Tíminn - 22.02.1989, Síða 10
10 Tíminn
"iilllllllllllllllli ÍÞRÓTTIR :':!!'l:|i !"i
Miðvikudagur 22. febrúar 1989
Miðvikudagur 22. febrúar 1989
■ ÍÞRÓTTIR
Enska knattspyrnan:
Stórliðin í basli
í bikarleikjunum
Það sannaðist enn einu sinni að
ekkert er öruggt fyrirfram í bikar-
keppni í knattspyrnu. í 5. umferði
ensku bikarkeppninnar um helgina
var Nottingham Forest eina liðið
sem vann sannfærandi sigur er liðið
vann Watford 3-0.
Liverpool liðið lenti í miklu basli
með leikmenn Hull. Liverpool náði
forystunni snemma í leiknum með
marki John Barnes, en þeir Billy
Whitehurst og Keith Edwarda komu
Hull yfir og þannig var staðan í
hálfleik. John Aldridge skoraði síð-
an 2 mörk í síðari hálfleiknum og
kom Liverpool áfram í keppninni.
Garry Gillespie lék að nýju með
eftir fjögurra mánaða fjarvera vegna
meiðsla. Hann var borinn slasaður
af leikvelli eftir aðeins 10 mín. leik.
Bikarmeistarar Wimbledon lentu
í basli með lið Grimsby, sem kemur
frá samnefndri hafnarborg líkt og
Hull. Grimsby var einu marki yfir í
hálfleik en John Fashanu jafnaði
metin í síðari hálfleik. Terry Phelan
kom síðan Wimbledon yfir og Denn-
is Wise bætti þriðja markinu við
undir lok leiksins.
Manchester United komst fljót-
lega yfir á móti Bournemouth. Þar
var að verki Mark Hughes, eftir að
Brian Robson hafði skallað knöttinn
til hans. Trevor Aylott jafnaði leik-
inn í síðari hálfleik og liðin verða því
að leika á ný á Old Traffosd á
miðvikudagskvöld.
Nottingham Forest hafði mikla
yfirburði gegn Watford á sunnudag-
inn og sigraði 3-0. Niel Webb, Lee
Chapman og Brian Laws gerðu mörk
Forest í leiknum.
Everton Norwich og West Ham
unnu naumlega sigur í sínum leikj-
um og eru komin í 8-liða úrslitin
ásamt Brentford sem vann 2-0 sigur
á Blackburn.
Úrslitin í bikarkeppninni
5. umferð:
Barnsley-Everton............0-1
Blackburn-Brentford.......0-2
Bournemouth-Manch.Utd. . 1-1
Charlton-West Ham .........0-1
Hull-Liverpool.............2-3
ITT
Iitasjónvarp
er fjárfesting
ív-þýskum
gæðumog
faflegum
Illltum
Norwich-Sheffield Utd.....3-2
Wimbledon-Grimsby.........3-1
Watford-Notth. Forest.....0-3
1 .deild:
Luton-Middlesbrough.......1-0
Q.P.R.-Arsenal ............0-0
Sheff. Wed.-Southampton .. 1-1
2. deild:
Birmingham-Man.City ..... 1-2
Bradford-W.B.A............2-0
Leicester-Leeds...........1-2
Oldham-Brighton ..........2-1
Plymouth-Chelsea ..........0-1
Portsmouth-Walsall........1-1
Swindon-Sunderland........4-1
3. deild:
Blackpool-Bolton...........2-0
Bristol Rovers-Mansfield .. 0-0
Bury-Preston...............1-1
Chester-Notts County......1-0
Chesterfield-Gillingham ... 0-1
Fulham-Bristol City.......3-1
Huddersfield-Northamton .. 1-2
Port Vale-Wigan...........2-1
Reading-Cardiff ..........3-1
Swansea-Aldershot .........1-0
4. deild:
Carlisle-Hereford..........3-0
Exeter-Bumley..............3-0
Hartlepool-Doncaster.....2-1
Leyton Orient-Scarbrough . 2-3
Lincoln-Torquay............1-0
Rotherham-Darlington .... 1-2
Scunthorpe-Colchester ... 2-3
York-Tranmere.............0-1
Crewe-Wrexham..............2-2
Halifax-Cambridge..........0-0
Stokport-Rochdale..........3-0
Tuttugasta og fyrsta íslandsmeist-
aramót í Ol.-lyftingum var haldiö í
Garðaskóla 18.2.1989. Samhliða ís-
landsmeistaramótinu var haldið ís-
landsmeistaramót drengja og ung-
linga.
