Tíminn - 30.12.1988, Qupperneq 13

Tíminn - 30.12.1988, Qupperneq 13
Föstudagur 30. desember 1988 Tíminn 13 111 ÚTLÖND ■iiii^ii'ili'lllililliiiilijliliii1!^; :■ . .■ .. i'll'l'1 Abu Nidal og Fatha byltingarráöið stóð við orð sín: Frönsku systrunum skaut upp í Líbýu Frönsku systurnar Marie-Laure og Virginie sem verið hafa í haldi í Líbanon í þrettán niánuöi hafa nú fcngið frelsi. Þær birtust í Lfbýu í gærmorgun eftir að ekkert hafði til þeirra spurst í tvo daga. Fatha byltingarráðið sem hélt þcim í gísl- ingu hafði tilkynnt á þriðjudag að stúlkunum yrði sleppt og þær sendar til fjölskyldu sinnar í París. En ekkert bólaði á þeim fyrr en í gær og voru ættingjar stúlknanna orðnir mjög kvtðafullir. Stúlkurnar tvær eru aðeins sex og sjö ára gamlar. Þær voru teknar í gíslingu ásamt móður sinni og fimm Belgum er voru á siglingu á skemmtisnekkju út af stönd ísrael. Palestínsku skæruliðasamtökin halda því statt og stöðugt fram að möðir þeirra og Belgarnir tengist Mossad. leyniþjónustu ísrael. Því þrjóskast þeir við að sleppa móður stúlknanna. Sápuskort- ur í Sovét Sápuskortur hrjáir nú sovéska borgara þrátt fyrir „sósíalískan markað“ sem Gorbatsjof er að reyna að koma á fót í þessu víðfeðmasta ríki veraldar. Sovét- menn þurftu að greiða að minnsta kosti 80 kópeka fyrir sápustykkið sem notað var í jólasturtuna. Það var lúxussápa því ódýr sápa fæst alls ekki. 80 kópekar jafngilda um 100 krónum íslenskum sem er mikið á sovéskan mælikvarða. Tannkrem, handklæði og sal- ernispappír hafa verið mjög sjaldgæf sjón í sovéskum stór- mörkuðum undanfarna mánuði og er svartamarkaðsverð á þess- um vörum nú í hámarki. Ekki bætir það skort á salernispappír að Pravda og önnur ágæt dagblöð eru ekki gefin út í nema tiltölu- lega fáum eintökum og þarf að spara þau mjög svo allir geti lesið. Það er engin tilviljun að stti'kun- um var flogið til Lílrýu og líbýikum stjórnvöldum falið að koma þeim í hendur franskra stjórnvalda. Það var einmitt Gaddafi forseti Lýbíu sem bað skæruliðaforingjann Abu Nidal að sleppa stúlkunum í tijefni jólanna. Faðir stúlknanna tveggja Jaques Betille, amma þeirra Brigitte Val- ente og frændi þeirra Andre Metral heimsóttu Beirút í síðustu viku til að freista þess að fá þær lausar. Þá lofaði Walid Khaled talsmaður Fatha byltingarráðsins að stúlkunum yrði sleppt á öruggum stað utan Líbanon. Það hefur nú komið á daginn. Abu Nidal var sagður liafa heim- sótt stúlkurnar tvær og kvatt þær áður en þær voru sendar til Líbýu. Með því vill hann eflaust fegra sig í augum hcimsins, því hann er talinn hættulegasti og grimmasti hryðj- Frá Þór Jónssyni í Stokkhólmi. Inflúensufaraldurinn í Skandi- navíu er síst í rénun, enda hafa aldrei verið fleiri skráðir veikir í Svíþjóð en nú er. í Morgunblaði 28. desember er haft eftir Ólafi Ólafssyni, landlækni, að sýkingar af völdum inflúensuveir- unnar á íslandi hefðu ekki verið staðfestar, en að ekki sé ólíklegt að hún hafi borist til landsins með jólagestum frá Norðurlöndum. Faraldurinn er ekki illvígur og skv. Morgunblaði vonar Skúli Johnsen, borgarlæknir, að bólusetn- ing 30.000 manna á íslandi ætti að tefja fyrir útbreiðslu inflúensunnar á uverkamaður heims. Khalid talsmaður Fatha byltingar- ráðsins sagði á blaðamannafundi þar sem hann tilkynnti ;ið stúlkunum yrði sleppt. að þær væru við „af- bragðs góða heilsu". Hann sagði einnig að læknir kæmi reglulega og skoðaði gíslana. Slík læknisþjónusta hefur svo sannarlega komiö sér vel, því móðir stúlknanna Jaqueline Valente eign- aðist barn í vor. en hún var barnshaf- andi eftir ástmann sinn Belgann Fernand Houtekins sem er með henni t gíslingunni. Þau eignuöust stúlku er nefnd hefur verð „Liberte" sem útleggst „Frelsi" á íslensku. Astarlíf þeirra skötuhjúa hefur greinilega blómstrað í gíslingunni því nú á hún von á sér á nýjah leik. Auk þeirra er Emmanucl bróðir Fernand í gíslingunni ásamt konu