Tíminn - 03.02.1989, Side 16

Tíminn - 03.02.1989, Side 16
Guftmundur Bjðmsson, bóndi Arfcarlæk, Skilmannahreppi andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 27. janúar sl. 92 ára að aldri eftir sjúkrahúsdvöl í tæpt ár. Útvör hans verður gerð frá Akranesskirkju í dag, föstudaginn 3. febr., og hefst kl. 14:00. Minningargrein um Guðmund mun birtast í blaðinu síðar. Aðalfundur Kvenfélags Háteigssóknar Kvenfélag Háteigssóknar heldur aðal- fund sinn þriðjudaginn 7. febrúar kl. 20:30 í Sjómannaskólanum. Venjuleg aðalfundarstörf. Að þeim loknum verða kaffiveitingar. Árshátíð Húnvetningafélagsins Árshátíð Húnvetningafélagsins í Reykjavík verður haldin laugardaginn 4. febrúar í Glæsibæ. Hefst árshátíðin með borðhaldi kl. 19:00. Samkórinn Björk frá Blönduósi kemur í heimsókn. Hjörtur Már Benediktsson skemmtir og sitthvað fleira verður til gamans gert. Miðasala verður í Húnabúð, Skeifunni 17 á miðviku- og fimmtud. 1. og 2. febrúar kl. 17:00-20:00 báða dagana. Upplýsingar í símum 31360 og 19863. Félag eldri borgara Kópavogi Fundur um lífeyris- og tryggingamál aldraðra verður í Félagsheimilinu Kópa- vogi 2. hæð, laugardaginn 4. febrúar kl. 13:30. Unnur Júlíusdóttir og Hilmar Björgvinsson flytja inngangsorð og svara fyrirspurnum. Stjórnin. Árshátíð Bolvíkingafélagsins Árshátíð Bolvíkingafélagsins verður á Hótel Sögu, Átthagasal, á morgun, laug- ardaginn 4. febrúar, og hefst kl. 19:30. Ásgrímssafn Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaða- stræti 74 er opið á sunnudögum, þriðju- dögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13:30-16:00. Listasafn Einars Jónssonar - opnaðá ný Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11:00- 17:00. Neskirkja - Félagsstarf aldraðra Samverustund er á morgun, laugardag- inn 4. febrúar kl. 15:00 t' safnaðarheimili kirkjunnar. Þorramatur. Gestur er Árni Björnsson þjóðháttafræðingur. Níels Hafstein og ívar Valgarðsson sýna í Nýlistasafninu Laugardaginn 4. febrúar kl. 16:00 opn- ar Níels Hafstein sýningu í Nýlistasafninu á „verkum sem fjalla um listbrögð sem verður að beita til að öðlast heiður, auðsæld, ást og orðstír," eins og segir í fréttatilkynningu. Á síðasta ári átti Níels Hafstein verk á tveim veigamiklum sýningum; hin fyrri var haldin í Ruine der Kúnste í Berlín á aiþjóðlegri listahátíð undir nafninu: Berlín, listahöfuðborg Evrópuráðsins. Hin sýningin var á Listasafni Islands: Nýlistasafnið 10 ára (sýnishorn eldri verka safnsins). Sýningunni lýkur 19. febrúar. Laugardaginn 4. febrúar kl. 16:00 opn- ar fvar Valgarðsson sjöundu einkasýn- ingu sína í Nýlistasafninu. ívar átti á síðasta ári verk á eftirtöldum sýningum: Listasafn fslands „Aldarspegill", íslensk myndlist í eigu safnsins 1900-1987, Seoul, Suður-Kóreu: The Arts Olympics, sýning í tengslum við Olympíuleikana, Listasafn íslands: Fimm ungir listamenn. Sýning- unni lýkur 19. febrúar. Erla B. Axelsdóttir sýnir í F.Í.M.-salnum Laugardaginn 4. febrúar opnar Erla B. Axelsdóttir myndlistarsýningu í F.f.M,- salnum, Garðastræti 6 í Reykjavík. Erla stundaði nám við Myndlistarskól- ann í Reykjavík 1975 til 1982 og við listadeild Skidmore-háskóla, Saratoga Springs. Þetta er sjötta einkasýning Erlu, en síðast sýndi hún á Kjarvalsstöðum 1986. Hún átti jafnframt myndir á sýningunni „Reykiavík í myndlist“ það sama ár. f F.