Tíminn - 22.02.1989, Qupperneq 5
Miðvikudagur 22. febrúar 1989
Tíminn 5
„Lífsbjörg í Norðurhöfum" 40 mínútna heimildarmynd sem Magnús Guðmundsson leggur nú lokahönd á þar sem m.a. er flett ofan af svikum grænfriðunga:
Umhverfisverndarmenn
sekir um dýrameiðingar
„Lífsbjörg ■ Norðurhöfum" er
nafn á heimildarmynd sem verið er
að leggja síðustu hönd á þessa dag-
ana. I myndinni er Ijallað um mál-
stað norðiægra smáþjóða og baráttu
við starfsaðferðir grænfriðunga. Við
vinnslu myndarinnar hefur höfundur
hennar, Magnús Guðmundsson,
komist að stórfelldum fölsunum
grænfriðunga, en Magnús var sá sem
kom upp um að myndin um selveiðar
Norðmanna væri fölsuð.
Magnús Guðmundsson hefur frá
1985 unnið að gerð heimildarmynd-
arinnar. Að vísu með nokkrum hlé-
um en sleitulaust allt síðastliðið ár
og nú er gerð myndarinnar á loka-
stigi. Magnús hefur séð um fjár-
mögnun myndarinnar sjálfur og er
kostnaðurinn orðinn verulega
mikill.
Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt
myndinni töluverðan áhuga og nú
þegar standa Magnúsi til boða ýmsir
kostir um að koma myndinni á
framfæri erlendis, en kostnaður við
dreifingu hennar er gríðarlegur.
Komið hefur til tals að íslensk stjórn-
völd styrki dreifingu hennar fjár-
hagslega en enn hefur engin ákvörð-
un verið tekin.
Tíminn hitti Magnús að máli og
bað hann fyrst um að segja frá efni
myndarinnar.
„Myndin fjallar um hvernig smá-
þjóðirnar, Grænland, ísland og Fær-
eyjar hafa orðið fyrir barðinu á
alþjóðlegum umhverfissamtökum
sem hafa á að skipa milljónum
meðlima og virðast gera allt sem þau
geta til að koma sínu fram. Varðandi
Grænland er það fyrst og fremst sá
skaði sem Grænlendingar hafa orðið
fyrir í tengslum við baráttuna gegn
selveiðum. Þar eru þeir saklaus fórn-
arlömb grænfriðunga sem hafa
viðurkennt mistök sín en hafa ekkert
gert til að bæta fyrir þau mistök og
halda áfram að berjast gegn sölu á
selskinnum. Mikill hluti myndarinn-
ar fjallar svo um stríð grænfriðunga
við íslendinga, hvernig þeir hafa
reynt að svipta íslendinga og Færey-
inga sjálfsákvörðunarrétti á eigin
landsvæðum. I heildina er þetta
mynd sem kynnir málstað þessara
þjóða eins ítarlega og hægt er. í
myndinni er einnig kynnt menning
og hefðbundnir lífshættir þessara
þjóða.
Norðmenn koma inn í myndina
að því leyti til að það hittir þannig á
að sena sem við erum að nota í
myndinni og sýnir selveiðar á Ný-
fundnalandi var fölsuð af grænfrið-
ungum fyrir meira en tíu árum og
var nýlega notuð til að lýsa selveið-
um Norðmanna við Jan Mayen. Við
létum ekki á okkur standa og til-
kynntum þetta strax til Noregs að
við hefðum þessa senu undir hönd-
um og þetta væri tómt fals og senan
væri sviðsett og komin frá grænfrið-
ungum. Síðan þetta gerðist hafa
norskir fjölmiðlar svo að segja ekki
látið okkur í friði, þvf grænfriðungar
hafa ekki viljað viðurkenna að þessi
sena sé frá þeim. Við fengum þessa
mynd frá þeim og þeir éiga réttinn
að henni, þannig að þetta hlýtur að
vera þeirra mynd og hún átti mestan
þátt í því þegar heimurinn reis upp
gegn selveiðum á Nýfundnalandi
vegna þess hversu ómannúðlegar
þær væru. í henni var selur m.a.
fleginn lifandi.
