Tíminn - 30.12.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Föstudagur 30. desember 1988
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guömundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Auglýsingaverð kr.
465,- pr. dálksentimetri.
Póstfax: 68-76-91
Árangur stjórnarstefnu
Þegar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar
kom til valda í septembermánuöi síöastliönum, var
ráðist í margs konar stefnubreytingu frá því sem
verið hafði í fyrri ríkisstjórn.
f*ær breytingar, sem hér um ræöir, voru aðkall-
andi vegna fenginnar reynslu af þeirri stefnu sem
ríkt. haföi á tilteknum sviðum auk þess sem
breyttar þjóðhagsforsendur kröfðust breytinga að
því er varðar efnahagsráðstafanir í þágu atvinnu-
lífsins.
Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar lýsti yfir
því sem grundvallaratriði, að hún væri til þess
mynduö aö leysa bráðan efnahagsvanda, sem
steðjaði að þjóðinni. Höfuðverkefni hennar er að
treysta grundvöll atvinnulífsins, tryggja undirstöð-
ur vclferðarríkis á íslandi og vinna að því að
landsbyggðin haldi sínum hlut í uppbyggingu og
framförum þjóðfélagsins.
Ef þriggja mánaða ferill ríkisstjórnarinnar er
athugaður, kcmur í ljós, að þar hefur festa ráðið
hvað varðar markmið stjórnarstefnunnar. Ríkis-
stjórnin hefur lagt sig fram um að leysa efnahags-
vandann eins og hann hefur birst þjóðinni undan-
farna mánuði og misseri.
Efnahagsvandinn hefur óumdeilanlega snúist
um rekstrargrundvöll útflutningsfyrirtækjanna og
afkomu ríkissjóðs. Nátengt þessum meginvanda
efnahagslífsins er síðan allt það, sem snýr beint að
afkomu einstaklinga og heimila. Vissulega eru
hagsmunir atvinnulífsins, ríkisbúskaparins og
heimilanna samofnir. Ríkisstjórninni ber að hafa
heildarsýn um þessa samofnu hagsmuni innan
þjóðfélagsgerðarinnar.
Efnahagsaðgerðir að undanförnu hafa m.a.
miðast við það að kanna af nákvæmni hag og
rekstrarmöguleika framleiðslugreinanna, ekki síst
sjávarútvegsgreina. Um það efni liggja nú fyrir
betri upplýsingar en áður og ráðstafanir gerðar til
þess að koma fjárhag fyrirtækja á viðunandi
grundvöll.
Hvað rekstur ríkissjóðs varðar hefur sú stefna
verið tekin að forðast hallarekstur og lántökur og
jafna byrðunum af ríkisrekstrinum á landsmenn
með breyttri tekjuöflun ríkissjóðs. Vafalaust finna
ýmsir til breytingarinnar af þessari stefnu vegna
þess að áður var látið reka á reiðanum um
ríkisbúskapinn vegna áhrifa frá Sjálfstæðisflokkn-
um.
Ríkisstjórnin hefur tekið upp gerbreytta stefnu
í peningamálum, lánsfjármálum og vaxtamálum. í
tíð ríkisstjórnarinnar hafa vextir stórlækkað og
bætt afkomu atvinnufyrirtækja og heimila. Prátt
fyrir samdrátt og minnkandi atvinnu hjá ýmsum,
þá er augljóst að kaupgeta meginþorra launþega
hefur haldist. Verðlags- og launastöðvunin er að
vísu lögþvinguð bráðabirgðaaðgerð, en hún hefur
eigi að síður sannað það sem efnahagsleg dæmi-
saga, að verðbólguhjöðnun og siðmannlegt verð-
bólgustig er í senn eina raunhæfa kjarabótin fyrir
launþega og alger forsenda þess að hægt sé að reka
atvinnufyrirtæki á vitlegan hátt.
llllllllllllllllllllll GARRI - '
í aldanna skaut
I>á vr uö líAa þctta þrautaár í
efnahag.slífi okkar, ár stjórnar-
skipta, ár vona og harma og ár
þcirrar stööugu hjartsýni, sem ger-
ir okkur fært að lifa við sæmilcgan
kost í landinu. Sc fariö hundraö ár
aftur í tímann, scm cr ckki langt,
leit hcimurinn allt ööruvísi út. l>á,
scm liafa þá vcriö í áramótahug-
lciöingum, hefur ctlaust ekki óraö
fyrir tvcimur hcimsstyrjöldum á
nicstu öld, og alls ekki órað fyrir
því nýja íslandi scm reis upp úr
öskustó á l'yrri tugum þcssarar
aldar, tók margvíslcga tækni í sína
þjónustu og gcröist sífcllt flóknara
sumfélag, svo aö nú hafa margvís-
lcgarstofnanir þann starfu aö scgja
fyrir um og spá hvaö næstu mánuö-
ir hcra í skauti sínu, oft án sýnilcgs
árangurs cöa þá aö mikillar misvís-
unar gæti. Samt sem áður er baslaö
viö margvíslcgt hokur, og fæstir
gcfa spádómunuiu gaum.
