Tíminn - 04.02.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.02.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 4. febrúar 1989 llllllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR Ml,;, i',l, l,j; ............................... Mi., 'iU JH, 'V,i,'; n:, V,I::^n,'i',1 /T„,/,i; íþrótta- viðburðir helgarinnar Körfuknattleikur: Laugardagur 1. deild karla kl. 14.00. Borgarnes UMFS-Léttir 1. deild karla kl.15.30. Borgarnes Snæfell-UMFL 1. deild karla kl.14.00. Egilsstaðir UÍA-UBK Sunnudagur Flugleiðadeild kl.20.00.: Höllin Akureyri Þór-KR Grindavík UMFG-UMFT Strandgata Haukar-UMFN Keilavík ÍBK-ÍS Seljaskóli ÍR-Valur 1. deild kvenna kl.21.30. Grindavík UMFG-KR 1. deild kvenna kl.14.00. Njarðvík UMFN-Haukar 1. deild kvenna kl.21.30. Seljaskóli ÍR-fS 1. deild karla kl.20.30. Hagaskóli Víkverji-Reynir Fjölliðamót yngriflokka verða á eftirtöldum stöðum: Drengjaflokkur A í Hagaskóla Drengjaflokkur B á Akureyri 8. flokkur A í Strandgötu Hafn. 8. flokkur B á Sauðárkróki 6. flokkur A í Keflavík 6. flokkur B ■ Sandgerði Minnibolti 10 ára að Hlíðarenda Tímamynd Pjetur. Héðinn Gilsson skoraði 6 glæsileg mörk í leiknum gegn Norðmönnum í gærkvöld Handknattleikur Handknattleikur: Laugardagur 1. deild kvenna kl.16.30. Seljaskóli Víkingur-ÍBV 1. deild kvenna kl. 14.00. Höllin Akureyri Þór-Valur 2. deild karla kl.14.00. Seljaskóli ÍR-Haukar 2. deild karla kl.14.00. Digranes HK-Þór 2. deild kvenna kl.16.30. Digranes UBK-HK 3. deild karla kl 15.15. Seljaskóli Þróttur-Völsungur 3. deild karla kl.15.15. Digranes HK b-Víkingur b EINS MARKS SIGUR í LÉLEGUM LEIK Sunnudagur 2. deild karla kl.14.00. Keflavík ÍBK-ÍH 2. deild karla kl.14.00. Selfoss Selfoss-Ármann 2. deild kvenna kl.15.15. Seljaskóli KR-Grótta 2. deild kvenna kl. 16.30. Seljaskóli Þróttur-Haukar b 2. deild kvenna kl.15.15. Selfoss Selfoss-ÍR 2. deild kvenna kl.15.15. Keflavík ÍBK-UMFA 3. deild karla kl.14.00. Seljaskóli KR b-Völsungur 3. deild karla kl.14.00. Vajsheimili Valur b-Grótta b Blak: Laugardagur 1. deild karla kl.16.00. Neskaupstaður Þróttur N.-HK 1. deild kvenna kl.17.15. Neskaupstaður Þróttur N.-HK Badminton: fslandsmótið í badminton fer fram í Laugardalshöll um helgina. Keppni hefst kl.10.00 í dag, en í fyrramáliö kl.10.00 hefst keppni í undanúrslit- um. Úrslitaleikirnir hefjast síðan kl.14.00. Frjálsar íþróttir: Um helgina verður Meistaramót fslands í flmmtarþraut haldið í Reykjavík og á Laugarvatni. Keppn- in hefst í dag kl.14.00. í Baldurshaga og verður þá keppt í 50 m hlaupi og 50 m grindahlaupi karla og kvenna og langstökki kvenna. Á morgunn hefst keppni á Laugarvatni kl.14.00. Keppt verður í kúluvarpi og hástökki karla og kvenna og stangarstökki karla. Hann var ekki mikið fyrir augað landsleikur fslendinga og Norð- manna í Laugardalshöll í gærkvöld. Lítið skor, hnoð og aftur hnoð og áhorfendur fengu ekki að sjá rismik- inn handknattleik. Þegar upp var staðið hafði íslenska liðið sigur, 21-20, en allt eins hefði sigurinn geta lent hjá Norðmönnum. íslenska liðið byrjaði mcð sömu ládeyðu og í leiknum í fyrrakvöld. Norðmenn. með Rune Erland í fararbroddi, gerðu 3 fyrstu mörkin, en um síðir tókst okkar mönnum að jafna 3-3. Þá var komið að Norð- Skíði. Á öskudaginn, sem er næsta miðvikudag, verður efnt til skíðamóts grunnskóla sem aðild eiga að skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Slíkt mót var haldið í fyrsta sinn í fyrra og var þátttaka það góð að ákveðið var að framhald yrði á í ár. Öllum skólum á Reykjavíkur og Reykja- nessvæðinu hafa verið sendir þátt- tökulistar. Fyrirkomulag keppninn- ar verður þannig að keppt verður í einstaklingskeppni í svigi í brautum með ýmsum þrautum, 1-2 umferðir eftir þátttöku. Skráning keppenda er á skrifstofum skólanna eða hjá íþróttakennurum. Keppt verður í tveimur aldursflokkum pilta og stúlkna. Mæting keppenda er við Bláfjallaskála kl. 11.30 á öskudag. Verðlaunaafhending verður um kl. 17.00 við Bláfjallaskálann. Þá má geta þess að í tilefni dagsins verður kötturinn sleginn úr tunnunni af skíðamönnunum. mönnum sem gerðu næstu 3 mörk og breyttu stöðunni í 3-6. fslendingar náðu ekki að jafna metin fyrr en rétt fyrir hlé að Valdimar Grímsson gerði 9. mark íslands. Hann var þá nýkominn inná og gerði strax 3 mörk í röð. íslendingar