Tíminn - 04.02.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.02.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn ' öuigairdágur 4. fébrúar 1989 Iíniinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Póstfax: 68-76-91 Óheillastefna Sjálfstæðisflokksins Pjóðin er nú að súpa seyðið af fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins og Þorsteins Pálssonar á árun- um 1983-1987. Á þessu tímabili var haldið uppi kolrangri skattastefnu og afstöðu til ríkisfjármála, svo að sá þáttur stjórnmála var blettur á þeirri ríkisstjórn sem þá fór með völd í landinu. Sjálfstæðisforystan öll stóð að baki þessari fjármála- og skattastefnu og gerði kröfu til þess að henni yrði haldið til streitu. Stefnan var í því fólgin að láta eins og óþarfi væri að afla ríkissjóði tekna til þess að koma í veg fyrir hallarekstur ríkisins, enda skipti hallarekstur ríkissjóðs engu sérstöku máli, þegar á heildarþjóðarbúskapinn væri litið. Sú var og er skoðun sjálfstæðismanna, þegar til kastanna kemur. Þorsteinn Pálsson var valinn til þess að verða formaður Sjálfstæðisflokksins á þessum árum. Hann hefur í öllu reynst handbendi auð- og markaðshyggjunnar, hávaxtapólitíkur og halla- rekstrar á ríkissjóði. Sem fjármálaráðherra gaf hann aldrei kost á öðru en að ríkissjóður yrði rekinn með halla. Sem formaður Sjálfstæðisflokks- ins og forsætisráðherra í hundadagastjórn, sem við hann er kennd, lagði hann allt í sölurnar til þess að halda uppi efnahagsstefnu sem var fjandsamleg framleiðsluatvinnuvegunum, en hlóð undir vaxta- gróða og verðbréfabrask. Stefna Sjálfstæðisflokksins undir forystu Þor- steins Pálssonar leiddi til þess að stjórn sú, sem hann átti að hafa forystu fyrir, sprakk í höndunum á honum sjálfum. Sú sprenging kom ekki síst til vegna þess að honum tókst af alkunnri „kænsku“ sinni að koma sér út úr húsi hjá Jóni Baldvini Hannibalssyni, sem áður hafði trúað á heilindi íhaldsins, en komst nú að því að forystuliði þess er ekki hægt að „treysta yfir þröskuld“. Um langan aldur mun það loða við Sjálfstæðis- flokkinn og forystu Þorsteins Pálssonar sérstak- lega, að hann brást íslenskum atvinnuvegum þegar mest á reyndi á árunum 1987-1988. Vegna þrjósku Sjálfstæðisforystunnar að halda fast við efnahags- og hávaxtastefnu, sem var í andstöðu við brýnustu þarfir útflutningsins, fór svo að aðalatvinnuvegir þjóðarinnar, sjávarútvegsgreinarnar, engjast í gjaldþrotum. Peningaleiga og verðbréfabrask varð arðbærasta atvinnugrein þjóðarinnar. Slíkur er arfurinn frá íhaldinu. Núverandi ríkisstjórn glímir við það vandasama verkefni að hreinsa upp þar sem óþrifin voru mest eftir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn: Að koma fjármálum ríkissjóðs í eðlilegt horf. Að koma framleiðsluatvinnuvegunum aftur á rekstrarhæfan grundvöll. Þetta er ekki auðvelt verk. Þess verður þó freistað að halda þessari hreingerningu áfram. Hvað sem öllu öðru líður, þá er vonandi að þjóðin beri gæfu til þess að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram að hvíla sig í stjórnarandstöðu. Þar er hann best geymdur. I—/ÁTINN ER í Reykjavík Kristján Albertsson, rithöfund- ur, á 92 aldursári. Með honum er genginn merkur maður, sem á langri ævi lagði íslenskri menn- ingu til allan þann stuðning sem hann mátti, og var í rauninni sjálfur persónugervingur hennar. Þetta kom þó aldrei betur í Ijós en á efri árum Kristjáns, þegar hann miðlaði landsmönnum af þekkingu sinni á íslensku menningarfólki, lífs og liðnu, t.d. í sjónvarpsviðtali, sem var með því merkara sem frá þeirri stofnun hefur komið. Kristján átti stundum í sérkenni- legum deilum, sem risu af því að hann andmælti atburðum og ritum, sem særðu fegurðar- kennd hans, en aðrir voru of syfjaðir til að standa gegn. Eftir Kristján