Tíminn - 23.03.1989, Qupperneq 16
16 Tíminn
Fimmtudagur 23. mars 1989
Sannleikur getur
verið afstætt hugtak
Það er margt sem maður lærir á að búa í landi
innflytjenda. Eitt af því er afstæði sannleikans. Fólk hefur
komið frá mörgum löndum með jafn margar myndir og
minningar í huganum.
Sumir hafa yfirgefið ættjörð sína með blendnum tilfinning-
um sárrar reynslu og vonbrigða, jafnvel álösun um þjóðarsvik
á bakinu. Aðrir hafa flúið af einni og annarri ástæðu og svo
mætti lengi telja. Ástæður fyrir flutningi eru margar og
margvíslegar og oft breytilegar eftir tímum og tíðaranda.
Börn hafa verið tekin með í þessum flutningum og þau hafa
sínar minningar allt eftir því á hvaða aldri þau fluttu.
Þeir sem hafa kannski hálfpartinn
þurft að flýja land sitt vegna erfiðra
aðstæðna, en þó með trega í hjarta
og dulda heimþrá, eiga það til að
vilja aðeins sjá og viðurkenna fréttir
frá gantla ættlandinu sem koma
heim og saman við minninguna og
þá mynd sem það vill halda á lofti.
Til dæmis eru margir Italir og
Grikkir, sem halda mjög mikilli
tryggð við siði og lífsviðhorf sem
voru ríkjandi í heimalandinu þegar
þeir voru þar t.d. upp úr árunum
1950 og neita að trúa að framþróun
hafi orðið og breytingar á hugsunar-
hætti síðan þeir komu þangað síðast.
Þeir fá oft mjög litlar eða engar
fréttir frá ættjörðinni og neita því að
trúa neinu því sem hrundið gæti
draumsýninni sem þeir halda dauða-
haldi í. Það er eins og að innra með
þeim búi hræðsla við að missa fót-
festuna í lífinu ef þeir sæju að lífið í
ættlandinu hafi tekið verulegum
stakkaskiptum síðan þeir fóru. Þetta
fólk getur brugðist illa við ef sann-
leikur dagsins í dag er borinn á borð
fyrir það að því forspurðu. Það getur
jafnvel neitað að trúa því að það sé
satt vegna þess að þannig var það
ekki þegar þau voru í hinu ástkæra
föðurlandi. Eða að það var kannski
hluti af sannleik sem þau sáu aldrei.
Svo það var ekki þeirra sannleikur.
Þetta fólk er oft mjög hörundsárt
fyrir hönd beggja landanna. Þar
kemur til gylling heimalandsins og
þakklæti til hins nýja lands fyrir að
hýsa sig og gefa sér tækifæri.
Fyrir manneskju sem flutti búferl-
um sem táningur og átti sér ekki
aðra mynd og minningu um gamla
landið en þá sem tengist áhyggjuleysi
bernskunnar, getur verið erfitt að
setja sig í spor jafnaldra sinna sem
héldu áfram að lifa í landinu. Þessi
börn hafa aldrei kynnst viðhorfum
og hugsunarhætti þeim sem býr með
þjóðinni og ekki heldur þeirri þróun
sem verður í gegnum tíðina. Þó svo
að einstaka blað sé lesið og bók segir
það frekar lítið um hið daglega
hversdagslega líf sem lifað er.
Til dæmis kemst hröð þróun, sem
verður á hugsunarhætti þjóðar, ald-
rei alveg til skila í gegnum dagblöð.
Dagblöð endurvarpa ekki öllum
þáttum mannlegs lífs þó að við
getum fræðst um eitt og annað af
síðum þeirra. Þessir unglingar alast
því upp út frá forsendum og hugsun-
arhætti hins nýja lands án þéss að
hugleiða það svo ntikið hvernig hlut-
irnir eru í hinu gamla landi, eða geta
gert sér grein fyrir þeim mikla mis-
mun sem kann að vera á háttum og
viðhorfum milli hinna tveggja landa.
Þeir eru þó oft mikið frekar opnir
fyrir því að fræðast um hvernig
hlutirnir eru í raun og veru og minna
viðkvæmir fyrir slæmum freftum en
eldri kynslóðir. Enda eiga þeir ekki
sömu hagsmuna að gæta, hafa ekki
samskonar tilfinningu fyrir þessu og
kannski foreldrarnir.
Þegar fólk aftur á móti flytur
seinna á æviskeiðinu án þess að um
neinskonar flótta eða blendnar til-
finningar sé að ræða leiðir það
ósjálfrátt til annarrar lífssýnar en
hjá hinum tveim hópunum. Þetta
fólk er í aðstöðu til að horfa jafnt í
báðar áttir án þess að eiga tilfinn-
ingalegra hagsmuna að gæta í að
viðhalda sérstakri ímynd.
