7
„Jólafrétt“ um Atvirmutryggirigarsjóð vekur spurn-
ingar um hlutlægni fréttastofu Sjónvarpsins:
Uthugsuð markviss
ófrægingarherferð ?
„Þessi frétt er fádæma smekklaus. í fréttinni er gefið í skyn
að um óráðsíu og stjórnleysi stjórnarinnar sé að ræða og
vitnað í bréf Ríkisendurskoðunar en algeriega hundsuð
athugasemd Ríkisendurskoðunar sem þó var send fjölmiðlum
áður en frétt Sjónvarpsins birtist,“ sagði Gunnar Hilmarsson
formaður stjórnar Atvinnutryggingarsjóðs.
-Á umræddri frétt Sjónvarpsins
mátti skilja að efamál sé að sjóð-
stjórnin hefði athugað greiðslugetu
fyrirtækja sem fyrirgreiðslu höfðu
hlotið, þar á meðal Grandi hf. og
ýjað að því að stjórnarmenn hefðu
gerst sekir um samskonar vanrækslu
og bankaráðsmenn Útvegsbankans
gamla eru ákærðir fyrir í Hafskips-
málinu.
Þessu til staðfestingar var vitnað
til bréfs ríkisendurskoðunar þar sem
m.a. var leitað upplýsinga varðandi
Granda hf. og fleiri fyrirtæki og
spurt um „hvort greiðsluáætlun fyrir
árið 1989 hafi borist frá fyrirtækinu
til sjóðsins áður en til afgreiðslu
lánsins kom og einnig er spurt um
viðmiðunarreglur sem stjórn At-
vinnutryggingarsjóðs vinnur eftir við
mat á þessum þætti... “ - eins og
sagði í frétt Sjónvarps.
Gunnar Hilmarsson sagði enn-
fremur:
„Þegar búið er að gefa til kynna í
fréttinni að þarna sé eitthvað mjög
óhreint í pokahorninu þá er farið
yfir í fyrirspurn Matthíasar Á.
Mathiesen á Alþingi um ábyrgð
stjórnarmanna Atvinnutryggingar-
sjóðs og síðan rætt um Útvegsbank-
ann og Hafskipsmálið og þá senni-
lega átt við bankaráðsmennina Lár-
us Jónsson og félaga.
Okkur stjórnarmönnum Atvinnu-
tryggingarsjóðs fannst að þegar búið
var að tengja þetta allt saman að
aðeins vantaði í þessa frétt að birta
mynd af Litla-Hrauni en kannski að
þeir eigi eftir að biðjást afsökunar á
Frá veitingu viðurkenningarinnar í gær í húsakynnum Trésmiðafélags
Reykjavíkur. Tímamynd: Gunnar
Beyki verðlaunuð
Smíðastofunni Beyki hefur verið veitt sérstök viðurkenning fyrir aðbúnað
við starfsmenn sína. Það er Trésmiðafélag Reykjavíkur sem veitir þessa
viðurkenningu, en féiagið hefur um nokurra ára skeið veitt slíkar viðurkenn-
ingar til þess að vekja athygli á aðbúnaði starfsfólks í byggingariðnaði sem
víða er mjög ábótavant.
Fulltrúar frá TR fóru vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið og skoðuðu
aðbúnað í fyrirtækjum og könnuðu þeir m.a. hreinlætisaðstöðu, kaffistofur,
aðkomu að vinnustað, aðbúnað í fatageymslu, lýsingu, loftræstingu o.fl.
Smíðastofan Beyki að Tangarhöfða 11 Reykjavík kom best út úr þessari
könnun og hlaut því viðurkenninguna.
TÖLVUNOTENDUR
Við í Prentsmiðjunni Eddu
hönnum, setjum og prentum
allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu.
i PRENTSMIDIAN
PRENTSMIDIAN
\C^aaa\
Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000
því að það hafi glcvmst og fréttin
verði birt með „leiðréttingu".
Ég tel að þessi ósmekklegá frétt sé
samin og sett svona saman vitandi
vits. Þarna var ýjað að því að
Ríkisendurskoðun teldi að citthvað
óhreint ætti sér stað þrátt fyrir að
fréttamenn Sjónvarps vissu betur.
og að svipaðir hlutir væru að gerast
og hjá Útvegsbankanum í Hafskips-
málinu.
Ég tel að þetta sé liður í ákveðinni
ófrægingarherferð en okkur finnst
ömurlegast að hún bitnar helst á
þeim fyrirtækjum sem eru að gera
lagfæringar á rekstri sínum með
hjálp þessa sjóðs.
Það er kerfisbundið reynt að rægja
sjóðinn og reynt að gera lítið úr
skuldabréfunum. Reynt er að koma
því inn hjá mönnum að af þeim séu
geypileg afföll.
Sjóðstjórninni finnst þetta mál
allt hið ömurlegasta en við ætlum
ekki að gera sérstakt veður út af því
aðsinni," sagði Gunnar Hilmarsson.
„Fréttastofa Sjónvarpsins er ekki
dómstóll, ekki ákæruvald og hefur
engar skoðanir á málum sem hún
fjallar um í fréttum. Því fæ ég ekki
séð samhengið sem þú spyrð í,"
sagði Bogi Ágústsson fréttastjóri
Sjónvarpsins við blaðamann
Tímans.
