Tíminn - 03.02.1989, Page 12

Tíminn - 03.02.1989, Page 12
12 Tíminnj FRÉTTAYFIRLIT WASHINGTON - Varnar- j málanefnd öldungadeildar bandaríska þingslns frestaði atkvæðagreioslu um það hvort John Tower, sem George Bush forseti hefur valið sem varnarmálaráðherra, sé hæfur í starfið. Atkvæðagreiðslunni i var frestað er nýjar upplýsingar komu fram um hegðan Tow- ers. PEKING - Kína og Sovét-j ríkin héldu fyrsta fund utanrík- j isráðherra ríkjanna í 30 ár. i Þeir ræddu vandamál þau erj skapast í Kampútseu þegarj herlið Víetnama yfirgefurj landið. 1 MOSKVA - Viktor Kulikov sem verið hefur yfirhershöfö- ingi Varsjárbandalagsins frá því árið 1971 var látinn fjúka í nýjustu hreinsunum Gorba- tsjovs innan Rauða hersins. Hershöfðinginn Pyotr Lushev mun taka við stöou hans, en Lushev hefur gegnt stöðu fyrsta aðstoðarvarnarmálaráð- herra Sovétríkjanna. HEBRON - Herskáir land- nemar af gyðingaættum vör- uðu Moshe Aren utanríkisráð- herra Israels við að kalla herlið ísraela heim frá hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum og í Gaza. Sögðu landnemarn- ir að Palestínumenn myndu fremja fjöldamorð á gyðingum sem þar búa ef herinn færi. Landnemarnir segjast aldrei munu yfirgefa hernumdu svæðin á Vesturbakkanum. I Kaíró sagðist Hosni Mubarak forseti Eayptalands vera að missa truna á að gyðingar væru reiðubúnir að lifa í friði með nágrönnum sínum. CARACAS - Carlos An- dres Perez sór embættiseið sinn sem forseti Venesúela og hét hann að vinna með Banda- ríkjunum að því að létta á1 skuldabyrði ríkja Rómönsku Ameríku, við að endurreisa lýðræði á Panama og koma á friði í Mið-Ameríku. ISLAMABAD - Afganska' ríkisstjórnin sakaði Pakistana um ao hafa sniðgengið neyð-! :arkall afganskrar vöruflutn-! ingavélar og skotið hana niðui með þeim afleiðingum að níu manna áhöfn flugvélarinnar fórst. Pakistanskir embættis- menn höfðu áður sagt að afg- önsk flugvél hafi brotlent á fimmtudagskvöld nærri borg- inni Bannu í Pakistan eftir að hafa villst inn yfir landamærin. Föstudagur 3. febrúar 1989 llllllllHlll ÚTLÖND .......... ^' .. .. .. ....... .................... ..' Afganskir skæruliðar nota síðustu tækifærin til að hefna sín á sovéska hernum: verða fyrir árásum Afganskir skæruliðar gerðu á mið- vikudaginn eldflaugaárás á sovéska herflutningalest sem var á leið frá Kabúl til Sovétríkjanna í samr’æmi við samning um brottflutning sov- éskra hermanna frá Afganistan. Frá þessu var skýrt í Moskvuútvarpinu í gær: - Samkvæmt talsmanni innanrík- isráðuneytisins í Kabúl varð her- flutningalest fyrir árásum á miðviku- daginn aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð frá borginni. Sovéskir og afganskir hershöfð- ingjar fyrirskipuðu öflugar stór- skotaliðsárásir á svæðinu kringum Salang göngin norður af Kabúl í síðustu viku, en skæruliðar höfðu náð þjóðveginum til Sovétríkjanna á sitt vald á þeim slóðum. Þá náðu þeir að opna þjóðveginn á ný og hafa Sovétmenn síðan verið iðnir við að flytja vopn og vistir landleiðina til Kabúl. Fyrr í vikunni sendu þeir meðal annars 360 sovéskar eldflaug- ar til afganska stjórnarhersins í Kab- úl sem á framundan blóðuga baráttu við sveitir skæruliða. Hinir 20 þúsund sovésku hermenn sem halda landleiðina til Sovétríkj- anna næstu daga eiga ekki aðeins von á ónæði frá skæruliðum heidur einnig veðrinu, en undanfarið hefur verið mjög kalt á þessum slóðum, stanslaus bylur ríkt og snjó kyngt niður. Þá hafa snjóskriður víða fallið á þjóðveginn og hindrað för her- Afganskur skæruliði við veggmynd af Najibullah forseta Afganistans, en skæruiiðar vilja hann og stjórn hans feiga. Skæruliðar notuðu tækifærið þegar sovéskir hermenn héldu heim á leið og gerðu á þá eldflaugaárás. mannanna. Bandaríkjamenn fordæmdu eld- flaugasendingar Sovétmanna og hafa heitið því að styðja við bakið á skæruliðum af fullum krafti á meðan á vopnaflutningum Sovétmanna stendur. Þá hafa Bandaríkjamenn einnig fordæmt loftárásir Sovét- manna á stöðvar kringum þjóðveg- inn til Sovétríkjanna, en fjöldi þorpa hefur verið lagður í rúst í loftárásun- um undanfarna daga. Hins vegar hafa Sovétmenn lýst því yfir að loftárásum verði hætt um leið og síðasti sovéski hermaðurinn yfirgef- ur Afganistan, en það verður í síðasta lagi 15. febrúar nema veður- guðirnir grípi þar inn í. Hermenn á heimleið Skæruliðar í El Salvador