Tíminn - 05.04.1989, Page 3

Tíminn - 05.04.1989, Page 3
Miðvikudagur 5. apríl 1989 Tíminn 3 Steingrímur Hermannsson vissi ekki um umfang væntanlegra heræfinga varnarliðsins fyrr en fyrir nokkrum dögum. Utanríkisráðherra fékk allar upplýsingar fyrir hálfu ári: Jón Baldvin settur inn í málið fyrir hálfu ári Steingrímur Hermannsson segir að hann hafi ekki vitað um umfang væntalegra heræfínga varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli og hversu margir hermenn tækju þátt í þeim, þar til fyrir fáeinum dögum. Hann fullyrðir auk þess að samkvæmt upplýsingum er hann hafí í höndum muni Jóni Baldvini Hannibalssyni utanríkisráðherra hafa verið gerð ítarleg grein fyrir væntanlegum æfíngum hersins hér á landi í júní, strax í október á síðasta ári. Steingrímur kvaðst vera búinn að fá ítarlega skýrslu um þessi mál og þar sem til dæmis kemur fram að Jón Baldvin hefði tvisvar farið á upplýs- ingafundi um málefni varnarliðsins. í fyrra skiptið 25. október í Norfolk í Bandaríkjunum. Steingrímur sagði ennfremur að Jón Baldvin hefði fengið ítarlegar upplýsingar um æfingarnar, er hann heimsótti varn- arliðið á Keflavíkurflugvelli 27. des- ember á síðasta ári. Frá þeim fund- um eru ekki til neinar skriflegar skýrslur. Steingrímur sagði að svo virtist sem varnarliðið gengi út frá því sem vísu að það gæti sjálft ákveðið umfang sitt og æfingar. Að vísu kæmi fram í þeim skýrslum er hann hefði fengið, að í október 1986 hefði skrifstofustj óri V arnarmáladeildar farið á fund til Bandaríkjanna, þar sem honum var gerð ítarleg grein fyrir æfingunum. Engin skrifleg skýrsla mun vera til frá því heldur. „Jón Baldvin mun hafa skýrt frá því við umræður á mánudaginn að hún væri til,“ sagði Steingrímur, „en Þorsteinn Ingason kannast ekki við það.“ „Það var fyrst á upplýsingafundi í Keflavík í ágúst 1987, þar sem farið Steingrímur Hcrmannson forsætis- ráðherra segir Jón Baldvin Hanni- balsson hafa vitað um umfang æfinga Bandaríkjahers hér á landi, strax í október á síðasta ári. Jón Baldvin fór á fund í Norfolk í október og þá að hafa fengið ítarleg- ar upplýsingar um æfingarnar. var yfir alla starfsemi varnarliðsins, sem ég fékk fyrst að vita af tilvist þessa varaliðs. Þar var mér tjáð að það héldi hér æfingar annað hvert ár. Ég minnist þess ekki að Banda- ríkjamenn hafi getið þess þar að þeir hefðu í hyggju að auka umfang þessara æfinga eins og síðar hefur komið fram. Þorsteinn Ingvason hjá Varnarmáladeild hefur staðfest það að hann ræddi þetta aldrei við mig, ekki þá tíð sem ég var utanríkisráð- herra,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra. Stein- grímur tók fram að á þeim tíma hefði hann samt átt reglulega fundi um varnarmálin. Forsætisráðherra kvaðst ekki vilja segja til um hvort þetta væri hand- vömm hjá Varnarmálaskrifstofunni. Formleg tilkynning um fundinn kæmi ekki fram fyrr en 30 ágúst s.l. og staðfest væri að þá hefði ekki náðst í sig. - ÁG Akranesbær í vandræðum með kaldavatnskerfið: Taliðaðum1/3 vatnsins týnist Svo virðist sem kaldavatnslögnin sem sér Akranesbæ fyrir vatni, skili ekki út á réttum stöðum öllu því vatni sem í hana fer. Daníel Árnason bæjartæknifræðingur á Akranesi sagði í samtali við Tímann að rennsl- ið ætti að vera um 70 til 90 lítrar á sekúndu, en svo virtist sem einn þriðji skili sér ekki út á réttum stöðum. „Við höfum ekki skýringar á því hvert einn þriðji af vatninu fer, aðra en þá að þetta fari bara í leka,“ sagði Daníel. Hann sagði að annaðhvort væri hreinlega um lekar lagnir að ræða eða að sírennsli ýmiskonar ætti hér hlut að máli. Sem dæmi nefndi hann að svo gæti verið að fólk léti vatnið renna hjá sér til að verja lagnirnar frostskemmdum, eða hugsanlega á verkstæðum eða í litl- um iðnfyrirtækjum