Tíminn - 16.02.1989, Síða 6
6 Tíminn'
Fimmtudagur 16. febrúar 1989
„Múrar einstakra stofnana brotnir niður“:
Námsstefna um
unglingastarf
Nú fyrir helgi var haldin tveggja daga námsstefna um
forvarnar og meðferðarstarf fyrir ungiinga.
Markmið námsstefnunnar var að hvetja til faglegrar
umræðu um þau úrræði sem til eru fyrir unglinga og hvernig
megi bæta þau með breyttum vinnuaðferðum, skipulagi og
samstarfi aðila.
Fyrri daginn fluttu ýmsir aðilar
erindi svo sem Árni Guðmundsson
æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðar,
Ómar H. Kristmundsson þjóðfé-
lagsfræðingur, Sólveig Ásgrímsdótt-
ir sálfræðingur og fleiri. Seinni dag-
inn skiptu ráðstefnugestir sér niður í
umræðuhópa. Hóparnir voru marg-
víslegir og tók hver þátt í þeirri
umræðu sem vakti áhuga viðkom-
andi, til dæmis má nefna stjórnun og
starfsmannahald, vinnu með hópum
unglinga, vinnuaðferðir og fleira.
Umræðuhóparnir veltu bæði fyrir
sér því sem rætt hafði verið og lögðu
einnig mat á ráðstefnuhaldið sjálft
með tilliti til innihalds og lram-
kvæmdar.
„Markmið ráðstefnunnar var að
meta árangur af fyrirbyggjandi fé-
lags og tómstundastarfi fyrir börn og
unglinga sem og meðferðarúrræð-
um. Unglingurinn sjálfur var ekki til
umræðu, þetta voru faglegarumræð-
ur um starfið sem byggt hefur verið
upp“ sagði Ólafur Oddsson uppeld-
isráðgjafi.
í lokin kynntu hóparnir hver fyrir
sig niðurstöður sínar. „Megin niður-
staða hópanna var að auka þyrfti
samvinnu milli einstakra stofnana
þannig að hagsmunir skjólstæðing-
anna sætu í fyrirrúmi" sagði Ólafur.
Hann sagði að fram hefðu komið
margar tillögur varðandi mögulegar
leiðir til þessa. Sem dæmi má nefna
að einstakar stofnanir innan hvers
hverfis, svo sem skólar og félagsmið-
stöðvar, tækju höndum saman um
framkvæmd ákveðinna verkefna.
Einnig gætu stofnanir sem starfa á
sama grundvelli aukið innbyrðis
samvinnu sín á milli. „Þetta hefur
verið nokkuð vandamál hingað til en
breytist vonandi til batnaðar úr
þessu. Miðað við tóninn í umræðun-
um tel ég fólk vera almennt mjög
ánægt með ráðstefnuna. Múrar sem
einangruðu margar þessara stofnana
hafa verið brotnir niður og bent á
leiðir til lausnar" sagði Ólafur. jkb
Röö tónleika á vegum EPTA:
Hátíð píanótónlistar
Á mánudaginn kemur
heldur Þorsteinn Gauti Sijg-
urðsson píanótónleika í Is-
lensku óperunni ■ Gamla
bíói. Þessir tónleikar eru þeir
fyrstu í röð píanótónleika
sem verða haldnir á næst-
unni.
Á efnisskrá Þorsteins verða verk
eftir Bach, Beethoven, Liszt, Chop-
in og Ravel. Tónleikarnir eru á
vegum Islandsdeildar EPTA, Evr-
ópusantbands píanóleikara. íslands-
deildin er sú næst elsta í sambandinu
sem nýlega varð tíu ára.
„Það var rúmensk kona sem upp-
haflega stofnaði sambandið einkan-
lega til að rjúfa einangrun píanó-
leikara. En þeir vilja oft einangrast
heilmikið í sínu námi og starfi. Við
vorum fyrsta landið sem sótti um
aðild og hefur því alltaf verið gert
sérstaklega vel við okkur,“ sagði
Halldór Haraldsson formaður sam-
bandsins hér á landi. Hann sagði
Þorsteinn Gauti Sigurðsson.
það vera mjög virkt í sínu starfi,
meðal annars væru haldnar ráðstefn-
ur árlega og fleira. Flest lönd Vestur
Evrópu eru í sambandinu og nú eru
Austantjaldslöndin smátt og smátt
að byrja að taka-þátt í starfi þess.
Píanóleikarar á landinu hafa hing-
að til fengið frekar fá tækifæri til að
spila opinberlega. Segja má að þarna
séu tvær flugur slegnar í einu höggi,
píanóleikarar fá tækifæri til að
spreyta sig og almenningi er boðið
upp á fleiri píanótónleika á styttri
tíma en venja er.
Á öðrum tónleikunum sem haldn-
ir verða í mars kemur Guðmundur
Magnússon fram og í apríl munu
Ruth Slenczynska og Selma Guð-
mundsdóttir spila.
„Þessir tónleikar eru einkum mið-
aðir við íslenska píanóleikara. En
við munum einnig fá hingað erlenda
píanóleikara og reyna þannig að
stuðla að skiptum á píanóleikurum
milli landa. Á þann hátt getur ís-
lenskum píanóleikurum gefist tæki-
færi til að halda tónlcika þar sem það
hefði annars ekki verið mögulegt.“
Boðið er upp á áskrift að tónleika-
röðinni. Ef vel tekst til er á döfinni
að gera þetta að árlegum viðburði.
