Tíminn - 06.01.1989, Page 6

Tíminn - 06.01.1989, Page 6
6 Tíminn Föstudagur 6. janúar 1989 Hjá Bifreiðaskoðun íslands eru uppi áform um að byggja fímmtán skoðunarstöðvar, sem staðsettar yrðu út um allt land. I þeim öllum verða tæki til að prófa hemla-, stýris- og Ijósabúnað auk bílagryfju eða lyftu. Að sögn Jóns Baldurs Þorbjörnssonar hjá Bifreiðaskoðun íslands verða þar sams konar tæki og þegar eru í færanlegu skoðunarstöðinni, sem greint hefur frá í Tímanum. „f fyllingu tímans verða stöðvarn- ar einnig búnar tækjum til mengun- armælinga útblásturs bifreiða,“ bætti Jón við. Á flestum þeim stöðum sem fyrir- hugað er að byggja skoðunarstöðvar á eru nú þegar fastir skoðunarmenn og sumstaðar ákveðið húsnæði til þessara nota. „Ætlunin er ekki endilega að byggja nýtt húsnæði út um allt land, heldur leigja. Við munum að sjálf- sögðu nýta það húsnæði sem fyrir er,“ sagði Jón. f Reykjavík, Keflavík, á Akureyri og á Selfossi er öruggt að þessar stöðvar verða settar upp. Einnig á Akranesi, í Borgarnesi, á ísafirði, Blönduósi, Sauðárkróki, Húsavík, Egilsstöðum, Hvolsvelli og í Vest- mannaeyjum. Annaðhvort verður sett upp stöð á Eskifirði eða Reyðar- firði ogef til vill á Höfn í Hornafirði. Þessu fylgir vitaskuld mikill kostn- aður þannig að ekki má búast við að fyrstu föstu skoðunarstöðvarnar verði teknar í notkun fyrr en í byrjun næsta árs. Færanlega skoðunarstöðin tekur ekki til við að þjónusta landsbyggð- armenn fyrr en á komandi sumri. Þangað til verður hún notuð við skoðun á bifreiðum í Reykjavík. Ekki er byrjað að nota tækjabún- að hennar enn sem komið er og verður beðið með það fram í næstu viku. Næstkomandi mánudag kemur hönnuður hennar hingað til lands frá Þýskalandi. Hann mun hafa yfirum- sjón með skoðuninni til að byrja með, eða þar til starfsmenn Bifreiða- skoðunarinnar hafa lært að nota tækin. jkb Veiðileyfi hækkuð í verðstöðvun Stangaveiðifélag íslands sendi nýlega frá sér verðskrá fyrir komandi veiðisumar. Var þar nær undantekn- ingarlaust um allverulega hækkun verðs að ræða frá því sem verið hefur. Tímanum lék forvitni á að vita hvort þetta væri eðlilegt í ríkjandi verðstöðvun. „í þessu tilfelli er verið að selja þjónustu það er að segja þessi veiði- leyfi, fyrir næsta sumar. Þá verður verðstöðvunin afstaðin þannig að ég geri ekki ráð fyrir að við munum hafa neitt við þetta að athuga,“ sagði Guðmundur Sigurðsson viðskiptaf- ræðingur hjá Verðlagsráði. Hann sagði að venjan væri líklega sú að gefa verðskrána út á þessum tíma, en þó hefði verið eðlilegra að Stangaveiðifélagið biði með það eitthvað lengur. Guðmundur nefndi einnig að verðlagsráð liti nokkuð öðrum aug- um hluti eins og þessa sem hækka aðeins einu sinni á ári. jkb Blaðamannafélag íslands sendir utanríkisráðherra áskorun: Nær 40 blaða- menn verið fangelsaðir Blaðamannafélag íslands hefur sent utanríkisráðherra, Jóni Bald- vini Hannibalssyni áskorun um að þrýsta alvarlega á við ísraelsk stjórn- völd að ólögmætum handtökum blaða- og fréttamanna verði þegar hætt. Jafnframt verði öllum þeini palestínsku blaða- og fréttamönnum semenneru í haldi þegar veitt frelsi. Tildrög þessarar áskorunar eru þau að á síðustu mánuðum hafa ísraelsk stjórnvöld handtekið og fangelsað nær 40 palestínska blaða- og fréttamenn, sem starfað hafa við fréttaöflun á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum og Gasasvæðinu. Þessir menn hafa þurft að sitja í fangelsum, flestir mánuðum saman, og í dagsitja yfir20slfkir í fangelsum í ísrael. Þær fangelsanir hafa í nær öllunt tilfellum verið án dóms og laga og hafa verið fordæmdar af Alþjóða blaðamannasambandinu auk annarra samtaka sem láta sig mannréttindi varða. Blaðamannafélag Islands segir það skyldu stjórnvalda að beita sér fyrir og standa vörð um frelsi fjöl- niiðla til upplýsingaöflunar