Tíminn - 30.12.1988, Page 14
14 Tíminn
Föstudagur 30. desember 1988
SigríðurJónsdóttir
frá Kvíum í Þverárhlíð
Fædd 20. maí 1892
Dáin 24. descmber 1988
Að morgni aðfangadags fékk ég
fréttirnar um að amma væri dáin. Ég
hafði heimsótt hana á Þorláksmessu á
spítalann á Akranesi og varð mér þá
Ijóst að hún ætti ekki mjög langt eftir
ólifað. En amma hafði verið ern
næstum til dauðadags, hún fylgdist
vel með því sem var að gerast í
kringum hana og ekki bar það við að
hún gleymdi afmælisdögum afkom-
enda sinna eða vina. Þegar ég heim-
sótti hana á spítalann var hún vön að
traktera mig, eins og hún orðaði
það, á alls kyns góðgæti og við sátum
þar og spjölluðum um heima og
geima, það var alls staðar heimilis-
legt þar sem amma var, sama þótt
það væri á sjúkrahúsi. Það var alltaf
gaman að spjalla við ömmu, hún var
svo skýr og mundi allt svo vel og
sagði skemmtilega frá. Stundum
sagði hún mér frá gömlum tíma og
við létum okkur hverfa aftur til
aldamótanna þegar hún var að alast
upp í Reykjavík. Amma mundi vel
eftir mönnum og atburðum frá öld-
inni sem leið þegar Reykjavík var
ekki annað en smáþorp og hún lýsti
fyrir mér litríkum persónum sem
settu svip sinn á mannlífið í höfuð-
borginni á þessum árum. Þær voru
ekki litlar breytingarnar í þjóðfélag-
inu sem amma hafði upplifað á sinni
löngu ævi.
Amma fæddist og ólst upp í Litlu-
Brekku í Grímsstaðarholtinu í
Reykjavík. Torfbærinn hennar stóð
þar allt fram til 1980 innan um
steinhús nútímans og þegar hún
heimsótti Reykjavík vorum við vön
að fara þangað í sunnudagsbíltúr að
skoöa gamla bæinn hennar. Foreldar
ömmu voru Jón Jónsson sjómaður
frá Skutulsey á Mýrum og Þórdís
Halldóra Hallgrímsdóttir frá
Smiðjuhóli á Mýrum. Systkini
ömmu voru Guðrún og Oddbjörg
Jónsdætur og Helgi Jónsson, eri þau
eru nú öll látin. Árið 1925 giftist
amma afa, Ólafi Eggertssyni frá
Kvíum í Þverárhlíð, en á Kvíum
bjuggu þau allan sinn búskapartíma.
Amma lifði afa, en hann dó í mars
1981. Það var alltaf jafn gott að
heimsækja ömmu heim til Kvía,
hún lét sig ekki munaum það þótt
komin væri á tíræðisaldur að baka
kökur til að eiga í boxi handa öllum
barnabarna- og barnabarnabarna-
skaranum. Amma var vinsæl bæði
meðal smáfólksins og hinna eldri.
Stundum hafði amma haft á því
orð að bráðum færi hún nú að fara,
dauðanum líkti hún við ferðalag sem
hún ætti eftir að leggja upp í. En það
var alltaf eitthvað til að lifa svolítið
lengur fyrir, nýtt barnabarnabarn á
leiðinni eða skírn á næsta leiti.
Amma fylgdist líka vel með öllum
afkomendum sínum og hún lét sig
ekki muna um að skrifa mér reglu-
lega þótt ég væri komin yfir hálfan
hnöttinn, en sjálf hafði hún aldrei
ferðast út fyrir landsteinana. Hún
kvartaði heldur aldrei; það var orð-
inn siður hjá henni að harka alltaf af
sér ef hún varð veik og láta lítið fyrir
sér hafa.
Nú þegar amma er dáin verður
mér hugsað til baka til allra skemmti-
legu stundanna sem við áttum saman
og ég hugga mig við það að minning-
in um þær heldur áfram að vera til
þótt amma sé farin.
Sigríður Ragnarsdóttir.
Lýður Guðmundsson
hreppstjóri, Litlu-Sandvík
Fæddur 18. nóvember 1897
Dáinn 23. desember 1988
Tíminn líður og okkur sem til-
heyrum eldri kynslóðinni finnst hann
líða hratt. Ég man þegar ég sá Lýð í
Sandvík í fyrsta sinn laust eftir 1930.
