Tíminn - 03.02.1989, Page 13
Föstudagur 3. febrúar 1989
Tíminn 13
lllllllill ÚTLÖND llllllllillllllllllllllllllllllllllllll
Fyrsti kvenráðherra
Sviss varð að segja af
sér vegna hneykslismáls
„Hverjir eru fjendur Elisa-
beth Kopp, svo gáfaðrar og
elskulegrar konu,“ stóð í les-
andabréfi í „Schweizer IUus-
trierten“ í desemberlok,
tveim vikum eftir að tilkynnt
hafði verið um afsögn dóms-
málaráðherra Sviss Elisabeth
Kopp. Svarið fylgdi með þó
að það lægi í augum uppi:
„Auðvitað allir heimskir
karlmenn!“
Og aUir þessir heimsku
karlmenn eru auk þess blaða-
menn ef marka má háværan
almannaróm. Þar er því hald-
ið fram að þeir hafi með
lævísri herferð í fjölmiðlum
þvingað fyrstu og einu kon-
una í svissnesku ríkisstjórn-
inni til að draga sig í hlé - og
það vegna smámuna vUdu
margir svissneskir kjósendur
meina.
Stutt en örlagaríkt símtal
Verjendur dómsmálaráðherrans
benda á að símtal 27. október sl.,
þar sem dómsmálaráðherrann ráð-
lagði manni sínum, Hans W. Kopp
lögmanni, að segja sig úr stjóm
fjármálafyrirtækisins Shakarchi
Trading hf. hafi „í mesta lagi varað
í 2 mínútur“. Og það er þetta símtal
sem dregur allan dilkinn á eftir sér.
Almannarómur segir ástæðuna til
viðvörunar hennar alls ekki hafa
verið upplýsingar um starfsemi fyrr-
nefnds fyrirtækis sem hún hafi fengið
vegna starfs síns, en fyrirtækið Shak-
archi Trading hf. er grunað um að
vera flækt í stærsta mál um „þvott“
á eiturlyfjapeningum sem enn hefur
komið í dagsljósið, „Libanon Conn-
ection". Auk þess áttu einungis
„kviksögur" að hafa gefið tilefni til
alls þessa gauragangs, að því er
dómsmálaráðherrann sagði þegar
hún bar í bætifláka fyrir sjálfa sig
tveim dögum áður en hún sagði af
sér.
Svissneska fíkniefna-
lögreglan finnur spor
Nú er komið í ljós að dómsmála-
ráðherrann sagði ósatt. Sannleikur-
inn er sá að dómsmálaráðherrann
hafði í þessu stutta símtali hvatt
mann sinn til að hafa án tafar
samband við samstarfskonu sína og
fara fram á ítarlegar upplýsingar um
starfsemi fyrirtækisins. Samstarfs-
konan var hins vegar ófær um að
gefa Hans W. Kopp tæmandi upplýs-
ingar - ekki vegna „kviksagna" held-
ur vegna aðgerða fíkniefnalögregl-
unnar í Sviss.
Að þessu öllu komst Hans Hung-
erbuhler, fremsti lögmaður Basel-
kantónu, sem skipaður var sérstakur
saksóknari. Ríkislögmanni, sem
málið heyrði undir, þótti hendur
sínar bundnar.
Blaðið „Neue Zurcher Zeitung"
lét í ljós þá skoðun að bara það að
rannsóknin færi fram væri meirihátt-
ar áfall. Hungerbúhler lét nefnilega
að því liggja að „knýjandi grunur“
lægi á að brotið hefði verið gegn
embættisleyndarmálum, sem ekki er
beint litið blíðum augum í Sviss
frekar en víða annars staðar heldur
liggur þar við allt að þriggja ára
fangelsi. Það fór því svo daginn eftir
Hans og Elisabeth Kopp eiga nú ■
vök að veijast. Elisabeth, fyrsti og
eini kvenráðherra Sviss, varð að
segja af sér embætti vegna aðdrótt-
ana um að hafa aðstoðað mann sinn
í vafasömum málum í krafti þekking-
ar sem fylgdi embætti hennar.
að Hungerbúhler hafði tjáð sig að
dómsmálaráðherrann sagði snarlega
af sér.
Óvirðulegur endir á
glæstum fferli konu
Þar með lauk á óvirðulegan hátt
framaferli sem varla hefði getað
verið glæsilegri. Elisabeth Kopp, 52
ára, upprunnin úr háborgaralegu
umhverfi og dóttir stjómarmanns í
landsbanka Sviss, hafði alla þá kosti
til að bera sem stjómmálamenn
virða hjá samstarfskonu en stendur
líka ótti af, þ.e. góða greind, sjálf-
saga, viljastyrk og hæfileikann til að
koma sínum málum fram.