Barátta grænfriðunga hefur að
miklu leyti byggt á fölsunum af
þessu tagi þar sem veiðimönnunum
er stillt upp sem tilfinningalausum
skepnum sem eru sér til ánægju að
meiða og drepa dýr. Veiðimennirnir
veiða dýrin í atvinnuskyni en veiði-
aðferðir af þessu tagi hafa aldrei
sannast.
í myndinni tek ég fyrir þessar
falsanir sem sýna út af fyrir sig
starfsaðferðir grænfriðunga og ann-
arra náttúruverndarsamtaka sem
byggjast á stöðugum föslunum og
koma fyrir aftur og aftur. Það er
einskis freistað til að „sjokkera"
heiminn með alls konar sviðsetning-
um og myndfölsunum. Menn hafa
verið dæmdir í fangelsi og fengið
miklar fjársektir fyrir að hafa stund-
að dýrameiðingar á vegum þessara
samtaka en það virðist aldrei koma
fram í heimspressunni.
Grænfriðungar ráðast hinsvegar
alltaf á þau skotmörk sem þeir telja
að þeir ráði við. Mér virðist að þeir
starfi mjög kerfisbundið. Fyrst byrja
þeir í vestri, á Nýfundnalandi, síðan
færa þeir sig til Grænlands, svo til
íslands og eftir því sem við komumst
næst eftir samtölum við þetta fólk
eru Færeyjar næsta skotmark á eftir
Islandi.
Spurning sem við höfum lagt fyrir
okkur er sú hvort hér ráði einhverjir
stærri hagsmunaaðilar ferðinni. Ein-
hverra hluta vegna láta grænfriðung-
ár stóriðnaðinn algerlega í friði sem
veldur mestum umhverfisspjöllum í
dag. Hugsanleg skýring er sú að
markvisst sé verið að beina athygli
almennings í iðnaðarríkjunum, sem
er að kafna úr mengun, að þessum
norðlægu smáþjóðum sem hafa í
rauninni enga möguleika á að spilla
náttúru heimsins svo nokkru nemi.
Samtökin ráðast á selveiði- og
hvalveiðimenn og telja almenningi
trú um að þessar þjóðir séu að drepa
gæludýr heimsins, út á þetta fá
samtökin peninga og samkvæmt
okkar heimildum er það fámennur
hópur manna sem stjórnar öllum
aðgerðum grænfriðunga. Fylgjend-
urnir eru yfirleitt heiðarlegt fólk sem
vill vel en fær ekki réttar upplýsingar
og virðist yfirleitt ekki þekkja haus
né sporð á þeim þjóðum sem það er
að fordæma.
Aðspurður sagði Magnús að ís-
lensk stjórnvöld hefðu tvímælalaust
vanmetið áhrifamátt þessara sam-
taka og íslenskir aðilar hefðu ekki
gert sér grein fyrir nauðsyn þess að
kynna málstað okkar. „Hinsvegar
megum við alls ekki ofmeta þessi
samtök eins og þjóðin virðist vera
búin að gera að miklu leyti. Áhrifa-
máttur samtakanna liggur fyrst og
fremst í góðri skipulagningu, miklu
fjármagni og endalausum áhuga.
Það er þessi áhugi sem við verðuni
að drepa niður með því að kynna
hvers eðlis samtökin eru og hvað
þau eru á miklum villigötum. Græn-
friðungar hættu að vera náttúru-
verndarsamtök fyrir 18 árum og
urðu mótmælaiðnaður eins og einn
maður segir í viðtali við okkur í
myndinni."
Magnús sagði það vera ljóst að
einhver fjárstuðningur yrði að koma
til vegna dreifingar á myndinni.
„Mér fyndist ekki óeðlilegt að hags-
munaaðilar tækju höndum saman og
iegðu okkur lið, því annars kiknum
við undan þessu fjárhagslega. Það
má segja að það sýni áhrifamátt
þessarar myndar að áður en hún er
fullbúin er hún farin að fletta ofan
fölsunum. I dag sé ég ekkert sem er
sterkara fyrir málstað fslendinga en
þessi mynd.
SSH
Kristinn Sigtryggsson framkvæmdastjóri Arnarflugs hefur gagnrýnt málsmeðferð
Steingríms J. og segir hana bera vott um vilja ráðherrans:
Samgönguráðherra vill
aðeins eitt flugfélag
Kristinn Sigtryggsson framkvæmdastjóri Arnarflugs hefur
gagnrýnt málsmeðferð samgönguráðherra og telur hana Ijósan
vott þess að ráðherra vilji sameina Arnarflug Flugleiðum og hafa
aðeins eitt félag starfandi að áætlunarflugi milli landa.
