Tíminn - 09.03.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.03.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 9. mars 1989 Tíminn 7 A annað hundrað nefnda undir umsjón menntamálaráðuneytisins: Ellefu hundruð manns eru við nefndarstörf Hátt á annað hundrað nefnda, starfshópa, stjórna og ráða starfa undir umsjón Menntamálaráðuneytisins. Heild- arfjöldi starfsmanna þessara hópa er um ellefu hundruð manns, að varamönnum meðtöldum. Nefndunum er greitt að loknu starfi og ekki er til nein kostnaöaráætlun eða tilgreind hámarksfjárhæð sem leggja má í störf þeirra. Megnið af þeim rúmlega 180 nefndum og öðrum starfshópum sem eru undir umsjón mcnnta- málaráðuneytisins, er skipað sant- kvæmt lögum, af stjórnvöldum á hverjum tíma. Þá til sctu í ákveðin ár, venjulega tvö til fjögur. Þegar tíminn rennur út er svo endurskip- að í viðkomandi hóp. Menntamálaráðherrarnir liggja heldur ekki á liði sínu við skipan nýrra nefnda og ráða. Samkvæmt skýrslu yfir hópa á vegum ráðu- neytisins skipaði ráðherra síðustu ríkisstjórnar, sem sat við völd tæpa sautján ntánuði, á milli 35 og 40 nefndir á tímabilinu. Það er fyrir utan þær sem voru endurskipaðar eða skipaðar samkvæmt lögum. Þar af voru um fimni skipaðar til að endurskoða lög eða reglugcrðir. „Eftir því sem ég kemst næst eru 24 af þcint nefndum sern ég skip- aði, til einhverra sérstakra verk- efna, starfandi ennþá'" sagði Birgir ísleifur Gunnarsson í samtali við Tímann. Núverandi ríkisstjórn hefursetið rúma fimm mánuði. Á þeim tíma hefur menntamálaráðherra, Svav- ar Gestsson skipað um tuttugu nefndir, vinnuhópa og svo fram- vegis. fyrir utan þær endurskipuðu og þær scm skipaðar eru samkvæmt lögum. Þar af er ein skipuð til að' endurskoða núgildandi útvarpslög og þrjár cru byggingarnefndir. „Þær eru auðvitað mjög sérstaks eðlis. Þetta eru tæknimenn sem ákveða hvaða leiðir er best að fara í mjög viðamiklum endurbótum á húsum," sagöi Guðrún Ágústsdótt- ir aðstoðarmaður mcnntamálaráð- herra í samtali við Tímann en ekki náðist í ráðherrann sjálfan. Aðrar skipaðar ncfndir Svavars fjalla um hin margvíslegustu mál- efni, allt frá framtíðarnýtingu gantla Stýrimannaskólans við Öldugötu til rammalöggjafar um forskólastig auk ótal margs fleira. Tvær þeirra hafa þegar lokið störfum. Fjöldi starfsmanna hópanna er mjög mismunandi. Allt frá þremur eins og í nefnd sem fjallar um tillögur um listnám á íslandi, upp í sextíu og tvo, þar af þrjátíu vara-- Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrv. incnntainálaráðherra. menn, en þetta er fjöldi mcðlima Leiklistarráðs, sem er skipað af Alþingi en starfar undir umsjón menntamálaráðuneytisins. Af öllum þessum fjölda hópa, nýskipaðra og eldri, eru samkvæmt fyrrgreindri skýrslu, um tíu ólaunaðir. Starfsmenn hópanna, þar nteð taldir varamenn og þeir sem vinna með nefndunum, eru vel yfir ellefu hundruð. Þar af er rúmlega hálft annað hundrað, nefndarmenn sem Svavar hefur Svavar Gestsson, nienntaniálaráð- lierra. skipað að undanförnu. Ein nefndin enn, þóknunar- nefnd, fcr yfir störf hópanna og greiðir meðlimum þeirra laun í samræmi við unnar vinnustundir. Þetta er gert þegar nefndirnar liafa lokið störfum. Á síðasta ári námu greiðslur vegna þessa rúmlega 7,2 milljónum króna. 