Tíminn - 22.02.1989, Side 3

Tíminn - 22.02.1989, Side 3
tY.''ifirV.'V'.t M;gcb!j'.ivöiM r , . > Miðvikudagur 22. febrúar 1989 .............................. ' ...................................Tíminn 3 Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, á fundi um útflutning sjávarafurða: Krafa EB um aðgang að fiskveiði óaðgengileg Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, sagði á fundi Félags viðskiptifræðinema og Viðskiptablaðs Morgunblaðs- ins í Háskólabíói í gær, að krafa Evrópubandalagsríkja um aðgang að fiskveiðiauðlindum okkar gegn aðgangi að sameig- inlegum tollfrjálsum markaði ríkjanna, væri með öllu óað- gengileg. Það væri alls ekki hægt að samþykkja þá kröfu að ríki Evrópubandalagsins fengju veiðiheimildir innan okkar fiskveiðilögsögu með slíkum samningum, vegna sérstöðu íslands sem fiskveiðiþjóðar. Benti hann á að nokkur rlki hafi þegar samþykkt slík skilyrði og því verði íslendingar að standa mjög harðir á þessari kröfu, án þess að stofna sér í þá hættu að einangrast í afstöðu sinni, m.a. með tilliti til afstöðu Norðmanna. Sagði sjávarútvegsráðherrann að til greina kæmi að semja um aðgang einstakra ríkja að ákveðnum jaðar- stofnum í fiskveiðilögsögu íslands og aðgang að vannýttum stofnum. Er þar átt við stofna sem aðeins eru að hluta til innan okkar fiskveiðilög- sögu. Er þar átt sérstaklega við stofna íshafsrækjunnar og kol- munna. Sagði Halldór að Evrópumarkað- ur væri afar mikilvægur fyrir ísland, því þarna væri um að ræða um 320 milljón manna markað. Til saman- burðar gat hann þess að markaður í Bandaríkjunum telur um 240 millj- ónir manna og í Japan um 120 milljón manna. Auk þess bæri að gæta að því að þessi stærsti einstaki markaður er skipaður miklum fisk- neytendum. Stefnt er að því að koma á sameiginlegum markaði allra Evrópubandalagsríkjanna árið 1992. Sagði Halldór að ef Noregur og Austurríki ákveða á næstu árum að ganga úr Efta og í Evrópubandalag- ið, yrðu aðeins fjögur Evrópuríki eftir að íslandi meðtöldu. Benti hann á að Norðmenn hafi gefið vilyrði fyrir veiðiheimildum, gegn tollfrjálsum aðgangi að markaði bandalagsríkjanna. Þannig ógnuðu þeir t.d. stöðu útflutnings okkar á saltfiski til Spánar og Portúgals, vegna tollamúra þeirra sem ísland sætir. Sagði sjávarútvegsráðherra að þetta dæmi vekti upp áleitnar spurn- ingar um hugsanlega einangrun ís- lands gagnvart þessum stóra mark- aði á næstu árum. f ræðu sinni í Háskólabíói lagði ráðherrann áherslu á að ekki væri samræmi í kröfum um aðgang að auðlindum, þegar litið væri til kröf- unnar um aðgang að fiskveiðilög- sögu gegn aðgangi að tollfrjálsum markaði bandalagsríkjanna. „Við sjáum ekki hvaða rök eru fyrir því að gera greinarmun á auðlindum hafsins og öðrum auðlindum. Rök- semd okkar hefur ætíð verið sú að fiskafurðir séu í raun iðnaðarfram- leiðsla landsins og í staðinn fyrir tollfrjálsan aðgang íslenskrar fram- leiðslu í bandalagsríkjunum, komi tollafrelsi á iðnvarning frá aðildar- Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, á fundi Félags viðskiptafræðinema í Háskólabíói í gær. Við borð frummælenda sitja