Tíminn - 04.02.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.02.1989, Blaðsíða 9
Liaugardagur 4. febrúar 1989 Tíminn 9 22. júlí 1940. Yfirmenn í sovéska hernum, að ógleymdum sjálfum Joseph Stalín, fylgdust vandlega með hinu nýja þjóðþingi í Tallinn. búða í Vokurta. Sendiherrann vildi skenkja forsætisráðherra vodka, en hann afþakkaði með þeim orðum, að hann drykki ekki áfengi á heilsuhæli. Foringi dauðasveitar skrifar bók Þann 14. mars 1961 birti Þjóð- viljinn forsíðufrétt undir fyrir- sögninni: „íslenskur ríkisborg- ari sakaður um múgmorð.“ Fylgdi þessari frétt löng grein inni í blaðinu, sem skrifuð var af Árna Bergmann, sem þá var við nám í Moskvu, (þar sem peysan á Sakharov var prjónuð) en er nú ritstjóri Þjóðviljans. Hér var um þýðingu að ræða úr bók eftir Ants Saar sem nefndist „Grímu- lausir morðingjar.“ Bók þessi var nýkomin út í Tallin, höfuð- borg Eistlands, prentuð á eist- nesku í 20 þúsund eintökum, og segir í ævisögunni, að hún hafi verið „send ókeypis á öll eist- nesk heimili á Vesturlöndum, ef KGB hafði heimilisfangið á ann- að borð.“ Samkvæmt ævisög- unni var Ants Saar, heimildar- maður Árna Bergmann, foringi fyrir dauðasveit kommúnista 1942, en honum tókst að flýja austurfyrir áður en hann yrði handtekinn. Segja má að með þessari Þjóð- viljagrein Áma Bergmann hafi að mestu lokið opinberri aðför kommúnista að Eðvald Hinriks- syni. Hann starfaði næstum óáreittur við gufubað sitt og nuddstofu og gerir enn, ól upp tvo drengi sína, þá Atla og Jóhannes og eina dóttur, Önnu Jónínu, en kona Eðvalds er Sigríður Bjarnadóttir úr Vest- mannaeyjum. Eftir að Þjóðvilj- inn gerði Eðvald að fjöldamorð- ingja bar við að hann fengi upphringingar á nóttunni, þar sem honum var hótað. Þeir sem lenda upp á kant við kommún- ista kannast við þær aðferðir og þurfa ekki að vera landflótta til þess. Heiðursfortíð Stalínista Þótt dæmin sanni að Þjóðvilj- inn ætli seint að taka þeirri þíðu, sem nú fer um Sovétríkin og leppríki þeirra að stærstum hluta, fer ekki á milli mála að mikið hefur breyst hér á landi á • síðasta áratug eða svo. Alþýðu- bandalagið sem flokkur ástund- ar ekki persónuníð, þótt mál- gagnið detti stundum í þann pytt, eins og dæmið um Stefán Jóhann sýnir. En forverar bandalagsins eiga aðra sögu, sem ástæðulaust er að bregðast við eins og hún hafi aldrei gerst. Hinn harði kjarni Alþýðubanda- lagsins kveinkar sér hvergi við þeirri fortíð. Fyrir um viku gerð- ist það í Moskvu, að stofnuð var hreyfing sem hefur það að mark- miði að skýra sem nákvæmlegast frá kúguninni á Stalínstímanum. Þá verður kannski lokið þeirri heiðursfortíð Stalínista, sem hefur verið uppspretta réttlæt- ingar á byltingavafstri á Vestur- löndum og leitt af sér hryðju- verkahópa, sem fremja morð á borgurum í þágu málefnis. Nú á að fara að reisa minnismerki um fómarlömb Stalíns á árunum 1930-53 í Sovétríkjunum. Það hefur hins vegar ekki enn verið talað um að reisa minnismerki um fórnarlömb vinstrisinnaðra hryðjuverkamanna á Vestur- löndum, þ.e. morðingja sem nefnast skæruliðar á fjölmiðla- máli. En í Sovétríkjunum