Tíminn - 07.02.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.02.1989, Blaðsíða 3
,r/ i.-. , i / Þriöjudagur 7. fébrúar 1989 v.r.V, s Tíminn 3 Frá blaðamannafundinum í gær. Á myndinni má sjá stærstan hluta Samstarfsnefndar Visa fsland og Félags íslenskra ferðaskrifstofa. Tímamynd Ámi Bjama. Visa fsland og Félag íslenskra feröaskrifstofa gefa út FARKORT á sviði ferðalaga og lífsnautna: Opnar fyrir félags- bundin greiðslukort Nú hefur verið stigið fyrsta skrefið hjá Visa ísland til að opna fyrir útgáfu félags- og samtakakorta, en tilkynnt var formlega í gær frá Farkortinu sem væntanlegt er á næstu mánuðum. Farkort verður gefið út af Visa ísland í samstarfi við Félag ísienskra ferðaskrifstofa (FÍF) og viðkomandi viðskiptabanka. Tíminn greindi frá þessu korti í laugardagsbl- aði sínu og var haldinn blaðamannafundur í gær til að staðfesta fréttir af þessu samstarfi FÍF og Visa. Farkort er gefið út að fyrirmynd „affinity card“, eða fríðindakorta, sem þekkst hafa í Bandaríkjunum í um tveggja ára skeið. Þar þekkist að félög og samtök standi að slíkri útgáfu í samstarfi við viðkomandi viðskiptabanka Visa. í þeim tilfell- um rennur árgjald fríðindakortsins sem framlag til viðkomandi félags og einnig er þekkt að sérstakt gjald sé lagt á hverja úttekt til styrktar við- komandi félagi. Þannig getur fríð- indakort þjónað sem klúbbkort eða kort fyrir styrktarmeðlimi félags. í þessum tilfellum geta greiðslukortin orðið allmörg í seðlaveskjum neyt- enda. T.d. mætti sjá fyrir sér skákkort, óperukort, leikkort eða líknkort. í samningi FÍF og Visa , ráð ^,,nr oA hlnti órítiolrlci, renni ort. I samnmgi FIF og Visa er ráð fyrir að hluti árgjaldsins til FlF. Stuðningur við V.S. Starfsmannafélög Kópavogs, Hafnarfjarðar, Selfoss og Félag opinberra starfsmanna á Suður- landi hafa lýst yfir fullum stuðn- ingi við Verslunarmannafélag Suðurnesja í deilu þess við Flug- leiðir. Þetta var samþykkt á sameigin- legum fundi bæjarstarfsmanna- félaganna sem haldinn var í Hafn- arfirði nýverið. I ályktuninni segir „félögin fordæma óbilgirni Flugleiða og vara við afleiðingum þess að málssókn þessari verði haldið til streitu". Þegar hafa ASÍ og BSRB sam- þykkt svipaðar ályktanir en hjá Flugleiðum er engrar stefnu- breytingar að vænta. jkb A sviði lífsnautna Fríðindakort FÍF og Visa mun veita öll sömu réttindi og almenn Visakort um heim allan. Til viðbótar mun handhöfum Farkortsins bjóðast ýmis hlunnindi á sviði ferðalaga, skemmtana og lífsnautna. Handhafi Farkorts verður sjálfkrafa féiagi í Farklúbbi FÍF. Þar með er m.a. tryggður aðgangur að sérstöku bónuskerfi, sveigjanlegri greiðslu- kjörum, einstökum ferðatilboðum, afslætti í skoðunarferðum og á veit- ingastöðum og áskrift að fríu ferða- blaði. Erþessi flokkur fríðindakorta þekktur erlendis og gengur undir heitinu Travel and entertainment card. Þannig var t.d. upphaflegt notagildi American Express, sem þróast hefur í vinsælt alhliða greiðslukort. Aukagjöld Til að öðlast þessi fríðindi þarf stofnfélagi að greiða stofngjald (1.200 kr.) og árgjald (2.800 kr.). Sé hann hins vegar þegar handhafi Visakorts þarf hann að greiða hálft stofngjald en árgjaldið hækkar. Gullkorthafar öðlast sjálfkrafa öll réttindi sem Farkortið býður uppá án þess að bætt sé við árgjaldið, enda er það helmingi hærra en á almennu korti. Að sögn Einars S. Einarssonar, framkvæmdastjóra Visa ísland, er alveg eins mælt með því að menn hafi tvo til reiðar og eigi bæði almennt Visa- og