Tíminn - 04.02.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.02.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 4. febrúar 1989 rv' Tíminn 23 UTLOND Þaulsætnasti haröstjóri Rómönsku Ameríku fallinn: Stroessner steypt af valdastóli í Paraguay Alfredo Stroessner sem ríkt hefur með harðri hendi í Paraguay síðastliðin 34 ár var steypt af stóli í fyrrinótt. Það var herforinginn Andres Rodriguez sem leiddi byltinguna sem gerð var af stórum hluta hersins og andófsmönnum innan stjórnarflokks Stroessners. Rodriguez sór embættis- eið sinn sem forseti um eftirmiðdaginn í gær. Hermenn undir stjóm Andres Rodriguez herforingja steyptu Stroessner af stóli í Paraguay. Þúsundir manna flykktust syngj- andi og dansandi út á göturnar þegar ljóst var að harðstjórinn hafði gefist upp fyrir herliði Rodri- guez sem nú hefur tekið tímabund- ið við stjórn landsins. Hins vegar höfðu ekki allir tæki- færi til að dansa því að minnsta kosti tólf manns féllu í átökum milli hermanna hollra Stroessner og hermanna sem veltu honum af stóli. Orðrómur hefur verið á kreiki um að rúmlega hundrað manns hafi látist í byltingunni, en herinn þvertók fyrir að svo mikið mannfall hafi orðið. Stroessner var hafður í haldi í búðum hersins í höfuðborginni As- uncion, en honum var gefinn sól- arhrings frestur að pakka saman föggum sínum og halda í útlegð til nágrannaríkisins Chile þar sem annar hægrisinnaður harðstjóri, Augusto Pinochet hershöfðingi, hefur ríkt undanfarin ár. Viðbrögð Bandaríkjamanna og ríkja Rómönsku Ameríku við bylt- ingunni hafa verið jákvæð enda boðaði Rodriguez aukið lýðræði í kjölfar byltingarinnar. Stroessner hefur ríkt af mikilli hörku þessi 34 ár sem hann hefur verið við völd í Paraguay og hefur flokkur hans, Coloradoflokkurinn, verið eini leyfilegi stjórnmála- Alfredo Stroessner var steypt af stóli í fyrrinótt eftir 34 ára valda- tíma þar sem stjómunaraðferðir hans vora yfirleitt með harkaleg- asta móti. flokkur landsins. Hins vegar klofn- aði flokkurinn á síðastliðnu hausti, annars vegar í svokallaða hernað- arsinna sem vildu að herinn stjórn- aði landinu og hins vegar í svokall- aða íhaldsmenn sem vildu borgara- lega stjórn og margir hverjir stór- aukið lýðræði. Rodriguez mun að líkindum gegna forsetaembættinu til bráða- birgða næstu þrjá mánuði, en þá er gert ráð fyrir að Coloradoflokkur- inn velji mann til að gegna forseta- embættinu út fimm ára kjörtímabil Stroessners, en því lýkur 1993. Talið er að Stroessner hafi ætlað að setja Andres Rodriguez af sem hershöðingja á næstu dögum þar sem Rodriguez hafði ekki tekið opinbera afstöðu með Stroessner og stuðningsmönnum hans sem hugðust dubba elsta son Stroess- ners upp í forsetaembættið þegar sá gamli væri orðinn of veikburða. Því voru íhaldsmenn algerlega mótfallnir og virðast þeir styðja heilshugar við bak Rodriguez. Þess má geta að dóttir Rodri- guez, sem leiddi byltinguna, er gift yngsta syni Stroessners. ÞÚSUNDRÚSSAR EFTIR í KABÚL Vel fer á með Frökkum og Indverjum nú er Mitterrand heimsækir Indland: Hyggja á samstarf í kjarnorkumálum Nú eru aðeins um fimmtán hundr- uð sovéskir hermenn eftir í Kabúl, höfuðborg Afganistans, og munu þeir fljúga heim til Sovétríkjanna fyrir 15. febrúar. Stór herflutninga- lest hélt frá Kabúl í fyrrinótt áleiðis heim til Sovétríkjanna. Er gert ráð fyrir að hersveitirnar verði