Tíminn - 07.02.1989, Qupperneq 12

Tíminn - 07.02.1989, Qupperneq 12
' . J . 12 Tíminn Þriðjudagur 7. febrúar 1989 ÚTLÖND Sovétmenn og Kínverjar jafna ágreiningsmál sín varðandi Kampútseu. LBDTOGAFUNDUR HALDINN í MAÍ Deng Xiaoping Dagsetning leiðtogafundar ráðamanna Kína og Sovét- ríkjanna hefur verið ákveðin 15. tii 18. mai. Tass og Nýja kínverska fréttastofan skýrðu frá því að Mikhail Gorbachev hefði verið boðið til fundar við forseta Kína, Yang Shangkung og myndi í leiðinni hitta Deng Xiaoping. Þetta er fyrsti fundur leiðtoga þessara ríkja í þrjátíu ár. Til að af honum mætti verða hafa þeir gert með sér samning um að reyna að jafna ágreiningsmál sín varðandi setú Víetnama í Kampútseu. Þessi samningur tók ekki til neinna smáatriða og var ekki um margt ólíkur fyrri samningum sem gerðir hafa verið. Helsti munurinn er sá að þetta er í fyrsta skipti sem þeir hafa gert opinberan samning sem greinilega lætur í ljós vilja beggja aðila til lausnar deilunnar. Samþykktina gerðu utanríkis- ráðherrarnir Eduard Shevard- nadze og Quian Qichen. Þar er tekin fram nauðsyn strangs eftirlits með brottflutningi víetnamsks her- liðs frá Kampútseu fyrir september árið 1989. En ekki er kveðið nánar á um hvernig að honum skuli staðið. Báðir aðilar fóru fram á að allir erlendir herir hættu afskiptum af innanríkismálum Kampútseu og minntust á þörfina fyrir frið og frjálsar kosningar. Kínverjar litu á tíu ára setu Víetnama í Kampútseu með stuðn- ingi Sovétmanna sem helsta þrösk- uld samvinnu þessara tveggja kommúnísku risa og fundar leið- toga þeirra. En úr síðustu yfirlýs- ingum frá Peking má lesa mikla ánægju Kínverja með þá áherslu sem Sovétríkin leggja á að herlið bandamanna þeirra verði dregið til baka. Megin ágreiningur Kína og Sov- étríkjanna stendur nú um framtíð- ar stjórnskipulag Kampútseu. Aðal ágreiningsefnið er, að sam- kvæmt tillögu Kínverja verður nú- verandi stjórn Víetnam leyst upp en Sovétmenn vilja hafa hana áfram við völd. í samningnum sem ríkin tvö gerðu er gert ráð fyrir að Samein- uðu þjóðirnar hafi aðild að stjórn- skipun Kampútseu og að alþjóð- legur fulltrúafundur verði haldinn þar um leið og aðstæður leyfa. Benazir Bhutto um Afganistan: Friður útilokaður Benazir Bhutto forsætisráðherra Pakistans lýsti því yfir í gær að friður á forsendum sovéskra stjórn- valda, þar sem gert er ráð fyrir áframhaldandi þátttöku Kabúl- stjórnarinnar, væri í raun úr sög- unni. „Hvað geta þeir í raun gert meira?“, sagði forsætisráðherrann skömmu eftir að utanríkisráðherra Sovétríkjanna fór frá Pakistan þar sem hann hafði rætt við Bhutto um málið án sýnilegs árangurs. Pakistanski forsætisráðherrann sagði ennfremur að það hlyti að koma í hlut ráðgjafaþings skæru- liða, svokallaðs „shura“, að mynda bráðabirgðastjórn, en ráðgjafa- þingið á að koma saman þann 10. febrúar. Einnig sagði hún að ekki bæri að taka alvarlega yfirlýsingar Najibullah forseta um að Kabúl- stjórnin myndi berjast áfram eftir 15. febrúar ef ekki hefði náðst samkomulag um stjórnarhætti eftir brottför sovéska hersins. Námskeið Landssamband framsóknarkvenna hyggst standa fyrir eftirfarandi námskeiðahaldi á næstunni. Námskeiðin munu hefjast í byrjun febrúar og standa fram að páskum. Eru þau öllum opin og verði stillt í hóf að venju. Staðsetning námskeiðanna fer eftir þátttöku á hverjum stað. 1. Félagsmálanámskeið. Grunnnámskeið fyrir byrjendur í fundarsköpum, ræðumennsku og eflingu sjálfstrausts. Kennarar verða: Unnur Stefánsdóttir, Ragnheiður Sveinbjömsdóttir, Inga Þyrí Kjartansdóttir, Ásdís Óskarsdóttir. 