Tíminn - 04.02.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.02.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 4. febrúar 1989 Ferðaskrifstofurog Visa ísland komafram meðfjórðagreiðslukortiðá fslandi: FARKORT SEM NOTA MÁ UM ALLAN HEIM A mánudaginn mun líta dagsins Ijós fjórða greiðslukortið á Islandi og ber það heitið Farkort. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Tímans verður það gefið út af íslenskum ferða- skrifstofum í samvinnu við Visa ísland. Ekki hefur enn fengist staðfest hvernig samningurinn milli ferðaskrifstofanna og Visa mun líta út, enda verður ekki gengið frá honum til undirritunar fyrr en nú um helgina. Það sem þó hefur verið hægt að hlcra varðandi Farkortið er að gert er ráð fyrir að það verði alþjóðlegt og gjaldgengt á öllum þeim stöðum þar sem á annað borð er tekið við greiðslum með greiðslukortinu Visa innanlands sem utan. Ekki hefur ncinn viljað staðfesta annað en að gengið verði frá sanin- ingum fyrir kynningu sem hefjast mun á mánudag. Samkvæmt hei- mildum innan Visa og ferðaskrifstof- anna er Farkortið niðurstaða í langri umræðu milli korthafa þar sem rætt hefur verið um hvernig hægt verði að losna við 5% kostnað ferðaskrif- stofanna af greiðslukortaviðskipt- um. f haust lá það í loftinu að nokkrar ferðaskrifstofur rnyndu stofna eigið greiðslukortafyrirtæki, en þær hugmyndir virðast hafa náð landi í Farkortinu. Þar með hlýtur að liggja í loftinu að samið verði um lækkun þessa kostnaðar eða jafnvel að hann verði gerður að engu. Það sem lokka á fólk til að sjá sér hag í því að bæta við sig fjórða kortinu, eða skipta úr Visa-korti yfir í Farkort, hefur ekki allt komið fram ennþá. Talað hefur verið um að í fyrstu verði um að ræða víðtækari ferðatryggingar og einnig komi ann- að til sem sniðið verður sérstaklega að þeim sem ferðast eitthvað að ráði. Stærsta þröskuldinum, árgjald- inu og stofngjaldinu, verður trúlega rutt úr vegi með því að sá sem er þegar með Visa-kort, getur skipt yfir í Farkort án aukakostnaðar. Þeir sem Tíminn hefur rætt við vegna aðdraganda Farkortsins, voru sammála um að með Farkortinu verður komið á fót vísi að klúbbi sem njóti sérstakra kjara og jafnvel forgangs hjá þeim þremur til fjórum ferðaskrifstofum sem að þessu standa. Einnig hefur verið gælt við þá hugmynd að hægt verði að bjóða upp á sérstakan afslátt víða um heim, þar sem viðkomandi ferða- skrifstofur hafa viðskiptasambönd. Þannig ætti að vera hægt í framtíð- inni að fá t.d. afslátt í fríhöfninni á Heathrow, eða sjóskíðaleigu á Flór- ída, svo skiljanleg dæmi séu tekin. Fulltrúar ITC í Kringlunni í gær. Tímamynd: Árni Bjarna ITC hér á landi I dag verða í Kringlunni full- trúar ITC á íslandi þar sem þeir munu taka á móti umsóknum um aðild að samtökunum. ITC eða „International Train- ing in Communications" eru þjálfunarsamtök sem ætlað er að veita þjáifun f mannlegum sam- skiptun og örva forystuhæfileika. Markmið samtakanna er að hvetja til umræðna um hvers kyns málefni hvort sem þau eru stjórnmála-, efnahags-, kynþátta- eða trúarlegs eðlis. Samtökin eru ætluð bæði kon- um og körlum án tillits til litar- háttar, skoðana eða uppruna. Félagar greiða mánaðarlega þús- und krónur í sjóð sem notaður er til að fjármagna starfsemina. Hver félagsmaður fær vinnubók sem í er handbók, ræðubók og bók um hæfnismat. Þá gefur ITC út tímarit annan hvern mánuð. jkb Ingi Björn vill matar- skattinn út Ingi Björn