ánægðir með jákvæðar undirtektir Bandaríkjastjórnar: Hætta árásum á bandaríska embættismenn Vinstri sinnaðir skæruliðar í E1 Salvador hafa lýst því yfir að þeir muni láta af öllum árásum á banda- ríska embættismenn og borgara í landinu, en þeir hafa hingað til verið skotmörk skæruliða í borgarastyrj- öldinni sem þar ríkir. Hins vegar verði áfram gerðar árásir á banda- ríska hernaðarráðgjafa og hermenn í herstöðvum E1 Salvadorhers og á vígvöllum. Ástæða þessarar stefnubreytingar segja skæruliðar að séu jákvæð við- . brögð Bandaríkjastjórnar við friðar- tilboði því sem skæruliðar lögðu fram í síðustu viku. Yfirlýsing þessa efnis var lesin í útvarpsstöðvum skæruliða, en þeir hafa stóra hluta E1 Salvador á valdi sínu. Hún er gefin aðeins tveimur dögum áður en Dan Quayle varafor- seti Bandaríkjanna kemur til E1 Salvador, en Bandaríkjamenn styrkja ekkert annað ríki í Róm- > önsku Ameríku eins myndarlega hernaðarlega og efnahagslega og E1 Salvador. Bandarísk stjórnvöld hafa lagt mjög að stjómvöldum í E1 Salvador að ganga að friðartillögum skæruliða svo ganga megi úr skugga um að hugur fylgi máli. Friðartilboð skæruliða fólst í því að bardögum verði hætt og forseta- kosningum sem fram eiga að fara í næsta mánuði verði frestað til haustsins. Þá muni Farabundo Marti þjóðfrelsisfylkingin taka þátt í kosn- ingunum og hvetja stuðningsmenn sína til að kjósa. Frá því í nóvember hafa skærulið- ar gert árásir á embættismenn bandaríska sendiráðsins og hinnar bandarísku Alþjóðlegu þróunar- stofnunar sem fylgt hafa efnahagsað- stoð Bandaríkjastjórnar eftir. Telja skæruliðar að þessir aðilar leiki lykil- hlutverk í hernaðaraðgerðum stjórnarhersins gegn skæruliðum. Skæruiiðar hafa á undanförnum vikum gert handsprengjuárásir á hús bandarískra sendiráðsmanna og eld- flaugaárásir á byggingar Alþjóðlegu þróunarstofnunarinnar. Þá sprakk öflug sprengja sem komið hafði verið fyrir í bíl utan við næturklúbb sem er vinsæll af bandarískum send- iráðsmönnum og hermönnum. CBS sjónvarpsstööin telur sig hafa sannað hverjir grönduðu Pan Am farþegaþotunni yfir Skotlandi í desember: Segja Palestínumenn hafa grandað þotunni Bandarísk sjónvarpsstöð telur sig hafa sannanir fyrir því að öfga- full skæruliðasamtök Palestínu- manna hafi grandað bandarísku farþegaþotunni sem fórst yfir Skotlandi í desembermánuði og að Líbýumenn og Sýrlendingar hafi einnig tengst verknaðinum. Fréttastofa CBS sjónvarpsstöðv- arinnar skýrði frá því í fyrrinótt að heimildamenn innan „alþjóðlegu hryðjuverkahreyfingarinnar" stað- hæfi að Ahmed Jibril leiðtogi „Þjóðfylkingar fyrir frelsun Pales- tínu - Aðalráð" hafi skipulagt tilræðið með stuðningi Líbýu- manna og Sýrlendinga. Talsmaður Jibrils hefur hins veg- ar vísað þessum fréttum á bug: - Ég segi ykkur að við gerðum þetta ekki og við áttum enga aðild að verknaðinum. Við stundum ekki hryðjuverk og fordæmum slíkt athæfí, sagði Omar Shehabi talsmaður skæruliðasamtakanna. Samkvæmt fréttum CBS vann Jibril, sem hefur aðalstöðvar sfnar í Sýrlandi, verk þetta fyrir Mu- ammar Gaddafi leiðtoga Líbýu og átti að granda bandarískri farþega- þotu til að hefna árásar Banda- ríkjamanna á Líbýu árið 1986. Samkvæmt heimildum CBS var loka ákvörðun um að granda Pan Am þotunni tekin eftir að Yasser Arafat leiðtogi Frelsissamtaka Pal- estínu hafði rutt úr vegi hindrunum fyrir friðarviðræðum í málefnum Palestínumanna. Sjónvarpsstöðin sagði að Gad- dafi hefði vonað að með tilræðinu yrði komið í veg fyrir að Banda- ríkjamenn ræddu við PLO um friðarsamkomulag í Miðaustur- löndum. Japanskir næturklúbbaeigendur leita fanga í S-Kóreu: Keyptu 50 stúlkur Japanskir næturklúbbaeigendur eru farnir að leita fangá út fyrir landsteinana að stúlkum til að koma fram í næturklúbbum sínum. Fyrir stuttu voru tveir Kóreumenn hand- teknir í Seoul fyrir að hafa selt japönskum næturklúbbaeigendur fimmtíu kóreskar stúlkur til þeirra nota sem næturklúbbaeigendurnir sjálfir kjósa. Chung Su-i 34 ára gömul fram- kvæmdastjóri hefðbundinnar tón- listastofnunar í Tongdaemun-gu og Shin Jung-tae 49 ára Kóreumaður búsettur á Filippseyjum útveguðu nauðsynleg skjöl til að senda rúm- lega fimmtíu stúlkur innan við tví- tugt til Japans. Skötuhjúin fengu 100 þúsund yen fyrir hverja stúlku. Korean Herald

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.