9 drengjamet voru sett, auk þess
setti Haraldur Ólafsson nýtt glæsi-
legt íslandsmet í jafnhöttun 178 kg
sömu þyngd og hann reyndi við á
Stöðvar 2-nióti nú um síðustu helgi
en missti þá naumlega.
Hápunktur mótsins var án efa
keppni Haraldar Ólafssonar og Guð-
mundar Helgasonar í stigakeppni
mótsins. Eftir snörun leiddi Guð-
mundur en Haraldur komst yfir eftir
glæsilegt íslandsmet sitt, þurfti Guð-
mundurþá aðlyfta 190kgíjafnhött-
un til að endurheimta fyrsta sætið
J Körfuknattleikur:
ÍBKsigraði
Keflvíkingar komust tíl
Sauðárkróks i gærkvöld og
léku þar gegn Tindastólsmönn-
um í Fluglciðadeildinni í körfu-
knattlcik. Leiknum liafði áður
verið frestað vegna ófærðar.
ÍBK vann sigur 83-96, eftir að
staðan í hálfleik var 45-53.
Guðjón Skúlason gerði 35 stig
fyrir ÍBK og Jón Kr. Gíslason
24. í liði heimamanna gerði
Eyjólfur Sverrisson 22, Valur
Ingimundarson 17 og Haraldur
Leifsson 15. BL
Staðan í 1 deild
Arsenal .... 24 15 6 3 50-24 51
Norwich ... 24 13 8 3 36-25 47
Man. Utd. .. 24 10 9 5 34-19 47
Notth. Forest 24 9 11 4 34-26 38
Coventry ... 24 10 7 7 33-25 37
Uverpool... 23 9 9 5 30-20 36
Millwall .... 23 10 6 7 35-30 36
Derby 23 10 5 8 26-18 35
Everton .... 24 8 9 7 29-26 33
Wimbledon . 23 9 5 9 27-30 32
AstonVilla . 25 7 9 9 34-38 30
Middlesbr... 24 8 6 10 30-36 30
Luton 24 7 8 9 27-29 29
Southampt. . 25 6 10 9 37-47 28
Tottenham . 24 6 9 9 34-36 27
Q.P.R 25 6 8 11 24-24 26
Chariton ... 24 5 9 10 26-35 24
Sheff.Wed. . 24 5 9 10 19-34 24
Newcastle . 24 5 6 13 21-43 21
West Ham .. 23 4 5 14 20-41 17
Staðan í 2 deild
Chelsea ... 29 16 9 4 60-29 57
Man.City ... 29 16 8 5 44-25 56
Watford .... 28 14 6 8 42-29 48
Blackbum .. 28 14 6 8 46-40 48
W.B.A 29 12 10 7 46-29 46
Leeds 29 11 11 7 36-27 44
Bournemth.. 28- 13 4 11 31-32 43
Crystal Pal. . 28 11 9 7 43-35 42
Barnsley ... 28 11 9 8 39-37 42
Stoke 28 11 8 9 34-44 41
Swindon ... 28 10 10 8 42-36 40
Ipswich .... 28 12 4 12 42-39 40
Sunderland . 29 10 10 9 37-36 40
Portsmouth . 29 10 9 10 38-36 39
Hull 28 10 8 10 39-39 38
Plymouth .. 29 10 7 12 36-41 37
Leicester .. 29 9 10 10 35-40 37
Bradford ... 29 8 11 10 30-34 35
Oxford 28 9 6 13 42-43 33
Oldham .... 29 7 10 12 44-47 31
Brighton ... 29 8 6 15 40-48 30
Shrewsbury 28 4 11 13 22-43 23
Birmingham 29 4 7 18 19-53 19
Walsall .... 29 3 9 17 25-52 18
sem hann og gerði og hlaut þar af
leiðandi sæmdarheitið Meistari
Meistaranna.
Óhætt er að fullyrða að „gamla
kempan" Guðmundur Sigurðsson
hafi skilað frábærum árangri í gegn-
um árin, hlaut hann nú sinn 19.
