Tíminn - 07.02.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.02.1989, Blaðsíða 13
Tíminn 13 Þriðjudagur 7. febrúar 1989 MINNING Sveinn Magnússon Fæddur 15. nóvember 1919 _ Dáinn 1. febrúar 1989 Vinur minn og félagi, Sveinn Magnússon, loftskeytamaður, lést á Vífilsstaðaspítala aðfaranótt 1. febr- úar eftir erfið veikindi undanfarin ár, og langar mig til að minnast hans með örfáum orðum. Andlát Svenna, eins og hann var ævinlega kallaður, kom engum sem til þekkti á óvart. Hann hafði þjáðst í mörg ár af lungnasjúkdómi og varð óvinnufær af þeim sökum fyrir fimm árum. Síðustu þrjú árin var hann nánast bundin við íbúð sína og súrefnistæki. Svenni var fæddur í Vestmanna- eyjum 15. nóvember 1919. Foreldrar hans voru Magnús Helgason, fæddur 1896 í Grindavík, dáinn 1976. Magn- ús starfaði í mörg ár sem skrifstofu- stjóri Aðventistasafnaðarins í Reykjavík. MóðirSvenna varMagn- ína Jóna Sveinsdóttir, fædd í Skutulsfirði, dáin 1982. Hún starfaði mikið að líknarmálum. Svenni kvæntist föðursystur minni, Guðrúnu Sigurjónsdóttir frá Tindum í A-Húnavatnssýslu, árið 1946. Börn þeirra eru Magnína, f. 24. okt. 1946. Maki Sigurður Sig- urðsson. Guðrún Ragna, f. 5. nóv. 1947. Maki Eiríkur Sigfinnsson. Páll Ragnar, f. 6. maí 1952. Maki Sigríð- ur Jakobsdóttir. Sigrún Ragna, f. 14. apr. 1957. Maki Andrés Sigur- jónsson, og Þuríður Herdís, f. 18. des. 1963. Maki Sigurður Gunnars- son. Samtals eru barnabörnin 15 og eitt barnabarnabarn. Svenni ólst upp í Vestmannaeyj- um og flutti síðan til lands með foreldrum sínum, sem settust að í Ölfusinu á Þórisstöðum og byggðu síðan nýbýlið Bræðraból. Ég held að með búskapnum hafi Magnús stundað vinnu sína í Reykjavík. Síðar fluttu þau suður í Skerjafjörð, þar sem Magnús byggði ■að minnsta kosti þrjú hús og bjó fjölskyklan þar saman fyrst í stað. Magnús og Magnína bjuggu í Skerjafirði til hinstu stundar, en Svenni og Gunna byggðu sér hús í Kópavogi og áttu þar heima þar til að heilsa Svenna leyfði ekki lengur að búa í einbýli. Á stríðsárunum vann Svenni ýmis störf, mest við akstur, keyrði leigu- bíl, vörubíl og strætisvagn. Margar sögur sagði hann mér frá þessum árum m.a. þegar hann var látinn keyra fyrsta strætisvagninn með afl- bremsum og hann var tæplega kom- inn af stað út í Austurstræti, þegar kona hljóp fyrir bílinn og hann bremsaði. Allir sem stóðu í vagnin- um duttu, en engan sakaði. Eftir stríð fór Svenni í loftskeyta- skólann, fyrir tilstilli Jóns Eyþórs- sonar, en með þeim hafði tekist kunningsskapur. Loftskeytaprófi lauk hann 1946 og hóf þá störf á Veðurstofu fslands. Hjá Veðurstof- unni starfaði hann til áramóta 1983- 84 með 4 ára hléi. Þessi 4 ár starfaði hann hjá Kaupfélagi Árnesinga við akstur. Ég var barn að aldri, þegar ég kynntist Svenna fyrst, síðan þróaðist þetta þannig að ég varð heimagangur á heimili þeirra hjóna og foreldra Svenna, þegar ég sem unglingur var á ferð í Reykjavík. Magnínu, móður Svenna, þótti mjög við mig, þegar ég unglingurinn var hættur í skóla og vildi fara að vinna. Mér fannst alveg nóg markmið í lífinu að taka bílpróf, þegar þar að kæmi og fara síðan hugsanlega að keyra mjólkurbíl á Selfossi eins og margir eldri strákar á Selfossi stefndu að á þessum tíma. Ekki fannst Magnínu að við svo búið mætti sitja, og taldi mig á að fara í Hlíðardalsskólann og varð því úr að ég héldi áfram námi. Eftir að ég hélt svo námi áfram í Reykjavík, var athvarf fyrir mig og mína fjölskyldu gjarnan á Víghóla- stígnum hjá Svenna ogGunnu. Bæði innan húss, þar sem við áttum