Í.M. salnum sýnir Erla málverk og pastelmyndir sem unnar eru á s.l. þrem árum. Sýning Erlu stendur frá 4. febrúar til 21. febrúar og verður opin virka daga kl. 13:00-18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Síminn er 25060. GLETTUR - Get ég fengiö hjólið lánað í kvöld? li irsJj'S.ctV Föstudagur 3. febrúar 1989 ÚTVARP/SJÓNVARP lllllllll illlllllllllllli 0 Rás I FM 92,4/93,5 Föstudagur 3. febrúar 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Irma Sjöfn Óskars- dóttir flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaöanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. Guðni Kolbeinsson les sögu sína, „Mömmustrákur (9). (Einnig útvarp- að um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Bjöms- dóttir. 9.30 Kviksjá - Sænskar nútímabókmenntir. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. (Endurtekinn þáttur frá þriðjudagskvöldi). 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Maðurinn á bak við bæjarfulltrúann. Umsjón: Jóhann Hauksson. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti nk. miðvikudag). 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn - Skólavarðan. Umsjón: Ásgeir Friðgeirsson. 13.35 Miðdegissagan: „Blóðbrúðkaup“ eftir Yann Queffeléc. Þórarinn Eyfjörð les þýðingu Guðrúnar Finnbogdóttur. (7) 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Ljúflingsiög. Svanhildur Jakobsdóttir kynnir. (Einnig útvarpað aðfaranótt miðvikudags að loknum fréttum kl. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 Samantekt - Evrópubúinn. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. (Síðari þáttur endurtekinn frá miðvikudagskvöldi). 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Simatími barnaútvarpsins. Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Haydn, Dvorak, Bern- stein og Brahms - Fritz Wunderlich syngur þjóðlög frá Skotlandi og Wales í raddsetningu Josephs Haydn. - „Scherzo capriccioso“ op.66 eftir Antonin Dvorak. Cleveland-hljómsveitin leikur; Christoph von Dohnanyi stjómar. - Divertimento fyrir hljómsveit eftir Leonard Bern- stein. Sinfóníuhljómsveit Útvarpsins í Bæjara- landi leikur; höfundur stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Þingmál. Umsjón: Atli Rúnar Halldórsson. (Einnig útvarpað næsta morgun kl. 9.45). Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá Þáttur um menningarmál. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir. 20.00 Litli barnatíminn. „Mömmustrákur", höf- undurinn Guðni Kolbeinsson les. (9) (Endurtek- inn frá morgni). 20.15 Sinfónía fyrir blásturshljóðfæri eftir Ric- hard Strauss. Hollenska blásarasveitin leikur; Edo de Waart stjórnar. 21.00 Kvöldvaka. a. Þjóðhættir og þjóðtrú. Þórður Tómasson í Skógum les úr bók sinni, sem hann skráði eftir Sigurði Þórðarsyni frá Brunnhól og kynnir hljóðritun með frásögn Sigurðar. b. María Markan syngur íslensk lög. c. Þáttur af Rifs-Jóku Helga K. Einarsdóttir les seinni hluta frásögu Benjamíns Sigvaldasonar. Umsjón: Gunnar Stéfánsson. 22.00 Fréttir. Dagskra morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Guðrún Ægisdóttir les 11. sálm. 22.30 Danslög 23.00 í kvöldkyrru. Þáttur í umsjá Jónasar Jónas- sonar. 24.00 Fréttir. 00.10 Tónlistarmaður vikunnar - Jónas ingim- undarson. Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir. (Endurtekinn þáttur frá þriðjudegi) 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. á FM 91,1 01.10 Vökulögin. Lög af ýmsu tagi í næturútvarpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. 9.03 Stúikan sem bræðir íshjörtun, Eva Asrún kl. 9. Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur með afmæliskveðjum kl. 10.30. 11.03 Stefnumót. Jóhönna Harðardóttir tekur fyrir það sem neytendur varðar á hvassan og gamansaman hátt. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.15 Heimsblöðin 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu. Margrét Blöndal og Gestur Einar Jónasson leika þrautreynda gullaldarlónlist og gefa gaum að smáblómum í mannlífsreitnum. (Frá Akureyri) 14.00 Á milli mála. óskar Páll Sveinsson leikur nýja og f ína tónlist. - Útkíkkið kl. 14.14. - Arthúr Björgvin talar frá Bæheimi. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp fyrir þá sem vilja vita og vera með. Stefán Jón Hafstein, Ævar Kjartansson op Sigríður Einarsdóttir - Kaffispjáll upp úr kl. 16.00' hlustendaþjónustan kl. 16.45 - lllugi Jökulsson spjallar við bændur á sjötta tímanum 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Áfram ísland. Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Vinsældalisti Rásar 2. Stefán Hilmarsson kynnir tíu vinsælustu lögin. (Einnig útvarpað á sunnudag kl. 15.00). 21.30 FRÆÐSLUVARP: Lærum þýsku. Þýsku- kennsla fyrir byrjendur á vegum Fjarkennslu- nefndar og Bréfaskólans. (Fimmti þáttur endur- tekinn frá mánudagskvöldi). 22.07 Snúningur. Stefán Hilmarsson ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.05 Rokk og nýbylgja. Skúli Helgason kynnir. (Endurtekinn þáttur frá mánudagskvöldi). 03.00 Vökuiögin. Lög af ýmsu tagi í næturútvarpi til morguns. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00,12.20,14.00,15.00, 16.00,17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Austurlands SJÓNVARPIÐ Föstudagur 3. febrúar 18.00 Gosi (6). (Pinocchio). Teiknimyndaflokkur um ævintýri Gosa. Leikraddir örn Árnason Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.25 Líf í nýju Ijósi (25). (II était une fois.. la vie) Franskur teiknimyndaflokkur um mannslíkam- ann, eftir Albert Barrilié. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Austurbæingar (Eastenders) Fjórtandi þáttur. Breskur myndaflokkur í léttum dúr. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 19.25 Búrabyggð (Fraggle Rock) Breskur teikni- myndaflokkur úr smiðju Jim Hensons. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.54 Ævintýri Tinna. Ferðin til tunglsins (11). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Spurningakeppni framhaldsskólanna. Undanfamar vikur hefur staðið yfir á Rás tvö hin árlega spurningakeppni framhaldsskólanna. tuttugu og fimm skólar hafa tekið þátt í keppninni og eru nú átta eftir sem munu keppa þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Stjórnandi Vern- harður Linnet. Dómari Páll Lýðsson. 21.10 Derrick. Þýskursakamálamyndaflokkurmeð Derrick lögregluforingja. Þýðandi Kristrún Þórð- ardóttir. 22.10 Vetrartískan. Nýr þýskur þáttur um vetrar- tískuna í ár. 22.40 Nornaseiður. (Witches Brew) Bandarísk bíómynd frá 1980. Leikstjórar Richard Shorr og Herbert L. Strock. Aðalhlutverk Richard Benj- amin, Teri Garrog Lana Tumer. Þrjár konursem hafa áhuga á svartagaldri og nornaskap ákveða að nota hæfileika sína í þessum efnum til að hafa áhrif á starfsferil eiginmanna sinna. Þýð- andi Óskar Ingimarsson. 