Tíminn - 07.02.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.02.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. febrúar 1989 Tíminn 7 Félag íslenskra iðnrekenda hefur hafið útgáfu nýs rits sem nefnist „Evrópa á döfinni". Blaðinu er ætlað að vera til fræðslu og kynningar um alþjóðlega sam- vinnu, fyrst og fremst viðskiptasam- vinnu. En það mun framvegis fylgja fréttablaði FÍI „Á döfinni". Fjaliað verður um EFTA og starf- semi þess. Einnig um Evrópubanda- lagið og áform þess varðandi sameig- inlegan markað fyrir árið 1992 og fréttir fluttar af innlendum og er- lendum vettvangi þessara málefna. Standa vonir til að svo fari að ritið geti orðið einskonar uppflettirit um þessi málefni. í fyrsta tölublaðinu er fjallað um sögulegan bakgrunn evrópskrar samvinnu og gerð grein fyrir Frí- verslunarsamtökum Evrópu, EFTA. jkb Sérfræöingar í dælutækni: Norræn samvinna vegna ósonlags Að frumkvæði norrænu ráðherra- nefndarinnar hafa norrænir sér- fræðingar í kæli- og varmadælutækni tekið upp samvinnu. Markmið sam- vinnu þeirra er að vinna að því að minnka losun ósoneyðandi efna út í andrúmsloftið. Þrjátíu sérfræðingar í kæli- og varmadælutækni hittust í Kaup- mannahöfn nýverið og voru tveir af fundarmönnum íslenskir. Þeir gera ráð fyrir að hægt verði að minnka losun ósoneyðandi efna frá kæli- og varmadælukerfum um þriðjung á næstu tveimur til þremur árum með notkun þekktrar tækni. Galdurinn er að lagfæra kerfin og safna saman efnunum til endurnýtingar. Efnin sem valda vandanum eru svokölluð klórflúorefni og er notkun þeirra í kælikerfi um 10% af heild- arnotkuninni allri. Losun þessara efna í andrúmsloftið er alþjóða- vandamál því að losun í einu landi hefur jafnmikil áhrif á staðnum sjálf- um eins og hinumegin á hnettinum. Því er áríðandi að finna upp skaðlaus efni sem geta komið í stað CFC efnanna en auka ekki orkunotkun til muna eða hafa aðrar óheppilegar aukaverkanir. jkb Hrist upp í skólakerfinu Menntamálaráðuneytið hefur tekið til við það sem kalla mætti gagngera endurskoðun skólakerfisins. Bygging og rekstur dagvistunar verður endurskoðuð, fjallað um innra starf framhaldsskóla og tekið upp mat á heimilisstörfum í þeim og síðast en ekki síst fjallað um langtíma stefnu skólakerfisins í heild. Tekið hefur verið upp það ný- mæli að leita álits aðila bæði innan og utan skólakerfisins varðandi stefnumótun skólamála næstu árin. „Við teljum mikilvægt að þjóð- arsamstaða náist um stefnumótun- ina,“ sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra á frétta- mannafundi fyrir helgi. Leitað hef- ur verið til starfsmanna skóla, fræðslustjóra, fræðsluráða, sveit- arstjórnarsamtaka, þingflokka og ýmissa félagasamtaka og beðið um ábendingar um áhersluatriði. Þá eru ábendingar frá öllum þeim sem ekki tilheyra neinum ofangreindra flokka vel þegnar. Könnunin fer fram í tveimur hlutum. í fyrri hluta hennar er þess farið á leit að fjallað verði um og gerður listi yfir fjögur til tíu verk- efni sem talið er brýnt að hrint verði í framkvæmd á næstu tíu árum. Miðað er við að tillögum verði skilað til menntamálaráðuneytisins fyrir tuttugasta febrúar og að úr- vinnsla hefjist í byrjun mars. Úr- vinnslan verður í höndum Félags- vísindastofnunar Háskóla íslands en gert er ráð fyrir að hún skili niðurstöðum sínum um mánaða- mótin apríl-maí. f maí verður sömu aðilum og áður sendur listi yfir þau mál sem oftast verða nefnd í fyrri hluta könnunarinnar. Þá er þess æskt að málefnunum verði raðað eftir því sem viðtakendur telja vera for- gangsröð verkefna. „Tilgangur þessa er í raun tvennur. I fyrsta lagi að fá það skjalfest hvað fólk telur mikilvæg- ast að gert verði. Hinn þátturinn er sá að fá umræðu um skólamál, eki einungis innan skólanna heldur utan þeirra líka. Þetta er mála- flokkur sem öllum kemur við.