Bogi sagði að í sjálfu sér þarfnað-
ist fréttin engra skýringa cnda ættu
fréttir Sjónvarpsins að geta staðið
sjálfstætt og þyrftu engra skýringa
við nema í algerum undantekningar-
tilfellum.
Hann sagðist ekki vilja né geta
gert athugasemdir við hvernig menn
túlkuðu fréttir Sjónvarpsins. „Við
erum ekki að ýja að einu né neinu.
Við erum aö „rapportera"", sagði
Bogi Ágústsson fréttastjóri
Sjónvarps.
„Fréttin var ekkert rapport,"
sagði Gunnar Hilmarsson, „því hér
er tekið gamalt hréf frá Ríkisendur-
skoðun til að gcra ruglið í fréttinni
trúverðugt. í ákafa sínum aö ófrægja
sjóðinn gá mcnn ekki að sér að þeir
cru að ófrægja sitt eigið fyrirtæki,
Granda hf. í lciðinni og gera það að
cinhverjum vafasömum pappír, al-
gerlega að ósekju."
Tíminn ræddi viö formann út-
varpsráðs, Ingu Jónu Þórðardóttur,
og spurði hvort tclja rnætti fréttina
hlutlæga. Inga Jóna sagðist ekki
hafa staldrað við fréttina sem slíka
og cnginn haft samhand við sig út af
henni.
Ef einhver sæi eitthvað athugaycrt
við hana þá mætti búast við að máliö
yröi borið upp á fundi útvarpsráðs í
dag.
Markús Á Einarsson varaformað-
ur útvarpsráðs sagði í gær að hann
hefði ckki kynnt sér málið og vildi
því ckkert um það segja fyrr cn eftir
fund útvarpsráðs í dag. - sá
Félag kvikmyndagerðar-
manna sendir mennta-
málaráðherra áskorun:
Menningar-
sjóður hann
lengi lifi
Á undanförnum misserum hefur
Menningarsjóður útvarpsstöðva
sætt mikilli gagnrýni svo sem kunn-
úgt er af fréttum.
Nú hefur Félag kvikmyndagerð-
armanna sent Svavari Gestssyni
menntamálaráðherra bréf þar sem
félagið lýsir stuðningi sínum við
sjóðinn og heitir á ráðherra að
beita sér fyrir nauðsynlegum breyt-
ingum á rekstrarformi hans.
í brét'inu segir meðal annars að
eigendureinkastöðvanna, aukfjár-
málastjóra Ríkisútvarpsins, hafi
gagnrýnt sjóðinn og að gagnrýnin
byggist á því að þeir vilji ekki
utanaðkomandi afskipti af dag-
skrárgerð stöðvanna. Sannleikann
segir Félag kvikmyndagerðar-
manna hinsvegar vera þann að
Menningarsjóðurinn hafi hvatt þá
til að auka og bæta innlenda
dagskrá.
1 þessu bréfi segir einnig að
gagnrýni stöðvanna stafi aðallega
af því að þær líti á sjóðinn sem sína
eign og það té sem þær láta af
hendi rakna til hans skuli scinna
greitt til baka. Til þess að slíkt geti
orðið verði þær hinsvcgar að leggja
fram drög að verðugum vcrkcfnum
í dagskrárgerð.
I þessari áskorun á Svavar segir
FK cinnig: „Nú má ekki láta
skammsýna forráðamenn stöðv-
anna rýra mögulcika sjóðsins með
einhvers konar hrossakaupstefnu,
þar scm þeir eru að skipta sjóðnum
á milli sín eftir hlutfallsreglum.
Verðlcikar vcrkefna ciga auðvitað
að ráða styrkveitingum".
Þá gagnrýnir FK þá tilhögun að
Mcnningarsjóðurinn skuli vera
einn helsti tckjustofn Sinfóníu-
hljómsvcitarinnar og að hcnni
veröi að finna aðra leið til tekju-
öflunar svo að sjóðurinn geti betur
nýtt fc sitt. -áma
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKIRTEINA RlKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI
1975-1.fi. 10.01.89-10.01.90 kr. 12.767,42
1975-2. fl. 25.01.89-25.01.90 kr. 9.638,07
1976-1.fl. 10.03.89-10.03.90 kr. 9.180,52
1976-2. fl. 25.01.89-25.01.90 kr. 7.052,84
1977-1. fl. 25.03.89-25.03.90 kr. 6.582,64
1978-1. fl. 25.03.89-25.03.90 kr. 4.463,13
1979-1. fl. 25.02.89-25.02.90 kr. 2.951,12
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* AKR. 100,00
1981-1.fl. 25.01.89-25.01.90 kr. 1.304,01
1985-1. fl.A 10.01.89-10.01.90 kr. 296,95
1986-1. fl.A3ár 10.01.89-10.07.89 kr. 204,67
1986-1. fl.D 10.01.89 kr. 177,71
1987-1. fl.A2ár 10.01.89-10.07.89 kr. 165,16
"Innlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Sérstök athygli skal vakin á gjalddaga 1. flokks D. 1986,
sem er10. janúarn.k.
Reykjavík, desember 1988
SEÐLABANKIÍSLANDS