Tíminn - 04.02.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.02.1989, Blaðsíða 5
pqo f-!R(Vic(b1 'iupsbispueJ nrirriT h Laugardagur 4. febrúar 1989 Tíminn 5 * ................................................................................... ■ ----------------------- =* RLR handtók forstjóra vændishrings í fyrrakvöld og hefur hann verið úrskurðaður i vikulangt gæsluvarðhald: Grunaður um að auðgast á skipulögðum vændishring Sakadómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær 51 árs gamlan mann í vikulangt gæsluvarðhaid, vegna gruns um að hann hafi stjórnað og skipulagt umfangsmikla vændisstarfsemi í Reykja- vík og næsta nágrenni. Maðurinn var handtekinn í fyrrakvöld. Rannsóknar- lögregia ríkisins hefur um Iangt skeið fylgst með manninum en ekki tekist að afla óyggjandi sannana fyrir starfsemi hans fyrr en nú. Áður hafði rannsóknarlög- regla gert tilraun til að ná utan um starfsemi vændis- hringsins en svo virðist sem það hafi ekki tekist fyrr en nú. Jón H. Snorrason deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur annast rannsókn málsins. Hann vildi ekki tjá sig um málið efnislega en staðfesti í samtali við Tímann í gær að rúmlega fimmtug- ur maður hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhaid vegna gruns um að hann hefði gerst brotlegur við 206. grein almennra hegningarlaga. Að öðru leyti varðist Jón allra frétta af málinu. 206. grein almennra hegningar- laga er svohljóðandi: „Ef maður stuðlar að því í ávinningsskyni með ginningum, hvatningum eða milligöngu, að aðrir hafi holdlegar samfarir eða önnur kynferðismök, eða gerir sér annars lauslæti ann- arra að tekjulind, skal hann sæta fangelsi allt að 4 árum.“ Hér er með öðrum orðum átt við skipulagða vændisstarfsemi. Tíminn hefur kynnt sér málið og fylgst með því um nokkurt skeið, og m.a. lagt eigin gildrur fyrir hinn grunaða. Við höfðum ekki árangur sem erfiði en eigum auðveldar með að skilja þann tíma er rannsókn málsins tók. Athuganir Tímans og samtöl við heimildamenn okkar leiða í ljós að svo virðist sem allmargar konur á aldrinum 20 til 30 ára hafi verið á snærum hins grunaða. Þá er einnig um að ræða yngri stúlkur er buðu blíðu sína gegn gjaldi, en ávallt var það hinn grunaði er hafði milli- göngu. 5000 krónur „shortarinn“ Þrenns konar viðskipti virðast hafa verið viðurkennd í starfsemi vændishringsins. Svokallaður „shortari" eða snögg afgreiðsla við- skiptavinar kostaði 5000 krónur. Við slík viðskipti voru ýmsir hættir hafðir á. Ýmist komu viðskiptavin- ir í aðsetur vændishringsins eða þeir hringdú í grunaðan og hann keyrði stúlkurnar heim til við- skiptavina. Við slík viðskipti var ýtrustu varkárni gætt og sann- reyndi Tíminn það. í öðru lagi var um að ræða tilboðsgerð, og var það í þeim tilfellum sem viðskiptamenn vildu fá ti! sín stúlku er dveldi alla nóttina og uppfyllti kynlífsdrauma þeirra. Þá virðist sem ekki hafi verið um fast gjald að ræða heldur buðu viðskiptavinir í stúlku eða konu, eftir myndabæklingi er lagð- ur var fram. í þriðja lagi komu karlmenn með áfengi með sér og lögðu til og fengu þá afnot af líkama stúlkn- anna, gjarnan gegn áfengisleka. Hinn grunaði gengur á milli tveggja rannsóknarlögreglumanna á vit örlaganna. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. iimamjnd: Pjeiur „Hark“ og myndabæklingur En hinn grunaði sat ekki að- gerðalaus ef lítið var um viðskipti. Tíminn hefur fyrir því öruggar heimildir að hann hafi oft sést fyrir utan skemmtistaði og leitað að „líklegum" viðskiptamönnum. í upphafi var um að ræða ökuferð gegn gjaldi. Þegar í Ijós kom að viðkomandi var til í hvað sem var barst talið að brennivíni og kven- fólki. Hinn grunaði gat boðið upp á þetta allt og sumir þáðu. Til þess að gefa hugmynd um hversu skipulögð og umfangsmikil starfsemi var rekin af hinum grun- aða er vert að minnast á mynda- bækling sem hann lét hanna og óákveðnir viðskiptavinir gátu not- fært sér til að velja þá stúlku er þeir helst girntust. Þá hefur Tíminn heyrt ávæning af því að hinn grun- aði hafi verið í sambandi við Ijós- myndastofu er tók fyrir hann myndir af stúlkunum. Hvers eðlis þeir samningar voru eða hvort þeir voru yfirleitt gerðir getur Tíminn ekki staðfest. Aðgangur að tékkhefti Þegar rannsóknarlögreglan