“ sagði Gerður G. Óskarsdóttir ráðunautur menntamálaráðherra í skóla- og uppeldismálum. Lög um stefnu í skólamálum eru til og nægir þar að benda á grunn- skólalögin en Gerður sagði að það væri ekki mergurinn málsins. Hún benti á að engin stefna væri til sem kyæði á um heildaráætlun varðandi starfsemi skólanna. Nánar tiltekið þá eru í gildi reglur sem segja til um markmið hvers skólastigs fyrir sig og jafnvel hvers skóla fyrir sig án þess að lahgtímamarkmið skóla- kerfisins í heild séu skoðuð í sam- hengi. „Okkur finnst mjög mikilvægt að fá fólk til að setjast niður og velta hlutunum fyrir sér. Af hverju erum við að safna öllu þessu fólki í skólana, af hverju erum við að verja tólf milljörðum á ári úr ríkissjóði í skólakerfið,“ sagði Svavar. Þá hefur verið skipuð nefnd sent fjalla mun um um innra starf framhaldsskóla. Verkefni nefndar- innar eru margþætt en sem dæmi má nefna að hún mun gera tillögur um breytta starfshætti einkum með tilliti til þess hóps nemenda sem ekki hefur getað nýtt sér nám í framhaldsskólum eins og málum þeirra er nú háttað. En hjá menntamálaráðuneytinu hefur verið bryddað upp á fleiri nýungum. Ákveðnar hafa verið reglur um mat á námi nemenda sem flytjast milli framhaldsskóla, stöðupróf og fleira. Samkvæmt þessu verður hægt að fá reynslu á vinnumarkaði og við heimilisstörf metna til allt að sex- tán eininga. Þetta gildir þó aðeins um þá sem hefja nám í öldunga- deild eftir hlé á skólagöngu eða sem byrjun framhaldsnáms og mið- að er við sjö ára reynslutíma. Einnig hefur verið skipuð nefnd sem fjalla á um nýskipan forskól- astigs. Hún mun gera fram- kvæmdaáætlun til tíu ára varðandi uppbyggingu og stofnkostnað dag- vistunarheimila. Nefndin skal ein- nig gera tillögur um uppeldis- markmið, stjórn, hvernig bregðast beri við sérþörfum einstakra hópa og ýmislegt fleira. jkb Nú stendur til gagnger uppstokkun í skólakerfinu þó þeir sem á myndinni eru verði ef til ekki mikið varir við hana því breytingamar verða umfangsmestar á öðram skólastigum en grunnskólanna. Tlmamynd: Ami Bjama Stjórnarráðsbrennivíniö ekki á barinn á Hótel Sögu: Ríkisstjórnin bauð fordrykk og borðvín „Stjórnarráðsbrennivínið var notað tii að lækka miðaverð á árshátíð stjórnarráðsstarfsmanna, en það er úr sögunni,“ sagði Þórveig Þormóðsdóttir formaður Starfsmannafélags stjórnarráðs- ins við Tímann. Sú saga hefur gengið milli manna að svokallaður stjórnarráðs- skammtur hefði að þessu sinni verið lagður inn á barinn á Hótel Sögu þar sem árshátíð félagsins var haldin fyrir skömmu. Forsaga stjórnarráðsbrennivíns- ins er sú að samkvæmt gamalli hefð hefur hver starfsmaður stjórnar- ráðsins fengið tvær flöskur af sterku áfengi á ári á svokölluðu diplómata- eða sendiráðaverði sem er kostnaðarverð ÁTVR, eða því sem næst. Málin þróuðust síðan á þann veg að starfsmannafélagið tók að hafa milligöngu um þessi mál og pantaði þá hver starfsmaður sinn brenni- vínskvóta og greiddi starfsmanna- félaginu hálft útsöluverð áfengis- ins. Mismuninn notaði starfs- mannafélagið síðan til að greiða niður árshátíð starfsmanna. Þegar stórbrotin áfengiskaup eins handhafa forsetavelds urðu opinber fyrir nokkru lýsti fjármála- ráðherra því yfir að stjórnarráðs- brennivín væri úr sögunni og yrðu þyrstir stjórnarráðsstarfsmenn framvegis að sækja sitt „bús“ í ÁTVR og greiða fullu verði. „Það er enginn fótur fyrir þessari sögu því þetta stjórnarráðsbrenni- vín er úr sögunni og að það hafi verið lagt inn á barinn á Hótel Sögu þar sem árshátíðin var haldin er hreint rugl. Það er alveg satt,“ sagði Þórveig Þormóðsdóttir. Þórveig sagði að þessi saga gæti hafa komist á kreik af því tilefni að ríkisstjórnin hefði nú, sem alltaf áður á árshátíðum félagsins, boðið upp á fordrykk fyrir matinn og borðvín með matnum. Fyrir þessu væri löng hefð sem á engan hátt tengdist hinu svonefnda stjórnar- ráðsbrennivíni. - sá Guðmundur Ólafsson framkvæmdastjóri hjá Rönning býður Vilberg Sigur- jónsson (t.v.) hjá Vilberg og Þorsteini velkominn til starfa hjá Rönning heimilistækjum. Nýr umboðsaðili Um síðastliðin áramót tók Rönn- ing hf. við Hitachi umboðinu er það yfirtók rekstur fyrirtækisins Vilberg og Þorsteinn. Frá árinu 1961 hefur Rönning verið einn stærsti rafbúnaðarsalinn á landinu. Fyrirtækið opnaði smásölu- verslun í Kringlunni árið 1987 þar sem á boðstólum hafa verið vörur frá Hitachi sem og fleiri fyrirtækj um. Auk þess að taka að sér heildsölu á vörum umboðsins yfirtekur fyrir- tækið einnig verslun Vilbergs og Þorsteins en Vilberg Sigurjónsson mun starfa fyrir Rönning heimilis- tæki í framtíðinni. í tilefni þessara tímamóta verður boðinn sérstakur kynningarafsláttur á Hitachi vörum á næstunni í verslunum fyrirtækisins Johan Rönning hf. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.