Tíminn - 07.02.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 7. febrúar.1989
Mjög djúp lægð torveldaði samgöngur á landinu á sunnudag og í gær:
Hrakningar í illviðri
Óvenju djúp um 930 millibara lægð, sem gekk yfir landið
um helgina, gerði víða allmikinn usla og olli miklum
vandræðum. Hún dýpkaði mest á sunnudaginn þegar hún fór
meðfram suð-austur ströndinni og gekk yfir Vestmannaeyjar.
Lægðin var í gær komin norð-austur fyrir landið en skildi eftir
sig lægðardrag.
Ekki láta allir óveðrið aftra sér við útiveruna eins og þessi mynd sem tekin var í sundlaugunum í Laugarda! ber með
Ser. Tímamynd: Ámi Bjarna
í gær vorum við stödd í vesturj aðri
þessa drags eins og éljagangurinn
bar vitni. Með kvöldinu í kvöld fer
veðrið skánandi en upp úr fimmtu-
degi megum við búast við annarri
Sægð.
Þrjú skip fengu á sig brot og
I Leitað að
fertugum
karlmanni
Mikil leit var gerð að 41 árs
gömlum manni í Þorlákshöfn og
í grennd við bæinn í gærkvöldi.
Maðurinn heitir Þorvaldur Elís-
son. Ekkert hafði spurst til
mannsins frá því klukkan 15 á
sunnudag. Hafði hann ætlað á bíl
sínum til Stokkseyrar en fest
bílinn í skafli og yfirgefið hann.
ÍFékk hann far með bíl til baka og
síðan hefur ekki spurst frekar til
hans.
; Maðurinn var ekki vel
i klæddur, í svörtum buxunt og
i spariskóm, íklæddurgráyrjóttum
* iakka. Lögreglan í Árnessýslu
biður alla þá er veitt geta upplýs-
í ingar, að hafa samband við lög-
Í reglu.
L___________________
misstu út björgunarbáta um helgina.
Þórhallur Daníelsson frá Þorláks-
höfn fékk á sig brot út af Austfjörð-
um með þeim afleiðingum að gúm-
björgunarbátur slitnaði úr festing-
um. Sama kom fyrir Sjóla frá Hafn-
arfirði sem einnig var á veiðum úti
fyrir Austfjörðum en sá björgunar-
bátur fannst aftur. Þá missti græn-
lenskur togari björgunarbát frá sér,
skammt vestur af Látrabjargi.
Björgunarsveitir landsins stóðu
einnig í ströngu. í Reykjavík rétti
Hjálparsveit skáta lögreglunni hendi
við að aðstoða borgarbúa sem sátu
fastir í bílum sínum.
Mikið var um að fólk tefðist vegna
veðurs frá sunnudegi til mánudags á
hinum ýmsu stöðum landsins. Til að
mynda var hópur unglinga veður-
tepptur á Úlfljótsvatni. Björgunar-
sveitirnar selfluttu fólkið frá Úlf-
Ijótsvatni til írafoss þar sem rúta tók
á móti þeim og flutti í bæinn í
gærmorgun.
Fjörutíu manns lögðu af stað frá
Hvolsvelli á laugardag en komust
ekki lengra en til Hellu þar sem þeir
þurftu að gista. Ferðalangarnir gátu
haldið áfram förinni snemma í
gærmorgun.
Ríflega sjötíu manns eyddu nótt-
inni í Herjólfi frá sunnudegi til
mánudags í Þorlákshöfn. Skipið
lagði af stað til eyja rétt fyrir þrjú í
gærdag. Lögreglan í Vestmannaeyj-
um sagði að á sunnudaginn hefði
verið stanslaus stormur, eða 15
vindstig. Á nokkrum stöðum fuku
steinar á rúður húsa og brutu þær en
annað teljandi tjón varð ekki. Held-
ur hafði veðurofsann lægt í gær og
var vindurinn að sögn kominn niður
í 8 eða 9 vindstig.
Rúta með nemendur úr Iðn-
skólanum í Reykjavík lenti í hrakn-
ingum á Holtavörðuheiði og hafði
hópurinn nokkur fjarvistarstig upp
úr krafsinu. Hjá lögreglunni í Borg-
arfirði fengust þær upplýsingar að
hópur unglinga á vegum KFUM og
-K hefði verið veðurtepptur í skálan-
um Ölveri en þau voru sótt í gær-
morgun og væsti ekki um þau.
Um fjörutíu jeppaferðalangar
sem gist höfðu í Þórsmörk festu
bílana rétt sunnan við jökullónið á
leiðinni til baka. Fólkið hélt til í
bílunum heilan sólarhring. Hjá lög-
reglunni á Hvolsvelli fengust þær
upplýsingar að Flugbjörgunarsveitin
á Hellu og Björgunarsveit Slysa-
varnadeildar Hvolsvallar hefðu farið
um hádegi í gær með bíla og snjó-
sleða til bjargar fólkinu. Það átti að
selflytja til Hvolsvallar og var búist
við að því yrði lokið um kvöldmatar-
leytið í gær en bílana, sem voru tólf
til fimmtán talsins, þurfti alla að
skilja eftir.
