Tíminn - 22.02.1989, Page 15
Miðvikudagur 22. febrúar 1989
Tíminn 15
MINNING
Olga
Fædd 6. maí 1912
Dáin 5. febrúar 1989
Olga var fædd í Vatnsleysu í
Fnjóskadal. Foreldrar hennar voru
hjónin Theodóra Þórðardóttir og
Egill Olgeirsson.
Mín fyrstu kynni af Olgu voru, er
hún kom kaupakona til föðurbróður
míns í Staðarhól, sem er nýbýli úr
Öngulsstöðum og er þar stutt á milli
bæja. Olga var myndarleg stúlka,
dökkhærð með brún glampandi
augu, vel greind og laglega hagmælt.
En fyrst og fremst hafði hún
skemmtilega framkomu. Létt í lund
og unglingunum féll vel við að vera
í návist hennar.
Hún hafði nýlega verið á Hús-
mæðraskólanum á Laugum í Reykja-
dal, en stuttu eftir að hún kom
heim varð hún fyrir því óláni, að
bærinn, sem hún átti heima á, brann
og hún missti allt sitt, nema smá-
pjötlu af útsaumuðum dúk. En Olga
var ekki að æðrast. „Ég fékk að læra
þarna og góðu minningarnar um
skólann þær brenna ekki.“ Þannig
var Olga.
Á Öngulsstöðum var margt af
ungu fólki og Olga varð strax ein af
okkur. Við fórum í sund í Lauga-
landi og það var jafnvel farið alla
leið í Vaglaskóg á hverju sumri. Á
þessum árum varfélagslífið blómlegt
og Olga naut sín vel í leik og starfi
með ungu fólki sveitarinnar. Ég veit
að jafnaldrar mínir og eldri minnast
Olgu þessi sumur sem góðs félaga.
En mest og best kynntist ég Olgu
í Reykjavík. Við vorum þar saman
nokkra vetur. Hún vann fyrst í
hattabúð og lærði að sauma hatta,
enda var hún mjög lagtæk. Einnig
var hún stundum í búðinni. Ég kom
oft í búðina til hennar og alltaf fór
ég glaðari heim. Henni var svo ein-
lægt að koma öðrum í gott skap.
Olga hætti fljótt að vinna þarna og
fór í önnur störf.
Seinnipart vetrar 1942 leigðum
við saman herbergi í Stýrimanna-
stígnum. Það var í gömlu húsi.
Herbergið með norðurglugga.
Glugginn var gisinn svo oft var kalt.
En þarna leið okkur samt vel. Olga
var í hjúkrunarnámi en ég vann á
barnaheimili. Við áttum sameigin-
lega kunningja sem við heimsóttum
er við áttum frí saman. Eitt atvik er
mér sérstaklega minnisstætt og sýnir
Egilsdóttir
það þá hlið á Olgu sem hún átti í
ríkum mæli en það var hjálpsemi.
Einn daginn er Olga kom heim lá
ég fársjúk með háan hita. Olga fór
að hlúa að mér sem best hún gat. Úti
var mikið frost og hvasst af norðri
svo kalt var í herberginu. Ég man að
glugginn var alhélaður. Fyrripart
nætur fer Olga að búa sig út og segist
ætla að skreppa eftir ofni sem hún
vissi af. Hún bað mig að vera bara
róleg. Ofninn sótti hún niður undir
höfn í hús til konu sem hún þekkti.
Þetta var á stríðsárunum. Hermenn
á hverju götuhorni og herbúðir á
leiðinni. En ekki lét Olga það aftra
sér. Hún vakti svo það sem eftir var
nætur. Þorði ekki að sofna frá ofnin-
um. Fór því nær ósofin í vinnuna um
morguninn. Þessu atviki mun ég
aldrei gleyma. Þarna var tryggð og
vinátta að verki. Unnið var í kær-
leika.
Olga var heilsteyptur persónuleiki
Hún var ekki eitt í dag og annað á
morgun. Fljótt eftir þennan vetur
skildu leiðir, þótt aldrei slitnaði
sambandið á milli okkar.
Sumarið 1944 flutti Olga til Akur-
eyrar með lítinn son sinn, Egil
Viktorsson. Hún kom sér brátt upp
litlu húsi og fór að vinna á sauma-
stofu, en eins og áður er getið var
Olga afar vel verki farin. Theodóra
móðir hennar flutti til hennar og sá
um drenginn. Faðir Olgu drukknaði
árið 1922. Móðir hennar var alltaf
heimilisföst hjá henni upp frá þessu.