þeir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, en hann var fundarstjóri, Ingjaldur Hannibalsson frá Utflutningsráði, Ágúst Einarsson frá Lýsi lif. og Sigurður Markússon framkvæmdastjóri Sjávarafurðardeildar Sambandsins. límnmynd Ámi Bjarna ríkjunum á íslenskum markaði," sagði ráðherrann. Benti hann á að alls konar banda- lög og blokkir ríkja værur orðnar vaxandi þáttur í milliríkjaviðskipt- um og æ erfiðara væri að standa utan við slíkar samsteypur þjóða. Sagði hann að ísland gæti hugsanlega gefið kost á veiðiheimildum á vannýttum stofnum og stofnum sem eru á jaðri fiskveiðilögsögunnar, til að forðast að lenda í einangrun utan bandalags- ins. Er hér átt við tegundir eins og kolmunna. Allar viðræður yrðu þó að vera á jafnréttisgrundvelli þar sem rætt yrði um sambærilega hluti. í byrjun næsta mánaðar munu hefjast viðræður íslenskra stjórn- valda við fulltrúa Evrópubandalags- ríkjanna. Upplýsti ráðherrann að áhersla yrði lögð á að sýna fram á þá staðreynd að flestir fiskistofnar hér við land, væru þegar fullnýttir, eða jafnvel ofnýttir, og fiskiskipaflotinn sé nú þegar of stór. Jafnframt verður lögð áhersla á sérstöðu íslendinga varðandi mikilvægi sjávarútvegs fyr- ir þjóðarbúskapinn. Verði ekki fall- ist á þessa sérstöðu, verði bandalags- ríkin að sætta sig við þá þróun að íslendingar leiti á aðra markaði í ríkari mæli, en þar er einkum rætt um Austurlönd fjær og Bandaríkin, sem nú þegar er orðinn vaxandi hluti útflutningsmarkaðar íslands. KB Vatnsþörf fiskvinnsluhúsa á Akranesi leiðir til þess að þrýstingsfall verður hjá öðrum notendum í nágrenninu: Ihuga uppsetningu á stórum safngeymi Akranesbær íhugar að koma upp stórum safn- geymi fyrir vatn, til að anna eftirspurn frystihúsanna í bænum og koma þannig í veg fyrir að þrýstingsfall verði í íbúðarhúsum í ná- grenni vinnsluhúsanna á mestu álagstímum. Að sögn Daníels Arnasonar bæjar- tæknifræðings er æskilegt að framkvæmdir geti hafist innan þriggja ára. Vinnsluhúsin á Akranesi nota dælur til að halda vatnsþrýstingi jöfnum í húsunum. Dælurnar eru sjálfvirkar og halda uppi ákveðn- um þrýstingi og draga því til sín meira vatn á mestu álagstímum. 1 íbúðarhúsum í nágrenni vinnslu- húsanna hefurborið á þrýstingsfalli á kaldavatninu og sagði Óskar Arnórsson íbúi neðst við Vestur- götu í samtali við Tímann, að frá því hann flutti í hverfið hefði þetta verið viðvarandi vandamál og haft mikil óþægindi í för með sér. „Þrýstingsfallið leiðir til þess að kalda vatnið hverfur úr krananum. Þetta er einstaklega óþægilegt þeg- ar maður er í sturtu, því þrýstingur- inn á heita vatninu er mjög jafn, en kalda vatnið getur komið og farið. Fyrir utan það að um stórmál er að ræða þegar maður er með börn og hefur ekki aðgang að baðkeri. Það er ábyrgðarhluti að senda börn inn í sturtu, þegar fyrirkomulagið er slíkt,“ sagði Óskar. Aðspurður sagði hann að þetta hefði verið svona síðan hann flutti á Skagann 1980, en versnaði til muna þegar hann flutti neðst á Vesturgötuna 1984. Daníel Árnason bæjartækni- fræðingur Akraness sagðist í sam- tali við Tímann kannast við þetta