þykir ástæða að rifja upp hörmungar liðins tíma einkum vegna unga fólksins, sem þarf að læra svolít- ið í sögu, m.a. þeirri sögu að Stalín hafi borið ábyrgð á dauða 30 milljóna manna. Hér á Vest- urlöndum er minna um þetta talað, og á íslandi þykir mesta goðgá að minna á handaverk fyrri tíðar ef þau snerta Sovét- ríkin. Aftur á móti halda menn réttilega vöku sinni hvað snertir hermdarverk nasista gegn mannkyni. í því felst að ekki er sama hver drepur mann. Heiftin frá 1930 íslenskir flokkar eru runnir upp úr þeirri nauðsyn lítillar þjóðar að viðhalda sjálfstæði sínu og jöfnuði á sem flestum sviðum. Þeir virða mannrétt- indi, og aldrei hefur skorist svo í odda á milli þeirra, að fólki og lífi þess væri í nokkru hætt. Svo er einnig um borgaralega flokka annars staðar í Vestur-Evrópu. Hér hefur verið einkennandi sá tiltölulega góði friður sem ríkt hefur á stjórnmálasviðinu lengst af því tímabili sem liðið er frá myndun núverandi flokkaskipu- lags. Þátt í þessum friði á eðlis- læg óbeit á ofstæki, samsteypu- stjórnir og fyrirkomulag kosn- inga, sem býður upp á fjöl- flokkakerfi. Saga borgaraflokk- anna þriggja er í þessum efnum lík um flesta hluti. Þeir eru vammlausir ef miðað er við stjómmál grimmdarveldanna, og eiga sér enga afbrigðilega fortíð. Að vísu hefur stundum skorist í odda eins og eðlilegt er í lýðræðisríki, og einstakir menn hafa hlotið skrokkskjóður í orð- ræðum. En slíkt hefur ekki hindrað að menn gætu risið upp að nýju eins og Einherjar og hafið samstarf í einhverri sam- steypustjórninni að morgni. Það var ekki fyrr en á árinu 1930 sem stjórnmálasviðið breyttist með stofnun Kommúnistaflokks íslands. Þá er óhætt að segja að heiftin hafi haldið innreið sína í stjómmálin, og svo var um langa hríð þangað til nú, að mildari menn hafa tekið við forystunni og tengslin við „móðurtölvuna" í austri hafa dvínað. Undirhyggja Qg tortryggni Um það leyti sem Kommún- istaflokkur íslands var stofnað- ur, voru uppi hreyfingar suður í Evrópu, sem enn juku á bil milli flökka og efldu óbilgirni á stjórnmálasviðinu. Þá voru tek- in upp manndráp til að veita öfgastefnum brautargengi, og má minna á morðið á Walther Rathenau, þýska utanríkisráð- herranum, 24. júní 1922. En morð af þessu tagi voru fágæt á þessum tíma og þau vom yfir- leitt framin af stjórnleysingjum. Nú eru svona aftökur orðnar þróuð grein atvinnumorðingja, en einstökum hópum þeirra eru gefin rómantísk nöfn, sem tengd eru vinstri öflunum í heiminum, og má stundum greina einskonar réttlætingu í þessum nafngiftum. Þegar Rathenau var myrtur voru fimm ár liðin frá byltingunni í Rússlandi. Sú bylting fæddi af sér póltískan rétttrúnað, sem réttlætti í sjálfu sér ýmsar þær aðgerðir, sem ekki höfðu þekkst, eða menn vildu ekki kannast við að væru mögulegar á dögum sem töldust tímar upp- lýsingar. Einstrengingsleg boð og bönn án undanlátssemi voru þær fyrirmyndir, sem kommún- istaflokkar í löndum utan Sov- étríkjanna fengu í arf frá móður- flokknum. Þau komu þó hvergi harðar niður en í heimalandi flokksins. Þar réði mestu austur- lensk undirhyggja Stalíns