þar sem slöng- unni væri stungið niður í niðurfallið og ekkert hugsað um hana fyrr en henni væri lyft upp til að fá vatn í fötu eða eitthvað slíkt. „Ég á von á því að einhver hluti skýringarinnar á þessu felist í trassaskap húseig- enda,“ sagði Daníel. Gerðar voru mælingar um jólin síðustu og um páskana, þegar fisk- vinnsluhúsin voru ekki í gangi, til að athuga vatnsmálin betur. „Það bend- ir allt til þess að um það bil einn þriðji af vatninu fari ekki alveg út á réttum stöðurn," sagði Daníel. Hann sagði að rennslið til bæjarins væri um 70 til 90 lítrar á sekúndu og ef talað væri um 90 lítra á sekúndu, þá væru það um 30 sekúndulítrar sem hyrfu. „Við höfum verið að leita að orsökunum, en það hefur ekki farið fram nein markviss leit. Við höfum fyrst og fremst verið að taka þá leka sem við höfum orðið varir við og gert við þá. En það hefur ekki verið lagður þungi á það að uppræta alla þessa leka,“ sagði Daníel. íbúar í nágrenni vinnsluhúsanna neðst á Skaganum hafa átt í erfið- leikum með kalda vatnið, þar sem þrýstingsfall verður þegar vinnslu- fyrirtækin eru í gangi. Daníel sagði að öll vatnsmál Skagamanna væru til umfjöllunar og sagðist hann vonast til að tekið yrði á vandamálinu mjög fljótlega. -ABÓ Ófiðraðurvorboði Lögreglan í Reykjavík hefur tekið mótorhjólin í notkun að nýju, eftir snjómikinn vetur í höfuðborginni. Gárungamir segja að hér sé „vorboðinn Ijúfi“ á ferðinni, rétt eins og þegar lóan kemur, enda eru hjólin ekki í notkun þegar snjór og hálka er yfir vetrartímann. Ef svo heldur fram sem horfir, með veðrið má búast við að fleiri lögregluþjónar verði farnir að spóka sig um á mótorhjólunum áður en langt um líður, ökumönnum og gangandi vegfarendum til halds og trausts. -ABÓ/Tímamynd Pjetur Holiday Inn hótelið í Reykjavík. Aöeins nokkrar vikur til stefnu í sölumálum Hótels Holiday Inn í Reykjavík: Fjórir skoða Holiday Inn Fjórir aðilar eru nú í myndinni sem hugsanlegir kaupendur að Hótel Holiday Inn í Reykjavík og er einn þeirra íslenskur. Unnið er að því að fullkanna tilboð og samningsgrund- völi við þessa aðila og er stefnt að því að þeim athugunum verði lokið innan fárra vikna. Jón Ragnarsson, veitingamaður í Reykjavík, er eins og er eini innlendi aðilinn sem hefur sýnt hótelinu al- varlegan áhuga síðustu vikur, en enn er ekki fram komið ákveðið kauptilboð frá honum. Fyrir utan Trusthouse Fort í Englandi, er nú unnið að því að skoða hugmyndir tveggja aðila í Kaupmannahöfn. Annar þessara aðila hefur sýnt því áhuga að kaupa hótelið, en hinn vill ræða frekar möguleika á fjármögnun hótelkaupanna og gera það kleift að verulegur hluti skuidanna verði leystur út. Ekki liggur enn fyrir hvert kaup- verðið á hótelinu verður, en nokkrar tölur liggja fyrir til viðmiðunar. Byggingarverð húsanna er áætlað um 800 milljónir króna, en ekki er gert ráð fyrir því að nokkur aðili vilji kaupa það á svo háu verði. Skuldir Hótels Holiday Inn nema hins vegar um 600 milljónum króna og er nú reynt að selja hótelið fyrir megnið af þeirri upphæð. Samkvæmt heimild- um Tímans, er um þriðjungur þess- ara skulda, um 200 milljónir króna, áfallnir dráttarvextir og hækka þeir um milljónir í mánuði hverjum. Tilboð Trusthouse Fort nemur um 360 milljónum króna en það þykir of lágt söluverð. Hefur Tíminn fregnað að tilboði þeirra yrði líkast til tekið ef tekst að fá það hækkað eitth vað upp fyrir 400 milljóna króna markið og er það þá líklegt söluverð. Eins og áður segir hefur Jón Ragn- arsson, veitingamaður, áhuga á því að kaupa Holiday Inn, en væntanlegt tilboð frá honum mun vera háð því að viðunandi sala takist á Hótel Valhöll á Þingvöllum og hefur verið sagt frá þeim þreifingum fyrr í Tímanum. KB

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.