Tíminn - 07.02.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.02.1989, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 7. febrúar 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR Jóhannes Arason: Við þurfum nýheilindi í samstarf i vinstri manna - Horft um öxl til stjórnar Hermanns Jónassonar á kreppuárunum. Á síðastliðnu hausti eða snemma vetrar héldu þeir flokksþing Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur. Þá skeði það sem aldrei hefur skeð áður að formaður Alþýðuflokks- ins ávarpaði flokksþing Framsóknarflokksins og svo aftur formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþing Al- þýðuflokksins. Um þetta var ekki nema gott að segja. Það virtist vera að myndast samband á milli þessara tveggja. flokka. En þetta fór í taugarnar á sumum alþýðuflokks mönnum. Einn Hafnfirðingur var hneykslaður á þessari vináttu. Hann taldi, að Framsóknarflokkurinn hefði verið fjandflokkur Alþýðuflokksins. Það var nú það. Ekki fór þetta vináttusamband þessara tveggja flokka síður í taugarnar á Sjálfstæðisflokknum. Einn sjálfstæðismaður lét þáu orð falla að þeir sjálfstæðismenn þyrftu að sækja Jón Baldvin í Framsóknarfjósið og var auðskilin lítilsvirðing í þeim orðum. Það var að skOja sem Alþýðuflokkurinn væri þeim eitthvað háður, eitthvert áhald sem sjálfstæðismenn þyrftu að grípa til ef þeim lægi á. Sj álfstæðisflokks, viðreisnarstj órn. Sú stjórn sat í tólf ár, hvorki meira né minna. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum á þá stjórn nema það að til þeirrar stjórnar og ný- sköpunar liggja flestar rætur mein- semda. Þá voru komnir nýir menn til valda í Alþýðuflokki. Þeir voru úr menntamannastétt, litu á sig frekar sem fulltrúa menntamanna og þeirra sem voru hærra settir í þjóðfélaginu. Um það ber glöggt vitni kaupgjaldsvísitalan svokall- aða. Hún var ekki í þágu verka- manna. Á undanförnum árum hefur al- þýðufólki verið att út í verkföll. Eftir harða baráttu fékk það lítils- háttar kauphækkun en þeir sem voru í hærri launastiga fengu marg- falt meiri kauphækkun. Vísitalan ' sá um það. Guðmundur J. Guð- hamarinn hvert af öðru. Hvernig stendur á þessum ósköpum og það í miklu góðæri um árabil. Eitt aðalverkefni ríkisstjórnar- innar er að ráða niðurlögum verð- bólgunnar. Ólafur Thors sagði eitt sinn í áramótaávarpi: Ef ekki verður hægt að stöðva verðbólguna er allt ann- að unnið fyrir gýg. Þetta var sann- leikur, þá ekki síður nú. Margt hefur stutt að vexti verðbólgunnar, gífurlegt okur á flestum sviðum. Þar hefur ráðið hin svokaliaða frjálshyggja. Svo hinir gífurlega háu bankavextir. Þetta mikla bankakerfi hefur fengið að leika lausum hala um árabil. Bankarnir hafa eytt gífurlegu fé í auglýsingar eftir sparifé landsmanna með alls konar skrumi, einn með kjörbók, annar með gullbók o.s.frv. og allir gefa bestu vexti. Svo hefur þetta Já, öðruvísi mér áður brá. Sú var tíðin, að Alþýðuflokkur var ekkert vinnuhjú hjá íhaldinu. Það var nú hér í gamla daga þegar reisn var yfir Alþýðuflokknum og hann. bar höfuðið hátt. En snúum okkur nú aftur að þessu nýja samstarfi Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks ög hneykslan sumra alþýðuflokks- manna á því. Sú var tíðin, að þessir tveir flokkar unnu saman og komu í gegnum þingið mörgum stórmál- um og nú er best að líta inn í liðna tíð og láta verkin tala. Það var ekki átakalaust að koma í gegnum þingið vökulögunum svonefndu. Fram að þeim tíma máttu sjómenn standa á dekki meðan þeir gátu eða marga sólar- hringa eða þar til þeir féllu í fiskkösina og fræg eru orð Ólafs Thors við atkvæðagreiðslu að hann væri viss um það að gamlir sjómenn yrðu andvaka er þeir fréttu þetta. Þessir tveir flokkar alþýðufólks komu þessum lögum í gegn, þ.e.a.s. 6 tíma hvíld á sólarhring. Þá má nefna lögin um