Tíminn - 30.12.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 30.12.1988, Blaðsíða 20
RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, © 28822 > Atjan man. binding e^,01LASrOö/ A 7,5% ÞRDSTUR 685060 SAMVINNUBANKINN VANIR MENN Eru ávallt reiðubúnir vegna jeppa á fjalli Á annað þúsund sérbúnir fjallajeppar á landinu og fjallaferðir jeppa valda hjálparsveitarmönnum nokkrum áhyggjum: Tímamynd Gunnar. ingu og stjórn stærri verkefna og skiptir verkum með leitar og björg- unarflokkum og er skipuð fulltrú- um samtakanna þriggja. - sá „Það eru töluvert á annað þúsund sérútbúnir jeppar til fjallaferða í landinu. Margir þeirra eru talsvert á ferðinni á fjöllum og búnir Loran-C tæki og geta því ekið beint af augum þótt ekki sjáist út úr augum,“ sagði Tryggvi Friðriksson hjá Hjálparsveit skáta. Tryggvi sagði að hjálparsveitarmenn hefðu talsverðan viðbúnað vegna þessara fjallamanna, sem ekki aðeins væru jeppamenn, heldur væri líka ferðast um óbyggðir á öðrum farartækjum, svo sem snjósleðum. Ökumcnn og fcrðalangar væru ekki allir jafn vel að scr um fjalla- og jöklaferðir og því miður væru dæmi þess að mcnn lcntu í vand- ræðum vcgna kunnáttuleysis og lclegs útbúnaðar. Ekki þyrfti mikið út af að bcra til að mcnn lcntu í vandræðum og hrakningum þar scm farartækin bæri hratt yfir og ckki tæki langan tíma að leggja undir hjól cða bclti tugi eða hundruð kílómetra. Því skipti verulegu máli að menn undirbyggju sig vandlcga fyrir óbyggðaferðir og að bæði kunn- átta, búnaður og ábyrgðartilfinn- ing væri í góðu lagi. Til dæmis næði engri átt að aka í blindbyl þegar ckki scr út úr augum cftir Loran. Tryggvi sagði að slíkt hefði or- sakað slys og dæmi væru um að mcnn hcfðu ekið þannig ofan í jökulsprungur mcð hryggilcgum aflciðingum. Þá væri nauösynlcgt og hreinlega siðferðileg skylda fjallafara að gera fcrðaáætlun og tilkynna um ferðir sínar. Hjálparsveitirnar hefðu neyðar- síma, 627111 scm opinn er allan sólarhringinn. í síma 686068 er tilkynningaþjónusta. Sá sími er líka opinn allan sólarhringinn og þar gcta mcnn tilkynnt um ferðir sínar, breytingar á ferðaáætlun og annað slíkt. Hann sagði að Hjálparsveitirnar væru ávallt í viðbragðsstöðu og skipulag leitar- og hjálparþjónust- unnar væri mcð þeim hætti að Hjalparsveitarmenn bua sig til leitar. starfandi er Landssamband hjálp- arsveita um land allt. Aðild að sambandinu eiga Hjálparsveitir skáta, Slysavarnafélagið og Flug- björgunarsveitirnar. Landinu er skipt í átján svæði og yfir hverju þeirra er svæðisstjórn sem annast skipulag og stjórn þess- ara mála hver í sínu umdæmi. Landsstjórnin annast samræm- Aðalheiöur Bjarnfreðsdóttir segir um Borgara- flokkinn og kreppu hans viö brottför Alberts: Albert einn er ekki flokkurinn „Ég trúi því nú ekki ennþá. I»aö verður bara að koma í Ijós hvort fólk vill halda þessu áfram eða ekki. Ég ber hlýjan hug til Alberts, en cg mótmæli því alvcg að hann einn sé flokkurinn.“ Þetta sagði Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir þcgar Tíminn spurði hana hvort hræringarnar í Borgara- flokknum síðustu daga væru upp- hafið að endalokum flokksins og hvort flokkurinn muni liðast í sundur nú þegar Albert, samein- ingartáknið og sjálfur tilveru- grundvöllur flokksins er í brott farinn. Fram hefur komið í fréttum að Aðalheiður var ekki boðuð á fund aðalstjórnar flokksins. Á fundin- um var samþykkt ályktun sem undirstrikar stjórnarandstöðu flokksins og líta verður á sem ávítur á Aðalheiði og Óla 1\ Guð- bjartsson sem bæði studdu tekju- frumvarp ríkisstjórnarinnar á Al- þingi á dögunum. Óli Þ. Guð- bjartsson sat heldur ekki fundinn ogerófærðá Hellishciði um kennt. „Það var hringt til mín af fundi aðalstjórnar um níuleytið og þá var mér sagt að mistök hefðu orðið við boðun til fundarins," sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. Aðalheiður sagðist ekki vita hvort hringt hefði verið áður eða cftir að ályktun fundarins hafði verið samþykkt. Hún sagðist þó hafa vitað að til stóð að halda fundinn en ekki verið tilbúin til að fara. - En þýða þessi „mistök" við boðun á fundinn það að meirihluti stjórnar Borgaraflokksins hafi ekki kært sig um nærveru Aðalheiðar eftir stuðning hennar við ríkis- stjórnina á Alþingi á dögunum? „Sjálfsagt má túlka þetta á ýmsa vegu. Satt að segja, úr þvf að ég var ekki boðuð, þá bjóst ég nú við að ef ég kæmi þá yrði þarna einhver órói og þótt ég láti engan eiga hjá mér ef á mig er ráðist þá er ég ekki árásargjörn. Ég vildi gjarnan að þessi formannaskipti gætu farið fram í friöi og úr því að ég var ekki boðuð þá bara tók ég því.‘" -sá Skýrsla Slysavarnafélagsins yfir mannskaða á árinu 1988: 62 íslendingar létust af slys- förum á árinu Á þessu ári hafa samtals 62 íslendingar látist af slysförum. samanborið við 54 á árinu 1987. Flest urðu banaslysin í umferðinni eða 33 en voru 26 á síðasta ári. í skýrslu Slysavarnafélagsins er banaslysum á árinu skipt í fjóra flokka; sjóslys og drukknanir. um- ferðarslys, flugslys og ýmis banaslys. Alls fórust 14 skip og bátar við landið á árinu. í þessum slysum létu 7 menn lífið en 21 varð bjargað. Athyglisvert er að á fjögurra mánaða tímabili, júlí til október varð meg- inhluti sjóslysanna, eða samtals 11. Á árinu 1988 dóu 11 vegna sjóslysa eða drukknana, en voru 10 í fyrra. Enginn íslendingur lést í flugslysi hvorki hér á landi né erlendis á því ári sem nú er að ljúka en 5 fórust í flugslysum á árinu 1987. Hlutfalls- lega varð mest aukning á milli ára í dauðsföllum vegna ýmissa bana- slysa, en þau voru 18 á þessu ári en 13 í fyrra. Ef litið er á einstaka mánuði kemur í ljós að flest urðu banaslysin í mars, eða 10. Átta Islendingar létust af slysför- um erlendis á þessu ári en 2 á síðastliðnu ári. Alls fórust 7 erlendir menn hér á landi á árinu 1988. Flestir fórust í flugslysum, eða 4 og í öllum tilvikum var um svokallaða ferjuflugmenn að ræða. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.