Ár kemur, ár fer
Fyrir um hundraö áruin vur tíö-
arfar mikið vcrra hér á landi en þaö
cr nú, og haröindin hröktu murgt
gott fólk til Vesturheims. f>á var
líka minna lianda á milli til aö
vcrjust óhlíöri náttúru, hús voru
köld og crTitt um aðföng jafnvcl á
árstima sem hér verður bcstur
vcgna vætu og stórviðra. I>á voru
dæmi þcss aö snjóaöi í júnímánuöi.
Engu aö síður þokiiöust menn
áfrain viö störf sín ulls óvísir um
hin flóknu cfnahagsdæini, scm nú
tckur huga svo margra fanginn.
Við hclditm áfram aö lifa þá eins
og viö liöldum áfrain aö lil'a nú.
I>ótt ckki sc lcngra um liðið, og
incnn hafi nii stigiö fótum á
tungliö, var ckki fullvíst oröiö imi
sjálfa jöröina fyrir hundraö árum.
Mcim voru í óðaönn að leita aö
upptökum Nílar og Davíð Living-
stonc hufði látist i Tanganíku
finmitán árum áöur í núöri ókann-
aðri ogmyrkri hulinniálfu. Þremur
árum áöur haföi hann verið lýstur
týndiir, cn þá fann bandaríski
blaöamaöurinn Stanlcy liann og
heilsaöi lionuni cinum hvítra
manna á öllu því svæöi scm miö-
hluti Afríku cr, cins og hann væri
aö heilsa manni á götu í New York,
með oröimuin: „Livingstonc,
vænti ég.“ Og þaö var orö að
sönnu.
Fimmtán þrep í vatn
Þarfir okkar og nauösynjar hafa
tckiö niiklum breytingum á liundr-
að árum. Nú þiirfum viö bíi,
sjónvarp, (jafnvcl ruglara) síma,
ísskáp, þvottavél og nóg af stöðu-
gilduin, ckki cndilega til að sinna
nauösynjaverkum, heldur til að
efla sjálfsímynd uppanna. Ekkcrt
af þcssu var til fyrir hundraö árum.
í bcsta fulli taldist til þæginda, cf
bóndinn tók sig til í stórhríöunum
aö moka eins og fimmtán þrcp í
snjóinn niður aö bæjarlæknum svo
hægt væri aö ná í vatn handa fólki
og fcnaöi. Það cr auövitaö fyrir
löngu hætt aö tala um rafmagn og
vatn scm þægindi. Hvort tvcggja
kcinur bara cinhvcrs staöar að í
gegnum húsvcgginn.
Nútíniamaöurinn þakkar ckki
fyrir neitt. Allt sem hann hefur eru
sjálfsagöir hlutir og nauösynlcgir í
þeim samtima scm við lifum. Nú-
tímamaöurinn cr svo viss í sinni
sök og svo ákveöinn í aö þannig
hafi þaö alltaf vcriö hvað þægindin
sncrtir, að ilcstir þeirra veigra sér
viö aö kíkja cftir því í bókum livort
lífsþægindin hafi cinhvern tínia
veriö önnur. Hclstu slysfarir í land-
inu fyrir hundraö árum voru
drukknanir ýmist í sjó eða í ám og
vötnum. Nú sér bílaumfcröin um
aö koma fyrir mannslífum, þótt
sjóslys vcröi því itiiður af því okkur
cr gert aö sækja sjó. En þau eru
livorki eins tíö eöa cins inannskæö
og þau voru.
Engu hægt að fagna
Hlý hús okkar cru cinfaldlega
munaöur sem þckktist ekki fyrir
hundraö árum. Á jólaföstunni 1888
sat maöur inn í inargmcnnri bað-
stofu og las úr bók á kvöldvökunni.
Þcgar lestrinum lauk yggldi hann
sig og liarði sér svolítið, hætti svo
andartak og tók húfu sína og sagöi:
„Ég ætla snöggvast út til að hlýja
mér." Úti var yfir limmtán stiga
gaddur. Eólk hló nú aö þcssu, en
cngu aö síöur var þctta staðreynd.
En hverju eruin við nær. Eru ekki
allir óánægðir? Eru ekki allar ríkis-
stjórnir ómögulcgar? Er ckki allt
ráölaust?
Vitund okkar hcfur tckið mikl-
um stakkaskiptum til hins verra.
Við fögnum ckki neinu lengur. Við
höfum svo mikið og húum svo vel,
aö það er í rauninni cngu aö fagna.