Islandsmeistaratitil af 21 móti, er
það nánast fullvíst að það hefur
enginn annar íslenskur íþróttamað-
ur gert nema ef vera skyldi Valbjörn
Þorláksson frjálsíþróttakempa.
Stigakeppni félaga vann KR nokk-
uð örugglega með 1.579,196 stig, í
öðru sæti kom Lyftingafélag Akur-
eyrar með 833,846 stig, UMSB var í
þriðja sæti með 392,662 stig, Ár-
mann var í fjórða sæti með 391,197
stig, ÍR rak lestina en þar var eini
keppandinn Guðmundur Sigurðs-
son. Hlaut ÍR 329,469 stig.
Þetta fslandsmeistaramót ein-
kenndist af aukinni grósku, sannar
það fjöldi ungra lyftara og má geta
þess að UMSB sendi nú í fyrsta sinn
keppendur á íslandsmeistaramót.
Úrslit urðu eftirfarandi:
íslandsmeistarar drengja urðu. SN JH SML
44. kg Vilhjálmur Siguijónss. UMSB 35 50 85
52 kg Ingólfur F. Sigurðsson, Árm. 48 573 105
50 kg Snorrí Arnaldsson, LF 65,5 78,5 ‘1373
56 kg Árni Guðjónsson, UMSB 40 50 90
67 kg Birgir FiríLvson, Árm. 62,5 723 135
Unglingameistarívarð 67,5 kg Tryggvi Heimisson, LFA 82,5 97,5 180
íslandsmeistarar fullorðinna: 52 kg Ingólfur F. Sigurðss. Árm. 48,5 573 105
60 kg Snorrí Amaldsson, LFA 65,5 78,5 1373
75,5 kg Þorvaldur B. Rógnvaldss. KR 95 125 220
82,5 kg Haraldur ólafsson, LFA 125 1783 3023
90 kg Guðm. Sigurðsson, ÍR 125 165 290
100 kg Birgir Borgþórsson, KR 102,5 130 2323
100 kgGuðm.Helgason.KR 150 190 340
+110 kgAgnarMárJónsson,KR 1173 152,5 270
Lyftingar:
Nítjándi titill
Guðmundar Sig.
Krislján Arason vígalegur á svip í átökum við varnarmenn. fslenska liðið á nú möguleika á sigri í B-keppninni eftir sigur á Sviss í gær. Tímamynd Pjctur.
y Handknattleikur:
Staða Islands vænleg
eftir sigur á Sviss
Ísland-Sviss 19-18 (11-10)
íslensku handknattleiksdrengirnir okkar
hafa aldeilis sýnt það og sannað að þeir
eiga hvergi annars staðar heima en í
A-keppni Heimsmeistarakeppninnar. í
gærkvöldi tryggðu þeir að öllum líkindum
Islandi sæti ■ A-keppninni í Tékkóslóvakíu
að ári, með góðum og mikilvægum sigri á
Svisslendingum í Strassborg í gærkvöldi.
Leikurinn var gífurlega spennandi, vel
leikinn og skynsamlega.
Svisslendingar byrjuðu leikinn af krafti
og skoruðu fyrsta markið, Alfreð Gíslason
jafnaði fyrir frostpinnana. Fljótlega misstu
okkar menn tvo leikmenn útaf í 2 mínútur
og náðu Svisslendingar þá tveggja marka
forystu. En íslensku strákarnir náðu að
jafna leikinn og var jafnt á öllum tölum
upp í 10-10 og höfðu liðin skipst á að ná
Skíðaganga:
Haukurgekkvel
57. sætið varð hlutskipti Hauks Eiríks-
sonar skíðagöngumanns frá Akureyri á
heimsmeistaramótinu í Lathi í Finnlandi
um helgina, bæði í 15 km og 30 km göngu.
Á laugardag keppti Haukur í 30 km
göngu með hefðbundinni aðferð. Hann
gekk á 1:36,42 klst. og varð eins og áður
segir í 57. sæti af 78 keppendum. Sigurveg-
arinn Vladimir Smirnov frá Sovétríkjunum
fékk 12 mín. betri tíma en Haukur.
Á mánudag keppti Haukur síðan í 15
km göngu með frjálsri aðferð. Aftur varð
hann 57. nú af 92 keppendum sem hófu
gönguna. Haukur gekk á 45,58 mín. sem
er nokkuð góður tími. Haukur var 5 mín.
á eftir Svíanum Gunde Svan sem sigraði.