áttu síðustu sókn- ina í hálfleiknum og þegar 5 sek. voru til leikhlés tók Geir Sveinsson hornkast. Hann gaf sendingu inní vítateig Norðmanna á Héðin Gilsson sem þar kom svífandi og skoraði 10. mark íslands. Staðan var því 10-9 þegar gengið var til búningsher- bergja. Héðinn Gilsson fór á kostum í upphafi síðari hálfleiks og gerði þá 3 mörk á stuttum tíma. íslendingar komust yfir, 12-10, en Norðmenn náðu að jafna, 13-13. Aftur var jafnt, 14-14, en þá kom góður kafli hjá íslenska liðinu sent breytti stöð- unni í 18-14. Þar voru þeir að verki í sókninni Guðmundur Guðmunds- son og Sigurður Gunnarsson. Norð- menn minnkuðu ntuninn í 18-16, en Sigurður Sveinsson svaraði úr víta- kasti, 19-16. Næstu 3 mörk voru norsk og því á ný orðið jafnt, 19-19. Sigurður Gunnarsson kom íslenska liðinu aftur yfir með góðu marki, en Norðmenn náðu að jafna með marki Rune Erland. íslenska liðið hóf sókn þegar innan við mínúta var til leiksloka og þegar 11 sek. voru eftir braust Kristján Arason í gegn og skoraði sigurmark íslands í leiknum. Norðmenn áttu þó síðasta skotið, en Einar Þorvarðarson varði. Sigur íslands í leiknum verður varla talinn sanngjarn, jafntefli hefði verið öllu nær lagi. Leikur íslenska liðsins var alltof köflóttur og oft var mikið fum á mönnum í sóknarleikn- um. Kristján Arason varmjögslakur að þessu sinni í sókninni, en stóð sig vel í vörninni að vanda. Kristján bætti þó mikið fyrir með því að skora sigurmarkið. Héðinn Gilsson átti góðan leik, en skaut fulloft framhjá. Valdimar Grímsson kom inná fullur af sjálfstrausti og gerði mjög góða hluti. Einnig Sigurður Gunnarsson, en hann virkaði óöruggur og missti boltann nokkrum sinnum klaufalega. Hornamennirnir Jakob og Guðmundur stóðu sig vel, Jakob varð að fara af leikvelli í síðari hálfleik, eftir að hafa orðið fyrir hnjaski. Guðmundur tók stöðu hans og lék af öryggi. Einar Þorvarð- arson stóð í markinu nær allan tímann og varði 9 skot. Hjá Norðmönnum var Rune Er- land bestur eins og í fyrrakvöld, en liðið virkar jafnt og til alls líklegt. Maður hafði þó á tilfinningunni að íslenska liðið væri mun sterkara, liðið sýndi góða leikkafla en datt niður þess á milli. Útkoman úr leikjunum við Norð- menn sýna að ástæða er til að óttast útkomuna úr B-keppninni. Ef liðið nær ekki betri einbeitingu og dettur jafn niikið niður og í leikjunum gegn Norðmönnum, verður liðið í vand- ræðum með B-þjóðirnar eins og svo oft áður. Undirritaður er þó á því að þegar til kastanna kemur og virki- lega á reynir, þá muni strákarnir standa sig og ná einu af sætunum sem skipar okkur á ný meðal A- þjóða. Það er líka öllu skemmtilegra að vinna sér sæti í A-keppninni en að fá það á silfurfati vegna heimasetu ákveðinna þjóða. Þótt að veganestið sé ekki ljúft í pokann fyrir Frakk- landsferðina, þá er það góð áminn- ing um að hvergi má slaka á ef góður árangur á að nást. Dómarar í leiknum í gær voru þeir sömu og í fyrri leiknum og sjóndepra þeirra hafði lítið lagast. Mörkin; Island: Héðinn 6, Sigurð- ur Gunn. 4, Valdimar 4, Guðmund- ur 2, Kristján 2/1, Jakob 1 og Sigurður Sv. 1/1. Rune Erland gerði flest mörk Norðmanna 9/4. BL Pflukast. íslenska landsliðið í pílukasti er nú á keppnisferðalagi í Svíþjóð og Danmörku og er þetta í fyrsta sinn sem 8 manna landslið í greininni fer utan til keppni. Leiknir verða landsleikir við Svía og Dani og eru það fyrstu landsleikir íslands í greininni. Þá verður einnig keppt við pílukastara í Malmö og Hels- ingjaborg. Eftirtaldir pílukastarar skipa landsliðið: Pétur Hauksson, Guðjón Hauksson, Kristinn Krist- insson, Óskar Þórmundsson, Ægir Ágústsson, Tómas Bartlett, Emil Þór Emilsson og Gunnar Schram. London. Graham Taylor fram- kvæmdastjóri Aston Villa tók upp pyngjuna á fimmtudaginn og keypti tvo nýja leikmenn. Taylor borgaði Bradford City 650 þúsund pund fyrir Ian Ormondroyd og Derby County 500 þúsund pund fyrir Nigel Callag- han. í staðinn seldi Taylor Andy Gray til QPR fyrir 425 þúsund pund. Þeir Ormondroyd og Callaghan verða báðir með Villa liðinu í leikn- um gegn Sheffield Wednesday í dag. Terry Yorath framkvæmdastjóri Swansea lét af störfum á fimmtudag- inn og búist er við að hann taki við stjómtaumunum hjá sínu gamla fé- lagi Bradford.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.