Hann var þá að ríða til fjalls í
eftirsafn á Flóamannaafrétt, Vestur-
leit. Hann kom við á Hæli, cn hann
ætlaöi að gista í Hlíð hjá frændfólki
sínu. Daginn cftir átti eftirsafnið að
hefjast, cn það tók 4 daga. Síðan
kæmu fjallmennirnir með cftirsafnið
í Skaftholtsréttir, en þar yrði því
réttað með byggðasafni úr Gnúp-
verjahreppi, ásamt eftirsafni úr
Austurleit í Flóamannaafrctti og
eftirsafni af Gnúpverjaafrctti. Flest
féð sem þarna kom saman var úr
Suðursveitunum, sem þá voru mjög
fjármargar og tóku eftirsafnarar úr
Flóa og Skeiðum féð eða útganginn
eins og í daglegu tali var sagt um
utansveitarféð og ráku það til Dæla-
réttar, en sú rétt cr í Skálmholts-
landi, spölkorn vcstan Þjórsárbrúar-
innar.
Mér varð starsýnt á Lýð i Sandvík
þetta haust, bæði þegar hann var að
ríða til fjalls og ekki síður í skilarétt-
inni í Skaftholti, þegar þeir höfðu
lokið fjallferðinni. Ég sá strax að
hann var vaskur maður, grannvax-
inn, sviphreinn, cn svo ákveðinn í
allri framgöngu, að lífsleið hans
myndi tæpast ráðast af tilviljana-
kenndum ákvörðunum.
Síðan þetta var eru liðin 56 ár og
mikil saga het'ur gerst, saga um
mesta framfaraskeið sem íslenska
þjóðin hefur upplifað og þessi grann-
vaxni og ákveðni ungi bóndi var þar
einn í forystusveitinni, hygginn og
varfærinn en ákveðinn í að koma sér
og sínu fólki burt frá fátækt og basli,
sem var þá hlutskipti þeirra sem
minna máttu sín. Markmiðið var þá
þegar að koma sveitafólkinu til
bjargálna, og sjá fyrir því að laun
crfiðisins yrði farsæld og betra og
göfugra líf.
Já, í huga mínum er eins og þessi
fyrsti fundur okkar Lýðs í Sandvík
liafi átt sér stað fyrir fáum árum en
ckki fyrir meira en hálfri öld.
Ekki urðu kynni okkar Lýðs náin
næstu árin, en nokkur þó, þar scm
hann kvæntist frænku minni, Aldísi
Pálsdóttur frá Hlíð í Gnúpverja-
hreppi, árið 1933. Bjuggu þau í
fyrstu í fclagi við forcldra Lýðs, þau
Guðmund Þorvarðarson hrepp-
stjóra í L-Sandvík og konu hans
Sigríði Lýösdóttur frá Hlíð í Gnúp-
verjahreppi, en hún var föðursystir
Aldísar. Ariö 1937 liófu þau Lýður
og Aldís sjálfstæðan búrekstur á
jörðinni og má segja að þau tækju
við blómlegu búi, en hinu má ckki
gleyma, að þau ávöxtuðu líka vel
það sem þau tóku viö. Að leiðarlok-
um hlýtur það að vcra samdóma álit
allra scm til þekkja, að þeim Lýö og
Aldísi hafi lánast aðgera Litlu-Sand-
vík að hinum mesta rausnargarði og
mcnningarheimili, hvar margir er
þar dvöldu, yngri sem eldri, hlutu
þroska, sem hefur enst þeim vel á
lífslciðinni.
Árið 1945 var mér nokkur vandi á
höndum að velja mcr lífsstarf, þar
sem ég gæti hagnýtt þá þekkingu í
landbúnaði, sem ég hafði aflað mér.
Þá var það að Lýður í Sandvík bauð
mér ráðunautsstárf viö Nautgripa-
ræktarsambandið í Árnessýslu, sem
var þá tiltölulega nýlega stofnað og
starfshættir þess lítt mótaðir, en
Lýður var formaður sambandsins.
Ég starfaði sfðan að þessum málum
með Lýð Guðmundssyni og nokkr-
um öðrum merkisbændum hér í
sýslu um aldarfjórðungs skeið, og vil
ég fullyrða að árangur af því starfi
hafi verið langt umfram mínar glæst-
ustu vonir, og tel ég að hin hyggilega
forysta Lýðs hafi átt drjúgan þátt í
þeim árangri.
Umfram rekstur hins stóra og
umsvifamikla bús, sem rekið var í
L-Sandvík, þá hlóðust á Lýð marg-
háttuð félagsmálastörf. Þannig var
liann hreppstjóri Sandvíkurhrepps
um áratuga skeið, oddviti Sandvík-
urhrepps í aldarfjórðung og sýslu-
nefndarmaður í nær 30 ár. Ég kynnt-
ist vel hans gætilegu og varfærnu
félagsmálastörfum er við störfuðum
saman í allsherjarnefnd sýslunnar
um 12 ára skeið og mat cg þar mikils
hans hollu ráð og tillitssemi við alla
málsaðila í hverju máli.