mál. Ástæðuna fyrir þrýstingsfalli sagði hann vera þá að heimæðar og vatnskerfi þessara gömlu húsa væru orðin illa farin og jafnvel stífluð vegna ryðs. „Húseigendur vilja oft heimfæra þetta upp á bæjarkerfið sjálft, en meinið liggur í mörgum tilfellum innan húss hjá fólkinu sjálfu. Égávið aðlagnirnar innanhúss séu fullar af ryði og því verði þrýstingsfall. Þessi skýring er mjög algeng," sagði Daníel. Hann sagði að neðst á Vesturgötunni væru stór fiskvinnslufyrirtæki sem dæla vatninu til sín og um leið og dælurnar fari í gang falli þrýstingur töluvert á kerfinu sjálfu og bitnar þá á húseigendum í kring. Daníel taldi að þar sem nágrannar Óskars hefðu ekki kvartað, væri meinið að öllum líkindum að finna í húsinu hjá honum, þá í lögnum í húsinu, þar sem skipt hefði verið um lögn- ina að og undir húsi Óskars. Daníel sagði að vatnsskortur á þessu svæði væri tilfinnanlegt vandamál gangvart frystihúsunum og uppi væru hugmyndir um að byggja stóran safngeymi fyrir þetta svæði, til að safna vatni yfir nóttina fyrir frystihúsin, þannig að þau hafi forða til að ganga í yfir daginn og minnka þannig álagið á dreifi- kerfið og koma í veg fyrir þrýst- ingsfall í nágrenninu. -ABÓ Súlnafellið selt til ÚA? Útgerðarfélag Akureyringa hefur gert kauptilboð í Súlnafell ÞH 361, ísfisktogara Útgerðarfélags N-Þing- eyinga á Þórshöfn og má búast við að það tilboð verði staðfest á næstu dögum. Ágúst Guðröðarson varaformað- ur útgerðarfélagsins sagði í samtali við Tímann að þeir hefðu neyðst til að selja skipið þar sem þeir hefðu ekki haft rekstrarhæft félag. „Við gátum ekki farið nema tvær leiðir, annaðhvort að auka hlutafé eða selja af okkur eignir. Við náðum því ekki fram að auka hlutafé, svo við seljum Súlnafellið,“ sagði Ágúst. Heimamönnum var boðið skipið til kaups, en enn sem komið er hefur ekkert heyrst frá þeim. Dregið hefur verið að gefa Útgerðarfélagi Akur- eyrar svar, til að gefa heimaaðilum kost á að reyna að festa kaup á skipinu. Útgerðarfélag N-Þingeyinga á annað skip, Stakfell ÞH 360 og er það í fullri vinnslu og er ætlunin að halda því áfram. Súlnafellið var keypt til Þórshafn- ar fyrir tæpum tveim árum. Útgerðin varð fyrir áföllum með skipið, en skipta þurfti um vél í því, auk þess sem fjármagnskostnaður óx meir en áætlað hafði verið. -ABÓ Stofnun og stjórnun fyrirtækja: Námskeið fyrir konur í mars verður haldið námskeið á Sauðárkróki fyrir konur varðandi stofnun og stjórnun fyrirtækja. Iðntæknistofnun og Iðnþróunar- félag Norðurlands vestra standa fyrir námskeiðshaldinu. Kennarar verða starfsmenn þessara tveggja stofn- ana. Á námskeiðinu verður fjallað um hvað í því felst að stofna og reka fyrirtæki. Einnig verður fjallað um sérstöðu kvenna við rekstur fyrir- tækja. Af reynslu sinni telja þeir sem sjá um námskeiðið að konur taki miklu frekar þátt í námskeiðum sem þeim eru ætluð eingöngu. Það mun meðal annars vera vegna þess að konur eigi auðveldara með að tjá sig innan um aðrar konur en í blönduð- um hóp og fleira. Einnig er tekið fram að konur séu vandvirkari en karlar. jkb

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.