Tíminn - 07.02.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.02.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 7. febrúar 1989 Viö ávöxtun sparifjár leitar fólk til bankanna eða ríkisins: Oryggið í fyrirrúmi Þetta kemur fram í könnun sem Gallup stofnunin gerði fyrir skömmu. Könnunin var um leið vinsældakönnun varðandi fyrirtæki og var Sól hf. í tvígang kosið vinsælasta fyrirtækið. Gallup á íslandi kannaði nýverið viðhorf fólks til ávöxtunar sparifj- ár. Spurt var: „Ef þú ættir eina milljón króna og gætir ávaxtað hana eftir nokkrum leiðum, hvern af eftirtöldum kostum myndir þú velja?“ Valið stóð á milli banka og sparisjóða, skuldabréfa ríkissjóðs og spariskírteina, verðbréfa í verð- bréfafyrirtækjum eða einhvers annars. Langflestir, alls 40.7%, völdu fyrsta kostinn, banka og sparisjóði. 30% völdu ríkisskuldabréf og spariskírteini en ekki nema 23,2% verðbréfin. Fólk var einnig spurt hvers vegna það veldi einhvern fyrrnefndra kosta. Meirihluti svaranna var á þá leið að öryggið sæti í fyrirrúmi við val á ávöxtunarleiðum. í þriðju spurningu var þess farið á leit að fólk tilgreindi þá stofnun sem það myndi leita til. En þar bar Landsbankinn höfuð og herðar yfir keppinauta sína. Þessi könnun Gallup var einnig vinsældakönnun varðandi fyrirtæki í landinu. Spurt var hvort viðmæl- andi gæti nefnt þrjú fyrirtæki sem hann hefði jákvætt viðhorf til. Samkvæmt niðurstöðum er Sól hf. vinsælasta fyrirtækið. Sól fékk afgerandi meirihluta, var nefnt í helmingi fleiri tilfellum en fyrirtæk- ið í öðru sæti sem var Hagkaup. Einnig var viðmælandi beðinn að nefna þrjú fyrirtæki sem hann hefði neikvætt viðhorf til. Mun dræmari undirtektir fengust við þeirrí spurningu. Engu að síður varð það afgerandi niðurstaða að Samband íslenskra samvinnufé- laga væri óvinsælasta fyrirtækið. í þriðja lagi voru tíu fyrirtæki sem mikið hafði verið fjallað um af fjölmiðlum vikurnar á undan gerð könnunarinnar, lesin upp. Þá var fólk beðið að lýsa viðhorfum sínum til þessara fyrirtækja. Sól hf. hlaut aftur meirihluta sem vinsælasta fyrirtækið. En Hótel Örk var það sem fólk hafði neikvæðasta við- horfið til. jkb m FRA BORGARSKIPULAGI Kynning á skipu- lagi við Tjarnargötu Á vegum Reykjavíkurborgar hefur verið unnið að endurskipulagi á Tjarnargötu og tjarnarbökkunum. Ákveðið var að efna til kynningar þannig að íbúðaeigendur og íbúar við Tjarnargötu ásamt öllum almenningi væri gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar. Sýning á tillögunum verður í glugganum á Gallerí Borg frá 7.-14. febrúar og að því loknu hjá Byggingarþjónustunni við Hallveigarstíg 1 út febrúarmánuð. Athugasemdir þurfa að hafa borist Borgarskipulagi að Borgartúni 3 (3. hæð) fyrir 1. mars 1989. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygg ingadeildar Borgarverkfræðings, óskar eftir tilboð- um í nýbyggingu Hagaskóla. Um er að ræða uppsteypu og fullnaðar frágang úti og inni á ca. 600 m2 einnar hæðar húsi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skila- tryggingu frá og með miðvikudeginum 8. febrúar n.k. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 21. febrúar 1989, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Árfari, flugvél Flugleiða. ítarleg úttekt á rekstri Flugleiða: Stefnt að hagnaði upp á 700 milljónir Til að standa undir fjárfestingum og eðlilegri arðgreiðslu þurfa Flugleiðir að ná 700 milljón króna hagnaði á ári. Þetta samsvarar því að vera 6-8% hagnaður af veltu sem er nú hjá Flugleiðum um 8 milljarðar króna á ári en fjárfestingar sem eru framundan hjá félaginu eru um 10-13 milljarðar. Þetta kemur fram í tillögum um nýja stefnumörkun fyrirtækisins á næstu árum sem yfirstjórn Flugleiða lagði fyrir stjórn fyrirtækisins ný- lega. Tillögurnar voru unnar af nokkrum hópum starfsmanna félags- ins. Þar er lögð megináhersla á að hver rekstrareining beri sig og hagn- aður verði nægur til að standa undir þeim miklu fjárfestingum sem teljist nauðsynlegar til að Flugleiðir geti tekið þátt í samkeppni í fluginu á næstu árum. í blaði starfsmanna