lians Godlieve og börnum þeirra táningunum Laurent og Valerie. Islahdi. Þrátt fyrir bólusefningarherferö Svía, scm var rekin af slíku kappi, að bóluefni gckk til þurröar, hcfur inflúcnsan breiöst sem cldur í sinu um alla Svíþjóð. Tíminn hafði spurnir af því að fjölskyldur keyptu bólucfni á svört- um markaði og greiddu scm svarar 750 krónum fyrir hverja sprautu. Margt bendir til þcss aö inflúcnsu- veiran í Skandinavíu sé af nýjum stofni, en Morgunblaðið hcfur cftir borgarlækni að bóluefnið scm sprautað er með á íslandi cigi að gagnast vel gegn Skandinavíuflens- unni. Svíþjóö: Bóluefnið kom að litlu gagni INNLAUSNARVERÐ VAXTAMÐA VERÐTRYGG©RA SPARISKfRTEINA RfKISSJÓÐS (1.FLB1985 Hinn 10. janúar 1989 er áttundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 8 verður frá og með 10. janúar n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini kr. 373,80 Vaxtamiði með 10.000,- kr. skírteini kr. 747,60 Vaxtamiði með 100.000 kr. skírteini kr. 7.476,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1988 til 10. janúar 1989 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 2279 hinn 1. janúar 1989. Athygll skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gialddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 8 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1989. Reykjavík, 30. desember 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS Iðnaðarráðuneytið Tæknifræðingafélag íslands Auglýsing um mat á umsóknum um leyfi til að kalla sig tæknifræðing. í lögum um rétt manna til að kalla sig verkfræðinga, húsameistara, tæknifræðinga eða byggingarfræð- inga frá 5. september 1986 segir svo í 5. og 6. grein: 5. gr. Rétt til að kalla sig tæknifræðing eða heiti, sem felur í sér orðið tæknifræðingur, hafa þeir menn einir hér á landi, sem fengið hafa til þess leyfi ráðherra. 6. gr. Engum má veita leyfi það er um ræðir í 5. gr. nema hann hafi lokið fullnaðarprófi í tæknifræði frá teknískum æðri skóla sem T.F.Í. viðurkennir sem fullgildan skóla í þeirri grein. Þeir menn, sem fullnægja skilyrðum þeim, sem sett eru í 1. mgr. þessarar greinar eiga rétt á, að þeim sé veitt leyfi til að kalla sig tæknifræðinga. Iðnaðarráðuneytið og Tæknifræðingafélag Islands (T.F.Í) hafa komið sér saman um að miða við eftirfarandi reglur við mat á umsóknum um leyfi til að kalla sig tæknifræðing: 1. Umsækjandi er hlotið hefur grunnmenntun í tæknifræði og eina eða fleiri prófgráður því til staðfestingar skal öðlast leyfi til að kalla sig tæknifræðing ef öllum eftirfarandi atriðum er fullnægt: a) Námið skal vera heilsteypt tæknifræðinám, sem TFÍ viðurkennir. b) Próf sé frá skóla eða skólum, sem TFÍ telur færa um að veita fullnægjandi tæknifræði- menntun. c) Námslengd sé minnst 107 einingar þar sem hver námseining (c) svarar til einnar viku í fullu námi (próftími ekki meðtalinn). Samsetning námsins uppfylli þar að auki eftirfarandi skilyrði. (lágmörk): Stærðfræði Eðlisfræði Aðrar undirstöðugreinar Tæknilegar undirstöðugreinar Rekstrargreinar Tæknigreinar Valgreinar 10 einingar 6 einingar 5 einingar 20 einingar 7 einingar 41 eining 18 einingar Samtals: 107 einingar d) Skilyrði þau sem Tækniskóli fslands setur hverju sinni um verklega þjálfun og verkskólun skulu vera uppfyllt. Miðað er við að þessar kröfur samsvari 35 einingum. Reglur þessar taka gildi 1. janúar 1989 og skulu auglýstar í Lögbirtingablaði, dagblöðum og sér- staklega kynntar nemendum í tæknifræði. Reglur þessar gilda þar til annað verður ákveðið og auglýst með sama hætti. Ákvæði til bráðabirgða Umsóknir manna sem hafa byrjað samfellt nám í tæknifræði fyrir 1. janúar 1987 og ekki geta aðlagað nám sitt ofangreindum reglum skulu metnar eftir þeim reglum sem notaðar hafa verið að undanförnu. Reykjavík, 19. desember 1988 Iðnaðarráðuneytið Tæknifræðingafélag íslands.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.