Tíminn - 04.02.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. febrúar 1989
Tíminn 3
-..'
HALTUR RIDUR HROSSI
Aðstandendur sjónvarpsþáttanna „Haltur ríð-
ur hrossi“ en fyrsti þátturinn verður á dagskrá
næstkomandi mánudag. F.v. Helgi Hróðmars-
son, Ásgcrður Ingimarsdóttir, Jón Sævar
Alfonsson, Andrés Ragnarsson, Arnþór
Helgason, Sigrún Stefánsdóttir og Dóra
Bjarnason. Timamynd:Pjetur
Gerðir hafa verið fimm sjónvarpsþættir ásamt fræðsluefni
um líf og aðstæður fólks sem býr við andlega eða líkamlega
skerðingu en tekur samt virkan þátt í lífi og starfí þjóðfélagsins
og leggur þar sitt af mörkum. Þættirnir ásamt væntanlegri
bók um sama efni hafa hlotið heitið: Haltur ríður hrossi.
Öryrkjabandalag íslands og
Landssamtökin Þroskahjálp stóðu
að gerð þessara þátta í samvinnu við
Fræðsluvarpið. Þættirnir verða á
dagskrá Fræðsluvarpsins næstu vik-
urnar og verða þeir sendir út með
sérstökum texta fyrir heyrnarskerta
og mun það vera í fyrsta skipti sem
slfkur texti fylgir innlendum sjón-
varpsþáttum. Fyrsti þátturinn verð-
ur sýndur mánudaginn 6. febrúar kl.
16:30.
Meginuppistaða myndefnisins eru
viðtöl við fatlað fólk sem lifir inni-
haldsríku lífi sjálfu sér og öðrum til
gagns og ánægju, einnig eru viðtöl
við aðstandendur þess. Flestir við-
mælendurnir í þáttunum hefðu tæp-
ast átt þess kost fyrir einum til
tveimur áratugum að geta notfært
sér almenna þjónustu í sama mæli og
nú, sem bendir til þess að ákveðnar
breytingar hafi átt sér stað í viðhorf-
um almennings til þeirra.
Fyrsti þátturinn fjallar um viðhorf
og viðmót gagnvart fötluðu fólki í
ljósi sögunnar, bókmennta, siðfræði
og krisiinnar trúar. Síðari þættirnir
fjalla um heimilið, skóla og dag-
heimili, vinnu, frístundir og vináttu.
Hver þáttur er um tuttugu mínútur
að lengd.
Þættirnir eru ætlaðir nemendum á
grunnskólastigi, framhaldsskólastigi
svo og nemendum í ákveðnum grein-
um innan Háskóla íslands, kennara-
háskólanemum og fleirum. SSH
STRÆTÓ
Næstkomandi mánudag verður
breyting á akstri vagna á leið 2
Grandi-Vogar.
Tímajöfnun á kvöldin og um helg-
ar flyst frá Hlemmi að Lækjartorgi
og er þar með færð til baka breyting
sem gerð var 9. janúar síðastliðinn.
Vagnarnir hafa biðstöð í Hafnar-
stræti í sama stæði og leið 16 hefur
endastöð virka daga til um klukkan
19:00. jkb
Vetur í Portúgal
1 upp í
10 vikur
Lissabon
Algarve
Madeira
Ferðaskrifstofurnar EVRÓPUFERÐIR, RATVÍSog FERDAVAL
bjóða ykkur upp á 4, 6, 8 og 10 vikna ferðir til Portúgal í vetur.
Hægt er að velja um gistingu á Madeira, í Algarve eða
á Lissabon-ströndinni. Verð frá kr. 53.200,-
Einnig standa ykkur til boða styttri ferðir (3-30 dagar) með gistingu
í íbúðum eða 3 til 5 stjörnu hótelum víðsvegar um
Portúgal. Þið getið heimsótt heimsborgirnar Lissabon og
London í einni ferð, spókað ykkur á strönd Algarve eða leikið
golf á einhverjum bestu golfvöllum Evrópu.
Þeim sem vilja hvílast og slappa af í fögru umhverfi býðst úrval
af gististöðum á hinni margrómuðu eyju Madeira.
Golfhótel við 7 úrvals golfvelli í Algarve.
Vallargjöld á sérstaklega lágu verði.
SUMARBÆKLINGURINN ER KOMINN
evrópuferðir (r/ovíS
KLAPPARSTlG 25-27
SlMI 628181 HAMRABORG1-3.200KÓPAVOGUR
SlMI 641522
FERÐAmVALHF
TRAVEL AQENCY
HAFNARSTRÆTI 18,
101 REYKJAVÍK, SÍM114480.
BÍLL FRÁ HEKLU B0RGAR SIG
[hIheklahf
Laugavegi 170-174 Simi 695500
mm
MiTS UBISHM
SJiO V6
NYJAR VELAR - MEIRI ORKA
2,5 I. turbo dieselvél meö millikæli,
sem afkastar 95 hö, DIN viö 4200 sn/mín.
3.0 I. V-6 strokka bensínhreyfill meö
rafstýröa fjölinnsprautun, sem afkastar
141 hö, DIN viö 5000 sn/min.
NÝ FJÖÐRUN AÐ AFTAN - MElRi MÝKT
Gormar á heilum ás, stigverkandi höggdeyfar
X
MITSUBISHI
L___motors__J