Tíminn - 04.02.1989, Qupperneq 19

Tíminn - 04.02.1989, Qupperneq 19
tihugarda^ur 4.. •f&úfúw iT989 nnlmíT Oíj Tíminn 31 Ltmnuo barnaleikrit eftir Guftrúnu Helgadóttur Idagkl. 14.00. Uppselt Sunnudag kl. 14.00. Uppselt Laugardag 11. febr. kl. 14. Fáein sæti laus Sunnudag 12,febr. kl. 14. Fáein sæti laus Laugardag 18. febr. kl. 14 Sunnudag 19. febr. kl. 14 Laugardag 25. febr. kl. 14 Sunnudag 26. febr. kl. 14 Þjódleikhúsið og Islenska óperan sýna ibojfmamiíp ópera eftir Offenbach I kvöld kl. 20.00. Uppselt Sunnudag kl. 20.00 Föstudag 10. febr. kl. 20.00 Sunnudag 12. febr. kl. 20.00 Föstudag 17. febr. kl. 20.00 Laugardag 18. febr. kl. 20.00 Föstudag 24. febr. kl. 20.00 Sunnudag 26. febr. kl. 20.00 Sýningum lýkur i byrjun mars Fjalla-Eyvindur og kona hans leikrlt eftir Jóhann Sigurjónsson Fimmtudag 9. feb. kl. 20.00 Fáar sýningar eftir. Háskaleg kynni leikrit eftir Christopher Hampton byggt á skáldsögunni Les liaisons dangereuses eftir Lados. Leikstjóm: Benedikt Árnason. Þýöing: Karl Guðmundsson og Þórdís Bachmann. Leikmynd og búningar: Karl Aspelund. Lýsing: Sveinn Benediktsson. Sýningarstjórn: Jóhanna Norðfjörð. Leikarar: Halldór Björnsson, Helga E. Jónsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Lilja Þórisdóttir, María Ellingsen, Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Randver Þorláksson, Sólveig Pálsdóttir o.fl. Laugardag 11. febr. kl. 20.00. Frumsýning Miðvikudag 15. febr. 2. sýning Sunnudag 19. febr. 3. sýning Laugardag 25. febr. 4. sýning Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga kl. 13-20. Símapantanir einnig virka daga kl. 10-12. Sími11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frá kl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltíðog miði á gjafverði. u:iKFf:iA(;a2 RKYKJAVlKim ^ ^ SVEITASINFÓNÍA eftir Ragnar Arnalds Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson í kvöld kl. 20.30. Uppselt 60. sýning laugardag 11. febr. kl. 20.30. Uppseit Sunnudag 12. febr. kl. 20.30 lí, eftir Göran Tunström Ath. breyttan sýningartíma 9. sýn. i kvöld kl. 20. Brún kort gilda. Örfá sæti laus 10. sýn. fimmtudag 2. febr. kl. 20. Bleik kort gilda. Örfá sæti laus Laugardag 4. febr. kl. 20. Uppselt 5. sýning þriðjudag 7. febr. kl. 20. Uppselt. Miðvikudag 8. febr. kl. 20. Fimmtudag 9. febr. kl. 20. Miðasala í Iðnó simi 16620 Miðasalan í Iðnó er opin daglega kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Símapantanir virka daga frá kl. 10-12. Einnig simsala með VISA og EUROCARD á sama tíma. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 21. mars 1989. ________________ I I I NEMENDA LEIKHUSIÐ LEIKUSTARSKOU ISIANOS UNDARBÆ sm zkíti „Og mærin fór í dansinn...11 eftir Debbie Horsfield 4. sýning miðvikudaginn 1. febr. kl. 20.00 5. sýning föstudaginn. 3. febr. kl. 20.00 6. sýning sunnudaginn 5. febr. kl. 20.00 Ath: breyttan sýningartíma Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 21971. _________________'__________________j - Ég vona aö ég hafi ekki truflaö þig þegar ég var aö horfaá þig boröa. Það var mjög skemmtilegt. Megrun Roseanne - nær eyðilagði líf hennar Nýlega hafa byrjað hér í sjónvarpinu þættir um hina bosmamiklu grínstjörnu Ros- eanne Barr. Þar Ieikur hún feita og skapgóða húsmóður, sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. En Roseanne hefur líka skemmt í nætur- klúbbum, og þar var hún mjög eftirsótt. Roseanne ólst upp í Salt Lake City. Hún giftist 18 ára og brúðguminn, Bill Pentland, var 19. Þau eiga þrjú börn, 13, 12 og 10 ára. Fórtil Hollywood og sló I gegn Hún var orðin 36 ára þegar nokkrir aðdáendur hennar skutu saman handa henni í ferð til Hollywood til að vita hvort hún gæti slegið í gegn. Viku eftir að hún kom í glaumbæinn þann komst hún í sjónvarpsþátt hjá Johnny Carson. Henni gekk alveg ljómandi í þættinum. Ros- eanne þótti skemmtileg og ólík hinum dúkkulegu sjón- varpsstjörnum sem algengast var að sjá á skjánum. Hún fékk mörg tilboð og þar á meðal bauðst henni hlutverk- ið í sjónvarpsþáttunum