Skrapp til sona og tengdadætra tíma
og tíma, en oftast dvaldi hún hjá
Olgu sem annaðist hana mjög vel í
ellinni. Hún var eina dóttirin en tvo
bræður átti Olga, sem lengst af voru
búsettir fyrir sunnan. Gaman var að
fá Olgu í heimsókn og góð voru
orðin á jólakortunum, oftast í
bundnu máli.
Nokkrum árum eftir að Olga flutti
til Akureyrar giftist hún Stefáni
Hallgrímssyni og fluttist með honum
austur að Arnarstöðum í Fljótsdal.
Og fór móðir hennar með þeim.
Þarna áttu þau góð ár og fallegt
heimili. Ofan við bæinn er þéttur og
fallegur skógur. Þar veit ég að Olga
hefur átt góðar stundir því að hún
var næm á fegurð náttúrunnar. Sann-
arlega náttúrunnar barn í innsta eðli
sínu.
Við hjónin heimsóttum þau að
Arnarstöðum og áttum með þeim
glaðar stundir á þessum fallega stað.
Á Arnarstöðum tóku þau hjón fóst-
urson, Jón Jónsson. Hann naut ást-
ríkis hennar eins og hennar eigin
sonur. Þarna kunni Olga vel við sig,
hún tók mikinn þátt í félagslífi
sveitarinnar. Var í kvenfélagi og
eignaðist marga góða vini sem hún
minntist oft á.
En ský dró fyrir sólu í lífi hjón-
anna. Stefán missti heilsuna og þau
fluttu til Akureyrar. Og í júlí 1972
dó Stefán og var hann jarðaður í
heimabyggð sinni að Valþjófsstöð-
um.
Olga hélt heimili áfram á Akureyri
og vann úti sem áður. Á síðasta ári
veiktist hún og gekk undir stóran
uppskurð, en batinn kom ekki. Hún
bar veikindin með mikilli rósemi og
æðruleysi.
Egill sonur hennar, sem býr úti í
Noregi, kom heim og var hjá henni
síðustu vikurnar þar til yfir lauk.
Var henni þetta ómetanlegurstyrkur
og gleði að hafa hann hjá sér þessar
vikur.
Þetta er ekki æviágrip. Aðeins
minningar um trausta vinkonu, sem
ég á svo mikið að þakka. Ég þakka
tryggðina og vináttuna í marga ára-
tugi.
Syni, fóstursyni og fjölskyldum
þeirra sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Aðalbjörg Halldórsdóttir.
Isleifur Einarsson
„ísleifur í sveitinni" eins og ég
kallaði hann, dó haustið ’88. Hann
var merkilegur persónuleiki sem
hafði mikil áhrif á líf mitt. Ég
kynntist honum 11 ára gömul, þá
frekar ómótuð og að mörgu leyti
spillt borgarbarn, en reynslunni rík-
ari 5 árum seinna er ég hætti að vera
í sveit í Strandarhjáleigu, heimili
ísleifs.
Fyrir það fyrsta urðu þessi sumur
til þess að ég lærði að meta íslenskt
mál. ísleifur var góður íslensku-
kennari og hefði getað staðist hvaða
háskólapróf sem var í íslensku. ís-
lenskt mál var eitt af hugðarefnum
hans. Ég kom til hans með mína
reykvísku litaða ýmsum slanguryrð-
um, fallsýki ásamt feikilega fátæk-
legum orðaforða. Ég fór frá ísleifi
með miklu fallegri íslensku í vega-
nesi og fágæt orð eins og „ásauði, áfall
og gjálífi". Þegar ég talaði vitlaust,
sem var óteljandi sinnum, endurtók
hann setninguna horfði á mann og
beið... maður þurfti sjálfur að brjóta
heilann um hvað væri að. ísleifur
gerði þetta þannig að þetta var
leikur, sem samt var þrunginn mikilli
alvöru.
1 öðru lagi varð ég að ólæknandi
bókaormi hjá honum og endaði
meira að segja í háskólanámi í
bókmenntum. Það þakka ég að
miklu leyti ísleifi.