„Við teljum áskriftina vera grund-
völl þess að vel takist til, því að vart
er að treysta á lausasölu miða við |
tónleika" sagði Halldór. jkb
Málstaöur íslendinga í hvalamálinu kynntur:
„Modern lceland“ með
staðreyndir málsins
f nýútkomnu tölublaði tímaritsins
Modern Iceland er að finna á ensku
ítarlega kynningu á viðhorfum fs-
lendinga til hvalveiða. Greinilegt er
að tilfinnanlegur skortur hefur verið
á efni af þessu tagi því inn- og
útflytjendur hafa sýnt þessu blaði
mikinn áhuga og vilja koma því á
framfæri við viðskiptamenn sína er-
lendis. Útgefandi tímaritsins hyggst
einnig senda eintak af blaðinu til yfir
400 aðila sem tengjast hinum ýmsu
umhverfisverndarsamtökum.
Efni blaðsins ætti einnig að höfða
til erlendra fjölmiðla sem vilja kynna
málstað fslendinga.
Tölublaðið ber heitið: „Getting
the Facts Straight" og í því er lögð
megináhersla á tvær staðreyndir,
eins og segir í kynningarbréfi frá
útgefanda. í fyrstalagi, aðíslending-
ar eru fagmenn en ekki fúskarar í
öllu sem viðkemur nýtingu auðlinda
sjávar og verndun þessara auðlinda.
f öðru lagi er greint frá vísindaáætlun
íslendinga og helstu niðurstöðum
hennar til þessa.
Meðal greinarhöfunda eru nokkr-
ir af viðurkenndustu vísindamönn-
um íslands á sviði sjávarlíffræði. Má
þar nefna Jakob Jakobsson, for-
stjóra Hafrannsóknarstofnunar og
forseta Alþjóða hafrannsóknaráðs-
ins, Hjálmar Vilhjálmsson, Jóhann
Sigurjónsson og dr. Gunnar Stefáns-
son, tölfræðing hjá Hafrannsókna-
stofnun.
Það er útgáfufyrirtækið Forskot
s.f. sem gefur út Modern Iceland en
ritstjóri þess er Magnús Ólafsson. í
samtali við Tímann sagði Magnús að
á þessari tæpu viku sem liðin er
síðan tölublaðið kom út hefðu menn
sýnt því ótrúlegan áhuga, enda væri
Ijóst að inn- og útflytjendur hefðu
hingað til ekki haft aðgang að efni
þar sem málstaður íslendinga væri
kynntur á enskri tungu. Taka má
sem dæmi að nú þegar hafa yfir
tvöþúsund eintök verið send til
Þýskalands.
Mesta dreifingin á tímaritinu er í
gegnum gjafaáskriftir sem fyrirtæki
hér heima senda viðskiptavinum sín-
um erlendis. Magnús hyggst þó
koma málstaðnum víðar á framfæri
og þá til þeirra hópa sem skiptir
hvað mestu máli fyrir íslendinga að
fræðist um afstöðu okkar í náttúru-
verndarmálum. Magnús ætlar að
senda ýmsum aðilum sem tengjast
erlendum umhverfisverndarsamtök-
um tölublaðið, og hefur hann tekið
saman nafnalista með yfir 400 aðil-
um sem fá blaðið sent í lok þessarar
viku. Með blaðinu verður bréf þar
sem menn eru meðal annars beðnir
að velta því fyrir sér hvort ekki séu
tvær hliðar á öllum málum, eins og
Magnús orðaði það.
Aðspurður sagðist Magnús ekki
hafa sótt um styrk til að koma
blaðinu til þessara aðila, þetta væri
bara „prívatframtak" því hann teldi
að þetta fólk væri mikilvægasti við-
tökuhópurinn. SSH
Olíubað gatnamálastjóra við Þórðarhöfða í Reykjavík. Timamynd:Ámí Bjama
Flughál dekk valda erfiðleikum og hættu. Tíminn og
gatnamálastjóri hvetja bílstjóratil varúðar og til að:
Hreinsa dekkin
með terpentínu
„Við erum með útbúnað og aðstöðu í bækistöðvunum
okkar, þar sem fólk getur þvegið dekkin á bílum sínum,‘
sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri.
Færið á götunum er þannig nú í
umhleypingunum að bráðnauðsyn-
legt er að gripfleti bíldekkja sé
haldið hreinum. Undir snjónum á
götunum hefur mjög víða myndast
klaki og á honum spóla bílar og
umferðartappar myndast í
brekkunt.
Selta, olíuúrgangur og óhrein-
indi af götunum setjast á slitflöt
dekkjanna og við það verða þau
flughál og jafnvel bestu vetrardekk
missa allt grip.
Þessi óhreinindi þarf því að þvo
af dekkjunum en þau fara auðveld-
lega af með terpentínu. Gatna-
málastjóri gekkst fyrir nokkru fyrir
því að koma upp aðstöðu þar sem
menn gætu ekið í gegnum rennur
með terpentínu í og hefur það
gefist prýðilega.
Þeir staðir þar sem þessi kostur
gefst eru við hverfastöðvar gatna-
málastjóra en þær eru við Sigtún,
við Njarðargötu, við Jafnarsel og
við Þórðarhöfða. -sá