alþýðu- tryggingar og afurðasölulögin og sérstaklega mjólkursamsölur og margt fleira sem þessir tveir flokk- ar komu í gegnum þingið gegn hatrammri mótstöðu Sjálfstæðis- flokksins. Nú þykir þetta allt sjálfsagt. Þeir sem komnir eru á efri ár muna heimskreppuna mikiu frá árunum upp úr 1930 til 1940. Það herrans ár 1934 mynduðu þessir tveir flokkar stjórn undir forystu Hermanns Jónassonar. Hinir ráð- herramir vom Eysteinn Jónsson og frá Alþýðuflokki Haraldur Guðmundsson. Þessi ríkisstjórn Hermanns Jónassonar stjórnaði þjóðarskútunni gegnum kreppuár- in með miklum ágætum. Þá dugði þjóðinni aðeins þrír ráðherrar og engir aðstoðarráðherrar og því síð- ur viðskiptafræðingar og hag- fræðingar. Það var víst lítið til af þeim þá sem betur fer. Þá var þjóðin fátæk. Vantaði allt, fyrst og fremst mat. Lítið var að skammta. Þá var ekki talað um að flytja kjöt og smjör og fatnað í stórum stíl frá útlöndum. Þjóðin gat ekki borgað og það vissu þessi forystumenn hennar þá. Þjóðin var þá ekki búin að eignast þá forystumenn, sem slógu lán og aftur lán til að kaupa erlendar vörur í stómm stíl. Stjórn Hermanns Jónassonar skildi það, að tii þess að komast yfir þessi erfiðu ár þá þyrfti þjóðin að lifa sem mest á sínu. Þeir virtu þau gullvægu sannindi gömlu mannanna, að það væri hollur heimafenginn baggi. Á þeim ámm herjuðu búfjár- sjúkdómar sem kostaði mikið að sigrast á en þrátt fyrir alla erfið- leika var unnið að ýmsum umbóta- málum, ár brúaðar og skólar byggðir. Þá unnu þessir tveir fiokk- ar saman. Alþýðuflokkur skildi það, að hann var flokkur hinnar kúguðu alþýðu, sem lapti dauðann úr skel og honum tókst með stuðn- ingi Framsóknarflokksins að lyfta verkafólki uppúr þeirri lægð eða svaði sem hún var þá í. í stríðslok mynduðu svo þrír flokkar stjórn, Álþýðuflokkur og Sameiningarflokkur alþýðu og Sósialistaflokkurinn undir forystu Sjálfstæðisflokksins, köiluð ný- sköpunarstjórn. Þá var þjóðin orð- in rík, vissi ekki sitt rjúkandi ráð, þá moraði allt af nýríkum snobb- aralýð, sem heimtaði að allur inn- flutingur yrði gefinn frjáls, allar gættir opnaðar fyrir erlendum vörum. Það átti að vera allra meina bót, allt var það talið sjálfsagt af stjórnvöldum. Öllum fornum dyggðum hent út á hauga. Eftir nokkurt hlé í stjórnmáium þessara þriggja flokka mynduðu svo Sjálfstæðisflokkur og Álþýðu- flokkur saman stjórn undir forystu mundsson kallaði þetta uppmæl- ingaaðai. Út úr þessum verkföllum kom svo þetta, þeir ríku ríkari, fátæku fátækari. Sannleikurinn er sá, að í gegnum öli þessi ár þá hefur þetta þríeyki, Alþýðuflokk- ur, Alþýðubandalag, Alþýðusam- band svikið láglaunafólkið. Annars fannst mér þessir al- þýðuflokksforingjar frá þessum tíma, að þeir kæmu ekki eðlilega leið inn í Alþýðuflokkinn, þ.e.a.s. ekki inn um dyrnar heldur inn um veggina eins og Brynjólfur biskup orðar það er hann vígði Baukajón. Enda kom Alþýðuflokkurinn rúinn öllu trausti verkamanna eftir að hann kom út úr samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Svo fer fyrir þeim sem vistast með tröllunum stendur í kvæði Jóns Trausta, Kon- an í Hvanndalabjörgum. Nú er ég að vona að þátta- skil séu að verða hjá þessum flokkum. Þeir séu að ná áttum, þessir tveir flokkar, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur, ásamt Al- þýðubandalagi búnir að mynda stjórn saman en það eru mörg erfið verkefni framundan, þarf marga hnúta að leysa og ef til vill höggva suma. Gjaldþrot hér og gjaldþrot þar, heil bæjarfélög riða á barmi gjaldþrots og atvinnutækin undir verið lánað út með okurvöxtum, þeir tala minna um það. Og allt hefur verið talið löglegt, allt stjórn- laust. Þá hafa stjórnvöld undanfar- inna ára vakið upp draug, sem ríkisstjórnir hafa hvorki haft vilja né getu til að kveða niður. Alls staðar er morandi af