Flugleiða, Flugleiðafréttum, segir að þessi út- tekt á rekstri félagsins sé sú ítarleg- asta sem gerð hafi verið frá upphafi. Þessi vinna starfshópanna var gerð í beinu framhaldi af úttekt á Norður- Atlantshafsfluginu í fyrra, en mark- mið hennar var að snúa í hagnað 400 milljón króna rekstrartapi á því flugi. í kjölfar þeirrar vinnu ákvað stjórn Flugleiða í samráði við for- stjóra að marka nýja og ákveðna stefnu fyrir aðra þætti fyrirtækisins sem nú eru stærri hlutur af heildar- rekstrinum og framtíð Flugleiða byggir fyrst og fremst á. í fyrrnefnd- um Flugleiðafréttum segir Sigurður Helgason m.a. að með þessari úttekt hafi verið stigið skref í þá átt að endurskapa Flugleiðir. Sem fyrr segir unnu hópar starfs- manna þetta verkefni en þeim til aðstoðar voru fengnir sérfræðingar frá The Boston Consulting Group. Settar voru fram tillögur varðandi einstakar rekstrareiningar og sem dæmi um þær má nefna eftirfarandi: Hvað varðar millilandaflugið er m.a. lagt til að meiri áhersla verði lögð á farþega sem gefa meira af sér og þjónusta um borð í vélum og á jörðu niðri verði bætt. Einnig að fargjöld á þeim leiðum sem minnst gefa af sér, einkum Norður-Atlants- hafsflugi verði hækkuð. Ein af forsendum starfshóps sem vann að tillögum varðandi innan- landsflugið var að endurnýjun flug- flotans sé nauðsynleg og verði mögu- leg 1991. Ein af tillögum hópsins var að sameina meira af innanlandsflug- inu, en með því eykst ferðatíðni til Sauðárkróks, Húsavíkurog Patreks- fjarðar. Einnig að hætt verði flugi milli Færeyja og Norður Noregs - Færeyja og Skotlands og dregið verð úr flugi til Kulusuk. Hvað málefni hótelanna varðar var lagt til að ráðist verði í endurnýj- un Hótels Loftleiða og því verki verði lokið á næstu þremur árum. Einnig er lagt til að auk þess að öllum gestum verði veitt jöfn og góð þjónusta. Þá verði sérstök áhersla lögð á að sinna þörfum þeirra við- skiptavina sem hæst gjöld greiða, m.a. með opnun sérstakrar gistihæð- ar fyrir þá hótelgesti. SSH Viðræður utanríkisráðuneytisins og Aðalverktaka umframkvæmdirfyrirherinn. Stefán Friðfinnsson aðstoðarmaður utanríkisráðherra: „HEFJASTí MÁNUMIW „Viðræður við íslenska aðalverk- taka um verktakastarfsemi fyrir her- inn á Keflavíkurflugvelli eru á dagskrá þótt dregist hafi vegna anna hjá ríkisstjórninni að hefja þær við- ræður,“ sagði Stefán Friðfinnsson aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hann- ibalssonar utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra lýsti því yfir fyrir nokkru að hann hygðist hefja þessar viðræður til að kanna hvort eitthvert annað fyrirkomulag en hið núverandi hentaði á einhvern hátt betur. Stefán sagði að ætlunin væri að viðræðurnar hæfust innan tíðar, eða í þessum mánuði. Fyrsta skrefið væri að ræða við Aðalverktaka um málið í heild sinni. Menn á Suðurnesjum og víðar hafa gagnrýnt einokun Aðalverk- taka á framkvæmdum fyrir herinn og sagði Stefán það liggja ljóst fyrir að ýmsir aðilar vildu gjaman vera f sporum þeirra. Af hálfu stjórnvalda hefðu menn engar sérstakar fyrirætlanir um skip- an þessara mála. Aðeins ætti að kanna hvort annað skipulag gæti hugsanlega komið til greina. -sá Endurgreida söluskattinn Tryggingarstofnun ríkisins mun endurgreiða söluskatt af ið- gjöldum ábyrgðartrygginga bif- reiða í eigu fatlaðra. Ellilífeyrisþegar sem voru ör- orkulífeyrisþegar vegna 75% eða meira örorkumats og örorku- styrkþegar lífeyristrygginga og slysatrygginga (50-74% örorku- mat) áður en þeir urðu ellilífeyr- isþegar, munu eiga rétt á endur- greiðslu. Gildir þetta um umsóknir sem borist hafa eftir 08.12.88 og þurfa þeir sem hafa fengið synjun að endurnýja umsóknir st'nar. jhb Leiðrétting Þau mistök urðu í grein sem birtist um daginn að matreiðslumeistari sem vitnað var í var rangnefndur. Leitað var upplýsinga varðandi matreiðslu á sprengidag hjá mat- reiðslumeistaranum Hilmari B. Jónssyni, eiganda Matreiðsluskólans okkar en ekki Sigmari B. Haukssyni. Tíminn biður hlutaðeigandi velvirð- ingar á þessum leiðu mistökum. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.