Tíminn - 07.02.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 7. febrúar 1989
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra á Alþingi í gær:
Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, gerði í gær á
Alþingi grein fyrir nýjum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í
efnahagsmálum auk þeirra sem hún hefur gripið til þá fjóra
mánuði sem hún hefur setið.
Hann sagði að staða útflutningsgreinanna hefði verið
könnuð ítarlega og lægju nú miklar upplýsingar fyrir um þær,
sennilega meiri en nokkru sinni áður. Það væri umhugsunar-
efni hversu erfið staða sjávarútvegsins væri þrátt fyrir góð
aflaár frá 1985-1987, hátt verð afurða og umtalsverðar
gengisfellingar.
Steingrímur Hermannsson greindi
síðan frá nýjum efnahagsaðgerðum
sem ríkisstjórnin fyrirhugar og sagði
að raungengi krónunnar væri enn
hærra en svo að samkeppnisstaða
útflutningsatvinnuveganna og sam-
keppnisiðnaðarins gæti talist viðun-
andi.
Gengismal
Forsætisráðherra sagði síðan:
„Rekstrarvandi þessara greina
stafar þó ekki síður af ýmsum
djúpstæðun skipulagsvandamál-
um en af því að almenn rekstrar-
skilyrði séu erfið.
Þær umbætur og fjölþættu að-
gerðir sem ríkisstjórnin hefur
ákveðið í verðlagsmálum, pen-
ingamálum, ríkisfjármálum og á
sviði útflutnings- og samkeppn-
isgreinanna sjálfra og ég mun
lýsa, munu draga úr þörf fyrir
gengislækkun.
Auk þess sýnir reynslan að
gengisbreyting sem raskar þeim
stöðugleika sem náðst hefur í
verðlagsmálum á síðustu mán-
uðum gæti reynst atvinnuvegun-
um hæpin hjálp. Þá hefði um-
talsverð gengislækkun tvímæla-
laust óheppileg verðhækkunar-
áhrif á umþóttunartíma í verð-
lagsmálum í kjölfar verðstöðv-
unar.“
Forsætisráðherra sagði að þó
væri talið óhjákvæmilegt að lag-
færa gengið lítillega og bæta
þannig rekstrarstöðu útflutn-
ings- og samkeppnisgreinanna
og draga úr viðskiptahalla þjóð-
arbúsins. Auk þess þyrfti að
veita Seðlabankanum aukið
svigrúm til að jafna út sveiflur
sem skapast vegna ókyrrðar á
erlendum gjaldeyrismörkuðum.
Þannig hefði Seðlabankanum
verið veitt heimild til að lækka
gengið um 2,5% strax en auk
þess að ákveða daglegt gengi
krónunnar innan 2,25% marka
frá hinu ákveðna meðalgengi.
Verðlagsmalin
Meðan unnið verður áfram að
því að draga úr erfiðleikum
atvinnuveganna sagði Stein-
grímur að tryggja yrði nokkra
umþóttun í verðlagsmálum. Það
væri ætlunin að gera með tíma-
bundnu ströngu verðlagseftirliti
í kjölfar verðstöðvunarinnar.
Um þetta hefði ríkisstjórnin gert
eftirfarandi samþykkt:
„Ríkisstjórnin samþykkir að
við lok verðstöðvunar sem í
gildi hefur verið frá því í lok
ágúst á síðasta ári og lýkur 28.
febrúar n.k., taki við sex mán-
aða umþóttunartímabil í verð-
lagsmálum með sérstöku að-
haldi að verðhækkunum. Ríkis-
stjórnin felur Verðlagsráði og
Verðlagsstofnun að framkvæma
þessa ákvörðun og leggur til í
því sambandi áherslu á eftirfar-
andi atriði:
Ríkisstjórnin telur nauðsyn-
legt að náið verði fylgst með
verðlagsþróun í einstökum
greinum eftir að verstöðvun
lýkur.
í því skyni er fyrirtækjum
skylt að tilkynna verðhækkanir
og ástæður fyrir þeim til verð-
lagsyfirvalda þegar eftir er leit-
að.“
í samþykkt ríkisstjórnarinnar
segir einnig að verði verðhækk-
anir fyrirtækja meiri en brýn
nauðsyn krefur þá skuli verð-
lagsyfirvöld beita ýtrustu ákvæð-
um verðlagslaga eftir því sem
efni standi til.