Albertsson, þingmaður Borgaraflokksins, hefur lýst yfir mikilli óánægju með þann umræðu- grundvöll sem Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra lagði fram í gær fyrir formlegum samn- ingaviðræðum stjórnarflokkanna og borgara. Segir Ingi Björn að afnám söluskatts á matvæli sé algert for- gangsatriði af sinni hálfu og sú staðreynd að málin hafi ekki komist lengra í könnunarviðræðunum sem staðið hafa í 3 vikur sé í raun móðgandi fyrir Borgaraflokkinn. Áherslumunur virðist milli þing- manna borgara í þessu efni sbr. viðtal við Júlíus Sólnes á bls. 6-7. KB Átak gegn heilahimnubólgu: ÖLL UNGBÖRN BÓLUSETT „Þetta bóluefni er nýtt og því dýrt. En takist að koma í veg fyrir heilaskaða á einu barni sparar það öll útgjöld vegna þessara bólusetninga - auk þess að koma í veg fyrir tjón sem aldrei verður metið til fjár“. Þetta sagði landlæknir á frétta- mannafundi í gær þar sem heil- brigðisráðherra kynnti ákvörðun um að frá I. maí n.k. vor verði hafin bólusetning allra smábarna í landinu gegn heilahimnubólgu sem smitast með bakteríu er nefnist „hemofilus influcnse b“. Umfangs- miklar tilraunir með bóluefnið hafa farið fram í nokkrum löndum en íslendingar munu verða fyrstir til að taka ákvörðun um bólusetningu allra landsins barna. Ákveðin hef- ur verið 7 milljóna króna aukafjár- veiting í þessu skyni. Fyrrnefnd baktería er ein af þeim sem valda tiltölulega oft hcilahimnubólgu, einkum hjá ung- börnum, auk þess að geta valdið lífshættulegum bólgum og oftast er svo blóðsýking samfara. Tekið skal fram að nafn bakteríunnar er mjög villandi þar sem hún veldur alls ekki inflúensu og gengur ekki í faröldrum eins og flensa. Hemofilus influensa heila- himnubólga greindist hjá 129 börn- um hér á landi á árunum 1974- 1987, nær öll innan 5 ára aldurs. Auk þess greindust 65 börn með blóðsýkingu. Eitt þessara barna lést, eitt fékk mikla heilaskemmd og tvö börn væga. Eitt barn missti heyrn algerlega og finnn börn að hluta. Eitt barn varð flogaveikt. Og a.m.k. 47 börn hlutu minnihátt- ar skaða bæði hvað varðar líkam- lega getu og á andlegum þroska. Fáum þessara barna hefur verið fylgt eftir fram á skólagöngualdur og því talið mögulegt að fleiri séu andlega skert en að framan greinir. Börn fæðast venjulega með mót- efni gegn bakteríunni og fá sýkjast því sjaldan af þessari hcilahimnu- bólgu innan 6 mánaða aldurs. Þau mótefni dvína hins vegar á fyrstu mánuðunum og því cr mest hætta á sýkingu á aldrinum 6 mánaða til 2ja ára. Um 5 ára aldur hafa flest „Bólusetningin stendur til boða fólki að kostnaðarlausu, en er ekki skylda,“ sögðu Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra og Ólafur Ólafsson landlæknir. Auk þeirra sjáum við hér Krístínu Jónsdóttur lækni Og Pál Sigurðsson ráðuneytisstjóra. Tímamynd: Pjelur börnum verður einnig gefinn kost- ur á þessuu bóluefni, en þeim nægir einn skammtur. Talið er að bólusetning veiti 90% vernd gegn sýkingu. Að sögn landlæknis hafa ekki fundist aukaverkanir af bólu- setningunni þar sem tilraunir hafa verið gerðar á bóluefninu, sem hafa verið hvað mestar í Finnlandi, Kanada og Sviss. -HEI börn síðan myndað sín eigin mót- efni sem vernda þau gegn innrás bakteríunnar. Þessar bólusetningar verða tengdar ungbarnaeftirlitinu sem fram fer á heilsugæslustöðvum og Heilsuverndarstöðinni í Reykja- vík. Börnin verða bólusett fjórum sinnum; 3, 4, 6 og 14 mánaða gömul. Tveggja og þriggja ára Fiskeldisfyrirtæki eiga í