Tíminn - 04.02.1989, Blaðsíða 15
"Táúgéfda^u r 4.'1 'fét>rúWJV§89
1 MINNING
Skarphéðinn
Þorsteinsson
Fæddur 29. maí 1905
Dáinn 25. janúar 1989
Hvert byggðarlag á sína björtu
persónuleika prúðmennskunnar,
sem feta lífsleiðina með því hugar-
fari að ijá öllu jákvæðu liðsemd,
leggja því góða hvarvetna lið, lífga
upp á gráma hversdagsleikans,
verma andrúmsloftið með viðmóti
sínu.
Þetta er fátækleg en raunsönn
lýsing á þeim höfðingja lífstrúarinn-
ar heima, sem nú er fallinn frá,
manni fágætrar framkomu og gróm-
lausrar gleði, sem sameinaði í eitt
alvöru og gaman, hvarsem lífsvegur-
inn lá.
Skarphéðinn Þorstcinsson á frá
okkur hjónum kæra kveðju og hug-
umhlýja þökk við hinstu leiðarlok.
Fáum var eins gott að mæta og
mega eiga að samtalsstund, handtak-
ið hlýtt og þétt eins og persónan öll,
sem kom til dyranna eins og hún var
klædd. Og þó var hann allra manna
ólíklegastur til að bera innstu hugs-
anir stnar á torg, því hann var dulur
í einlægni sinni, hugsandi og leitandi
í góðsamri glettni sinni.
Við Hanna minnumst hans sem
hins iðjusama ljúfmennis, sem róm-
aður var fyrir vel unnin verk sín, við
minnumst hans sem hins glaðasta í
glöðum hópi, þegar dansinn dunaði
og Skarphéðinn tók forystu fyrir
liðinu í fjörugum marsi og allir
hrifust með og lutu leiðsögn hans.
Við minnumst þess einnig er hann
barðist örðugri baráttu við óhæf
liðamót og leið hinar verstu þreng-
ingar, en lét aldrei af bjartsýnni lund
og léttum hlátri. Og ekki síst vegna
óbilandi dugnaðar síns og bjartsýnn-
Reyðarfirði
ar lífstrúar skiluðu aðgerðirnar
Skarphéðni svo miklu. Ævirakning
átti þetta ekki að vera. Skarphéðinn
fæddist í faðmi eins fegursta dals á
landi hér, Fljótsdalnum og unni
honum ávallt, virðing hans og trú á
landinu og lífi þess öllu fór ekki milli
mála.
Þó fannst mér hann alltaf jafn
einlægur Reyðfirðingur fyrir því,
enda lá þar lífsgata hans lengst af.
Hann var snillingur matargerðar-
listar, starf hans löngum bundið
við það, forstöðu hans fyrir því
gamalgróna gistihúsi á Reyðarfirði
muna margir gestir sem gangandi og
óvenju farsæl og góð er öll sú saga.
Þegar við kynntumst Skarphéðni
var hann sem órjúfandi hluti af
þeirri fjölskylduheild, þar sem nú er
aðeins Sigríður Stefánsdóttir eftir.
Það voru þeir frændur hann og
Hermann heitinn Ágústsson og þær
mæðgur, Sigríður kona Hermanns
og Guðrún heitin Magnúsdóttir
tengdamóðir hans.
Það birti hreinlega yfir manna-
mótum, þegar þessi glaði og hressi
hópur mætti á staðinn og mörg er sú
minning góð í mætum sjóð, sem við
eigum frá þessu góða fólki á ýmsan
veg.
Og ekki skal gleymt uppeldissyn-
inum Sigmari Óðni, sem Skarphéð-
inn og þau öll í raun önnuðust svo
undra vel af miklum kærleik. Skarp-
héðinn var einhleypur alla tíð, þó
hann sveiflaði dömum í dansi af
meiri list en flestir aðrir.
En hann kvaðst sáttur við það
hlutskipti sitt eins og hann var ein-
læglega sáttur við lífið og náungann
og sáttur mun hann hafa kvatt við
lok harðdrægrar en vonlausrar bar-
áttu.
Skarphéðinn var maður skoðana-
festu og flysjungur enginn, hafði í
mörgu sína meitluðu meiningu, en
meðfædd prúðmennska og höfðing-
leg kurteisi stóðu þó öllu ofar.
Ég veit aðrir munu verða til þess
að rekja ævigöngu okkar góða vinar.
Aðeins áttu þetta að vera nokkur
leifturbrot Ijúfra minninga frá liðinni
tíð.
Við vottum aðstandendum lians
einlæga samúð og ekki síst er þá
hugur okkar bundinn við Sigríði
Stefánsdóttur.
Mæt lífssaga er á enda. Öndvegis-
maður mikillar fágunar og framúr-
skarandi iðjusemi er kært kvaddur.
Blessuð sé minning mæts vinar.
Helgi Seljan
Afmælis- og minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minning-
argreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að
berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær
þurfa að vera vélritaðar.
Hvenær lýkur hörmunga-
ferli Sædýrasafnsins?
Tíminn á þakkir skildar fyrir að
hafa vakið á því athygli, á síðastlið-
inni Þorláksmessu, að enn er farið
illa með dýr í Sædýrasafninu í Hafn-
arfirði. Frásögn blaðsins af tann-
lausu kengúrunum. sem þar hírast
enn við verstu skilyrði, er í fullu
samræmi við fyrri reynslu af starf-
semi safnsins. - Árum saman hafði
hún verið aðfinnsluefni erlendra sem
innlendra dýravina. Því urðu margir
til að fagna því þegar Sædýrasafnið
varð gjaldþrota fyrir þremur árum
og væntu þess, að þessi vandamál
væru endanlega úr sögunni.