Þá ætli ríkisstjórnin að leggja
fram lagafrumvarp um breyt-
ingu á 49. grein verðlagslaga um
viðurlög við vanrækslu á tilkynn-
ingaskyldu fyrirtækja. Viðurlög
verði þannig hert og skal þetta
tryggja örugg skil upplýsinga til
Verðlagsstofnunar.
Ríkisstjórnin felur einnig
Verðlagsstofnun að fylgjast sér-
staklega með verðákvörðunum
einokunar- og markaðsráðandi
fyrirtækja hvort sem þau eru
einkafyrirtæki eða opinber fyrir-
tæki.
Ríkisstjórnin leggur auk þess
til að verðlagslögum verði breytt
tímabundið þannig að orkuverð
hækki ekki á umþóttunartíman-
um nema að áður fengnu sam-
þykki verðlagsyfirvalda.
Verðlagsstofnun á að fylgjast
grannt með verðlagi og kanna
það títt og kynna niðurstöður
rækilega. Þá skal stofnunin
halda áfram að bera saman verð-
lag hér og í nágrannalöndunum
og ríkisstjórnin styður sérstakt
átak í því efni.
Ríkisstjórnin leggur að lokum
til að Verlagsstofnun hafi í starfi
sínu náið samstarf við verkalýðs-
og neytendafélög.
Peninga- og vaxtamál
Steingrímur sagði það ekki
umdeilanlegt að peningamark-
aðurinn hefði um sinn farið
sínar eigin leiðir og verið at-
vinnuvegunum og einstakling-
um þungur í skauti. Þótt veru-
legur árangur hefði þegar náðst
við að lækka vexti og fjármagns-
kostnað væri nauðsynlegt að
lækka hann enn frekar.
Því hefði ríkisstjórnin sam-
þykkt að stuðla að umbótum á
peninga- og lánamarkaði með
því að lækka raunvexti. Vextir
af ríkisskuldabréfum verði ekki
hærri en 5% og raunvextir af
öðrum fjárskuldbindingum lagi
sig að því.
Þá verði vaxtamunur hjá
bönkum og sparisjóðum minni
en nú er, starfsskilyrði fjármála-
stofnana verði samræmd með
því að breyta reglum um bindi-
og lausafjárskyldu og skipulag
bankakerfisins verði bætt og
samkeppni á lánamarkaði verði
aukin.
Forsætisráðherra boðaði að
lögð yrðu fram frumvörp til
breytinga á ýmsum lögum er
vörðuðu fjármál.
Þar væri fyrst að telja frum-
varp til breytinga á Seðlabanka-
lögum þar sem kveðið verði
skarpar á um heimildir bankans
til að takmarka vaxtaákvarðanir
innlánsstofnana. Svipuð ákvæði
verði sett um verðbréfafyrirtæki
og eignaleigustarfsemi þannig
að eitt gangi yfir alla aðila á
fj ármagnsmarkaðinum.
Reglugerð um bindi- og lausa-
fjárskyldu verður breytt þannig
að miðað verði framvegis við
ráðstöfunarfé innlánsstofnana
en ekki innlán eins og nú er.
Frumvarp um breytingu á
vaxtalögum verður lagt fram.
Tilgangur þess er að koma í veg
fyrir ósanngjarna vaxtatöku og
að menn misnoti aðstöðu sína í
lánaviðskiptum.
Ríkisstjórnin ætlar að beita
sér fyrir því að framkomin frum-
vörp um verðbréfafyrirtæki,
verðbréfasjóði og eignaleigufyr-
irtæki verði að lögum hið fyrsta.
Þá verða innan tíðar lagðar
fram ákveðnar tillögur um sam-
runa lánastofnana. Þá er ætlunin
að tryggja íslensku atvinnulífi
sambærilega aðstöðu á fjár-
magnsmarkaðinum hér eins og
tíðkast í nágrannalöndunum.
Heimildir íslenskra fyrirtækja -
til að taka erlend lán með ríkis-
ábyrgð verða þrengdar en til að
taka erlend lán á eigin ábyrgð
verða rýmkaðar. Þá verður lögð
áhersla á að búa íslenska banka-
kerfið undir sameinaðan fjár-
magnsmarkað Evrópu 1992, en
í framhaldi af því verður athug-
aða hvort erlendum bönkum
verði heimilað að reka útibú á
íslandi.
Ríkissjóður
og skattamal
„Til að tryggja að markmið
fjárlaga nái frama að ganga
hyggst ríkisstjórnin fylgja mark-
vissri aðhaldsstefnu á sviði út-
gjalda ríkisins,“ sagði forsætis-
ráðherra.
