Tíminn - 09.03.1989, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 9. mars 1989
Tíminn 15
Félag leikstjóra,
hvað er nú það?
Undanfarna daga hafa birst í fjöl-
miðlum skrautlegar lýsingar eins
helsta leikara þjóðarinnar á félags-
skap leikstjóra á íslandi. Leikarinn,
sem hefur verið virkur félagi í Félagi
leikstjóra á íslandi (F.L.f.), og einn
af stofnendum þess, hefur nú sagt sig
úr því. Hann hefur upplýst alþjóð
um að félagið sé samtrygging hinna
getulausu og vanhæfu, að það sé
druslufélag, að það berjist fyrir af-
námi tjáningarfrelsis í austantjalds-
anda. Og almenningur hefur mátt
skilja af orðum hans að félagsskapur
þessi ráði einhverju um það hverjir
fái atvinnu við leikstjórn og hverjir
ekki. Auðvitað veit þessi fyrrverandi
félagsmaður betur, en þ&r sem hann
hefur kosið að draga upp brenglaða
mynd af heilu stéttarfélagi til þess að
réttlæta ummæli sín um samstarfs-
niann og leikstjóra, er rétt að eftir-
farandi komi fram.
1. Félag leikstjóra á íslandi er
félag allra starfandi leikstjóra. í
lögum þess segir m.a.: ,,-Tilgangur
félagsins er að gæta hagsmuna leik-
stjóra - listrænt sem fjárhagslega. -
Fað er samningsaðili gagnvart
leikhúsum, hljóðvarpi og sjónvarpi.
- Það kemur fram fyrir hönd félaga
sinna í öllum hagsmunamálum
þeirra. - Til þess að verða félagi þarf
leikstjóri að hafa stýrt 2 leiksýning-
um í atvinnuleikhúsi eða með hlið-
stæðum leikhópum, sem hlotið hafa
viðurkenningu stjórnar F.L.Í. Sama
máli gegnir um sviðsetningar í sjón-
varpi. Stjórnin hefur heimild til að
láta 4 uppfærslur í hljóðvarpi gilda
sem 1 á sviði, sömuleiðis að líta á 4
sviðsetningar með áhugamönnum
sem jafngildi einnar með atvinnu-
mönnum." Þessar reglur settu stofn-
endur félagsins fyrir 17 árum og
menn hafa ætíð talið að ekki væri
hægt að leggja neitt annað mat á
umsækjendur.
2. Eftirtaldir leikstjórar, 18
talsins, mættu á síðasta aðalfund og
kusu félaginu nýja stjórn og vara-
stjórn: Árni Ibsen, Ásdís Skúladótt-
ir, Bríet Héðinsdóttir, Brynja Bene-
diktsdóttir, Hailmar Sigurðsson,
Helga Bachmann, Helgi Skúlason,
Hörður Torfason, Inga Bjarnason,
Jón Viðar Jónsson, Jónas Jónasson,
Kristján Jónsson, Klemenz Jónsson,
María Kristjánsdóttir, Sigríður Þor-
valdsdóttir, Sveinn Einarsson, Þór-
hallur Sigurðsson og Þórhildur Þor-
leifsdóttir. Formaður var kosin Mar-
ía Kristjánsdóttir með 16 atkvæðum,
ritari Þórhallur Sigurðsson með 14
atkvæðum og gjaldkeri Inga Bjarna-
son með 15 atkvæðum. f varastjórn
voru kosin: Ásdís Skúladóttir, Árni
Ibsen og Brfet Héðinsdóttir. Þá var
Helga Bachmann kjörin í stjórn
Menningarsjóðs F.L.Í. og Helgi
Skúlason var kosinn fulltrúi félagsins
í Leiklistarráði.
3. Langmestur starfstími stjórnar
fer í samninga um kaup og kjör,
enda er jafnan samið til skamms
tíma í senn, eða eins til tveggja
ára. Ráðningar leikstjóra til ein-
stakra verkefna í leikhúsunum eru
alfarið á hendi leikhússtjóra og/eða
leikhúsráða. Félag leikstjóra kemur
þar hvergi nærri, eins og borgar-
stjórinn í Reykjavík hélt fram í
Morgunblaðinu á dögunum, þegar
hann bar yfirlýsingu félagsins um
orð leikarans saman við dauðadóm
Khomeinis yfir breskum rithöfundi.
Eitt er óvenjulegt við ráðningu Ingu
Bjarnason til Leikfélags Akureyrar.