Það var strax rétt áður en þessi
framagjama kona var í þann veginn
að taka sæti í ríkisstjórninni að hún
mætti einhverjum mótbyr. Andstæð-
ingar úr hennar eigin flokki lögðu í
ófrægingarherferð gegn henni - með
sögur um mann hennar að vopni.
Sérstaka undrun vöktu frásagnir af
meintri tilhneigingu Kopps lög-
manns til að tukta ritaradömurnar
sínar til með því að veita þeim
lfkamlega refsingu.
Eiginmaðurinn tortryggður
Háborgaralegir skoðanabræður
Kopps lögmanns í pólitík höfðu
hálfgerðan ímugust á honum. Þeim
þótti hann koma of víða við og
berast of mikið á. Hann stýrði um-
ræðuþáttum í sjónvarpi, hann var í
forsæti sérfræðinganefndar um fjöl-
miðla á vegum stjórnvalda og að
aðalstarfi er hann iögmaður sem
sérhæfir sig í viðskiptamálum. Skrif-
stofan hans er með virðulegt heimil-
isfang. Þegar kona hans var valin í
ríkisstjórnina 1984 sagði Kopp að
vísu af sér öllum pólitískum embætt-
um, en hann hélt áfram hinum
fjölmörgu forstjóraembættum.
Kopp-hjónin hafa varið sig með
þeirri röksemd að þau séu fullkom-
lega fær um að halda aðskildu einka-
lífi og atvinnu.
Nú standa þeir með pálmann í
höndunum sem draga þá röksemd í
efa. í aukakosningum 1. febrúar
býður flokkur frú Kopp, Frjálshuga
demókrataflokkurinn, enga konu
fram.
En máli Kopp-hjónanna er síður
en svo lokið. Dómari á eftirlaunum
rannsakar ákærur á lögmanninn um
að vera hliðhollur brotum gegn eit-
urlyfjalögum. Nú er rætt um að setja
á laggirnar rannsóknamefnd á veg-
um þingsins. Ekki síðar en í mars
ætlar þingið að létta af þinghelgi
dómsmálaráðherrans fyrrverandi og
22. febrúar hefjast í Bellinzona
fyrstu réttarhöldin vegna „Libanon-
Connection". j
Hvað hefur aðalsakbom-
ingurinn fram að færa?
Vænst er yfirlýsinga frá aðalsak-
bomingnum Haci Mirza, tyrknesk-
um eiturlyfja- og vopnasala, um
þróun fjármálafyrirtækisins Shak-
archi - og þar með nýrra uppljóstr-
ana um mál Kopp-hjónanna.
Dagblaðið „Húrryet“ í Istanbui
birti í desember sl. þá yfirlýsingu
Mirzas að hann hafi kynnst Hans og
Elisabeth Kopp í kvöldverðarboði.
Á þeim tíma þótti öllum svissnesk-
um fjölmiðlum sú yfirlýsing fjar-
stæðukennd.
MAZDA 626 GLX 4ra dyra
Sjálfskiptur, árg. 85,
rafmagn í rúðum, vökvastýri/veltistýri,
centrallæsingar, ný snjódekk,
dráttarkúla.
Ekinn 55 þús., í toppstandi.
Aðeins bein sala eða skuldabréf.
Upplýsingar í síma 685582.
S-TAtoy
/zw
%
ooo ^
MM
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við kjör
stjórnar og trúnaðarmannaráðs starfsárið 1989 til 1990. Tillögum
ber að skila til skrifstofu FSV, Ingólfsstræti 5, fyrir kl. 12
föstudaginn 10. febrúar 1989.
Kjörstjórn.
BLIKKFORM
______Smiðiuveai 52-Sími 71234
Öll almenn blikksmíðavinna, vatnskassavið-
gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla
bíla, (ryðfrítt stál), og einnig nælonhúðaðir í
öllum litum.
Póstsendum um allt land
(Ekið niður með Landvélum).
tá tmP>um\
Við í Prentsmiðjunni Eddu
hönnum,
setjum og prentum
allar gerðir eyðublaða
fyrir tölvuvinnslu
PRENTSMIÐJAN
Smiðjuvegi 3,
200 Kópavogur.
Sími 45000
BILALEIGA
með útibú allt í kringum
landið, gera þér mögulegt
aö leigja bíl á einum stað
og skila honum á öðrum.
Reykjavík
91-31615/31815
Akureyri
96-21715/23515
Pöntum bila erlendis^
interRent
Bílaleiga Akureyrar