00.20 Útvarpsfréttir i dagskrárlok. 'jmr Föstudagur 3. febrúar 15.45 Santa Barbara. Bandarískur framhalds- myndaflokkur. 16.30 Spenser. Spenser for Hire. Spennumynd um einkaspæjarann snjalla, Spenser, sem hér er á slóð hættulegra vopnasala sem einskis svífast. Aðalhlutverk: Robert Urich, Barbara Stock og Avery Brooks. Leikstjóri: Lee H. Katzin. Framleiðandi: John Wilder. Þýðandi: Björn Baldursson. Wamer 1985. Sýningartími 90 mín. Lokasýning. 18.25 Pepsí popp. Tónlistarþáttur þar sem sýnd verða nýjustu myndböndin, fluttar ferskar fréttir úr tónlistarheiminum, viðtöl, getraunir, leikir og alls kyns uppákomur. Þátturinn er unninn í samvinnu við Sanitas hf. sem kostar gerð hans. Umsjón: Helgi Rúnar Óskarsson. Kynnar Haf- steinn Hafsteinsson og Nadia K. Banine. Dag- skrárgerð: Hilmar Oddsson. Stöð 2. 19.1919:19. Frétta- og fréttaskýringaþáttur ásamt umfjöllun um þau málefni sem ofarlega eru á baugi. 20.30 í helgan stein. Coming of Age. Léttur gamanmyndaflokkur um fullorðin hjón sem setjast í helgan stein. Aðalhlutverk: Paul Doo- ley, Phyllis Newman og Alan Young. Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir. 21.00 Ohara. Bandarískur lögregluþáttur. Aðal- hlutverk: Pat Morita, Kevin Conroy, Jack Wall- ace, Catherine Keener og Richard Yniguez. 21.50 Merki Zorro. The Mark of Zorro. Goðsögnin Zorro hefur verið mikið eftirlæti kvikmyndagerð- armanna í gegnum tíðina. Árið 1920 kom fyrsta myndin um þennan grímuklædda kappa á markaðinn með Douglas Fairbanks í aðalhlut- verki. Myndin, sem vitanlega var þögul, þótti marka tímamót með frækilegum skylmingaat- riðum aðalleikaranna, sem voru með þeim betri sem þá höfðu sést á hvíta tjaldinu. Tuttugu árum síðar kom önnur útgáfa af Zorro út með stórieikaranum Tyrone Power í aðalhlutverki. Árið 1974 var svo þriðja myndin um þennan hugrakka svein leyst úr læðingi og jafnframt sú sem sýnd verður í kvöld. Aðalhlutverk: Frank Langella, Ricardo Montalban, Gilbert Roland og Yvonne de Cario. Leikstjóri: Don McDugall. 20th Century Fox 1974. Sýningartími 80 mín. Aukasýning 18. mars. 23.10 Eilíf æska. Forever Young. Kvikmyndafram- leiðandinn David Puttnam er enginn aukvisi í sínu fagi. Eftir hann liggja meðal annars mynd- imar The Killing Fields, The Mission og Chariots of Fire en fyrir þá síðast nefndu hlaut hann Óskarsverðlaunin. Mynd hans í kvöld segir frá ungum einhleypum presti og meðhjálpara hans, tólf ára föðurlausum snáða, sem eru mjög hændir hvor að öðrum. Móðir drengsins vekur sérstakar kenndir hjá prestinum sem hann getur ekki leyst úr læðingi starfs síns vegna. Aðalhlut- verk: James Aubrey, Nicholas Gecks og Alec McCowen. Leikstjóri: David Drury. Þýðandi: Tryggvi Þórhallsson. Coldcrest 1984. Sýningar- tími 80 mín. Aukasýning 17. mars. 00.30 Nótt óttans. Night of the Grizzly. Búgarðs- eigandi nokkur og kona hans eiga undir högg að sækja í heimabyggð sinni. Fyrrverandi lögreglustjóri og fangi er hann dæmdi á emb- ættistíma sínum láta ekki sitt eftir liggja við að reyna að klekkja á þeim. Þegar óboðinn vágest- ur knýr dyra vandast tilveran. Aðalhlutverk: Glint Walker, Martha Hyer og Keenan Wynn. Leikstjóri: Joseph Pevney. Framleiðandi: Burt Dunne. Paramount 1966. Sýningartími 100 mín. 02.10 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.