ætl- aði að gera atlögu að hinum grun- aða í nóvember síðastliðnum, eins og áður segir, hafði fjölda heimilda verið aflað með dómsúrskurði. Má þar nefna húsleitarheimild, en rök- studdur grunur var fyrir því að hinn grunaði hefði gott bókhald yfir viðskiptavini sína. Pá fékkst dómsúrskurður fyrir því að banka- ráð Landsbankans skyldi veita að- gang að tékkareikningi hins grun- aða. Hvort rannsóknarlögreglan nýtti sér þá heimild veit Tíminn ekki en telja verður fullvíst að svo sé fyrst á annað borð var farið fram á slíka rannsókn. Gíróseðillinn Markmið rannsóknar Rannókn- arlögreglu ríkisins var að tengja hinn grunaða við greiðslur þær er stúlkurnar fengu, þ.e.a.s. að sanna Góbir dajar 0g ham ■ “Snammgjai Kgnningi F!Irir*ut, andíð Kegp,s þjónusta inrj l Ug tek aömérgj t kvei,nfólk. Óke PUt bæfl^ Pérhrlmann eða . ::zs —— astæöa þgkjr sldup Usfiö uPplýsíngar ÉgBrr., ~‘uur og áhugamá, E3 piibSull heÍÖarlegur Weð v,'nsemcl °Q virSjngu Dreifíbréf það sem hinn grunaði dreifði í auglýsingaskyni. að hann hefði auðgast á þessum viðskiptum. Það hefur nú tekist að því er Tíminn best veit. Spilar gíróseðill þar stórt hlutverk, en einn af viðskiptamönnum hins grunaða fór með gíróseðil í banka þar sem hann ætlaði að greiða fyrir greiða þann er hann fékk í gegnum miðlun hins grunaða. í reitnum fyrir tegund greiðslu skrifaði greið- andi að hann þakki erótískar nætur. Seðillinn var stílaður á hinn grunaða og er hann því sterkt sönnunargang í höndum lögreglu og dómara. Ýmislegt fleira er hægt að tína til sem rennir stoðum undir grun- semdir lögreglu. Hinn grunaði sendi frá sér dreifibréf og virðist hafa dreift því nokkuð víða. Tím- inn hefur komist yfir eitt slíkt bréf þar sem auglýst er undir fyrirsögn- inni „Góðir dagar og hamingja“. Þar segir að undirritaður taki að sér að útvega karlmann eða kven- fólk „við þitt hæfi á aldrinum 16 til 70 ára“. Jafnframt er boðið upp á herbergi til fundahalda og fyrir minni samkomur. Og loks segir orðrétt: „Ég tek líka að mér að aka kvenfólki hvenær sem er sólar- hringsins. Fer allt að 100 kílómetra ef ástæða þykir til!“ Undir þetta ritar hinn grunaði. Hann tekur reyndar fram að hann sé rólegur og heiðarlegur, smakki ekki dropa af áfengi og jafnframt heitir hann fullum trúnaði. Stokkið frá pottunum? Margir hafa velt fyrir sér hvaða konur og hversvegna þær fari út í vændi. Upplýsingar sem Tfminn hefur handbærar í þessu máli segja að mest séu þetta konur sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða og búi við erfiðar félagslegar aðstæður. Þó virðist þetta ekki algilt. Einn af heimildamönnum Tímans sem rætt var við varðandi þetta mál sagði að einstaka konur er væru í tengslum við hinn grun- aða væru giftar og byggju að því er hann best vissi við ágætis aðstæður. „Hjá þeim er þetta bara „bisness". Þær stökkva jafnvel frá pottunum þegar melludólgurinn hringir og getur komið á stefnumóti. Yfirleitt er um að ræða „shortara" og þær taka 5000 krónur fyrir.“ Stundum smokkur, stundum ekki Á tímum eyðni og eftir þann mikla áróður sem rekinn hefur verið gegn skyndikynnum myndi einhver ætla að slík viðskipti væru ekki stunduð nema smokkur væri notaður. Heimildir Tímans segja þó að allur gangur hafi verið á því. Oft haf' það komið fyrir þegar stúlku hafi litist á eða geðjast að viðskiptamanni hafi hún ekki spurt um verjur og jafnvel sagt að á slíku væri ekki þörf. Hinn rólegasti í sakadómi Það var á slaginu klukkan þrjú í gærdag að vínrauður Volkswagen Rannsóknarlögreglu ríkisins renndi upp að dyrum Sakadóms Reykjavíkur í Borgartúni. Þrír menn voru í bílnum. Tveir þeirra voru rannsóknarlögreglumenn og hinn grunaði sá þriðji. Bíllinn lagði upp á gangstétt og út steig borgara- lega klæddur lögreglumaður. Hann opnaði afturhurðina fyrir fangan- um. Hinn grunaði steig út úr bíln- um - eins og rétti aðeins úr sér og gekk áleiðis að dyrunum. Þriðji maðurinn steig þá út og var sem stóísk ró væri yfir þeim öllum. í miðjunni gekk hinn grunaði, frem- ur illa til fara, en á eftir tveir þrekvaxnir rannsóknarlögreglu- menn. Annar reykti pípu í mestu makindum. Það var ekki að sjá á sakborningi að hann væri ákærður fyrir glæpsamlegt athæfi er varðar allt að fjögurra ára fangelsi. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.