bönkum og bankaútibúum, sumt stórhýsi. Svo hafa sumar stéttir sína sparisjóði. Allur þessi bankarekstur kostar gífurlegt fé, sem lántakendur verða að borga. Þar hefur frjálshyggjan fengið að leika lausum hala þeim til stuðnings. Allt okur skal vera frjálst. Nú er svo komið að þetta banka- veldi er búið að koma fjölda at- vinnutækja á hausinn, heil bæjar- félög riða til falls og svo unga fólkið sem hefur verið að koma þaki yfir höfuðið á sér. Það hefur fengið lán til þess að byggja eða kaupa íbúð. f raun og sannleika verið platað til þess. Það vissi ekki hvað það var að ganga út í. Svo kom, að eftirleikurinn að borga þessi lán gat orðið þungur róður. Oftast endað með nauðungarupp- boði, unga fólkið stóð á götunni niðurbrotið. Bankinn hafði sitt og þjónar þeirra, lögfræðingarnir. Hinn mikilhæfi bankastjóri Tryggvi Gunnarsson hafði þá hugsjón, að bankinn væri fyrir fólkið og stjórnaði lánveitingum samkvæmt því. En núverandi bankaráðsmenn virðast hafa allt aðra skoðun, þ.e. fólkið fyrir bank- ana og stjórna samkvæmt þeirri hugsjón. Það verður að segjast eins og er að þetta mikla banka- veldi eða blóðsuga, sem hefur verið ríki í ríkinu, er búið að leika flestan íslenskan atvinnurekstur og alla lántakendur verr, ég segi verr, en kláðamaurinn sauðkindina í gamla daga og er þá miklu til jafnað. Forystumenn stjórnmálaflokk- anna hafa löngu séð hvert stefndi, ekki síst formaður Framsóknar- flokksins. Um það bera upphróp- anir hans glöggt vitni, annað slagið um vaxtaokur og fleira sem þurfi að breyta. Þetta er auðvitað satt. En hann sjálfur Steingrímur Her- mannsson er búinn að vera í ríkis- stjórn um árabil. Stundum hús- bóndi á þjóðarheimilinu og allt hefur sigið hröðum skrefum á ógæfuhliðina. Hann hefur sagt að við höfum aldrei verið nær þjóð- argjaldþroti. Og þetta á sér stað í miklu góðæri og þá verður manni á að spyrja; hvað hefur Steingrímur Hermannsson og flokkur hans ver- ið að gera? Þeir framsóknarmenn hafa löngum verið í stjórn með Sjálfstæðisflokki með sína frjáls- hyggju og allt okur og gróðahyggja sem henni hefur fylgt. Framsókn- armenn hafa þvælst með, oftast nauðugir að manni heyrðist. Hent gömlum leiðarmerkjum flokksins til hliðar og hvað á maður að segja. Hermann Jónasson sagði eitt sinn í áramótagrein er hann var formaður Framsóknarflokksins. Hann sagði eitthvað á þessa leið um samvinnu við Sjálfstæðisflokk: Það er alltaf ómögulegt að hreyfa við eggjunum í Heiðnabergi íhaldsins. Þar á hann við þessa sterku sérhagsmunaklíku Sjálf- stæðisflokks. En Hermann þorði að síga í Heiðnabergið og taka til hendinni þegar á þurfti að halda og ef eitthvert lag var. Þessi gamla þjóðsaga á ekki við þá manntegund sem gægist fram af bjargbrúninni en þorir ekki að síga eins og skeð hefur undanfarinn áratug og vel það hjá framsóknarmönnum undir for- ystu Steingríms Hermannssonar. Ég hef nú farið örfáum orðum um sögu þessara tveggja flokka á liðnum árum og samvinnu þeirra og stjórn kreppuáranna sem gafst svo vel. Síðar skildu leiðir þessara flokka, því miður. En nú er ég að vona, að þetta sé að breytast. Þessir vinstri flokkar séu að ná áttum aftur og hefja samvinnu á ný. Búnir að mynda saman stjórn ásamt Alþýðubandalagi og leysa hin miklu vandamál að þeirra eigin sögn. Þeir menn sem þykjast vera kallaðir til mikilla starfa verða að standa í stykkinu, þora að taka vandasamar ákvarðanir og vinna í þágu alþýðufólks. Það hefur verið vanrækt um árabil og ennfremur að hefja til vegs og virðingar hinar fornu dyggðir. Og ef þeim tekst að halda stöðu sinni og rétta við þjóðarskútuna aftur þá þarf allt alþýðu- og félagshyggjufólk að styðja þessa stjórn Steingríms Her- mannssonar. Svo óska ég þessari ríkisstjórn velfarnaðar á nýbyrjuðu ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.