alltaf vísa gistingu, og ekki síður í bíl- skúrnum, þar sem margt var gert. Hvenær sem var gat ég komið með bílana mína og fengið að gera við þá, en ekki var síðra að fá frábæra leiðsögn og hjálp, ef á þurfti að halda. Ég held að vægt sé til orða ! tekið að ansi margir hafi notið velvildar Svenna, þegar um bíla var að ræða. Ég hefi oft sagt, að þrátt fyrir að ég hafi bæði vélvirkja- og vélstjórapróf, þá lærði ég það sem mér hefur mest að gagni komið í bílskúrnum hjá Svenna. Það var virðing fyrir vélum og verkfærum, snyrtimennska og samviskusemi, það hugarfar, sem tæpast er kennt í skólum, sem maður kynntist þarna. Þetta var í raun minn háskóli hvað viðgerðir og smíði áhrærir. Svenni átti marga góða bíla um dagana. Oft sagði hann, að bíllinn yrði að vera í þannig ástandi, að maður gæti fyrirvaralaust, hvenær sem væri, farið upp í hann og farið norður í land. Síðustu árin atti hann Benz. Benzinn varð að standa fyrir utan blokkina í Hrafnhólum tilbúinn til ferða, þó svo að hann vissi að síðasta ferðin yrði ekki farin á honum. Ég orðaði það einhvern tíma við hann, hvort ekki væri óþarfi að láta bílinn standa og greiða af honum skatta og tryggingu. Hann svaraði: „Mér finnst eitthvað tekið frá mér, ef ég veit ekki af mínum bíl fyrir utan, tilbúnum til brottferðar, hvert á iand sem er.“ Þetta með bílinn lýsir því vel að hafa allt í röð og reglu. Það var nær sama hversu Svenni var veikur síðustu árin og ætti í raun oft erfitt með að fara um íbúðina, flesta daga reyndi hann að klæða sig upp, setti meira að segja alltaf upp bindi. Þannig urðu hlutirn- ir að vera, annars var eitthvað brostið. Síðustu árin kom ég minnst viku- lega í heimsókn í Hrafnhólana, ef BÆKUR OG TIMARITI Myndarlegt ársrit Vestur-Skaftfellinga Dynskógar, rit Vestur-Skaftfell- inga, fjórða bindi, er nýlega komið út. Það er að mestu helgað Víkur- þorpi, en sem kunnugt er voru árið 1987 eitt hundrað ár liðin frá því að Vík varð löggiltur verslunarstaður, en það var 2. desember 1887. Viðamest af greinum þeim, sem birtast í Dynskógum að þessu sinni, er Víkurkauptún 1890-1930 eftir Eirík E. Sverrisson kennara. Þar er greint frá byggingu allra íbúðarhúsa i þorpinu frá upphafi og fram til 1927, svo og hverjir bjuggu þar til þess tíma. Þá segir Eiríkur nokkuð frá upphafi verslunar í Vík og at- vinnuháttum og eru þessir þættir ómetanleg heimild um byggðina í Vík á fyrstu áratugum aldarinnar og verk Eiríks fágætt framtak á þeim tíma. En um leið er það merkileg heimild á landsvísu um það hvernig þorp og kauptún urðu til hér á landi á tímum örari byggðaþróunar en áður hafði þekkst. Ólafur H. Óskarsson skólastjóri ritar sögu rafmagnsstöðvarinnar í Vík og er það stórmerk samantekt þar sem fjallað er um einn þátt rafvæðingar í Vestur-Skaftafells- sýslu, en sem kunnugt er er raf- magnssaga sýslunnar einn af merk- ustu þáttum í tæknisögu íslendinga á 20. öld. Auk fyrrgreinds efnis eru allmarg- ir styttri þættir um Vík á fyrri árum og er ekki hvað síst mikill fengur að frásögnum nokkurra einstaklinga af lífi og starfi fólks í þorpinu á fyrstu áratugum aldarinnar, minnisverðum tíðindum eins og þegar fyrsti bíllinn kom í Vestur-Skaftafellssýslu (sjó- leiðis) og hamförum Kötlugossins 1918. Meðalland, bæjatal og stutt lands- lagslýsing heitir grein eftir Einar Sigurfinnsson, sem lýsir á ítarlegan og greinargóðan hátt landsháttum og byggðarþróun í Meðallandi snemma á þessari öld, með viðauk- um frá sjötta og sjöunda áratugnum. Jón Jónsson jarðfræðingur frá Kárs- stöðum og