Rúta frá Landleiðum betur þekkt
undir nafninu Hafnarfjarðarstrætó
fór í gær út af Hafnarfjarðarvegi við
Silfurtúnið. Þá fór einnig olíubíll út
af veginum. Þegar Tíminn hafði
samband við lögregluna í Hafnar-
firði gátu þeir engar frekari upplýs-
ingar gefið um málið og sögðu það
reyndar ekki vera innan síns verka-
hrings, þeir hefðu nóg að gera við að
hjálpa til við litla bíla sem sætu fastir
út um allt.
Lögreglan í Reykjavík sagði að
umferðin hefði gengið treglega í gær
og austur-hluti borgarinnar hefði
verið ófær. Snjóþyngslunum var þó
ekki einum um að kenna heldur
einnig því að í dimmustu éljunum
sást ekki út úr augum og bílar sem á
annað borð stoppuðu náðu sér ekki
af stað aftur og tepptu umferðina.
Engin meiriháttar óhöpp urðu þó,
hvorki á bílum né fólki sem Tíminn
hafði spurnir af í gær. jkb
Jóhann tapaði 1,5-3,5
í fyrrinótt var fimmta og síðasta
• ..ikin íeinvíginu.Jóhann Hjartar-
i) gegn Anatoly Karpov tefld.
rirhugaðar voru sex skákir í
þ ssu einvígi, en þar sem Karpov
’• ggði sér 3'Á vinning nteð jafn-
t 'flinu í fimmtu skákinni var ein-
, þnu lokið.
Eflaust munu Jóhann og hinir
islensku stórmeistararnir búa lengi
þeirri reynslu sem einvígi sem
; tta gefur. Þeir hafa nú kynnst
því hvernig er að tefla við mann
scm hélt heimsmeistaratitlinum í
1 ,ik í ellefu ár og hefur teflt mjög
mórg einvígi. Það kont enda á
d .ginn að í byrjun var Karpov
W'irleitt á undan að koma Jóhanni
. >vart. 'Þetta leiddi svo af sér að
íohann þurfti að eyða miklum
tiTia og orku á fyrstu leikina.
H agsanlega er það svo ástæða þess
Jóhann tefldi verr í miðtaflinu
hann á að sér. Hinu má samt
,i gleyma að Karpov sem skák-
,ður er að öllum líkindum næst-
kasti ef ekki sá sterkasti í öllum
minum. Og að hann og Kaspar-
hafa mikla yfirburði yfir þá sem
na næstir að ELO stigum. Þetta
vígi staðfesti þetta álit enn
i tur.
óhann er enn ungur að árum og
v. má segja að það hafi verið
í óláni að lenda á Karpov í átta
nna úrslitum. Lán að því er
ðar reynslu og þekkingu sem
vígi við Karpov gefur. Ólánið
hins vegar að alla hina skák-
nnina sem komust í átta manna
lit þ.e. Portisch, Timman,
>rt, Speelman, Jusupov og
aggett hefði Jóhann vel getað
, að.
g er viss um að Jóhann á eftir
ná lengra í skákinni, kannski
i alveg á toppinn, en hann
verður þar í grenndinni. Og hver
veit Itvað getur gerst ef lánið verður
með honum.
Hvað Karpov varðar, bera fæst
orð minnsta ábyrgð. Maðurinn er
ótrúlegur. í skáksögunni verða
nokkrir kaflar helgaðir hans tíma.
Og ég tel næsta víst að hann fari
alla leið í heimsmeistaraeinvígi við
Kasparov. Um úrslit í því einvígi
vil ég ekki spá nú, en geta Karpovs
er síst lakari nú en hún var áður en
Kasparov vann af honum titilinn í
hörkueinvígi.
Að því er varðar þessar tvær
lokaskákir sem tefldar voru um
helgina má segja að þær hafi verið
eins og svart og hvítt.
Fjórða skákin sem tefld var að-
faranótt laugardagsins var mjög
daufleg og eftir níu leiki var strax
farið að spá jafntefli sem varð
raunin eftir 39 leiki. Fimmtaskákin
var hins vegar fjörleg og full af
möguleikum á báða bóga. Staða
Jóhanns var vænleg en snilldarleg
drottningarfórn Karpovs tryggði
honum jafntefli.
Lítum á skákirnar.
Fjórða einvígisskákin
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Jóhann Hjartarson
Móttekið drottningarbragð
1. Rf3-Rf6. 2. c4-e6. 3. Rc3-d5. 4.
d4-dxc4.
Jóhann hefur ekki beitt þessari
byrjun mikið og vafalaust hefur
þetta komið Karpov á óvart. Karp-
ov tekur því enga áhættu og teflir
ákaflega varfærnislega.
5. e3-a6. 6. a4-c5. 7. Bxc4-Rc6. 8.
0-0-Be7. 9. dxc5.
Eftir þennan leik Karpovs er
nánast allt líf úr stöðunni, það er
Ólafur Helqi
Árnason
SKÁKSKÝRANDI
auðvitað Karpov í hag. En Jóhann
hefur varla möguleika á að flækja
þetta tafl eitthvað
9. - Dxdl. 10. Hxdl-Bxc5. 11.