En hvað sem því líður hver flutti
og hvenær þá sér fólk hluti mismun-
andi augum. Mikið af því er bundið
uppeldi okkar, aðstæðum og lífsvið-
horfi.
Svo eru það auðvitað hin þekktu
sannindi að fjarlægðin gerir fjöllin
blá og mennina mikla. Þá getur
verið erfitt að hlusta á að hirðusemi
hafi farið aftur í gamla landinu eða
að þar ólgi allt í spillingu og óáran.
Þó ég hafi ekki verið nema í rúmt
ár í burtu finn ég strax og sé sum
þeirra atriða sem áður eru nefnd. Til
dæmis man ég hvernig flestir sjón-
varpsþulir og fréttamenn litu út og
þannig voru þeir geymdir fyrir mín-
um hugskotssjónum eins og frystir.
Þegar ég svo fæ spólur frá íslandi
með fréttaþáttum og öðru efni sé ég
mér til mikillar undrunar (og von-
Dingó f búri. Skyldu dýrin ein-
hvern tíma finna til einmana-
kenndar?
brigða) að Helgi Pétursson er búinn
að fá nokkur grá hár í vangann og
að hinn síungi Ómar Ragnarsson er
orðinn ráðsettur miðaldra maður.
Eins hlýtur til dæmis Áströlum og
öðrum að bregðg við að sjá að þeirra
þekktustu skemmtikraftar og stjórn-
málamenn eru búnir að missa
æskuljómann og orðnir gamlir þegar
Fólk af ýmsum „sannleikssjónar-
miftum" saman á skólabekk.
Þessi mismunandi sannleiks-
sjónarmið koma vel fram í um-
ræðum slíkra hópa. (Höf. önnur
frá vinsti fremst).
þeir líta þá augum eftir fimm, tíu,
tuttugu ár.
Það er eiginlega fyndið að hugsa
til þess að manni bregði, því auðvit-
að myndu þessar breytingar hafa átt
sér stað þó ég væri í landinu, en þá
myndi ég hafa séð þróunina stig fyrir
stig og hárin grána eitt af öðru án
þess að hugsa neitt sérstaklega um
það, orðið samdauna þróuninni sem
annarri þróun í þjóðfélaginu.
Maður getur ekki ætlað sér þá dul
að halda að maður hafi mátt til að
halda öllu fólki jafn ungu og þjóðfé-
laginu í sama formi og þegar maður
fór. Einhvern veginn er það þó svo
að margir halda það án þess að
hugsa rökrétt út í hlutina. Þetta er
einskonar tilfinningaleg íhaldssemi.
Kannski að það sé verkefni fyrir sál-
og félagsfræðinga að rannsaka í
framtíðinni.
Kostirnir við gallana
og gallarnir við kostina
Þetta minnir næstum á bækurnar
um hana Pollýönnu. Óneitanlega
finnur manneskja sem orðin er
rótgróin í háttum íslendinga margt
skrýtið í fari nýrrar þjóðar sem
flutt er tii. Svo samgróinn getur
maður verið því að gera hlutina á
íslenskan hátt að maður finnur
sjálfan sig stundum mótmæla innra
með sér þegar ýmsir framandi siðir
herja að manni úr öllum áttum.
Þegar ekki er hægt að gera neitt
eins og maður var vanur.
Manneskja sem hefur verið vön
því að eiga alltaf aðgang að fjölda
manns sér til andlegrar uppbótar
er lengi að venjast því að svo sé
ekki í hinu nýja landi. Hún misskil-
ur brosin sem henni eru send af ná-
grönnum á förnum vegi og er viss
um að svo blítt bros þýði að um
nánari kynni muni verða að ræða
og að þessar tvær manneskjur muni
geta miðlað hvor annarri af anda-
gift sinni og skemmtilegheitum.
En þetta er bara barnalegt viðhorf
íslendings sem ekki er vanur því að
fá blíð bros frá ókunnugu fólki
nema það sýni þá um leið áhuga
fyrir frekari kynnum.
Eins og ég sé íslenska þjóð í
samanburði við Ástrala þá brosa
þeir ekki svo mikið til þín í fyrstu
en ef þeir fá áhuga fyrir þér geta
þeir verið fljótir að taka þig inn að
hjarta og sýnt mikla höfðingslund.
Áströlum er hins vegar mjög annt
um einkalíf sitt og varast mjög að
taka nýtt fólk inn á sig. Þeim er hins
vegar eðlislægt að brosa í sólinni og
segja góðan daginn eða „G“day
mate hwarejúgóing“ sem ætlast er til
að svarað sé í sömu mynt en ekki því
að við förum að rekja raunir okkar \
eða segja sögur.
Það reynist margt athyglisvert á
bak við þessi fáu atriði sem þarna
eru nefnd og með tímanum lærir
maður að sjá kostina við gallana og
gallana við kostina.