liggja nokkrar bækur og leikrit, sem bera mildu og áreitnilausu hugarfari vitni, einnig andríki þeirra tíma, sem eru liðnir. Kristján Albertsson hóf ungur afskipti af menningar- málum, gerðist ritstjóri og leikhúsmaður, en síðar starfaði hann á alþjóðavettvangi fyrir hönd íslands, lengi ævinnar og fórst það allt vel úrhendi. Kristj- án var blindur síðustu árin, en hélt heiðríkju hugans óskertri, las jafnvel fyrir bókarefni. Kristján Albertsson sat í útgáfu- ráði Almenna bókafélagsins til æviloka, og lagði þar margt gott til mála á meðan hans naut við á fundum. íslandi var mikill feng- ur að manni á borð við Kristján Albertsson. Mannúðin og arfur Stalíns Nú fyrir jólin sendi Almenna bókafélagið frá sér bókina „Úr eldinum til íslands,“ ævisögu Eistlendingsins Eðvalds Hin- rikssonar. Saga þessi er merkileg fyrir margra hluta sakir, en hennar hefur aðeins að litlu verið getið, og veldur þar eflaust mestu, að hér á landi þykir ekki kurteisi að halda á lofti ágætum verkum, séu þau annað tveggja ögrun við gamlar grýlur komm- únista, eða þá skrifaðar af þeim mönnum innlendum, sem lítt eru þóknanlegir því framvarðar- liði menningarmála, sem rugla saman t.d. arfi Stalíns og mann- úðarmálum, eða jafnvel krist- indómi. Að vísu hefur orðið mikil breyting á stjórnmálastarfi helstu forystumanna Alþýðu- bandalagsins, en þar segir ætt- fræðin að gamlir kommúnistar muni enn vera til húsa. Stefnu- mið eru orðin mildari og ekki eins tengd alþjóðahyggju og áður var. En réttrúnaðurinn lifir enn í menningarmálum. Sést líka á málgagni Alþýðubanda- lagsins, að það ætlar sér mikinn hlut á þeim vettvangi, því yfir- leitt er það fullt af skrifum um listamenn, sem fáir vita að séu til nema þar. Kemur þá stundum í hug ágæt setning, höfð eftir lækni sem var að bjástra við sífursaman sjúkling og svaraði upp á kvörtun: Hver segir að yður eigi að líða vel. Eins mætti stundum spyrja eftir lestur mál- gagnsins um einstaklinga undir flokki um listir og menningar- mál: Hver segir að þér séuð listamaður. En allt er þetta gert til að halda við þeirri ímynd, að forysta í menningarmálum sé í höndum málgagnsins og Al- þýðubandalagsins. KGB kallar á Evu Höfundur bókarinnar um Eð- vald Hinriksson heitir Einar Sanden. Hér er um eistlenskan flóttamann að ræða, sem er kunnur rithöfundur. Eftir hann liggja nokkrar bækur, m.a. ein nýleg sem nefnist: „KGB kallar á Evu“, og fjallar um fyrrverandi eiginkonu Sanden. Þau eignuð- ust eina dóttur barna áður en Sanden uppgötvaði, að Eva kona hans var í þjónustu KGB. Slíkar áhyggjur hefur sú merka Moskuvustofnun af landflótta Eistlendingum, að hún lætur hvergi frítt fyrr en kominn er agent í hjónarúmið. Sanden er nú skilinn við KGB-konuna. Bókin um Eðvald Hinriksson geymir merkilegar upplýsingar um Eistland á árunum fyrir stríð og í stríðinu. Hún er ekki hættu- legri íslenskri menningarstjórn- un og þagnargildum hennar en hver önnur bók, þar sem lýst er hlýjum tilfinningum til föður- landsins og hver örlög eru því búin af tveimur grimmdarveld- um, sem sækja að því sitt úr hvorri áttinni með þeim af- leiðingum, að nú er Eistland undir ráðstjórn og verður það um ófyrirsjáanlegan tíma. Að vísu er komin upp hreyfing í landinu til að ráða bót á þessu. En nokkrir útifundir í skjóli mildari stefnu Gorbatsjovs breyta auðvitað engu, nema við völdum taki enn skynsamari maður að honum slepptum. Hitt er annað mál að í þessari bók skrá þeir Einar Sanden og Eð- vald lýsingu á aðförunum við að leggja eina smáþjóð í viðjar, þjóð sem þeir segja að sé lík Finnum og ætti af ýmsum ástæð- um að teljast til Norðurlanda. Grimmdarveldin tvö Áður en nauðungarflutningar hófust til Síberíu með hertöku Sovétmanna í kjölfar sáttmála Stalíns og Hitlers, sem leiddi til skiptingar Póllands, var eist- lenska þjóðin 1,1 milljón. Blóð- takan var hrikaleg, enda voru tugir þúsunda fluttir „austur á hinar endalausu steppur Rúss- lands og myndu aldrei koma þaðan aftur.