í gær var finnskur dagur á heimsmeist-
aramótinu, er heimamenn unnu þrefaldan
sigur í 15 km göngu kvenna með hefðbund-
inni aðferð. Marjo Matikainen vann sín
þriðju gullverðlaun er hún gekk á 47:46,6
mín. Marja-Liisa Kirvesniemi hlaut silfrið
á 47:48,6 mín og bronsið féll í skaut Pirkko
Maatta, en hún gekk á 48:20,8 mín. Finnar
hafa unnið flest verðlaun á mótinu eftir 5
keppnisdaga. Þeir hafa unnið 3 gull, 3
silfur og 3 brons. Sovétmenn koma næstir
með 2 gull, 1 silfur og 1 brons. Svíar hafa
unnið 1 gull, 1 silfur og 2 brons og
Norðmenn hafa unnið 1 gull, 1 silfur og 1
brons. Loks hafa A-Þjóðverjar unnið ein
silfurverðlaun á mótinu. BL
forystunni. En það var íslenska liðið sem
náði að lauma inn einu marki fyrir hálfleik
og staðan þá 11-10.
íslenska liðið kom ákveðið til síðari
hálfleiks og náði strax tveggja marka
forystu. Forystu þessari náði liðið að halda
út leikinn og var hún þetta eitt til þrjú
mörk. Lokakafli leiksins var gífurlega
spennandi. Þegar tvær mínútur voru til
leiksloka mimikuðu Svisslendingar mun-
inn í eitt mark og staðan 19-18 fyrir ísland.
íslendingar misstu þá boltann og síðustu
tvær mínúturnar héldu Svisslendingar bolt-
anum og gerðu allt hvað þeir gátu til að
jafna metin, en allt kom fyrir ekki og stóðu
íslensku strákarnir uppi sem sigurvegarar.
Islenska liðið spilaði þennan leik reynd-
ar eins og það svissneska, ákaflega
skynsamlega. Var leikurinn ekkert sérstak-
lega góður handboltalega séð, en hafði
upp á flest það að bjóða sem handbolta-
leikur getur haft, gífurlega spennu, harðan
varnarleik, hraðan bolta og miklar sveiflur.
Það var góður varnarleikur sem skóp
þennan sigur okkar á ostastrákunum.
Leikurinn var liðsheildarinnar, liðið gífur-
lega jafnt og nánast ómögulegt að tína
einhverja leikmenn út úr. Markahæsti
leikmaður liðsins var Valdimar Grímsson
með sex mörk og var allt annað að sjá til
hans í þessum leik, en gegn V-Þjóðverjum.
Kristján Arason skoraði þrjú mörk og
var firnasterkur í vörn. Guðmundur
Guðmundsson gerði einnig þrjú mörk.
Guðmundur sýnir það enn í þessari keppni
hversu ótrúlega seigur handknattleiksmað-
ur hann er. Þorgils Óttar Mathiesen skor-
aði þrjú mörk. Þá gerði Sigurður Sveinsson
tvö, bæði úr vítum og þeir Sigurður
Gunnarsson og Héðinn Gilsson eitt mark
hvor. Markmennirnir okkar ollu heldur
ekki vonbrigðum. Guðmundur Hrafnkels-
son kom inná f síðari hálfleik og nánast
lokaði markinu og Einar Þorvarðarsson
varði einnig ágætlega, meðal annars tvö
víti.
Það eru greinilegt að svissnesku hand-
boltamennirnir hafa gert heimaæfingarnar
sínar vel hin síðustu ár því að þeim hefur
tekist að búa til mjög sterkt handboltalið
sem á eftir að láta mikið að sér kveða næstu
árin.
Með þessum sigri og væntanlegum sigri á
Hollendingum á morgun, þá er Island á ný
komið í A-keppnina það er öruggt. ísland hefur
nú 6 stig í milliriðlinum. ásamt Rúmenum og
Svisslendingum. Markahlutfall okkar manna er
þó lakast þessara þjóða. V-Þjóðverjar sem unnu
Rúmena í gær eiga litla möguleika á að komast
upp í A-keppnina eftir að hafa bæði tapað fyrir
Sviss og íslandi.
