Tíminn - 07.02.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.02.1989, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 7. febrúar 1989 Tíminn 15 B Auglýsing um styrki Evrópuráðsins á sviði læknisfræði og heilbrigðisþjónustu fyrir árið 1990 Evrópuráðið mun á árinu 1990 veita starfsfólki í heilbrigðisþjónustu styrki til námsferða í þeim tilgangi að styrkþegar kynni sér nýjungar í starfs- greinum sínum í löndum Evrópuráðsins og Finn- landi. Stjórnunarnefnd heilbrigðismála í Evrópuráðinu ákvað að á árinu 1990 skuli lögð áhersla á verkefnið: „Mat á arðsemi heilbrigðisþjónustunnar“. Styrktímabil hefst 1. janúar 1990 og lýkur 1. desember 1990. Um er að ræða greiðslu ferða- kostnaðar og dagpeninga skv. nánari reglum. Hvorki kemur til greiðslu dagpeninga né ferða- kostnaðar af hálfu ríkisins. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 55 ára, hafa gott vald á tungumáli þess lands, sem sótt er um og ekki vera í launaðri vinnu í því landi. Umsóknareyðublöð fást í heilbrigðis- og tryggingar málaráðuneytinu. Nánari upplýsingar um styrkina veitir Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri. Umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 10. mars n.k. Ákvörðun um styrkveitingar verður tekin í Evrópu- ráðinu í byrjun desember 1989. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. 3. febrúar 1989. höfðum við allsnægtir. Nú höfum við ekkert,“ sagði einn menntaður maður. M.a.s. er Sovétmönnum kennt um eldflaugaárásirnar sem stöku sinnum eru gerðar á Kabúl. Þó að Rússar hafi lagt sér til vingjarnlegri framkomu um það leyti sem þeir eru á förum eiga þeir líka erfitt með að dylja fyrirlitningu sína á fólkinu sem þeir eru að yfirgefa. Þeir kalla afganska herinn „græningja“ og „svartrassa". Að- spurðir hvort stjórnin muni halda völdum yppta háttsettir menn í sovéska hernum öxlum og segja bara: „Við höfum staðið við al- þjóðlega skyldu okkar“. Najibullah kokhraustur Enn leikur enginn vafi á því að Najibullah hefur yfirráðin. Hann hefur bælt niður andstöðu innan síns eigin flokks, og samhliða því að ógnunin utan frá eykst vex samstaða ráðamanna. Miðnefndin kemur saman til fundar á hverjum degi til að ræða um hvernig halda skuli völdunum og hernaðaráætlun fyrir „virkið Kabúl". Najibullah hefur að undanförnu átt daglega fundi í höll sinni f miðborg Kabúl, sem sovéskir hermenn standa vörð um, með Yuli Vorontsov, aðstoð- arutanríkisráðherra og sendiherra Sovétríkjanna. En þó að Najibullah sýni þrjósku er auðvelt að koma auga á merki um óró. Fjölskyldur háttsettra flokksmanna hafa verið sendar á öruggari staði í grennd við landa- mæri Sovétríkjanna. Hin fjöl- mörgu skilti í Kabúl með slagorð- um þar sem fólk er hvatt til að „berjast til að verja borg sína“ eru örvæntingarmerki. Afgani nokkur benti hæðinn á það að áður hefði almenningur verið hvattur til að verja land sitt. Greinilega er fæðuskorturinn brýnasta vandamálið sem Najibull- ah þarf að kljást við. Vorontsov hefur heitið að „Kabúl skuli ekki falla". En það er ekki auðvelt að sjá hvernig Rússar geta haldið við flutningalestunum og rándýrri loftbrú eftir að hermennirnir þeirra eru farnir. Engum virðist detta í hug annað en að mujaheddin-skæruliðar nái Kabúl fyrr eða síðar á sitt vaid. Sovéski og afganski herinn hafa safnað saman stórskotaliði og flug- vélum í lokaátak til að halda völd- um á Salang-þjóðveginum, sem er ákaflega mikilvægur. Þær aðgerðir hafa kostað mörg hundruð óbreyttra borgara lífið, ef marka má fregnir sem hafa borist vestræn- um stjórnarerindrekum í Pakistan. Það er eitt af óvenjulegum sjón- arhornum á þessu stríði að fregnir hafa borist af vopnahléi af og til meðfram Salang-þjóðveginum. Þar hefur jafnvel sést til skæruliða þar sem þeir hafa hallað sér að sovéskum skriðdrekum á leið norður, og stýrt vegartálmunum með samþykki Sovétmanna. Síðar bárust svo fréttir af því að vegurinn og þorpin