og sjúkleg tortryggni. Samið við böðla Þegar leið fram á þriðja ára- tuginn reis upp annar einræðis- herra í Þýskalandi á rústum Veimar lýðveldisins og nýtti sér afarkosti friðarsamninga Ver- sala til að afla sér fylgis í nafni þýskrar endurreisnar. Þessi ein- ræðisherra var að sínu leyti álíka skert persóna og Stalín, enda kom á daginn að gengdarlaus útrýming gyðinga og hömlulaus manndráp á herteknum svæðum í heimsstyrjöldinni síðari, gerði þriðja ríkið að mestu hryllings- mynd allra tíma. Þótt nasisminn væri þannig ógeðfelldur í meira lagi sem stjórnmálastefna, kom það ekki í veg fyrir að Stalin gerði samning við Hitler um skiptingu Póllands, og virðist raunar hafa treyst því að Þjóð- verjar myndu halda frið við Sovétríkin, a.m.k. á meðan þeir væru að ganga frá afganginum af Vestur-Evrópu. En þetta fór á annan veg. Nasisminn var bar- inn niður með ægilegum blóð- fórnum, og máttu Sovétmenn þola mest í þeim fórnum í mann- falli. Þeir voru alveg óviðbúnir innrás nasista sumarið 1941, en sá kapítuli hafði verið skráður með aftökum hershöfðingja í Moskvu þremur árum áður. Þær byggðust á gegndarlausri tor- tryggni Stalíns, sem nasistar virt- ust hafa notfært sér með því að falsa skjöl um sviksemi hers- höfðingjanna. Með erlenda forsögn Á meðan þessu fór fram í Evrópu undu íslendingar við sína stjórnmálaflokka. En lengst af á þessum árum ríkti sam- steypustjórn Framsóknarflokks og Álþýðuflokks undir forystu Hermanns Jónassonar. Þessu samfellda tímabili lauk í raun ekki fyrr en með þjóðstjórninni 1939-1942 undir forystu Hermanns. Þá hafði heimsstyrj- öldin staðið í þrjú ár og Bretar og Bandaríkjamenn komnir hingað með her manns vegna stríðsins og siglinga um Norður- Atlanshaf, m.a. til Murmansk. Kommúnistaflokkur íslands hafði breytt um nafn og hét nú Sameiningarflokkur alþýðu, sósíalistaflokkurinn. í ljósi sögunnar er sérkennileg sú af- staða íslenskra kommúnista á þessum tíma að halda fram rétt- mæti þýsk-rússneska samnings- ins og réttlæta árás Rússa á Finna og þá á land eins og Eistland um leið. Alkunnugt er andóf þeirra gegn Bretum á þessum-tíma, en í byrjun stríðs- ins höfðu þeir uppi þá kenningu, að hernaður nasista væri hentug- ur af því hann myndi eyðileggja kapítalismann. Aðrir flokkar á íslandi eiga ekki svona forsögu. Þeir hafa aldrei ánetjast erlendri hug- myndafræði í þeim mæli að hún yrði þeim heilagt orð. Hér er að vísu talað almennt um einstakl- ingshyggju og félagshyggju, eins og þessi tvenn mið eru túlkuð á Vesturlöndum. Fylgispekt við þessar tvær hyggjur er ekki fyrir hendi vegna þess að flokkar á íslandi miða störf sín og stefnu- mið við aðstæður hér á landi eins og dæmin sanna. Enginn flokkur hefur nokkru sinni leyft sér að ætla að flytja hingað inn ómengaða alþjóðahyggju, eins og forveri Alþýðubandalagsins, og skipti þá engu máli þótt hún væri blóðug upp að öxlum. Slík fortíð hlýtur að rifjast upp öðru hverju á meðan enn eru uppi menn sem skrifa um þá svívirði- legu tíma, sem gengið hafa yfir almenning í Evrópu á þessari öld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.