Fljótlega eftir gjaldþrotið stofn-
uðu þó aðstandendur safnsins félag
sem þeir nefndu Fauna og skráðu,
eilítið kaldhæðnislega, sem félag
áhugamanna um náttúruvernd.
Leynd hvílir yfir nöfnum félags-
manna að öðru leyti en því, að
talsmaður þess og framkvæmdastjóri
er Helgi Jónasson, fræðslustjóri í
Reykjanesumdæmi. Starfsemi
Fauna hefur eingöngu snúist um
háhyrningaveiðar. Leyfi stjórnvalda
til þeirra mun Fauna hafa fengið á
þeim forsendum, að hagnaður af
veiðunum rynni til að borga skuldir
Sædýrasafnsins. Hver hann hefur
orðið mun því skiptaráðanda í þrota-
búi Sædýrasafnsins kunnugast. Há-
hyrningarnir hafa verið seldir til
erlendra sædýrasafna en, illu heilli,
haft lengri viðdvalir í Sædýrasafninu
í Hafnarfirði og hefur aðbúnaður
þeirra þar sætt sömu aðfinnslum og
önnur starfsemi safnsins áður.
Slík er orðin frægð Sædýrasafnsins
að í mars sl. sendi enska stórblaðið
Daily Mirror hingað fréttaritara og
dýralækni, eingöngu til að kanna
aðbúnað háhyrninga, sem þá voru í
safninu. Lýsing þeirra á aðkomunni
í Sædýrasafninu er léleg landkynn-
ing, svo ekki sé meira sagt. Háhyrn-
ingarnir svömluðu um í gryfju, sem
var mikils til of lítil fyrir þessi stóru
dýr. í vatnsskorpunni syntu matar-
leifar og annar úrgangur og gryfju-
barmarnir voru ataðir óhreinindum
og af öllu saman lagði sterkan
ódaun. Á dýrunum mátti sjá opin
sár sem, að dómi dýralæknisins,
stöfuðu af lélegri umhirðu. Að lok-
inni þessari skoðun í Sædýrasafninu
héldu hinir ensku blaðamenn til
höfuðstöðva Fauna til að ræða við
framkvæmdastjórann. Af lýsingu
þeirra má ráða, að þeir hafa ekki
gert sér grein fyrir að þeir voru
komnir í eina af fræðsluskrifstofum
íslenska ríkisins. Framkvæmdastjór-
inn var engu mýkri í máli við hina
erlendu gesti en blaðamann Tímans
er bar þar að garði skömmu fyrir jól.
Þó upplýsti framkvæmdastjórinn að
hann krefðist, að lágmarki, 65 þús-
und sterlingspunda fyrir hvert dýr.
Blaðið segir þó að verðið geti orðið
allt að hundrað þúsund sterlings-
pund. Ekki taldi framkvæmdastjór-
inn neitt við aðbúnað háhyrninganna
að athuga, þeir væru hamingjusamir
(happy) í Sædýrasafninu. Ekki skulu
rakin hér frekar ummæli Daily Mir-
ror um framkvæmdastjórann, en
samantekið má segja að hann þótti
skilningsdaufur í dýraverndarmálum
og er þá hinn enski texti mjög
vægilega endursagður. Hitt er svo til
álita hvort tjónið af þessum háhyrn-
ingaveiðum sé ekki orðið meira en
hagnaðurinn. Dýravinur
n,Tírhinn''27
Leiðbeiningar um skattframtal:
LEÐRÉTTING
Vakin er athygli á því að í Leiðbeiningum um
útfyllingu skattframtals einstaklinga árið 1989, sem
munu hafa boristflestum um leið og skattframtöl
þeirra, er villa í upplýsingum um verðgildi
spariskírteina ríkissjóðs á blaðsíðu 17 í
leiðbeiningunum. Samkvæmt upplýsingum frá
Seðlabanka íslands var margföldunarstuðull
nafnverðs spariskírteina, sem einkennd eru
1987-1. A.2AR og 1987-I. A.4AR, 1,8677. Síðarkom
í Ijós að réttur margföldunarstuðull fyrir þessi
spariskírteini er 1,6492 og ber því að margfalda
nafnverð þeirra með þeim stuðli.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkur, f.h. Hitaveitu
Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í álklæðningu á
Nesjavallaæð. Heildarmagn 88.000 m2.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn
14. mars 1989, kl. 11,00.
INNKAUPÁSTOFNUN RfYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
111
i|r Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygg-
ingadeildar Borgarverkfræðings, óskar eftir tilboð-
um í málun á dagvistunarhúsnæði Reykjavíkur-
borgar.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn
16. febrúar 1989, kl. 11,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍXURBORGAR
FríkirUju v«gi 3 — Sími 2S800
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygg-
ingadeildar Borgarverkfræðings, óskar eftir tilboð-
um í reglubundið viðhald loftræstikerfa í ýmsum
fasteignum Reykjavíkurborgar.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn
1. mars 1989, kl. 14,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
t
Við þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð og vináttu í veikindum
og við andlát móðursystur okkar og systur
Guðnýjar Guðnadóttur
Byggðarenda 15
Sérstaklega viljum við þakka öllu starfsfólki hjartadeildar Landsþítal-
ans fyrir umhyggju og góða umönnun.
Hanna Helgadóttir
Guðný Helgadóttir
Kristinn Guðnason