Þórarinn Magnússon frá Hátúnum leggja saman í lýsingu og frásögn af hinum sérkennilegu hell- um í Landbrotshólum sem hafa um langan aldur verið notaðir til fjár- geymslu, og rita hvor sína grein um þessi merkilegu náttúrufyrirbæri. Jón ritar jarðfræðilega lýsingu á hólunum en Þórarinn fjallar um sögu einstakra hella og notkun þeirra. Það þótti tíðindum sæta þegar fyrsta kvikmyndin var tekin hér á landi, en það var Hadda Padda eftir leikriti Guðmundar Kambans, árið 1923. Góðkunnur Víkurbúi, Hákon Einarsson, lék veigamikið staðgeng- ilshlutverk í myndinni. Jón Bragi Björgvinsson ritar langa og ítarlega grein um kvikmyndina Höddu Pöddu, aðdraganda hennar og töku og þátt Hákonar í henni. Áftast í ritinu eru annálar frá árunum 1985 og 1986 úr öllum hreppum Vestur-Skaftafellssýslu. Ritið er 350 síður og mjög mikið myndskreytt. Afgreiðslu til áskrifenda annast Björgvin Salómonsson, Skeiðarvogi 29, 104 Reykjavík, sími 91-681827. færi gafst. Þá bar oft margt á góma, ferðalög, tækni, kosningar í Banda- ríkjunum og svo mætti lengi telja. AIls staðar var Svenni vel heima, enda fylgdist hann með ótrúlega mörgu fram á síðasta dag. Hann hlustaði mikið á útvarp og las bækur, bæði innlendar og erlendar. Ég minnist þess sjaldan að Svenni ræddi trúmál og held að þau mál hafi hann haft alveg fyrir sig, en eitt er ég viss um að hann vissi vel að hverju stefndi og var því fyllilega viðbúinn. Ég get ekki lokið þessu án þess að minnast örlítið á hlutverk Gunnu. Ég held að hennar hlutur hafi oft verið erfiður. í fyrsta lagi er örugg- lega mjög erfitt að vera húsmóðir á heimili með mörg börn, þar sem húsbóndinn vinnur vaktavinnu, ég efast um að allir geri sér það Ijóst, og í öðru lagi er erfitt að vera í mörg ár með fjársjúkan eiginmann á heim- ilinu. Þetta hefur Gunna borið með mikilli prýði. Við hjónin sendum Gunnu, börnum, tengdabörnum og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gísli Erlendsson. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygg ingadeildar Borgarverkfræðings, óskar eftir tilboð- um í jarðvinnu vegna bílageymsluhúss við Berg- staðastræti. Um er að ræða gröft og klappar- sprengingu á alls ca. 4000 m3 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatrygg- ingu frá og með miðvikudeginum 8. febrúar n.k. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 21. febrúar 1989, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Hafnarfjörður - Lausar lóðir Hafnarfjarðarbær auglýsir nokkrar lóðir lausar til úthlutunar. Tvær parhúsalóðir við Staðarhvamm. Ein einbýlishúsalóð við Einiberg. Fjórar einingar í iðnaðar- og þjónustuhúsi við Vörðuberg. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Bæjarverkfræðings, Strandgötu 6. Umsóknarfrestur er til þriðjudags 21. febr. n.k. Bæjarverkfræðingur. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir Guðbjörg Ketilsdóttir Kópavogsbraut 20 verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 9. febrúar kl. 15.00. Sveinn Gamalíelsson Sólveig Sveinsdóttir Gamalíel Sveinsson Vilborg Gunnlaugsdóttir t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar Guðmundar Jónssonar Kópsvatni Hrunamannahreppi. • Bjarni Jónsson Magnús Jónsson. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns og stjúpa okkar Þorláks Guðmundssonar frá Hveragerði Vogatungu 87, Kópavogi. Líney Kristinsdóttir Auður Antonsdóttir Sigurlína Antonsdóttir Þorkell Máni Antonsson Kristinn Antonsson Sigrfður Antonsdóttir Tómas Antonsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.