Veiga, ráðskona ísleifs í fleiri tug
ára, dekraði við okkur krakkana á
Síðbúin kveðja
allan hátt. Það var ekki amalegt að
fá heitu kleinurnar og flatbrauðið
hennar Veigu og taka svo nokkra
slagi í vist með tilheyrandi ærsla-
gangi og bröndurum. Þegar líða tók
á kvöldið læddist maður inn í her-
bergið hans ísleifs, þar sem hann var
umkringdur bókum í bókstaflegri
merkingu. Og það var spjallað með
lotningu um bækur. Maður var ekki
fyrr búin með eina bók en ísleifur
benti manni á aðra sem ekki yrði
síður spennandi.
Allt voru þetta vandaðar bækur.
Ég minnist sérstaklega „Rauðs
Sortulyngs og Dittu Mannsbarns”,
sem voru lesnar af áfergju eins og
allar hinar. Síðan var setið drjúga
stund á rúmstokknum hjá ísleifi og
bókin krufin og gleðinni af lestrinum
deilt með honum.
Öll okkar samskipti einkenndust
af því að ísleifur talaði við mann eins
og jafningja, virti manns skoðanir í
hvívetna „þó“ að maður væri barn.
Þessar sumardvalir urðu mér svo
kærar að ég harðneitaði að mæta í
skólann fyrr en í október og mætti
helst í byrjun maí í sauðburðinn. Ég
lét mömmu það eftir að tjónka við
skólayfirvöld. Henni var það ljúft,
því að hún hafði líka verið í sveit hjá
ísleifi og hennar foreldrar höfðu svo
mörgum mörgum árum fyrr líka
orðið að tjónka við skólayfirvöld.
ísleifur sýndi náttúrubarninu f
mér mikinn skilning og við eyddum
löngum stundum saman yfir lambán-
um og ræddum um hana Golsu eða
hana Gránu og svo fékk ég að velja
mér lamb. ísleifur þekkti hverja á
með nafni. Það var enginn asi á
honum, þegar hann var með ánum
sínum. Nei, hann naut hverrar
stundar.
Við vorum miklir vinir og okkar
vinátta var sérstök, þar sem rúm hálf
öld skildi okkur að árum, við rædd-
um allt milli himins og jarðar af
ákafa þessi sumur og ætíð síðan.
Síðast kom ég í heimsókn í sumar
sem leið meðdanskri vinkonu minni.
Hann tók á móti okkur með hlýju og
var hress að vanda.
Þannig minnist ég góðs vinar.
Hrund Sigurbjörnsdóttir
Afmælis- og minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eöa minning-
argreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að
berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær
þurfa að vera vélritaðar.
r^BLAÐBERA VANTaTI
Víðsvegar á
Lynghálsi 9. Sími 686300
Útboð
S.V.R. og Póstur og sími.
Póst- og símamálastofnunin og Borgarsjóður vegna
Strætisvagna Reykjavíkur óska eftir tilboðum í frágang
á skiptistöð og pósthúsi að Þönglabakka 4 í Reykjavík.
- Stærð hússins: 7540 rúmmetrar.
- Byggingarstig nú: Húsið er tilbúið undir tréverk og
frágengið að utan.
- Skilafrestur verks: 30. júní og 20. ágúst 1989.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu okkar gegn 10
þúsund króna skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á Verkfræðistofu Stefáns Ólafsson-
ar hf., Borgartúni 20, Reykjavík, fimmtudaginn 9. mars
1989, kl. 11:00.
Verkfræðistofa Stefáns Ólafssonar hf.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma
Jónína Jóhannsdóttir
frá Þinghóli
Hátúni 8
sem lést sunnudaginn 12. febrúar síðastliðinn verður jarðsungin frá
Stórólfshvolskirkju, föstudaginn 24. febrúar, kl. 14.00.
Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni við Hringbraut klukkan 11.30
og frá Fossnesti á Selfossi kl. 12.30 sama dag.
EyþórSteinsson Sigrún Ingibergsdóttir
Jóhann B. Steinsson Hildur Magnúsdóttir
og sonarsynir
t
Faðir minn, tengdafaðir og stjúpfaðir okkar
Óskar Bergmann Teitsson
Víöidalstungu
verður jarðsunginn frá Víðidalstungukirkju, laugardaginn 25. febrúar
kl. 14.
Ólafur B. Óskarsson
Brynhildur Gísladóttir
Elín Ólafsdóttir
Birna Ólafsdóttir
Rútuferð frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8.
Upplýsingar í síma 411839.