í grenndinni hafi verið stráð líkum. Loftbrú yrði óhemju dýr En jafnvel þó að Rússum hafi tekist að ná veginum aftur á sitt vald kunna skæruliðar að hindra umferð um hann fljótlega aftur eftir að Rússar eru farnir. Við þær kringumstæður gætu risastórar IL- 76 flugvélar orðið að fljúga allt að 15 sinnum á dag með matarbirgðir til Kabúl. Sú loftbrú yrði óhemju kostnaðarsöm og hættuleg á nokkr- um mánuðum. En það eru engin merki sjáanleg um að ríkisstjórnin geti komið í veg fyrir aðflutnings- bann til höfuðborgarinnar á annan hátt. Pað er þrátefli og á meðan skæruliðarnir berjast ekki innbyrð- is er sigur þeirra tryggður. Sultur er yfirvofandi - Samein- uðu þjóðirnar álíta 350.000 manns á hungurmörkum - og búast má við að fall ríkisstjórnarinnar verði þá hratt. Hungur kann að reka fólk út á stræti borgarinnar í fjölda- göngur til að mótmæla ástandinu, þó að mörgum sé enn í fersku minni þegar uppþot voru bæld niður harðneskjulega 1980. Stjórnarerindrekar frá Asíu og Vesturlöndum segja þó miklu lík- legri byltingu lágt settra liðsfor- ingja sem ekki tengist flokki Naji- bullah. Nýr leiðtogi gæti komið fram sem gæti rætt við mujaheddin og e.t.v. samið um vopnahlé. En ef Najibullah vill ekki gefast upp má mjög trúlega búast við öflugum eldflaugaárásum á Kabúl, bílasprengjum og innrásum skæru- liða. Margir búast við að menn berjist í návígi á götum borgarinn- ar, en enginn reiknar með allsherj- arárás á hana. Má treysta afganska hernum? Mujaheddin-skæruliðar gorta af því að þeir séu í minna en tveggja kílómetra fjarlægð frá Kabúl. Alit- ið er að þeir hafi 35.000 til 40.000 bardagamenn í hæðunum um- hverfis höfuðborgina. Najibullah getur kannski kallað út 30.000 hermenn til að verja borgina þó að erlendir diplómatar haldi því fram að þeir séu helmingi færri sem líklegir séu til að vilja berjast. Afganski herinn hefur áður sýnt tilhneigingu til liðhlaups til skæru- liðanna strax við fyrstu púðurlykt. Najibullah hefur safnað um sig úrvalsliði sem hefur notið hárra launa og margs konar hlunninda. En ekki einu sinni hollusta þeirra er trygg. Sumir þeirra hafa verið dregnir í herinn nauðugir viljugir og margir eiga þeir ættingja í röðum mujaheddin. Eins og gerist í öllum borgarastyrjöldum hafa fjölskyldur klofnað. Afganskar heimildir herma að margir her- mannanna styðji í leyni íslamskar hugsjónir skæruliðanna. „Hvort Kabúl kemst af er undir baráttuvilja kornið," segja vest- rænir erindrekar. Fáum dylst að lokun sendiráðanna eykur óvissu- ástandið og skaðar ríkisstjórnina þar sem hún gefur í skyn að stjórninni sé ekki treyst til að halda uppi lögum og reglu. Eina von stjórnvalda er sú að þegar Rússar hafa loks haft sig burt komist skæruliðarnir að þeirri niðurstöðu að „Jihad“, heilögu stríði gegn trúleysingjum, sé lokið. Vilt þú verða skiptinemi í sumar? AFS býður ungu fólki 6 vikna sumardvöl og málanám sumarið 1989 í: ★ Danmörku, Finnlandi, Spáni, Sviss, Þýskal- andi, Portúgal, Túnis: 15-18 ára. ★ Bretlandi, sjálfboöavinna: 16-21 árs. ★ Noregi, sveitastörf: 18-20 ára. ★ Bandaríkjunum, enskunám: 15-25 ára. Umsóknartíminn er frá 9. janúar til 15. febrúar. Skrifstofan er opin kl. 14-17 vikra daga. Ert þú að missa af lestinni? >1FS Á ÍSL4NDI Alþjóðleg fræðsla og samskipti Skúlagötu 61, Pósthólf 753 -121 Reykjavík, sími 91-25450 RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Rafmagnseftirlit Starfsmaður óskast til rafmagnseftirlitsstarfa á orkuveitusvæði Rafmagnsveitunnar. Menntun rafmagnsiðnfræðings nauðsynleg. Umsóknarfrestur um ofangreint starf er til 13. febrúar n.k. og ber að skila umsóknum til starfs- mannastjóra á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást á skrifstofu Rafmagnsveitunnar að Suður- landsbraut 34. Upplýsingar um starfið veitir starfsmannastjóri í síma 686222 á milli kl. 10.00-12.00 f.h. Starfsmannastjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.