1 nokkuð mörgum nefndanna sitja starfs- menn menntamálaráðuncytisins eða aðrir starfsmcnn ríkisins scm að sögn Guðrúnar fá þá ekki grcitt sérstaklega fyrir nefndarstörfin. Aö öðru leyti er greitt fyrir setna fundi og fá varamenn eðlilega aðe- ins borgað fyrir þá fundi sem þeir sitja en ekkert annars. Nefndir sem starfa í einhver ár fá venjulega greitt fyrir sín störf einu sinni til tvisvar sinnum á ári. „Það eru ntjög náin tengsl á milli menntamálaráðuneytisins og þeirra nefnda sem starfa undir umsjón þcss. Nefndirnar gera ráð- herra eða öðrum starfsmanni ráðu- neytisins reglulega grein fyrir sín- um störlum. Þar fyrir utan eru auövitaö allar nefndirnar á vegum Norðurlandaráðs. Þar tilnefnir menntamáláráðherra einn nefnd- armanna en ég cfast um að þær skili allar reglulega inn skýrslu. Svo finnst mér líklegt að eitthvað af þessum nefndum séu dánar og grafnar," sagði Guðrún. Hún sagði fjármagn scm varið er í störf nefndanna ekki vera tilgreint sérstaklega í fjárvcitingu ríkissjóðs til ráöuneytisins. Þannig að ekkert þak er í raun sett á fjölda nefnda eða lcyfilegan hámarkskostnað við þær. „Fólk gcrir sér auðvitað grein fyrir því nokkurn veginn hvað hver nefnd kemur til með að kosta. Þannig að ráðherra sem er dugleg- ur að skipa nefndir veit nokkurn vcginn hver kostnaður vegna þcirra kemur til með að verða," sagði Guðrún. jkb Rekstrarafkoma Álafoss fer batnandi: ENNA GJORGÆSLU EN BATNAR ÓÐUM Samningar Álafoss hf. við sovéska viðskiptaaðila sína eru fyrirtækinu mjög mikil- vægir. Þeir gera Iíklegra að Álafoss nái viðunandi rekstr- arafkomu á þessu ári. En uppgjör síðastliðins árs lítur út fyrir að verða mjög óhag- stætt. Eins og Tíminn greindi frá í gær nemur andvirði sölu ullarvarningsins til Sovétríkjanna um 450 milljónum króna. „Samningarnir hjálpa okk- ur ntikið í lífsbaráttunni. Þcir eru þó ekki heildarlausn á vandamálum fyrirtækisins, en mjög þýðingarmik- ið skref í rétta átt" sagði Jón Sigurð- arson framkvæmdastjóri Álafoss hf. í samtali við Tímann. Hann sagði þessa samninga við Razno Export og sovéska samvinnu- sambandið koma til með að auka veltu og frantleiðslu fyrirtækisins töluvert. Verðbreytingar frá fyrra ári voru óverulegar en þó var um „Gullið" Bjórtegundin „Egils gull" fæst þessa dagana einungis í Heiðrúnu áfengisversluninni að Stuðlahálsi. þar sem ekki er til nægilegt magn á lagertil aðdreifa í aðra útsölustaði. hækkun að ræða. Þar sem samið var í dollurum bæði í fyrra og nú er í raun um yfir 30% verðhækkun að ræða í krónum talið vegna mikillar hækkunar á gengi bandaríkjadollars miðað við krónuna. í fyrra varð veruleg hækkun á kaupverði ullar- varningsins en þá kom lágt gengi dollars miðað við krónuna á móti. Samningar við þriðja fyrirtækið Rosvneshtog standa yfir en eru ekki komnir það langt að hægt sé að segja til um cndanlega niðurstöðu þeirra. „Þar yrði væntanlega um að ræða sölu á bæði hefðbundnum og óhefð- bundnunt ullarvörum. Við vonumst til að sjá einhvern árangur þar á þessu ári" sagði Jón. Rekstur fyrirtækisins á