Þegar hún er ráðin til starfa er þegar
búið að ráða 3 af 4 leikurum
verksins, og er ráðning hennar með
fullri vitund og samþykki Helga
Skúlasonar og Helgu Bachmann.
Það er ekki oft að leikarar atvinnu-
leikhúsanna geta valið sér leikstjóra,
en Ijóst er að ekki er við F.L.Í. að
sakast í þessu máli.
4. Það er alrangt að Félag leikstjóra
hefði getað blandað sér fyrr í deil-
urnar á Akureyri, vegna þess að
ekki var leitað til félagsins fyrr en
leikstjórinn, Inga Bjarnason, til-
kynnti formanni þann 9. febrúar sl.
(viku fyrir frumsýningu) að ágrein-
ingur hefði komið upp. Formaður
F.L.Í: óskaði þegar eftir skýrslu frá
L.A. og var sú beiðni ítrekuð viku
síðar. Engin skýrsla kom frá L.A.
fyrr en eftir að ummæli Helga Skúla-
sonar um leikstjórnina birtust í fjöl-
miðlum.
5. I Morgunblaðinu 25.2 segir
Helgi að fjöldi fólks innan leikara-
stéttarinnar telji „að viðbrögð mín
hafi ekki verið deginum of fljót við
því ástandi, sem leikarar hafa orðið
að búa við í sívaxandi mæli varðandi
Leikstjórafélagið, en margir með
vangetu hafa flotið innan þess í
kjölfar samtryggingar hinna óhæfu.“
Þetta er athyglisverð söguskoðun,
sem aldrei kom fram meðan Helgi
var virkur félagi í F.L.f. Og verður
hún vitaskuld rannsökuð nánar á
næstunni. í fljótu bragði virðist þetta
„ástand“ vera eftirfarandi: Undan-
farin tvö leikár hafa eftirtaldir ís-
lenskir leikstjórar stjórnað sýning-
um atvinnuleikhúsanna tveggja í
Reykjavík: Andrés Sigurvinsson,
Benedikt Árnason, Bríet Héðins-
dóttir, Brynja Benediktsdóttir, Gísli
Halldórsson, Guðjón P. Pedersen,
Helga Bachmann, Pétur Einarsson,
Sveinn Einarsson, Stefán Baldurs-
son, Gísli Alfreðsson, Þórhallur Sig-
urðsson, Þórhildur Þorleifsdóttir,
Þórunn Sigurðardóttir, Kjartan
Ragnarsson, Karl Ágúst Úlfsson,
LárusÝmir Óskarsson, ÁsdísSkúla-
dóttir.
Leikhúsfólk hefur haft af því veru-
legar áhyggjur hve erfitt það hefur
reynst yngri leikstjórum að komast
inn í starf atvinnuleikhúsanna, þann-
ig að eðlileg endurnýjun ætti sér stað
í leikstjórahópnum. Þó hafa ýmis
teikn verið á lofti um að þetta sé að
breytast. Félag leikstjóra á íslandi
fagnar þeirri þróun, en lítur jafn-
framt svo á að stóryrði eldri lista-
manna um hæfni hinna yngri, og
stóryrði um stéttarfélög leiklistar-
fólks verði leiklistinni aldrci til fram-
dráttar.
Virðingarfyllst,
Stjórn og varastjórn F.L.Í.
María Kristjánsdóttir
Þórhallur Sigurðsson
Ásdís Skúladóttir
Árni Ibsen
Bríet Héðinsdóttir.
lllllllllllllll SAMVINNUMÁL lllllllllllllllllllllllllllllll
Bankabréf Sam-
vinnubankans
Verðbréfaviðskipti Samvinnu-
bankans eru nú í fyrsta sinn að gefa
út svo kölluð bankabréf. Segir frá
þessu í nýútkomnu fréttabréfi bank-
ans um verðbréfaviðskipti. Hér er
um að ræða 1. flokk 1989 af bréfum
sem nefnast Bankabréf Samvinnu-
bankans. Stærð þessa fyrsta flokks
er 300 miljónir, og bréfin eru gefin
út á þrenns konar nafnverði, fimm-
tíu þúsund, tvö hundruð þúsund og
ein miljón króna.