komnar til Úbekistans á þriðjudag ef veður og árásir skæruliða hamla ekki för, en stórhríð ríkti er herflutningalestin hélt út í sortann. Sovéskir hermenn í herflutninga- lestinni skýrðu fréttamönnum frá því að sovéskar hersveitir, sem enn eru á svæðinu kringum Kabúl, ÚTLÖ UMSJÓN: Maqnússon BLAÐAMAÐ myndu safnast saman við þjóðveginn 70 km norður af Kabúl áður en lagt væri á brattann við Salang skarðið, en það liggur í 3600 metra hæð. Við Salang skarðið eru margir staðir sem ákjósanlegir eru til laun- sáturs og er greinilegt að Sovétmenn eru smeykir um að lenda í bardögum við skæruliða þar. Reyndar hafa Sovétmenn undanfarna daga lagt fjölda þorpa á þeim slóðum í rúst með loftárásum og stórskotaliðs- hríð, eflaust með það í huga að tryggja öryggi hersveitanna sem eru á heimleið. Þeir hermenn sem enn eru eftir í Kabúl eru flestir við gæslustörf við flugvöllinn, en þeir munu afhenda Afgönum flugvöllinn innan skamms og fljúga heim til Sovétríkjanna. Um fjörutíu vestrænir fréttamenn eru nú í norðurhluta Afganistans og í Kabúl til að fylgjast með brottflutn- ingi sovéskra hermanna. Blaðamað- ur franska dagblaðsins L'Expressa var skotinn í fótinn í Kabúl í gær. Hann var á ferð með Ijósmyndara sem tók mynd af sovéskum her- mönnum sem voru að versla við Afgana. Það fór í skapið á her- mönnunum sem hófu skothríð í jörðina, en ein kúlan lenti í fót mannsins cins og áður er getið. Frakkar eru reiðubúnir til að hjálpa Indverjum við uppbyggingu kjarnorkuvera til raforkufram- leiðslu, en vilja fá tryggingu fyrir því að kjarnorkan verði eingöngu notuð í friðsamlegum tilgangi. Þetta kom fram í máli Frangois Mitterrands Frakklandsforseta en hann er í opin- berri heimsókn í Indlandi. - Við neitum að taka þátt í við- ræðum um uppbyggingu sem gefur möguleika á framleiðslu kjarna- vopna, sagði Mitterrand á blaða- mannafundi í Bombay í gær á síðasta degi heimsóknar sinnar. - Það er okkar skilyrði að öryggis- atriðum sé fylgt út í ystu æsar, sagði Mitterrand einnig. Líkur eru á að þessi tvö ríki geri samning um byggingu tveggja kjarn- orkuvera á Indlandi. Það er þó ekki frágengið og sagði Mitterrand ýmis atriði enn vera í veginum. Indverjar gangsettu kjarnakljúf árið 1974 og segjast ekki hafa þróað. og smíðað kjarnavopn. Hins vegar hafa þeir ekki viljað undirrita samn- ing sem kveður á um að kjarnavopn- um verði ekki beitt. Frakkar og Indverjar undirrituðu samstarfssamninga á sviði líftækni- iðnaðar, ýmiskonar vísindastarfsemi og lyfjaþróunar á meðan á heimsókn Mitterrands stóð, en ekki var gert neitt samkomulag um kjarnorkuver. Heróínfylltir menn frá Nígeríu gripnir Tuttugu og einn Nígeríumaður liggur nú í strangri öryggisgæslu á sjúkrahúsi í Róm eftir að tollayfir- völd tóku mennina höndum grun- aða um að hafa gleypt þrjú kíló af heróíni. Tollverðir stöðvuðu Nígeríu- mennina eftir vísbendingu frá starfsmönnum ítalska flugfélagsins Alitalia sem skýrðu frá því að nokkrir farþegar hefðu í tvígang neitað mat á leiðinni frá Karachi til Rómar, en þeir voru á leið til Lagos. Lögreglan handtók Nígeríu- mennina á flugvellinum í Róm þar sem þeir biðu flugs til Lagos vegna þess að sumir þeirra voru rauð- eygðir og með útblásna maga. Lögreglan sagði að röntgen- myndir sýndu að eitthvað undar- legt væri að velkjast í maga sumra mannanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.