Spennandi verður að sjá hvaða lið verður efst
í riðlinum, Island gæti allt eins orðið í því sæti ef
Rúmenar og Svisslendingar gera jafntefli. Tapi
önnur hvor þjóðin stórt er möguleiki á að leika
um þriðja sætið, en allt fer þetta eftir úrslitunum
í leik íslands og Hollands, sigri ísland stórt í
þeim leik og leik Rúmena og Svisslendinga
lyktar með naumun sigri annars hvors liðsins er
úrslitaleikurinn í sjónmáli. ísland þarf að vinna
Holland með minnst 9 mörkum til þess að eiga
möguleika í úrslitaleikinn. PS/BL
Körfuknattleikur - NBA:
Cleveland liðið
enn á sigurbraut
Lið Cleveland Cavaliers er enn það lið í
NBA-deildinni í körfuknattleik sem fæst-
uni leikjum hefur tapað í vetur. Liðið
hefur aðeins tapað 12 leikjum og verður
því áreiðanlega sterkt í úrslitakeppninni
sem hefst með vorinu.
Á laugardagskvöld vann liðið sigur á
Philadelphia ’76ers 118-100 og á mánu-
dagskvöld lék liðið gegn Houston Rockets
og hafði sigur 110-90.
Úrslitin síðustu daga.
Laugardagur:
Charlotte Hornets-Indiana P. . . 119-114
Cleveland Cava.-Philadelphia . 118-100
N.Y.Knicks-N.J.Nets.......... 125-115
Houston Rockets-Dallas Mav . . . 105-94
Utah Jazz-S.A.Spurs ...........107-93
Golden State-Detroit Pistons .. 121-119
Washington Bullets-L.A.CIipp . . . 98-93
Seattle Supers.-Portland Tr. .. 116-115
Phoenix Suns-Sacramento Kings . 120-101
Sunnudagur:
Chicago Bulls-Milwaukee Bucks . 108-106
L.A.Lakers-Boston Celtics . . . 119-110
Miami Heat-Atlanta Hawks . . . 124-115
Mánudagur:
Chicago Bulls-Portland Trail . . . 102-98
Cleveland Cavaliers-Houston R. . 110-90
Denver Nuggets-Detroit Pist. . . 103-101
Atlanta Hawks-L.A.Clippers .. 114-100
N.J.Nets-Miami Heat.......... 117-109
Dallas Mavericks-S.A.Spurs . . . 105-93
Utah Jazz-Phoenix Suns.........118-92
L.A.Lakers-Sacramento Kings . . 100-97
BL
Körfuknattleikur:
KR-ingar slakir í
síðari hálfleik
KR-ingar töpuðu sínum þriðja
leik í röð í gærkvöld er þeir urðu að
sætta sig við 23 stiga ósigur gegn
Njarðvíkingum í fyrri leik liðanna í
undanúrslitum bikarkeppninnar í
körfuknattleik. KR-ingarnir hrein-
lega gáfust upp og lokatölur leiksins
voru 70-93. Þar með er nær öruggt
að það verða Njarðvíkingar og IR-
ingar sem leika til úrslita í bikar-
keppninni í ár.
KR-ingar voru með frumkvæðið
allan fyrri hálfleikinn og náðu mest
11 stiga forystu 19-8. Munurinn var
yfirleitt 6-8 stig, en með góðum
endaspretti minnkuðu Njarðvíking-
ar muninn í 2 stig 44-42.
KR-liðið sem mætti til leiks í
síðari hálfleik var ólíkt því sem lék
í fyrri hálfleik. Hittni var mjög slök,
jafnt þó að unt vítaskot væri að
ræða. Þá var skotval liðsins hreint
fáránlegt og lítið var reynt að leika
inná ívar Webster. Njarðvíkingar
þurftu ekki neinn stórleik til að ná
öruggum tökum á leiknum. Laszlo
Nemeth þjálfari KR reyndi að skipta
inná til þess hressa uppá liðið en allt
kom fyrir ekki. Athygli vakti hvað
langur tími leið þar til lykilmenn KR
komu aftur inná, en þeir Birgir
Mikaelsson, Guðni Guðnason og
Jóhannes Kristbjörnsson sátu allt of
Iengi á bekknum. Þeir leikmenn sem
inná voru gátu engan veginn brotið
pressuvörn gestanna á bak aftur.
Við mótlætið gáfust KR-ingar
hreinlega upp og þeir reyndu ör-
væntingarskot í sókninni, í stað þess
að reyna smám saman að minnka
muninn fyrir seinni leikinn, sem er á
fimmtudag í Njarðvík.