Lýður var hamingjumaður í sínu
einkalífi. Eins og áður er getið
kvæntist hann frænku sinni Aldísi
Pálsdóttur frá Hlíð, scm er bæði
búkona góð og bráðgáfuð og heimili
þeirra því sannkallað menningar-
heimili. Þau eignuðust 4 efnileg
börn sem öll eru mesta efnisfólk.
Þau eru: Sigríður fædd 1935 vinnur
hjá Skrifstoluvélum, Reykjavík, gift
Snorra Velding starfsmanni hjá
Reykjavíkurborg og eiga þau 3 börn;
Páll fæddur 1936, bóndi, oddviti og
hreppstjóri í Litlu-Sandvík, kvæntur
Elínborgu Guðmundsdóttur og eiga
þau 4 börn; Ragnhildur fædd 1941,
skrifstofustúlka, gift Baldvin Hall-
dórssyni prentsmiðjustjóra, Hafnar-
firði og eiga þau 3 börn og Guð-
mundur, fæddur 1942 rafvirki á Sel-
fossi, kvæntur Hrafnhildi Sigurgeirs-
dóttur og eiga þau 2 börn. Þá átti
Lýður son áður en hann giftist,
Svein Valdimar, sem fæddur er 1919
og er hann rafvirki í Reykjavík og á
hann eina dóttur.
Eins og áður er minnst á, þá var
trúin á framfarir þeirri kynslóð í
blóð borin, sem fæddist fyrir og um
síðustu aldamót. Engu varð þá kom-
ið á, nema með félagslegu átaki, og
Guðmundur R. Bjarnason
Guðmundur R. Bjarnason var
fóstri föður míns og reyndist honum
ávallt vel og var mér og systkinum
mínum sem góður afi. Við litum á
hann sem afa okkar enda þótt við
ávörpuðum hann alltaf með skírnar-
nafni.
Ég var það lánsamur að kynnast
Guðmundi einnig í starfi þegar ég
vann á sumrin hjá Kópavogsbæ árin
1966-1969. Hann var þá verkstjóri
fyrir vinnuflokki hjá bænum. Við
strákarnir í vinnuflokknum hjá Guð-
mundi fengum svo sannarlega að
vinna því hann lagði mikið upp úr
því að skila verkum fljótt og vel. En
hann var jafnframt ljúfmenni sem
kunni að fá fólk til að hlýða sér þegar
á þurfti að halda. Hann hefur ef til
vill lært þessa stjórnunaraðferð þeg-
ar hann var togarasjómaður á sínum
yngri árum og hún gafst honum vel.
Hann átti það til að hvessa á okkur
augun og segja við okkur að „standa
ekki eins og merar yfir dauðu fyli“
ef það kom fyrir að við hölluðum
okkur fram á skóflurnar í pásum við
skurðgröftinn. Þessi orð höfðu þann
töframátt að við fórum óðar að
moka aftur og af enn meiri krafti en
áður. Okkur þótti vænt um gamla
manninn því hann sýndi það oftar en
einu sinni að hann kunni að meta
það þegar við unnum vel og þá var
glatt á hjalla í vinnuskúrnum blámál-
aða sem við höfðum fyrir kaffistofu.
Þau þrjú sumur sem ég vann undir
hans stjórn held ég að hafi orðið mér
gott vegarnesti fyrir framtíðina og
ég er þakklátur honum fyrir allt sem
hann kenndi mér varðandi vinnu-
brögð og mannleg samskipti. Því
Guðmundur var hreinn og beinn í
allri framkomu (fyrir utan smá-
stríðni) og tók forystuhlutverk sitt
alvarlega.
Þau hjónin Guðmundupog Pálína
hafa búið á Ásbraut 19 í'Kópavogi í
rúm tuttugu ár og hafa ávallt verið
gestrisin. Ég veit til þess að föður-
systir mín, Magga, sem búsett er í
Bandaríkjunum, hefur búið hjá
þeim í heimsóknum sínum til íslands
undanfarin ár. Hún og eiginmaður
hennar, Bob Tiedemann, hafa ef-
laust kosið að dvelja hjá Guðmundi
og Pálínu vegna þeirrar hlýju og
þar voru þeir Sandvíkurfeðgar í
forystusveitinni. Flest þurfti að reisa
frá grunni og oft kostaði það áratuga
baráttu að hrinda þarfamálum í
framkvæmd. Það sem var bændum
einna þyngst í skauti í upphafi
aldarinnarvaröryggisleysið í afurða-
sölumálum. Með stofnun rjómabú-
anna var nokkur bót ráðin á þessu
máli og mikið átak var gert við
stofnun Sláturfélags Suðurlands
1908, en stóra stökkið í afurðamál-
um varð með stofnun Mjólkurbús
Flóamanna árið 1929. Undanfari
þess var þó gerð Flóaáveitunnar,
sem tók til starfa árið 1927. Með
áveituframkvæmdunum tvöfaldaðist
að minnsta kosti afrakstur engjanna
í Flóanum og með því varð Flóinn
að kostalandi, sem þó hafði sínar
takmarkanir vegna erfiðrar nýtingar
mcð nútíma tækni í votviðra tíð.