„Ríkisstjórn og ráðherrar verða
sjálfir að svara fyrir sig,“ sagði
Kristinn við Tímann, „en okkur
fannst til skamms tíma að hugur
ráðherranna almennt væri jákvæð-
ari í okkar garð en samgönguráð-
herra er. Viðræðunefndin sem
samgönguráðherra skipaði hlýtur
vitanlega að starfa í anda ráðherra.
Málið fjallar auðvitað um stærð
dæmisins og hversu mikið þarf til.
Enginn vill setja aftur upp lausn
eins og 1986 sem gengur allt of
skammt. Annaðhvort er að leysa
þetta núna eða ekki,“ sagði
Kristinn.
Kristinn sagði að Arnarflugs-
menn hefðu jafnan lagt á það
áherslu að reynslan af því þegar
eitt félag sat að millilandafluginu
væri ekki þannig að vert væri að
endurtaka hana. Hann sagði'þó að
tíma Arnarflugs væri ekki lokið
enn og leiðir enn opnar þótt þessar
viðræður væru hafnar við Flugleið-
ir. Þær væru svo skammt á veg
komnar að enn væri ekkert farið að
ræða um verð eða kjör sem Flug-
leiðir hugsanlega yfirtækju Arnar-
flug á.
Hann sagði að Arnarflugsmenn
væru búnir að leggja fyrir nefndina
útreikninga um hverju er eftir að
slægjast fyrir Flugleiðir. Hann
sagði að enda þótt Flugleiðir bættu
hluthöfum Arnarflugs að fullu hluti
þeirra í félaginu, þá væri yfirtakan
þeim afar hagstæð.
í því vægi einokunarstaðan
þyngst. Félagið yrði eitt á mark-
aðnum og gæti í raun stýrt verð-
lagningunni að vild.
Þá væri uppbyggingin á leiðum
Arnarflugs, einkum Amsterdam-
leiðinni, verðmæt en þangað er
daglegt farþegaflug og þrjú til fjög-
ur vöruflutningaflug í viku. Am-
sterdam væri orðin stærsta vöru-
flughöfn Islendinga á meginlandi
Evrópu.
Kristinn gat þess að flugmála-
stefna stjórnvalda undanfarin ár
hefði verið Arnarflugi þung í
skauti. Félagið hefði ítrekað orðið
fyrir því að Flugleiðir hefðu flogið
ofan í flugrútur þeirra og þannig
gert þeim erfitt fyrir með að ná
tryggri fótfestu.
A sama tíma hefðu þeir haft
einokun á allri Skandinavíu og
Bretlandseyjum og hefði Arnar-
flugi verið sköpuð miklu verri sam-
keppnisstaða en Flugleiðum.
„Þeirra svæði eru algerlega lok-
uð okkur, en þeir geta hoppað í
kring um okkur eins og þeim
sýnist. Það var nú svo gróft að þeir
hófu vöruflug til Ostende í Belgíu
í haust án þess svo mikið sem sækja
um leyfi til þess fyrst.
Þá er það einkennandi að Flug-
leiðir bjóða mun lægri fargjöld til
Luxemborgar og Frankfurt heldur
en þeir gera á aðra staði, vegna
þess að þar eru þeir við hliðina á
okkur," sagði Kristinn Sigtryggs-
son forstjóri Arnarflugs.
Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra hefur skipað við-
ræðunefnd sem ræða á við forráða-
menn Flugleiða og Arnarllugs um
sameiningu félaganna vegna fjár-
hagsvandræða Arnarflugs.
1 nefndinni eru Halldór S. Krist-
jánsson skrifstofustjóri í sant-
gönguráðuneyti, Þorsteinn Ólafs-
son ráðgjafi forsætisráðherra í
efnahags- og atvinnumálum, Þór-
hallur Arason skrifstofustjóri í
fjármálaráðuneyti og Stefán Reyn-
ir Kristjánsson fulltrúi viðskipta-
ráðherra.
Nefndinni og ráðherra til ráðu-
neytis í sameiningarmálinu eru
tveir lögmenn; þeir Hjörtur Torfa-
son og Ragnar Aðalsteinsson
hæstaréttarlögmenn. -sá