sem við sjáum nú hér á landi. Megrunaráróðurinn hafði áhrif Svo var það að megrun- aráróðurinn, sem dynur í eyr- um alla daga, fór að hafa áhrif á Roseanne. Hún hafði verið gift í 18 ár og nú ímyndaði hún sér að eigin- maðurinn hlyti að vera leiður á henni svona feitri og líklega gengi enn betur fyrir hana að koma sér áfram í skemmti- bransanum ef hún grennti sig. Roseanne fór í heiftarlegan megrunarkúr og náði af sér yfir 50 kg, og fór að verða skapleg í laginu. En hún hafði ekki neina stjórn á megrun- inni. Hún hreinlega svelti sig og drakk bara vatn, fékk sér smáskammt af gulrótarsneið- um og hrökkbrauði svona einu sinni á dag. Kílóin runnu af aumingja Roseanne, en hún varð af þessu bæði lasin og taugaveikluð. Staðreyndin var sú að Ros- eanne var að eyðileggja líf sitt með megruninni: Maður- inn hennar saknaði góðu, skapléttu, bústnu konunnar sinnar og sagði að hún væri nú eins og tuskudúkka sem sagið væri að renna úr. Það minnkaði eftirspurnin eftir skemmtiþáttunum hennar, og næturklúbbastjórnend- urnir sögðu, að Roseanne væri ekki sú sama Roseanne Roseanne og eiginmaður- inn, Bill Pentland. „Ég er ekki að segja að ekki sé gott og nauðsynlegt fyrir fólk að gæta sín á aukakíló- unum, - en megrun mín var nærri því að kosta mig allt sem er mikilsverðast í lífinu,“ sagði Roseanne nýlega í viðtali og hún hefði verið. „Feitt er fyndið“, sagði einn. „Nú ert þú bara eins og hinar píurn- ar,“ sagði annar. Börnin hennar kvörtuðu undan skap- vonsku móðurinnar og báðu hana blessaða að fara að borða á ný. Þegar eiginmað- urinn bættist í hópinn og bað konuna sína að hætta í megr- uninni fór Roseanne loks að meta hlutina upp á nýtt. Hinni dýrkeyptu megrun hætt Hún komst að þeirri niður- stöðu, að megrunin hefði nærri kostað hana heilsuna, vinnuna og heimilishamingj- una. Hún fór að borða á ný og innan skamms fóru kílóin að hrúgast á Roseanne og allt snerist á betri veg. Eiginmað- urinn elskaði hana enn meir, börnin glöddust yfir bjartara heimilislífi og allir kepptust um að fá Roseanne sem skemmtikraft, - í sjónvarp og á skemmtistaði. llllllllllllllllllllllllllll KVIKMYNDIR lilllllllllllllllllllll Bíóhöllin: Cocktail ★★★ Sirkustaktar við barborðið Brian Flanagan ungur og framagjarn drengur, kemur úr hernum og á sér þann draum stærstan að verða moldríkur. Hann heldur af stað íklæddur jakkafötum og með skjalatösku í hönd í leit að vinnu í fjármálaheimin- um. En ekki gengur það svo auðveldlega. Engin próf, engin vinna. Alls staðar sama svarið. Að lokum rekst hann inn á bar þar sem auglýst er eftir aðstoðarmanni. Þar er fyrir starfandi Doug Coughlin og verða þeir tveir saman geysivinsælir bak við bar- borðið fyrir sýningar sínar með flöskurnar. Frami þeirra sýnist ætla verða skjótur í veitingahúsabransanum, en kvennamálin gera það að verkum að það slettist upp á vinskapinn og Brian flyst til Jamaica þar sem hann hand- fjatlar flöskumar. Þar hittir Brian ástina sfna Jordan og virðast þau ætla lifa ham- ingjusöm til æviloka, en þá birtist gamli vinurinn Doug Coughlin sem þá hafði gifst ríkri konu frá New York og lifað í vellystingum. En spyrja skal að ieikslokum. Myndin Cocktail er hin besta afþreying. Aðalhlut- verkin eru leikin af þeim Tom Cruise, sem leikur Brian Flanagan, og Bryan Brown, sem fer með hlutverk Doug Coughlin og gera þeir það báðir mjög vel. Sérstaklega þó Bryan Brown sem hreint út sagt fer á kostum f fyrri hluta myndarinnar. Þá er gaman að fylgjast meðsirkus- töktum þeirra með flöskurnar og væri gaman að vita hve oft þurfti að taka þau atriði upp. Tónlistin í myndinni er ágæt uppfylling í góða mynd og ekki skemmir hið nýja THX hljóðkerfi fyrir þar sem hljómur er hreint ótrúlega tær. Myndin hefur svo sem eng- an gífurlegan boðskap, en eins og áður sagði góð afþrey- ing, fyndin, skemmtilega leikin og mikið af góðri tónlist. Því get ég hiklaust mælt með þessari mynd og gef henni þrjár stjörnur af fjórum mögulegum. Pétur Sigurðsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.