Bankabréfin eru verðtryggð en
vaxtalaus. Þau eiga að færa kaup-
endum sínum 9% vexti umfram
hækkun lánskjaravísitölu. Kemur
raunávöxtun bréfanna því öll fram í
afföllum frá nafnverði þeirra við
sölu. Bréfin eru öll með einn gjald-
daga, en hægt er að velja þar um níu
mismunandi dagsetningar á tímabil-
inu frá 25. janúar 1991 til 25. janúar
1994. Gjalddagar bréfanria ár hvert
eru 25. janúar og 25. júlí. Eftir að
Kr.SO.OUO
VEREŒRYGGT
SKULEABRÉF
$
SAMVINNUBANK) tSLANOS HF.
, FlKUinlU MÚSUND kronur
bréfin hafa gjaldfallið bera þau al-
menna sparisjóðsvexti þar til
greiðslu fyrir þau er vitjað.
Þar sem þessi nýju bankabréf hafa
aðeins einn gjalddaga er talið að
fjárfesting í þeim eigi eftir að nýtast
kaupendum betur en ef gjalddagar
væru fleiri. Þurfa eigendur þeirra þá
einungis að huga að endurfjárfest-
ingu í lok lánstímans, og hafa þeir
þá alla fjárhæðina til ráðstöfunar, í
stað þess að annars þyrftu þeir að
huga oftar að endurfjárfestingu og
þá með lægri fjárhæð en ella í
höndunum hverju sinni. Er talið að
í slíkum tilvikum gæti endurfjárfest-
ing orðið erfiðari, ef fjárhæðin er
ekki nægjanlega há til þess að duga
til að fjárfesta aftur í góðum verð-
bréfum. Þá tekur bankinn að sér að
sjá um varðveislu og innheimtu
bankabréfanna án sérstaks endur-
gjalds. -esig
Al 4l r M. Hf.l - J -
unnoii i Mnr
Jón Helgason Guðni Ágústsson Unnur Stefónsdóttir
alþingism. alþingismaður varaþingmaður
Árnesingar
Árlegir stjómmálafundir og viðtalstímar þingmanna Framsökt
flokksins verða á eftirtöldum stöðum:
1. Félagsheimili Boðans, Hveragerði, miðvikudaginn 8. mars
20.30.
2. Þingborg, Hraungerðishreppi, fimmtudaginn 9. mars kl. 21.0
Vesturland - Formannafundur
Fundur formanna framsóknarfélaganna á Vesturiandi verður haldinn
í Hótel Borgarnesi laugardaginn 11. mars n.k. kl. 13.00.
Guðmundur Ragnheiður Sigurður
Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra, Ragnheiður Sveinbjörns-
dóttir og Sigurður Geirdal koma á fundinn.
Sjá nánar í fundarboði til félaganna.
Kjördæmissambandið.
Suðurland
FUF í Árnessýsiu
og Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu áformar að halda félags-
málanámskeið í lok mars og í apríl. Um er að ræða byrjenda- og
framhaldsnámskeið. Námskeiðin eru öllum opin sem áhuga hafa.
Þátttaka tilkynnist sem fyrst til formanna félaganna.
Sigurðar Eyþórssonar í síma 34691
og Ólafíu Ingólfsdóttur í síma 63388.
FUF og FFÁ.
Norðurland vestra
Stjórn kjördæmasambands framsóknarmanna, stjórnir framsóknar-
félaga, blaðstjórn Einherja og fulltrúar í verkalýðsráði eru boðuð til
fundar í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 18. mars n.k.
Fundurinn hefst kl. 14.00.
Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson mæta á
fundinn.
Stjórn K.F.N.V.
Vestur-Húnvetningar
Árshátíð Framsóknarfélagsins verður í Vertshúsinu, Hvammstanga,
' föstudaginn 10. mars og hefst með borðhaldi kl. 21.00.
Stjórnin.
Fjölmiðlanámskeið SUF
Fyrsta fjölmiðlanámskeið SUF og kjördæmissambandanna hefst
laugardaginn 11. mars kl. 10 í Nóatúni 21, Reykjavík.
Framkvæmdastjórn SUF
SUF í Viðey
Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður hald-
inn laugardaginn 18. mars í Viðeyjarstofu.
Dagskrá og sérmál futidarins auglýst síðar.
Framkvæmdastjórn SUF
Kópavogur
Skrifstofan í Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-13.
Sími 41590. Heitt á könnunni.
Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattir til að
líta inn og taka með sér gesti. Eflum flokksstarfið.
Framsóknarfélögin í Kópavogi.
Reykjanes
Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er
opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Simi 43222.
K.F.R.