Með slíkum leik sem KR-liðið
sýndi í síðari hálfleik, er það gerði
26 stig gegn 51, hefði það líklega
tapað fyrir hvaða liði sem er í
Flugleiðadeildinni. I innáskiptinga-
ruglinu hjá liðinu gleymdist einn
leikmaður sem staðið hafði sig vel í
fyrri hálfleik, en það var Hörður
Gauti Gunnarsson. Hann fékk ekki
tækifæri fyrr en um seinan.
Úrslitin 70-93 og möguleikar KR
í bikarnum eru úr sögunni. Ekki
verður séð á þessum leik að liðið eigi
neina möguleika í úrslitakeppni ís-
landsmótsins, ef svo á að vera þurfa
að koma til stórfelldar breytingar á
stjórnun liðsins.
Stigin KR: Jóhannes 18, Birgir 11,
Guðni 10, Ólafur 10, ívar 8, Gauti 5
og Böðvar 5. UMFN: Kristinn 23,
Helgi 18, Teitur 15, Fririk Rún. 13,
ísak 10, Hreiðar 8 og Friðrik
Ragnars. 4. BL
Guðni Guðnason og félagar í KR eiga ekki mikla möguleika á að komast í
úrslit bikarkeppninnar eftir stóran ósigur gegn Njarðvíkingum í gærkvöld.
Hér eru þeir Helgi Rafnsson og ísak Tómasson til varnar í bikarúrslitaleikn-
Um í fyrra. Tímamynd: Pjetur
Tíminn 11
.ekki
Sala getraunaseðla með ensku knattspyrnunni lokar á laugardögum kl. 14:45.
8. LEIKVIKA- 25. FEBRUAR 1989 111 11 2
Leikur 1 Aston Villa - Charlton
Leikur 2 Derby - Everton
Leikur 3 Millwall - Coventry
Leikur 4 Norwich - Man. Utd.
Leikur 5 Southampton - Tottenham
Leikur 6 Wimbledon - Sheff. Wed.
Leikur 7 Bournemouth - Portsmouth
Leikur 8 Barnsley - Blackburn
Leikur 9 Brighton - Watford
Leikur 10 Oxford - Ipswich
Leikur 11 Stoke - Leicester
Leikur 12 Sunderland - Hull
Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 17:15 er 91-84590 og -84464. Sprengipotturinn aekk ekki út, svo nú er pofturinn : -ekki bara tvöfaldur!
Bjarni
Matarspjallsfundur með sveitarstjórnarkonum
Hinn mánaðarlegi matarspjallsfundur LFK verður haldinn 23. febrúar
n.k. kl. 19 að Lækjarbrekku.
Bjarni Einarsson, aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar, ræðir um Upp-
lýsingaöflun innan kerfisins.
Ahugafólk um sveitarstjórnarmál sérstaklega hvatt til að mæta.
Stjórn LFK.
m
í umræðunni
Guðsteinn
Guðsteinn Þengilsson læknir mun verða í umræðunni hjá Félagi
ungra framsóknarmanna á Gauki á Stöng mánudaginn 27. febrúar
klukkan 12.00. Guðsteinn mun ræða um bjórinn og svara fyrirspurn-
um fundargesta.
Allir hjartanlega velkomnir.
Við minnum á hinn frábæra hádegisverð sem boðið er upp á á
fundinum. Súpa, fiskréttur og kaffi á aðeins kr. 530,-.
Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík.
Akureyringar - nágrenni
Námskeið
Námskeið í raddbeitingu, framsögn og ræðutækni fyrir ræðustól,
hljóðvarp og sjónvarp.
Kennarar: Kristján Hall og
Theodór Júlíusson.
Námskeiðið fer fram að Hafnarstræti 90, Akureyri og hefst 24. febrúar
kl. 18 og stendur laugardaginn 25. febrúar frá kl. 13 og sunnudaginn
26. febrúar frá kl. 13.
Innritun í síma 21180 milli kl. 16 og 18 miðvikudag og fimmtudag.
Reykjanes
Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er
opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222.
K.F.R.
Kópavogur
Skrifstofan í Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-13.
Sími 41590. Heitt á könnunni.
Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattir til að
líta inn og taka með sér gesti. Eflum flokksstarfið.
Framsóknarfélögin í Kópavogi.