Eftir heimsstyrjöldina síðari varð
mikil tæknibylting í íslenskum land-
búnaði og þá hófst brátt framræsla
mýranna með stórvirkum vélum.
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða
var stofnað og það hefur stuðlað að
uppþurrkun og túnrækt mýrarfláka,
sem áður voru grösugt áveituengi og
nú þrefaldaðist eftirtekjan og hér í
Flóanum reis hvert góðbýlið við
annars hlið eins og allir mega sjá.
í allri þessari félagsmálabaráttu
væntumþykju sem þau hafa notið
þar. Oft var gaman að heyra þá
Guðmund og Bob tala saman því
Guðmundur talaði alltaf íslensku
við Bob sem aftur svaraði á ensku
vegna þess að hvorugur kunni mál
hins en samt virtist komast á fullur
skilningur um flesta hluti.
Guðmundur var þeim eiginleika
gæddur að hafa jákvæð, upplífgandi
áhrif á samferðamenn sína. í Háva-
málum er að finna eftirfarandi vísu:
Veiztu ef þú vin átt,
þann er þú vel trúir,
og vilt þú af honum gott geta,
var Lýður í Sandvík virkur þátttak-
andi, enda naut hann allsstaðar
trausts vegna sanngirni og hófsemi
og ábyrgrar fjármálastjórnar, sem
bændur þekktu og kunnu að meta.
Mörg fleiri verkefni mætti nefna,
sem voru Lýð hjartfólgin og hann
vann að með miklum dugnaði. Þar
ber að sjálfsögðu hæst oddvitastarf-
ið, og þar var Lýður vakinn og
sofinn að greiða úr fjölda vanda-
mála, sem tilheyra slíku starfi, og
það gerði hann af slíkri vandvirkni
og samviskusemi, að hann eignaðist
þar hvorki óvini né óvildarmenn, en
því fleiri vini og velunnara.
Lýð tókst vel samstarfið við hið
nýja sveitarfélag sem óx upp við
Ölfusárbrúna og milli þessara
tveggja sveitarfélaga hefur ætíð ver-
ið gott samstarf, og átti Lýður þar
stóran hlut í að móta það samstarf í
upphafi. í sýslunefndinni lét Lýður
sig miklu skipta uppbyggingu Þor-
lákshafnar, uppbyggingu skólanna á
Laugarvatni og byggingu Sjúkrahúss
Suðurlands, svo nokkuð sé nefnt.
Mér finnst ánægjulegt nú að
leiðarlokum að líta yfir hinn farsæla
æviferil Lýðs í Sandvík. Þannig ólst
hann upp á góðu og öflugu heimili,
var gæddur góðum gáfum. hlaut
góðan undirbúning að sínu lífsstarfi
er hann lauk búfræðinámi á Hvann-
eyri, hann hlaut góða konu sem
lífsförunaut og þau cignuðust góð
börn, sem hefur vegnað vel. Og
Lýður hlaut traust samferðamanna
sinna til að gegna margháttuðum
forystustörfum og auðnaðist að
koma mörgum mikilvægum málum
áleiðis til betri vegar.
í Litlu-Sandvík hefur nú, í meira
en 100 ár, sonur tekið.við af föður
og merkið aldrei látið falla, þó að
kynslóðaskipti verði, og þannig er
það enn í dag.
Við hjónin og börn okkar þökkum
þeim Sandvíkurhjónum Lýð og
Aldísi mikla tryggð og góðsemi í
okkar garð um áratuga skeið og
óskum Lýð fararheilla á ókunnum
stigum á nýrri þroskabraut.
Blessuð sé minningin um Lýð
Guðmundsson í Sandvík.
Hjalti Gestsson.
gedi skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara og finna oft.
Þessi heilræði er hverjum einum
hollt að hafa í huga er hann kynnist
manni eins og Guðmundi og það
gerðu margir sem kynntust honum
trúi ég.
Hann naut vinsælda meðal fjöl-
skyldu sinnar og vina.
Eftirlifandi konu hans Pálínu
Friðriksdóttur frá Aðalvík og fjöl-
skyldunni votta ég samúð mína og
minnar fjölskyldu.
Ásgeir Valdimarsson.
Afmælis- og minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minning-
argreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að
berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Pær
þurfa að vera vélritaðar.