Bd2.
Hugsanlega var betra að leika b3
og leika biskupnum svo á b2.
11. -b6!
Jóhann kemur í veg fyrir að
hvítur geti leikið a5. Peð hvíts á a4
stendur illa, og í framhaldinu snýst
allt um það og reitinn b4.
12. Hacl-Bb7. 13. Ra2.
Karpov finnst sitt tafl of þröngt
og virðist ætla að leika b4 til að losa
um sig. En af einhverjum ástæðum
hættir hann við það.
13. - 0-0. 14. Bel-a5.
Kemur í veg fyrir b4.
15. Rc3-Hfd8. 16. Kfl-Kf8. 17.
Bb5- Hxdl. 18. Hxdl-Ke7. 19.
h3-h6.20. Rd2-Hd8.21. Hcl-Rb4.
Svarta staðan er þægilegri. Nú
hótar svartur að koma riddara á d3
og ná með því uppskiptum á hvít-
reita biskup hvfts. Ef hvítur leyfði
þetta fengi svartur mikið betra tafl.
22. Rb3-Bd6. 23. Rd4-Hc8. 24.
Rce2-Hxcl. 25. Rxcl-Rfd5. 26.
Bc4-Be5. 27. Rcb3-Rc6. 28. Bd2-
Rxd4. 29. Rxd4-Bxd4. 30. exd4-
Kd7. 31. Ke2-Bc6. 32. Bb3-Re7.
33. f3-Rf5. 34. Bc3-g5 35. Bc2-
Re7. 36. Bd2-Rd5. 37. h4-f6. 38.
g3-Re7.
Þá loks kemur sá leikur sem
Karpov undirbjó í 13. leik.
29. b4-Rf5.
Jafntefli samið. Eftir Bxf5 eru
komnir upp mislitir biskupar „misl-
ingar“ sem leiða til jafnteflis.
Fimmta einvígisskákin
Hvítt: Jóhann Hjartarson.
Svart: Anatony Karpov.
Spænskur leikur
I. e4-e5. 2. Rf3-Rc6. 3. Bb5-a6. 4.
Ba4-Rf6. 5. 0-0-Be7. 6. Hel-b5. 7.
Bb3-d6. 8. c3-0-0. 9. h3-He8. 10.
d4-Bb7. 11. a4.
Jóhann velur hér hvassari leið í
þriðju skákinni en hann lék a3. Nú
á að láta sverfa til stáls. En hér líkt
og endranær er ekki komið að
tómum kofanum hjá Karpov.
II. - h6. 12. Rbd2-Bf8. 13. Bc2-
exd4.14. cxd4-Rb4.15. Bbl-bxa4.
Karpov vill ekki sjá hvað Jóha.nn
hefur í pokahorninu eftir 15. - c5
sem er nú algengast.
16. Hxa4-a5. 17. Ha3.
Hrókurinn stendur ágætlega
þarna. Hægt er að renna honum í
sóknina eftir þriðju reitaröðinni og
einnig styður hann við miðborðs-
peðin.
17. - Ha6. 18. Rh2-g6. 19. tRg4-
Rxg4. 20.Dxg4.
Hugsanlega hefði verið betra að
drepa meðh-peðinu. A.m.k. hefðu
fleiri möguleikar opnast. Sá leikur
hefði einnig komið í veg fyrir næsta
leik svarts.
20. - c5!.
Nú er ekki unnt að leika d5 því
e-peðið er leppur. Ef drottningin
stæði enn á dl væri hrókurinn
valdaður sbr. næsta leik á undan.
21. dxc5-dxc5. 22. e5-Dd4. 23.
Dg3.
Jóhann vill halda sem mestu liði
á borðinu og fer því ekki í drottn-
ingarkaup.
23. - Hae6. 24. Hae3-c4. 25. Bf5.
Nú virðist hvíta staðan mjög
ógnandi. Eftir t.d Hbe7 kæmi e6
og svarta staðan væri afar viðsjár-
verð svo ekki sé meira sagt. En
Karpov hefur séð lengra.
25. - Rd3.
Nú gengur ekki að drepa á e6.
Því eftir 26. Hxe6 stendur á hrókn-
um á dl. Eftir t.d. 27. RD-Bxf3.
28. Dxf3-Rxdl. 29. Hxdl fellur
peðið á e5 óbætt.
26.. Bxd3-cxd3. 27. Hxd3.
1
A
A
Er Jóhann að ná peði? Það virðist
vera en þá kemur snilldin. Karpov
hirðir eigi um drottninguna, og skil-
ur hana eftir í dauðanum.
27. - Hxe5!! 28. Hxd4-Hxelt. 29.
Kh2-Hxcl.
Karpov hefur hrók og mann fyrir
drottningu. Stöðumat hans segir að
það dugi. Og matið bregst honum
eigi.
30. RD-Hc5. 31. Hd7-BxD. 32.
DxD-Hf5.
Hér bauð Jóhann jafntefli, sem
Karpov þáði samstundis og þar með
hafði hann sigrað í einvíginu.