“ Þegar Stalín lét taka landið voru 133 skráðir meðlimir í Kommúnistaflokki Eistlands, svo ekki var nú mót- tökunefndin fjölmenn. Én í því svikalogni sem á var eftir samn- ing Stalíns og Hitlers voru þýsk- ættaðir íbúar Eistrasaltslanda kallaðir „heim“, það er til að taka upp bólfestu í Póllandi. Ef þeir kæmu ekki lægi fyrir þeim að „þurrkast út af jörðinni." Hinir þýskættuðu hlýddu kalli og höfðu þó forfeður þeirra búið í þessum löndum í allt að Sjö hundruð ár. Þetta var mikill fjöldi fólks og alltaf fækkaði Eistlendingum. Bókin um Eðvald er full af sársauka og gamansemi í bland. Kannski þessháttar gamansemi, sem gat verið dauðans alvara þegar atburðirnir voru að gerast, en í ljósi sögunnar og kvíðaleysis hennar er varla hægt annað en brosa af allri þeirri gegndarlausu mannfyrirlitningu, sem lýsti sér í aðgerðum grimmdarveldanna tveggja, sem sóttu að þessari litlu þjóð eins og vargfuglar að varpi. Aftaka í vændum Eðvald Hinriksson átti fótum fjör að launa eftir að kommún- istar höfðu tekið landið hið fyrra sinnið. Hann snerist til varnar eins og fjöldi landa hans og fór huldu höfði um hríð. Með líkum hætti og gerðist í Úkraínu þótti fólki skárra að Þjóðverjar tóku landið og hröktu Rússa á braut. En það varð skammvinn ánægj a. Föðurlandsvinir fundu fljótt, að þeim voru ekki ætlaðar neinar athafnir í þágu þjóðar sinnar undir þýskri herstjórn. Eðvald Hinriksson var hnepptur í fang- elsi og látinn dúsa á annað ár í einangrun, en allan þann tíma vofði yfir honum aftaka. Vinir hans björguðu honum og komu honum undan, og slapp hann að lokum á flótta yfir til Svíþjóðar. Eðvald vann í stjórnmálalög- reglu Eistlands frá því fyrir stríð. Hann var íþróttamaður og í landsliði í fótbolta. Þar þótti hann liðtækur markvörður og var kallaður maðurinn með hundrað hendur. Bæði á meðan hann var í Svíþjóð og einnig eftir að hann fluttist til íslands var ljóst að kommúnistar töldu sig þurfa að ná tangarhaldi á honum. Mun- aði minnstu að hann yrði sendur aftur til Eistlands frá Kalmar af sænsku útlendingaeftirliti sem virðist hafa verið óskiljanlega hallt undir kommúnista. Það var eingöngu vegna afskipta Tage Erlander sem honum tókst að sleppa og vegna dugnaðar lög- fræðings, sem var hnútum kunn- ugur. Hins vegar sluppu ekki á annað hundrað landar hans, sem Svíar sendu til Eistlands, beint í dauðann, og hefur það mál verið rifjað upp öðru hverju. Vodka í heilsuhæli Ljóst var að kommúnistar undu því illa að ná ekki tökum á Eðvald Hinrikssyni, fýrst nas- istar komu því ekki í verk að taka hann af lífi. Eflaust hefur valdið því, að Eðvald tók þátt í átökum gegn þeim ásamt öðrum föðurlandsvinum meðan á fyrra hernámi þeirra stóð 1941. En mestu virðist þó hafa skipt, að Eðvarð yfirheyrði mikinn undir- róðursmann kommúnista, Karl Sare að nafni, sem endaði í Berlín sem uppljóstrari, og sagði þar til annarra kommúnista, sem staðið höfðu að manndrápum, m.a. í Danmörku fyrir stríð. Upplýsingar Karls Sare eru birt- ar í bókinni um Eðvald, eins og hann heyrði þær af vörum hans, en fyrst eftir að Eðvald slapp frá Eistlandi var alltaf verið að spyrja hann hvað Sare hefði sagt honum. Réttilega dró hann þá ályktun af slíkum spurningum, að þar væru útsendarar á ferð og þagði við. Búast hefði mátt við því, að hér úti á íslandi yrði ekki sótt að Eðvald Hinrikssyni, sem rekur nudd og gufubaðstofu og hefur gert í áratugi. Þangað kom m.a. Bjarni Benediktsson, fyrrum forsætisráðherra, og einnig sendiherra Rússa hér, sem hafði verið fyrrum yfirmaður fanga-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.