síðasta ári hefur ekki vcriö gcrður endanlega upp. En þó cr Ijóst að í sölu ullarvara hjá dótturfyrirtæki Álafoss í Bandaríkjunum var fyrrihluta árs- ins umtalsverður halli. Síðari hluta ársins náðist þó meira jafnvægi á reksturinn. „Árið 1987 var tap fyrir- tækisins á þessum markaði mjög mikið, yfir milljón dollarar. En það horfir nú , allt saman í rétta átt varðandi þetta ár og viö crum heldur bjartsýn" sagöi Jón. Heildarstaða fyrirtækisins undan- farin ár hefur éjcki vcriö til að kætast yfir. Aðrir stórir markaðir eru eink- um í Skandinavíu og Japan. En þróunin virðist þó sem be*tur fer í heild vera sú sama'og á Bandaríkja- markaði. „Við erum að vísu ennþá á gjörgæslunni en erum farin að rífa af okkur súrcfnisgrímUna af og til og brosa út í loftið. Síðasta ár í heild verður gerl upp með mjög miklu tapi, sérstaklega fyrrihluti ársins. En nú eru vonir um söluaukningu víðast hvar hjá okkur. Ég ætla ékki að fullyrða að við séum búin að ná þessu fyrir vindinn en ég vona það.“ Jón sagði á næstunni ekki verða lagt mikið í sölu á nýjum mörkuðum. „Viö munum einbeita okkur að því að yrkja akrana betur þar sem við þekkjum til. Það er að vísu óhætt að segja að værðarvoðalínan virðist hvarvetna ætla að taka ntjög vel við séroger það mikið ánægjuefni." jkb að verða uppurið í útsölunni á Lindargötu fengust þær upplýsingar að líklega kæmi þessi tegund ekki aftur í verslunina fyrr en eftir 20. þ.m. og í Kringlunni fengust þær upplýsingar að „gullið" hefði selst upp á föstudaginn. Hjá Ölgerðinni er nóg til á kútum af þessari tegund bjórs en allt sem búið var að setja á dósir hefur verið sent Áfengisversluninni. SSH Unglingaathvörfin í Reykjavík safna í ferðasjóð: Athvörfin í blaða- útgáfu Unglingaathvórffn tvö i Reykjavik álorma aö gcfa út blað til fjáröflunar fyrir utanlandsfcrð. Athvörfin eru ætluð unglingum sem eiga í félagslegum erfiðleik- um, jalnt heima sem heiman. Unglingarnir koma í athvörfin reglulega þrjú kvöld í viku, og vinna þá að margvíslegum verk- efnum. Stærsta vinnuverkefni hópanna er að undirbúa og skipuleggja ferðalag. Síðasta sumar ferðuö- ust krakkarnir innanlands, en næstkomandi suntar er í bígerð að bregða sér út fyrir landstein- ana. Fjármagns í ferðasjóð verður aflað með margvíslegum hætti. Til dæmis má nefna hlutaveltu, blómasölu og blaðaútgáfu. Blað- ið er ráögert að gefa út í sjö þúsund eintökum, í tímarits- stærð. Því verður dreift í fjöl- mennustu hverfi Reykjavíkur og ýmsar stofnanir svo sent skóla, félagsmiðstöðvar og fleira. Efni blaðsins yrði að helmingi til aug- lýsingar en hinn hlutinn yrði kynning á athvörfunum og annað efni unnið af krökkunum sjálfum. Fyrirtækjum gefst þarna tæki- færi til að slá tvær flugur í cinu höggi. Annarsvegarað kaupa sér góða auglýsingu og hins vegar að styrkja stórgott málefni. Boðið er upp á allt frá heilsíðuauglýsing- um í lit til styrktarlínu sem birt vexður á þar til gerðum síðum. Einnig verður nteð þökkum tekið á móti hvcrs konar framlögum hvort sem viðkomandi kjósa að láta nafns síns getið eða einfald- lega hafa hönd í bagga með fjáröfluninni. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.