erfiöleikum meö fjármögnun fóðurkaupa meöan stjórn tryggingarsjóðs hefur ekki verið skipuö: Vatnið kælt í kerjum til að draga úr vaxtarhraða þar til lausn fæst Staðið hefur á skipun stjórnar tryggingarsjóðs fiskeldisins. Af því leiðir að við fjölmörgum fyrirtækjanna blasa við miklar fjárhags- þrengingar. Hafa sum hver jafnvel gripið til þess ráðs að reyna að hefta vöxt seiðanna með því að kæla vatnið í kerjunum. Atvinnu- ^SS'H^sjóður segist ekki geta leyst úr vanda þeirra fyrr en stjórn hins nýja tryggingarsjóðs hefur verið skipuð. Við allt þetta bætist síðan að endurgreiðsla söluskatts er að dómi fiskeldismanna í hæsta máta ófullnægjandi. Allsherjar gjaldþrot blasir við fiskeldi í landinu og má að miklu leyti kenna seinagangi ríkisstjórnar- innar um. Lagt var fyrir Alþingi frumvarp um stofnun sérstaks tryggingarsjóðs fiskeldisins sem deild í stofnlána- deild landbúnaðarins. Sjóðurinn mun veita ábyrgð á afurðalánum hraðað eftir föngum. Landssamband fiskeldis- og haf- beitarstöðva tilnefndi strax tvo menn til setu í tryggingarsjóði, þá Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóra sam- takanna og Jón Þórðarson náms- brautarstjóra í sjávarútvegsfræðum fiskeldisstöðvanna. Þótti ijjálið það brýnt að samþykkt frumvarpsins var við Háskólann á Akureyri. Fyrir rúmri viku tilnefndi Stofn- lánasjóður Stefán Valgeirsson sem sinn fulltrúa. Jón Höskuldsson deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu sagði í samtali við Tímann í gær að fjár- málaráðherra hefði ekki ennþá lagt fram tilnefningu. Hann bjóst við að það yrði ef til vill gert í dag, eða í síðasta lagi á mánudaginn kemur. Þá mun landbúnaðarráðherra leggja fram sína tilnefningu og skipa stjórn- ina. Skipun stjórnarinnlii má að sögn Friðriks Sigurðssonar ekki dragast lengur. „Mörg fyrirtækjanna rétt hanga á horriminni. Ég veit um tvö til þrjú tilfelli þar sem l.ekkað hefur verið niður í hitun fiskeldiskerjanna til að hægja á efnaskiptum fisksins og þar nteð draga úr exti hans.“ Hann sagði að því si'i r væri fjár- magn til fyrir launagieiðsiunt en fóðri. Hirðingu seiðe. na er því þannig komið í mörgum tilvikum að menn líta inn í fiskeldisstöðvarnar á kvöldin af einskærum áhuga til að fylgjast með hvort allt sé í lagi. Fiskeldisfyrirtækin lögðu flest inn umsóknir um lán úr Atvinnutrygg- ingarsjóði fyrir áramótin. Vegna þess hve dregist hefur að skipa stjórn tryggingarsjóðs hafa umsókn- ir þeirra ekki fengið afgreiðslu ennþá. Forsvarsmenn Atvinnutryg- gingarsjóðs segjast ekki hafa þá sérfræðiþekkingu sem til þurfi við mat á lánshæfni einstakra fyrirtækja innan fiskeldisins. Bíða þessar um- sóknir því afgreiðslu þar til stjórnin hefur verið skipuð en umsóknum verður væntanlega vísað til hennar. „Ennfremur er endurgreiðsla söluskatts, sem samkvæmt loforðum ríkisstjórnarinnar átti að vera for- gangsverkefni, rétt nýkomin,“ sagði Friðrik. Endurgreiðslan nemur alls um 35 milljónum sem skiptast á milli fimm- tíu fyrirtækja. „Við teljum að grein- in eigi kröfu um 52 milljónir fyrir árin '86 og '87. Okkur er sagt að fjármálaráðuneytið telji að þessi greiðsla eigi að duga fyrir árin '86-88. Við viljum vitaskuld ekki hlusta á það frekar en landbúnaðarráðuneyt- ið. 52 milljóna beiðnin er byggð á ársreikningum allra fyrirtækjnna. Fyrir árið 1988 teljum við okkur síðan eiga inni um 70 milljónir," sagði Friðrik Sigurðsson. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.