og frétta- miðlunar, ekki einungis hérlendis heldur og hvarvetna í heiminum. - ánta Megn óánægja með umfjöllun sjónvarpsins Sýslunefnd Austur-Húnavatns- sýslu vill lýsa megnri óánægju með umfjöllun sjónvarpsins varðandi náttúru- og gróðurverndarmál, í þáttum sem nýlega voru sýndir. Telur nefndin að stjórnendur sumra þáttanna lýsi um of skoðunum sínum og byggi þættina upp á hlut- drægan hátt. Jafnframt vill sýslu- nefndin vekja athygli á að hún hefur haft forgöngu um aukna gróður- vernd og bætta meðferð landsins á undanförnum árum, ásamt sveitar- félögum í Austur- Húnavatnssýslu. Þess er vænst, að ríkissjónvarpið fjalli um jafn viðkvæm mál og nátt- úru- og gróðurverndarmál á sann- gjarnan og hlutlausan hátt, án allra fordóma um stéttir, menn eða mál- efni. Halldór Björnsson varaformaður Dagsbrúnar t.h. og Víglundur Þorsteinsson formaður Félags íslenskra iðnrekenda afhcnda einum þátttakanda matvælanámskeiðsins viðurkenningarskjöl sín. Starfsnámskeiðí matvælaiðnaði í lok desember síðastliðins var haldið starfsnámskeið fyrir al- menna starfsmenn í matvælaiðnaði á vegum Félags íslenskra iðnrek- enda og Iðju félags verksmiðju- fólks. Um 350 starfsmenn frá um 30 fyrirtækjum sóttu þessi námskeið hér á höfuðborgarsvæðinu auk annarra 70 á Akureyri. í móttöku Jóns Sigurðssonar iðnaðaráðherra voru þátttakend- um í Reykjavík og fulltrúum fyrir- tækjanna, afhent sérstök viður- kenningarskjöl að námskeiðinu loknu. Kom þar fram ánægja allra aðila með þennan fyrsta vísi að fagmenntun starfsmanna í mat- vælaiðnaði. Námskeiðin halda áfram í Reykjavík á þessu ári og verða auk þess haldin víðar um landið. Sér- stök námskeið hefjast í janúar fyrir verkstjóra innan matvælaiðnaðar- ins. Rétt til að sækja þessi námskeið eiga allir félagar í Landsambandi iðnverkafólks og Verkamanna- sambandi íslands. jkb Samvinnubankinn á Akranesi: 25 ARA AFMÆLI 25 ára afmæli útibús Samvinnubankans á Akranesi var haldið hátíðlegt þann 3. jan. sl. Þann dag fyrir 25 árum opnaði Samvinnubankinn útibú að Suðurgötu 36, Akranesi. Þetta var fyrsta útibú banka í Vesturlandskjördæmi. Starfsmenn voru þrír. Fyrsti útibússtjóri var Sveinn Guðmundsson fyrrv. kaupfélags- stjóri, en hann lét af störfum 31. okt. 1981. Starfsemi og umsvif útibúsins hafa aukist jafnt og þétt. í sept. 1967 flutti bankinn í húsið Brú að Kirkju- braut 24, en í feb. 1983 flutti hann í glæsilegt eigið nýreist hús að Kirkju- braut 28, ásamt umboði Samvinnu- trygginga sem frá upphafi hefur deilt húsnæði með útibúinu. í dag er útibúið á Akranesi stærsta útibú Sam- vinnubankans yfir allt landið. Nú- verandi útibússtjóri er Örnólfur Þor- leifsson, en skrifstofustjóri er Þröst- ur Stefánsson. í stuttu spjalli við þá félaga yfir afmæliskaffi sögðu þcir að nú næði þjónusta bankans yfir allar tegundir starfsgreina til lands og sjávar. Við- skipti við einstaklinga hefðu þó veg- ið þyngst á metum. Reynt væri að sýna mannlega þáttinn í þjónustu. Velgengni bankans hefði byggst á mjög hæfu og viðmótsþýðu starfs- fólki sem ávallt legði sig fram við að leysa hvers manns vanda. Þetta hefðu viðskiptavinir bankans ávallt metið að verðleikum. Slíkt hefði átt stærstan þátt í vexti og viðgangi útibúsins ásamt gagnkvæmu trausti, sem ávallt hefði verið markmið Sam- vinnubankans. Þeir kváðust þakklát- ir þeim mikla og sívaxandi fjölda einstaklinga og fyrirtækja sem nú teldust til viðskiptavina bankans, margir jafnvel frá upphafi. Starfsfólk útibúsins telur nú 18 manns auk tveggja sem starfa fyrir Samvinnutryggingar í afgreiðslu bankans. í árslok 1987 voru heildar- innlán útibúsins á Akranesi 9,1% af heildarinnlánunt Samvinnubanka fs- lands Vf, sem hefur 20 afgreiðslustaði um allt landið. S.L.P. Samvinnubankinn á Akranesi. Tímamynd: S.L.P

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.