Hann sagði að útgjöldum
ráðuneyta og ríkisstofnana yrði
haldið innan ramma fjárlaga,
launakostnaður yrði skorinn
niður um 4% og eftirlit með
launakostnaði hert, ferðakostn-
aður, risna og sérfræðikostnaður
verði skorinn niður og víðtækt
samstarf verði við ríkisstarfs-
menn og aðila með reynslu í
atvinnulífinu um leiðir til að
spara í ríkisrekstri án þess að
dregið verði úr velferðarþjón-
ustunni.
Þá verði leitað leiða við að
auka réttlæti á skattamálum og
að skattkerfið verði jafnframt
einfaldara.
Tekin verði til endurskoðunar
mál er varða skatta á eignir,
eignatekjur, arð og hlutafé.
Sérstakt átak verði gert til að
bæta skattheimtu og draga úr
skattsvikum.
Þá . verður innheimtukerfi
söluskatts rækilega endurskoð-
að og lög um gjaldþrot og
greiðslustöðvun verða endur-
skoðuð til að tryggja betur greiðslu
söluskattskulda.
Þá er ætlunin að afla ríkissjóði
lánsfjár með sölu spariskírteina,
hömlur verði settar við sölu
bankabréfa með ríkisábyrgð.
Gefin verða út verðbréf af nýrri
tegund og verða þau sniðin að
þörfum lífeyrissjóða.
Örva á sölu ríkisvíxla og þeir
verða þróaðir áfram sem tæki til
að fjármagna árstíðabundinn
halla ríkissjóðs.
Sjavarútvegurinn
„Sjávarútvegsráðherra hefur
látið semja frumvarp um úreld-
ingarsjóð fiskiskipa sem er til
meðferðar hjá þingflokkum
ríkisstjórnarinnar. Sjóðnum er
ætlað að stuðla að aukinni hag-
kvæmni í útgerð. Afkoma út-
gerðar er nú afar slæm. Erfitt
verður að bæta hana til lang-
frama nema fiskiskipum fækki
þannig að meiri afli komi í hlut
hvers skips,“ sagði forsætisráð-
herra í ræðu sinni.
Hann sagði að sjóðnum væri
ætlað að kaupa fiskiskip og selja
þau úr landi eða koma þeim úr
sjósókn á annan hátt. Stofnfé
sjóðsins verði eignir Aldurslaga-
sjóðs og Úreldingarsjóðs hins
eldra en tekjur hliðstæðar nú-
verandi Aldurslagasjóði.
Sjóðurinn eignist veiðikvóta
skipanna sem hann eignast og
endurráðstafar hann þeim.
Þá verði varið 100 milljónum
til að greiða niður raforkuverð
til fiskvinnslufyrirtækja þannig
að orkukostnaður fyrirtækjanna
lækkar að meðaltali um 25%.
Stofnuð verði sérstök þróun-
ardeild við Fiskveiðasjóð og á
hún að lána til þeirra sem starfa
að nýjungum og þróunarverk-
efnum í útvegi og vinnslu.
Koma á á fót upplýsingamiðl-
un milli hagsmunaaðila í sjávar-
útvegi og vinnslu. Miðla á upp-
lýsingum milli kaupenda og selj-
enda um afla, ástand og horfur
á ísfiskmörkuðum erlendis.
Efla á verðmætasköpun úr
takmörkuðu sjávarfangi. Átak
verði gert í að auka gæði og bæta
nýtingu sjávarfangs og fræðsla
starfsfólks á bæði sjó og landi
verði efld. Til þessa verður varið
30-40 milljónum króna.
Landbúnaður
Endurskoða á fyrirkomulag
rekstrar- og afurðalána. Athug-
uð verði samkeppnisstaða inn-
lendrar grænmetisframleiðslu og
væntanleg er ný reglugerð um
innflutningsmálefni greinarinn-
ar.
Þá er hafin vinna við mótun
nýrrar framleiðslustefnu í land-
búnaði og hafinn undirbúningur
viðræðna milli ríkisvalds og
bænda um nýjan búvörugrund-
völl.
Við þetta starf verður sérstök
áhersla lögð á að samræma bú-
skaparhætti landkostum og
markmiðum æskilegrar landnýt-
ingar.
Þá eru í undirbúningi marg-
þættar aðgerðir og efld starfsemi
í landgræðslu og skógrækt sem
tengd verður breyttum búhátt-
um og víðtækri landnýtingar-
áætlun.
Iðnaður
Forsætisráðherra sagði að
sérstakt átak í þágu iðnaðarins
væri óhjákvæmilegt og tryggja