2. Framhaldsnámskeið. Raddbeiting og framsögn. Kennari: Baldvin Halldórsson, leikari. Undirstaða í ræðutækni fyrir sjónvarp, hljóðvarp og ræðustól. Kennari: Kristján Hall 3. Námskeið fyrir framkomu í fjölmiðlum. Framkoma í hljóðvarpi og sjónvarpi. Undirstöðuatriði í greinarskrifum og blaðaútgáfu. Kennari: Amþrúður Karlsdóttir, fjölmiðlafræðingur. Þátttaka tilkynnist til Ingu Þyrí Kjartansdóttur í síma: 91-24480 sem fyrst L.F.K. Rodrigues sem er einn ríkasti maður Paraguay nýtur ekki trausts þrátt fyrir: Fögur loforð um lýð- ræðislegar kosningar Hershöfðinginn Andres Rodrigues kveikti meö íbúum Paraguay von um lýðræði á sunnudaginn var. Tæpum 48 stundum eftir valdatökuna tilkynnti stjórn hans að innan 90 daga yrði efnt til lýðræðislegra kosninga. Kosningarnar sem verða. að öllum líkindum seint í apríl verða ef að líkum lætur fyrstu lýðræðislegu kosningar landsins frá upphafi 178 ára sögu þess. Rodrigues, stuttur, þéttvaxinn, 64 ára gamall maður með andlitsfall indiána, er fyrrverandi riddaraliðs- foringi. Rodrigues er þekktur sem einn ríkasti maður Paraguay. Hann er stífur á meiningunni og var næstæð- sti valdamaður hersins þetta lengsta einræðistímabil sögu Latnesku-Am- eríku. Búgörðum hans fylgja gríðar- leg landflæmi sem metin eru til milljóna dollara og yfir 40 þúsund nautgripir. BILALEIGA með utibú allt í kringurri landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Ðíialeiga Akureyrar Rodrigues hafði aldrei látið neitt frá sér sem túlka hefði mátt sem gagnrýni á stjórn Stroessners eða stuðning við lýðræði. Hann var frá upphafi dyggasti stuðningsmaður forsetans en einræðistímabil hans spannaði 34 ár. Þeir eru einnig tengdir traustum fjölskylduböndum því ein þriggja dætra Rodrigues er gift yngsta syni Stroessners. Ungu hjónin flugu frá Paraguay á sunnudaginn var til að leita hælis í Brasilíu. Heyrst hefur að valdatökuna megi tengja aðgerðum stjórnarinnar sem síðastliðinn janúar lokaði mörgum gjaldeyrisverslunum í þeim tilgangi að taka fyrir gróðabrall. Rodrigues er eigandi einnar stærstu gjaldeyr- isverslunar landsins og kunnugir segja daglegan gróða þar vera á milli tuttugu og þrjátíu þúsund dollarar. Þá urðu á árinu 1987 árekstrar innan eina stjórnarflokks landsins milli þeirra sem hneigðust í átt til lýðræðis og þeirra sem höfðu að einkunnarorðum „eftir Stroessner, annar Stroessner". Rodrigues var kunnur að því að hafa samúð með fyrrnefnda hópnum og segir sagan að þess vegna hafi Stroessner haft uppi áform um að setja hann á eftirlaun og því hafi Andres Rod- rigues gripið til valdaráns. fbúar Paraguay eru um fjórar milljónir manns mestmegnis indián- ar sem tala mál sem heitir Guarany. Á föstudaginn var flykktust þeir á götur út til að fagna valdatökunni. Þeir kölluðu hana uppreisn lýðræðis- ins og hylltu Rodrigues. Vestrænir sendiherrar eru engu að síður ekkert allt of trúaðir á fögur loforð Rodrigues. „Hann hefur ríkt með Stroessner frá upphafi. Hvers vegna skyldi einhver trúa því að hann eigi eftir að verða blóm lýð- ræðisins" sagði einn þeirra. jkb Alfredo Stroessner fyrrv. forseti.Hann er nú landflótta í Brasilíu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.