Farkort, til öryggis á ferðalögum erlendis. Við- komandi væri þá ekki strand þótt annað kortið tapaðist. Sagði hann ótrúlega algengt að greiðslukort týndust og nefndi að um fimm þús- und Visakort hefðu tapast á síðasta ári. 95% ferðamarkaðsins Meðal þess sem gert verður til að reka á eftir ferðaglöðum einstakling- um til að fá sér Farkort, er að bjóða ferðavinninga. Verða þeir á gjaf- verði, eða bilinu 20-50 krónur. Tryggingar verða meiri en á almenna kortinu, en það er þó einn af þeim þáttum sem ekki hefur verið gengið frá til hlítar af samstarfsnefndinni. Samstarfsnefnd þessi er skipuð fulltrúm FÍF og Visa ísland, en aðilar að FÍF veita um 95% alls ferðamarkaðsins þjónustu. Alls eru um 20 ferðaskrifstofur í FÍF af um þrjátíu sem til eru á firmaskrá. Rannsókn rannsóknarlög- reglu á umfangsmiklum vændishring stendur yfir: RLR gefur ekkert upp Rannsóknarlögregla ríkisins hefur yfirheyrt 51 árs gamlan mann um helgina, vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi. Tíminn skýrði ítar- lega frá máli þessu í laugardagsblaði og vitnuðum við í heimildamenn okkar víðsvegar. Jón H. Snorrason deildarstjóri hjá RLR, sem stjórnar rannsókn þessa máls, hefur varist allra frétta af rannsókninni og svo gerði hann einnig í gær þegar Tíminn leitaði upplýsinga varðandi hvort játning hins grunaða lægi fyrir. Sagði hann upplýsingar þær er fram komu í Tímanum um helgina vera á ábyrgð blaðsins og hann ætlaði ekki að tjá sig um innihald fréttarinnar. Tíminn ítrekar hinsvegar að hann stendur við allt það er fram kom í þeirri frétt, þó einstök útvarpsstöð hafi gert sitt til að gera fréttaflutning Tímans af máli þessu tortryggilegan. -ES Bláttað lit Farkortið verður blátt að lit, en ekki hefur enn verið gengið frá endanlegri hönnun þess. A framhlið- inni verður orðið FARKORT efst og mest áberandi, en þar verður einnig merki Visa ísland og viðkom- andi viðskiptabanka getið. Þess má geta að þóknun Visa er hin sama þrátt fyrirþennan samning, en á móti kemur ákveðin tekjulind fyrir FÍF sem ætlað er að vega þar upp á móti. Einnig er búist við að Farkortið verði ferðahvetjandi og verði jafnvel til þess að festa við- skipti meir í sessi en verið hefur til þessa. KB Nýlega var gefiö út fræðslurit varðandi: Undirbúning vörusýninga Útflutningsráð íslands hefur í samvinnu við Iðnlánasjóð gefið út fræðslurit sem heitir „Vörusýn- ingar; markmið, skipulag, framkvæmd“. Tilgangur þessa rits er að leiðbeina starfsmönnum fyrir- tækja við skipulagningu og undir- búning starfs á alþjóðlegum vöru- sýningum. En íslensk fyrirtæki verja árlega um tvö til þrjú hundr- uð milljónum króna til sýningá- þátttöku og heimsókna á sýningar erlendis. Við samningu fræðsluritsins sem kostað er af Iðnlánasjóði var byggt á íslenskri og danskri reynslu og þckkingu fyrirtækja og þjónustuaðila af sýningastarfi. Ritið er vinnubók með minnis- listum yfir öll þau atriði sem þarf að uppfylla og framkvæma þegar sýning á vörum og þjónustu er undirbúin. Efnisatriðum er raðað eftir framkvæmdastigum frá því að ákvörðun er tekin um að þátttaka í sýningum skuli vera liður í markaðsaðgerðum fyrir- tækisins. jkb BOKMRllR ZZ ARNARogÖRLYGS zz lllllÍISÍB: •-f VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA FRAMLENGJUM VIÐ HINUM GLÆSILEGA BÓKAMARKAÐI OKKAR TIL 11. FEBRÚAR. ALLT AÐ 90% AFSLÁTTUR á hundruðum bókatitla i takmörkuðu upplagi ÖRN OG ÖRLYGUR SÍÐUMÚLA 1 I - SÍMI 84866

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.