Tíminn - 30.12.1988, Side 11

Tíminn - 30.12.1988, Side 11
Föstudagur 30. desember 1988 Tíminn 11 Sjókvíalaxinn gerir sig heimakominn í Elliðaám Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini kr. 3.341,60 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10-júlí 1988 til 10.janúar1989aðviðbættumverðbótumsem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 2279 hinn 1. janúar n.k. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 6 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. jánúar 1989. Reykjavík, 30. desember 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS Hinn 10. janúar 1989 er sjötti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 6 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Athuganir Veiðimálastofnunar í sumar og haust hafa leitt í ljós, að um 30% af fiski, sem veiddist í klak í neðri hluta Elliðaánna í haust var eldislax. Hlutfall eldisfisks í sumar á tímabilinu frá júní til ágúst var aftur á móti 15%, en athugaðir voru 542 fiskar í allt. Hlutfallið var ákaflega breytilegt á tímabilinu. Þannig var hlutfallið 0,8% í júní, 11,5% í júlí og 40,2% í ágúst. Hlutfall eldisfisks í allri stangaveiði var 16%. Flestir eldislaxanna reyndust vera úr kvía- eldi, og voru langflestir kynþroska. Erfiðara er að greina hafbeitarlaxinn en kvíalaxinn. Sigurður Guðjónsson, deildar- stjóri Vistfræðideildar Veiðimála- stofnunar, greindi frá því á fræðslu- og kynningarfundi fyrir forustumenn í veiðimálum fyrir skömmu, að um 1,4 milljónir fiska væru í eldiskvíum og þar af um 900 þúsund í kvíum á Sundunum. Kannanir Veiðimálastofnunar í sumar bæði í Úlfarsá og Leirvogsá gáfu svipaðar niðurstöður og athug- anirnar í Elliðaánum. Auk þess komu fram í Elliðaánum sjóbirtingar og regnbogasilungur úr eldi. Hafbeitarlaxinn í Hvítá í Borgarfirði Þá var gerð könnun á hlutfalli eldisfisks í afla jarðarinnar Ferju- kots, sem veiðir lax í net í Hvítá. Þar sýndu hreistursniðurstöður að hlut- fall eldisfisks í heildarafla var um 12% af alls 210 fiskum sem voru athugaðir. Reyndist breytileiki í mis- munandi sýnatöku vera frá 6,4% í 28,6%, sem var í júlí og reyndust eldisfiskarnir flestir vera hafbeitar- laxar. Einnig var greint úr sýnum, sem netabændur í Borgarfirði söfn- uðu af „aðkomufiskum" og var greinilegt að stærstur hluti þeirra var úr eldi. Ennfremur má geta þess að regnbogasilungur veiddist í fyrsta sinn í vatnakerfi Hvítár svo vitað sé um, en alls komu fram 10 slíkir fiskar. Sigurður Már Einarsson, deildar- stjóri Veiðimálastofnunar á Vestur- landi og Vestfjörðum, segir að svo virðist sem að hafbeitarlaxinn hafi fyrst og fremst aðeins komið inn á ósasvæði Hvítár. Fyrrgreindar upplýsingar koma fram í skýrslu Vistfræðideildar Veiðimálastofnunar um Eldislax í ám við Faxaflóa. í skýrslunni segir, að það sé deginum Ijósara að hér séu miklir hagsmunir og auðævi í húfi, bæði hvað varðar villtu stofnana og Stangaveiði í Elliðaánum, í miðri höfuðborg. einnig fiskeldið sjálft. Ljóst sé að fiskeldið sé komið til að vera og það hljóti að vera skylda að gera allt sem í okkar valdi standi til að minnka óæskileg áhrif eldis á villtu stofnana, eins og framast sé unnt. Aðalhættan sé frá fiski sem sleppur úr kvíaeldi svo og úr fiski sem villist úr hafbeit og aukist hættan eftir því sem stofn- arnir séu óltkari. Kvíafiskur í nefndri skýrslu segir ennfremur m.a., að það virðist verafrekar regla en undantekning, að fiskursleppi úr kvíum og verði aldrei hægt að koma í veg fyrir það. Það þurfi því að gera strangar kröfur til umbúnaðar á kvíum oe festingar þeirra, en engar slíkar kröfur hafi enn verið gerðar af hálfu opinberra aðila. Hins vegar muni tryggingarfélög vera að auka kröfur í þessu efnu. Hafbeit Um hafbeit og blöndun þeirra stofna og villtu stofnanna segir m.a. í skýrslunni, að neikvæðu áhrifin geti orðið á tvennan hátt. Annars vegar að hafbeitarfiskur villist mjög mikið í laxveiðiár og hugsanlega einnig með samkeppni við náttúru- leg seiði um fæðuna í sjónum. Vitað sé að velþróaðir hafbeitarstofnar villist lítið sé þeim sleppt í ferskvatn. Ef sleppt sé í sjó eða ósasvæði sé hættan á villum mun meiri. í skýrslunni er bent á leiðir til úrbóta. Mikilvægt sé að nota heima- stofna og fara hægt af stað og auka ekki sleppingar fyrr en stofn sé orðinn velþróaður. Þá er minnt á, að Myndir EH. í reglugerð, sem sett var í sumar af hálfu landbúnaðarráðuneytisins, sé gert ráð fyrir að við leyfisveitingu um staðsetningu kvíaeldis í sjó og til hafbeitar, sé staðsetning ekki nær laxveiðiám en 5 km, séu þær með 100 laxa meðalveiði s.l. 10 ár, en 15 km, ef meðalveiði í viðkomandi á fer yfir 500 laxa, nema notaðir séu stofnar af sama vatnasvæði. eh. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B1986 Vitjað um í krókneti í Hvítá hjá Ferjukoti.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.