Kcrtaljós á jólum cr bara gamall
siður. Jólalagasöngur í fjölmiðlum
cr mcstmcgnis á ensku. Þaö eru að
vísu keypt jólatré enn þá og börn
fá aö horfa á einhvcrja spriklara í
rauöiim göllum, nokkurs konar
cftirlíkingu af hcilögum Nikulási
úr kaþólsku, cn allt er þetta gcrt án
mikillar tilfinningar eöa innlifunar,
nema hvaö börnin eru það ung að
liægt cr að halila fram þcim ósann-
indum. aö þctta rauðklædda
sprikllið í rauðu göllunum úr Whitc
Christmas sé komið ofan af Hellis-
heiöi. Þaö mun ganga miklu mcira
á í þjóðfélaginu, þegar kaup og
kjarajólin koma á næsta ári. Garri
óskar svo lesendum sínuni gleöi-
legs árs, því þrátt fyrir allt væliö
lifum við gleðileg ár um þessar
inundir. Garri
'llllllllllllll!
VÍTTOG BREITT
Nýlcga cr komið út tveggja
binda afmælisrit Búnaðarfélags
íslands. mikið sögulcgt stórvirki,
scm hcfur að gcyma yfirlit yfir
íslcnska búnaðarsögu í 150 ár,
1837-1987. Augljóst cr að hér er
um vandað rit að ræða að efni og
ytri búnaði. Þeir scm kynnast vilja
þcssum merka þætti í atvinnu- og
framfarasögu íslendinga á 19. og
20. öld sækja um hann mikinn
fróðleik í þetta myndarlega afmæl-
isrit.
1837
Þcgar talað er um 150 ára afmæli
búnaðarsamtaka hér á landi er
miðað við stofnun fyrstu almanna-
samtaka. sem svo má kalla, hér á
landi, cn þau nefndust Suðuramts-
ins liúss- og bústjórnarfélag. Nafn-
ið cr að vísu dönskuskotið og ber
merki síns tíma að því leyti. Enn
ríkti í landinu dönsk einvaldsstjórn
með mikilsráðandi embættisstétt,
þar sem svo kölluð háyfirvöld trón-
uðu yfir hinum lægra settu þjónum
konungsveldisins og skrifstofu-
valdsins í ríki Danakonungs. Á
þessum tíma var varla við að búast
að stórvirki yrðu unnin í lýðræðis-
legum samtökum. Eigi aðsíðurvar
þjóðin að vakna til vitundar um að
efla samtakamátt sinn, bæði hvað
varðar stjórnmál, verklegar fram-
farir og sókn í menningarmálum.
Frumkvæði
einvaldsþjóna
Þótt ekki hafi það verið siður að
hrósa embættisstéttinni, sem þá
ríkti í landinu, síst af öllu háyfir-
völdunum, þá er þess að minnast
að frumkvæðið að búnaðarsam-
tökunum í Suðuramtinu kom frá
æðstu valdsmönnum landsins. Hin
órofna 150 ára saga búnaðarsam-
taka á því rætur í einveldisöldinni.
Þrátt fyrir allt voru meðal æðstu
embættismanna í lok þess tíma
frjálslyndir og framfarasinnaðir
menn, sem að sínu leyti milduðu
skilin milli nýs og gamals í þjóðar-
sögunni.
Fyrri rit
Hvað þessa nýju búnaðarsögu
varðar, eins og hún liggur fyrir, þá
fjallar meginefni hennar um síð-
ustu 50 ár. Á 100 ára afmæli
búnaðarsamtakanna 1937 komu út
myndarleg afmælisrit eftir dr.
Þorkel Jóhannesson og Sigurð Sig-
urðsson búnaðarmálastjóra. Þau
rit eru nú notuð sem heimild að
aðfaraþætti búnaðarsögu síðustu
50 ára. Verður ekki annað séð en
að hér hafi verið rétt að verki
staðið, enda hafa rit þeirra Þorkels
og Sigurðar á engan hátt úrelst,
heldur standa þau fyrir sínu.
Aðlögunarvandi
Þegar lesin er búnaðarsaga ís-
lands í 150 ár, þá er vert að benda
á, að landbúnaðurinn hefur oft á
þessum tíma staðið frammi fyrir
miklum vandamálum, sem vel má
kalla aðiögunarvanda, eins og nú
er tamt að tala um á síðustu árum,
þegar yfir stendur að laga búvöru-
framleiðslu að síbreytilegu þjóð-
félagi, tækni, neysluháttum og
markaðsmöguleikum. Hver tími
hefur fært sinn vanda að landbún-
aðinum. Það hefur verið hlutverk
stjórnvalda og forystumanna
bændastéttarinnar að bregðast við
vanda síns tíma. Vafalaust verður
svo lengst af. Hvað það varðar er
áreiðanlega færra nýtt undirsólinni
en margir vilja vera láta. Þegar
fjallað er um nútíðarvanda land-
búnaðar er gagnlegt að kunna skil
á búnaðarsögunni. Afmælisrit
Búnaðarfélags íslands kemur sann-
arlega að gagni í því efni. Ing.